Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 63 Kerlingin, sem át draflann dauð Sigurður og Gunnhildur hétu hjón er bjuggu á Seltjarnarnesi um aldamótin 1800. Þar var tvíbýli. Hjá Sigurði og Gunnhildi var niðursetn- ingskerling, sem sett var hjá þeim báðum bændunum. En er hún hafði útent niðursetu sína hjá Gunnhildi og þeim hjónum þá vildi nábúi þeirra ekki taka á móti kerlingu og rak hana aftur með ófögrum við- tektum. Kerling varð aum af þessu og varð það mjög minniligt, einkum þar hún var krönk um þetta bil. Þau Siguröur og Gunnhildur tóku við kerlingu og lofuðu að þau skyldu Sumar- nótt Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér norður í sæ. Grátandi skýin það skoða skuggaleg upp yfir bæ. Þögulust nótt allra nótta, nákyrrð þín ofbýður mér. Stendur á öndinni af ótta. eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svartýrðar lætur þú brýr. Tár þin á hendur mér hníga hljótt, en ég finn þau samt skýr. Verður þér myrkum á vegi vesturför óyndisleg? Kvíðir þú komandi degi, koibrýnda nótt, eins og ég? Björn Halldórsson ekki láta hana hrekjast. Þau Sig- urður áttu rauða kvígu, sem var að stálma. Kerling talaði oft um, að sig langaði mjög að fá ábresturnar úr henni Reyði; ósköp hlakkaði hún til þess. Kerling lasnaðist svo mjög dag frá degi og varð þessi krank- leiki dauðamein hennar. Þetta var snemma um veturinn því kvígan átti að bera á öndverðum vetri. Nú seint um daginn andaðist kerling. Var nú kveikt og kerling lögð til og henni veittar nábjargir. Að stundu liðinni sezt kerling upp og fer að þreifa fyrir ofan sig og upp á hillunni. Sigurður rýkur að henni og hratt henni aftur á bak og spyr hvern fjandann hún ætli. Að stundu liðinni sezt hún enn upp og er að þreifa í kringum sig. Sigurður hratt henni enn aftur á bak með ekki fegri ummælum, því maðurinn var svolaligur en hraustmenni. Á meðan þetta fór fram datt Gunnhildi það í hug að taka nokkuð af því sem úr kvígunni kom og flóa. Kerling hafði einatt verið að segja meðan hún lá: „Það vildi ég að ég dæi nú ekki fyrr en hún Reyður þín er borin, Gunnhildur mín!“ Á með- an Gunnhildur er að flóa sezt kerling enn upp og þreifar í kring- um sig. Gunnhildur kemur í því inn með ábresturnar, fullan tveggja marka ask. Matar hún nú kerlingu úr askinum þar til lokið er, en kerling rennir niður. Eftir það hnígur hún aftur á bak í rúmið og bærði ekki framar á henni. En á meðan kerling var að þessu bisi þá drapst snemmbær kýr hjá nábúa hans og valinn hestur. Úr fornritum: Tólfæringurinn Skúta Tólfæringurinn Skúta fylgdi Strönd í Selvogi langa ævi. Skúta hafði lag á nóni á Strandarsundi hversu mikið brim sem var. Aðrir segja, að þau ummæli hafi fylgt Strandarsundi, að þar kæmi alltaf lag á nóni. Það var mörgum árum eftir dauða Erlendar lögmanns að Skúta forgekk. Svo er sagt, að næstu nótt áður en þaðskeði gat einn af Skútu hásetum ekki sofið. Hann fór á fætur og gekk ofan til nausta. Þar stóöu tvö skip sem gengu í Strandar- sundi þann vetur, Skúta og annar tólfræðingur sem hét Mókollur. Þegar hásetinn kom til naustanna heyrði hann að skipin töluðu saman. Mókollur byrjaði: „Nú munum við verða að skilja á morgun." „Nei,“ sagði Skúta, „ég ætla ekki að láta róa mér á morgun." „Þú mátt til,“ sagði Mókollur. „Ég læt hvurgi hræra mig,“ sagði Skúta. „Formað- ur þinn skipar þér þá í andskotans nafni,“ segir Mókollur. „Þá má ég til,“ segir Skúta, „og mun þá ver fara.“ Síðan þögnuðu þau. Maðurinn gekk heim og var þungt og lagðist niður. Um morguninn eftir var sjóveður og bjuggu menn sig til róðurs. Maðurinn sem fyrirburðinn heyrði sagðist vera veikur og ekki geta róið og bað formann sinn að róa ekki. En það tjáði ekki að nefna slíkt. Hvorutveggja fóru að setja fram. Mókollur hljóp af stokkum, en Skútu var eKki mögulegt að mjaka úr stað og hættu menn við það. Þegar þeir höfðu hvílt sig kallaði formaðurinn þá aftur og bað þá leggja hendur á í Jesú nafni eins og hann var vanur, og ekki gekk Skúta enn. Þeir reyndu til í þrjár reisur og gekk ekki um þumlung. Þá reiddist formaður og kallaði menn í fjórða sinn og sagði í bræði sinni: „Leggið þið þá hendurnar á í andskotans nafni." Þeir hlýddu. Þá hljóp Skúta svo hart fram að menn gátu valla fótað sig. Nú var róið í fiskileit. Þegar á daginn leið gjörði aftaka brim og fóru menn í land. Tólfæringarnir frá Strönd sátu í lengra lagi, en fóru svo heim. Þegar þeir komu að sundinu mælti Mókolls formaður: „Nón mun ekki vera komið og skulum við bíða við.