Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. APRÍL 1981 Senda matvæli til Póllands AÐ BEIÐNI Rauða kross Pól- lands, sem barst 7. april, hafa Rauði kross íslands, Danmerkur, Noregs, Finnlands o« Sviþjóðar, ákveðið að senda sameÍKÍnlega matvæii ok næringarefni handa hornum. Kðmlu fólki og sjúku sem eru á stofnunum sem pólski Rauði krossinn rekur. Hér er um að ræða 27 lestir af matvælum, þ. á m. sex lestir af niðursoðnu kjötmeti, sex lestir af mjólkurdufti og fjórar lestir af öðrum næringarefnum, samtals að verðmæti um 773.000,00 ísl. kr. Vörurnar voru sendar með skiti frá Finnlandi til Póllands í dag. Framlag Rauða kross Islands er 10.000 krónur. Umferðarmálafundur á Hvolsvelli: Hvatt til lög- leiðingar bílbelta ALMENNUR umferðarmála- fundur klúbbsins Öruggur akst- ur i Rangárvallasýslu var hald- inn aö Hvoli. Hvolsvelli, 3. april 1981 i samráði við iandlæknis- cmbættið. Var skorað á dómsmálaráð- herra að beita sér fyrir lögleiðingu öryggisbelta í bifreiðum nú þegar á yfirstandandi Alþingi. Erindi um öryggis- eða bílbeltin svoköll- uðu flutti héraðslæknirinn ísleif- ur Halldórsson, og sýnd var sænsk bílbeltamynd. Almennar umræður spunnust á eftir kvikmyndasýningunni og var þar framsögumaður Baldvin Þ. Kristjánsson. Tóku margir til máls og stóð fundurinn til kl. 23.30. Á þessum fundi voru afhent 50 merki Samvinnutrygginga 1980 fyrir öruggan akstur: 29 merki fyrir fimm ára öruggan akstur, 15 fyrir tíu ára, 5 fyrir tuttugu ára og 1 fyrir þrjátíu ára öruggan akstur. Stjórn klúbbsins var öll endur- kosin, en hún hefur starfað óbreytt á 2. áratug. Formaður hennar er Albert Jóhannsson, kennari við Skóga- skola. Fundinn sóttu um 45 manns víðsvegar úr héraðinu. Ernest Mandel á Fylkingarfundi Á ALMENNUM fundi Fylkingar i Félagsstofnun stúdenta á sunnudagskvöid, verður aðal- ræðumaður fundarins belgiski hagfræðingurinn og marxistinn Ernest Mandel. Mandel er einn af helstu for- svarsmönnum Fjórða Alþjóðsam- bandsins og hefur verið um árabil. Mandel er þekktastur fyrir fram- lag sitt til marxískrar hagfræði, en ekki síður fyrir pólitíska grein- ingu og mótun stjórnlistar, segir í frétt frá Fylkingunni. Fylkingin hefur gefið út tvo ritlinga eftir Mandel: „Inngang að hagfræðikenningu marxismans" og „Skipulagskenningu lenínism- ans“. Leiðrétting í FRÉTT Mbl. af blaðamanna- fundi Foreldrasamtaka barna á dagheimilum og leikskólum í Reykjavík, var ranghermt, að fóstrur starfandi í höfuðborginni hefðu hótað verkfalli frá og með 1. maí nk. Hið rétta er að fóstrur hafa sagt upp störfum frá og með 1. maí til áréttingar kröfum sín- um. Mbl. biðst velvirðingar á þessu. Góðar Grýlur Það má segja að flestar hljóm- sveitir landsins hafi orðið til í bílskúrum hér og þar á landinu. Sagan endurtekur sig í sífellu. í skúr austur í baa er kraftmikil kvennahljómsveit að asfa þessa dagana. Þegar Ragnhildur Gísladóttir söngkona hætti í Brimkló ákvaö hún aó Ifa fjðgurra ára draum rætast og stofna kvennahljóm- sveit. Hún lét þau boó út ganga aö hún væri aö leita aó eldhressum og hæfileikaríkum tónlistarkonum, sem gætu myndaö með henni hljómsveit. Ekki stóö á framboö- inu, því um fimmtíu manns höfðu samband viö hana. Meöal annars stelpur sem höföu dreymt um aö spila í hljómsveit, en höföu aldrei lært á hljóöfæri, mæöur sem vildu koma dætrum sínum á framfæri og stelpur sem lært höföu á hljóðfæri og langaöi aö slá til. Lyktir uróu þær aö Ragnhildur hlustaöi á hlut þessa stóra hóps leika á hljóöfæri sín og loks valdi hún þær þrjár sem nú mynda hljómsveitina „Grýlurn- ar“ en svo heitir hin nýja hljóm- sveit. „Það er ekki hægt aö stilla í þessum hávaóa." „Þú átt aö mæta fyrr til að stilla." „Ég missti af strætó." Stelpurnar sem mynda hljóm- sveitina auk Ragnhildar heita Her- dís Hallvarösdóttir, Inga Rún Pálmadóttir og Linda Hreiöars- dóttir. Herdís spilar á rafmagns bassagítar enda þótt hún hafi hingaö til lagt meiri áherslu á óbóleik auk þess sem hún spilar á básúnu, fagott, blokkflautu og píanó. Hún hefur lagt stund á tónlistarnám í fjögur ár en starfar nú sem símamær. Herdís er ekki alls ókunnug því aö