“ Skútu formaður sagði að nón væri liðið. Þeir þrættu um það þangað til Skútu forniaður staðréði að hleypa út að Herdísarvík og fór af stað. Rétt á eftir kom lag. Þá kallaði Mókolls formaður: „Nú er Skútulag." Skútu formaður heyrði það ekki og hélt áfram út í Herdísarvík og hleypti þar að í Bótinni. En svo var brimið mikið að Skúta stafnstakkst þar og fór í spón, og drukknuðu allir mennirnir. Mókollur naut Skútulags og komst með heilu og höldnu til lands. Þá sagði maðurinn frá fyrirburðinum. „Margt kann Gunna vel að vinna .. Það er gömul frásaga, að í einhverju hallæri, sem gekk yfir land vort, hafi verið svo mikil bágindi í Vopnafirði, að forstjórum sveitarinnar kom saman um að samansafna öllum aumingjum og þurfamönnum og reka ailt í hóp á fjöll upp allt norður í Heljardal, sem liggur inn og suður af Langa- nesi, til að lifa og deyja þar eftir því sem verkast vildi. Þegar nú þessir aumingjar komu þangað, varð þeirra helzta tilraun að bjarga lífi sínu upp á þann máta að veiða silung úr vatni þar skammt frá og tína fjallagrös. Enginn vissi nú neitt um þessa vesalinga því enginn vitjaði um þá og ekki er þess heldur getið, að neinn hafi komið aftur um sumar- ið. Nú líður og bíður þangað til á þriðjudagskvöldið í föstuinngang, þá var komið á gluggann i Hvammi í Þistilfirði og kveðið: Lyppa. spinns. tspja ox tvinna, tína KröK ok róla. MarKt kann Cunna vel að vinna. vAkrunt hestl aö dóla. Þetta var þá ein af aumingjum þeim, er reknir höfðu verið í Heljardal og var það sú eina manneskja, sem þá var lifandi og lífa af komst úr dalnum. Guðrún þessi staðnæmdist þar sem hún að kom, giftist og var merkiskona og er sagt margt manna frá henni komið. Málshættir Greiðfær er glötunar leið - O - Svo má góðu venjast, að gæðalaust þyki - O - Löngum er hefnigjarnt lítið vit - o - Heima á ég verst, en þar þykir mér best - O - Allt kann sá, er hófið kann - O - Betra er brotið hús en byggt með ósamþykki Morgunveiði konunga Hér á eftir fer litill kafli úr Ólafs sögu helga, úr Heimskringlu Snorra Sturluson- ar. Ingigerður, dóttir ólafs Sviakonungs, var festarkona ólafs hins digra Haralds- sonar, og var það mest fyrir þá sök, að bændur höfðu gert þys að honum á Uppsalaþingi og neytt hann til að heita dóttur sinni. Svíakonungi likaði það stór- illa. „Það var einn dag snemma, að konungur reið út með hauka sína og hunda og með honum menn hans. En er þeir fleygðu haukunum, þá drap konungshaukur í einu rennsli tvo orra. Og þegar eftir það renndi hann enn fram og drap þá þrjá orra. Hundarnir hlupu undir og tóku hvern fuglinn, er á jörð kom. Konungur hleypti eftir og tók sjálfur veiði sína og hældist mjög, segir svo: „Langt mun yður flestum til, áður þér veiðið svo.“ Þeir sönnuðu það og segja, að þeir ætluðu, að engi konungur myndi svo mikla gæfu bera um veiði sína. Reið þá konungur heim og allir þeir. Var hann þá allglaður. Ingigerður konungsdóttir gekk út úr herberginu. En er hún sá, að konungur reið í garðinn, snerist hún þannig og heilsaði honum. Hann fagnaði henni hlæjandi og bar þegar fram fuglana og segir frá veiði sinni og mælti: „Hvar veistu þann konung, er svo mikla veiði hafi fengið á svo lítilli stundu? „Hún svarar: „Góð morgunveiði er þetta, herra, er þér hafið veitt fimm orra, en meira er það, er Ólafur Noregskonungur tók á einum morgni fimm konunga og eignaðist allt ríki þeirra.* hestinum og snerist við og mælti: „Vittu þat, Ingigerður, að svo mikla ást sem þú hefir lagt við þann hinn digra mann, þá skaltu þess aldrei njóta, og hvorugt ykkar annars. Skal ég þig gifta nokkrum þeim höfðingja, er mér sé eigandi vinátta við. En ég má aldrei vera vinur þess manns, er ríki mitt hefir tekið að herfangi og gert mér skaða margan í ránum og manndrápum." Skildu þau svo sína ræðu og gekk leið U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.