leika í hljóm- sveit, því hún hefur spilaö meö Lúörasveitinni Svaninum. Herdís ætti einnig að vera liötæk í söng- Spjallað við stelpurnar í hinni nýju hljómsveit Grýlunum, sem mun koma á markaðinn í maí- mánuði inn, því hún syngur í krikjukór. Inga Rún sem spilar á rafmagns- gítar stundar nám í klassískum gítarleik viö Tónskóla Sigursveins hjá kínverskum kennara. Hún á fjögurra ára nám að baki í þeirri grein. Auk þess er hún aö læra aó syngja í Söngskólanum. Inga Rún var hér á árum áður söngkona meö hljómsveitinni Upplyftingu, sem er frá Hofsósi, en Inga Rún er ættuö frá Sauöárkróki. Linda, sem spilar á trommurnar býr á Eyrarbakka og vinnur viö fiskvinnslu á daginn en hendist til Reykjavíkur um helgar og á kvöld- in til aö æfa meö Grýlunum. Linda á ekki langt nám aö baki í trommuleik en hlýtur tilsögn á Selfossi. Stelpurnar í Grýlunum hafa nugsað sér aö spila nýtt efni svo og tónlist frá árunum ’60—’65. Það má því búast við magnaöri rokkhljómsveit, þó með ýmsum hliöarvölsum. Stelpurnar hyggjast semja og útsetja lög sjálfar. Ragn- hildur hefur þegar sýnt og sannaó aö hún á til góö tilþrif á þessu sviöi. Blaóamaöur hefur fregnaó aö Herdís sé líka liötækur tón- smiður. „Viltu kók?“ „Já, ef þaö er sígaretta ofan í henni." Þaö er ætlunin aö Grýlurnar veröi danshljómsveit. Eiga þær allar heimangengt bæði til æfinga og til að spila á böllum út um allar trissur? Já, enda þótt Ragnhildur og Herdís eigi hvor sína dótturina, þá eiga þær góöa aö. Þetta þýöir líka að það verður að gefa öll önnur áhugamál upp á bátinn. „Af hverju heyrist ekkert í orgel- inu?“ „Það er eitthvaö fríkaó viö þetta húsnæði." Eftir aö Grýlurnar byrjuöu aö æfa, þá hafa þær lagt megin- áherslu á aö ná saman og fá tilfinningu fyrir því, sem þær eru aö gera. Ragnhildur er eins konar hljómsveitarstýra enda hefur hún mesta reynsluna á þessu sviöi af stelpunum. Hvers vegna eru svona fáar kvennahljómsveitir starfandi í heiminum? Grýlurnar töldu aö þaö skapaöist af fordómum, því kven- fólk væri ekkert verri hljóöfæra- leikarar en karlar nema slöur værl. Konur þyröu oft ekki aö fara ótroönar slóöir og hasla sér völl á hefðbundnum karlasviðum. Þaö sem rekur Grýlurnar áfram aö þeirra dómi er metnaöur og áhug- inn að skapa nýja hljómsveit, sem hefur þá sérstööu aö vera ein- göngu skipuð konum. En hvernig finnst þeim þær íslensku hljómsveitir, sem fyrir eru og væntanlega munu keppa viö þær á markaðnum? Jú, þær eru sumar góör, sögöu þær. Jafnframt fannst þeim aö þaö ríkti of mikiö umburðar- og skilningsleysi á meðal tónlistarmanna hvaö varóar mismunandi tónlistarsmekk. Þeir sem spila nýbylgjutónlist fordæma popptónlistina og öfugt. Jazzistar fussa yfir disótónlist og þeir sem spila klassíska tónlist gera lítiö úr dægurtónlistinni. Þannig ríkti eng- inn skilningur milli tónlistarmanna á gildi hverrar tegundar fyrir sig í staó þess væri rígur á milli, sem þær töldu bera vott um þroska- leysi þeirra sem ættu í hlut. „Er ekki dýrt að stofna hljóm- sveit? Aðspuröar kváöust þær eiga hljóófæri upp á um 20.000.- hver þeirra auk þess sem þær eiga ýmis önnur hljóðfæri og tæknibún- aö sameiginlega. Þannig er mikiö fjármagn bundið í einni svona hljómsveit. Þegar viö litum inn á æfingu hjá Grýlunum var mikið um aö vera og enginn tími gafst til aö taka sér hlé. Bumbur voru baröar, togaö var í strengina og hamrað á píanóiö. Þess á milli var hlustaö á segul- bandsupptöku af laginu, sem veriö var aö æfa. „I used to love her but it is all over now ...” „Kýldu á trommurnar . . . djöfull er þetta skemmtilega falskt ... það er bara ekki hægt að ná almennilegu sándi út úr þessu . .8.“ Það hafa örugglega margar stelpur dreymt um aö spila í hljómsveit ekkert síður en strák- ana, þó er það ekki fyrr en nú sem stelpuhljómsveit er aö sjá dagsins Ijós. Er ekki laust við að viö hinar vildum vera í sömu sporum og stelpurnar í Grýlunum, því óskum viö þess innilega aö þeim takist aö skapa dúndur hljómsveit og gera um leið drauminn aö veruleika fyrir hönd okkar allra hinnal — Áfram stelpur. — Texti: Hildur Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.