Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRIL 1981 FÓLSKUVERK —^ Foreldrarnir fangelsaðir og börnin fengin vandalausum Á hverjum degi fer frú A, þéttvaxin, gráhærð kona, að heiman frá sér og gengur að járnbrautarstöðinni, sem ekki er langt frá. Leið hennar liggur fram hjá húsi þar sem lítil stúlka leikur .sér gjarna fyrir framan. Frú A stansar stundarkorn og talar við stúlkuna og þó að hana langi mest til að taka hana í fang sér og kyssa þá harkar hún af sér og heldur leiðar sinnar með tárvot augun. Frú A er ein af ömmunum í Argentinu, sem ekki hafa aðeins misst börnin sín, sem hafa verið drepin eða rænt síðan her- foringjabyltingin var gerð 1976, heldur einnig barnabörnin sín. Sonur hennar og tengdadóttir féllu í bardaga við hermenn í nóvember 1976 og sagt var, að þriggja mánaða gömul dóttir þeirra hefði verið tekin af heimili þeirra og flutt eitthvað burt. Með hjálp þeirra upplýsinga, sem frú A gat aflað sér, þóttist hún loksins hafa haft upp á henni í húsinu, sem hún á leið hjá daglega. Litla stúlkan er hins vegar orðin fjögurra ára gömul og læknishjón hafa gengið henni í foreldrastað. Frú A er þrátt fyrir það viss um, að hér sé komin sonardóttir hennar, en einu sönnunargögnin, sem hún hefur í höndunum, er mynd af henni tæpra þriggja mánaða og hárlokkur. Frú A á sér enga ósk heitari en að geta komist yfir lokk úr hári litlu stúlkunnar læknishjónanna til greiningar, en hún óttast að lögreglan geti þá komist í spilið og, það sem væri enn verra, að læknishjónin flytt- ust á brott með stúlkuna, sem hún sæi þá aldrei framar. Ekki er betur komið fyrir frú Rosetti en fyrir frú A. Rosetti hefur aldrei auðnast að líta sonar- syni sína, tvíbura, sem 21 árs gömul tengdadóttir hennar, Lili- ana, átti fyrir fjórum árum. Hópur óeinkennisklæddra leyni- lögreglumanna hafði Liliana Ros- etti á brott með sér 10. desember 1976 þegar hún var á heimleið úr vinnu sinni í La Plata. Þá var hún komin fimm mánuði á leið. Frú Rosetti frétti, að Liliana hefði átt tvíbura í fangelsinu og með mikilli eftirgrennslan gat ar eiga þær allt eins von á því að sjá börnin sín aldrei framar. hún grafið upp ljósmóðurina, sem hafði annast hana. Ljósmóðirin mátti raunar ekki vita nöfn fang- anna en hún minntist Liliana vegna tvíburanna og einnig þess, að Liliana, sem hún taldi vera, hafði minnst á að frænka sín ætti líka tvíbura, sem kom heim og saman. Ljósmóðirin sagði Rosetti, að drengirnir hefðu verið settir á tiltekið barnaheimili en þar neit- aði starfsfólkið allri vitneskju um þá. Til Liliana hefur ekkert spurst og maður hennar, sonur frú Ros- etti, sem býr í útlegð, hefur enga hugmynd um örlög hennar og drengjanna. Þessar ömmur eru ekkert eins- dæmi í Argentínu. A.m.k. 80 ófrískar konur hafa verið hneppt- ar í fangelsi síðan herinn gerði byltingu 1976 og vitað er um 21 lítið barn, sem lokað hefur verið inni með foreldrum sínum. Hvað hefur orðið um týndu börnin? Ömmur þeirra og afar telja, að barnlaus hjón hafi tekið þau flest að sér, þ.á m. menn úr hernum. Sumir, sem eru að leita að týndum barnabörnum sínum, hafa auglýst eftir þeim í blöðum og reyndar gripið til allra þeirra ráða, sem þeir halda að komið geti að gagni. Mæður hjónanna Roberto Tor- anzo og konu hans, Patriciu, settu svohljóðandi auglýsingu í blaðið La Nacion þann 5. apríl 1979: „Ár er nú liðið síðan börnin okkar hurfu. Fyrirspurnum okkar hefur ekki verið sinnt og dómstól- arnir hafa daufheyrst við bænum okkar. Börnin okkar eru iðin og samviskusöm. Hún er kennari, hann tæknifræðingur, sem stund- aði verkfræðinám. Þau hafa ekk- ert til saka unnið. Þau voru að setja saman heimili og Patricia átti von á barni, fyrsta barna- barninu okkar. Það hefði átt að fæðast í október sl. Við viljum vita hvar barnið er niðurkomið, hvað gert hefur verið við það, hvernig það er alið upp og hvaða framtíð bíður þess. Við höfum grátbænt yfirvöldin, farið á barnaheimilin, spítalana, leitað á náðir dómstólanna, gengið fyrir embættismenn og herforingja, lögreglumenn og kirkjunnar leið- toga, en alls staðar hefur okkur verið svarað með þögninni einni." - JAN ROCHA ÚTLAGAR Einn af þeim harmleikjum kjarnorkualdar, sem litla athygli hafa vakið, hefur nú loksins borist inn fyrir dyr bandarískra dóm- stóla, 35 árum eftir að hann átti sér stað. Tilefni málaferlanna er það, að 990 fyrrverandi íbúar Kyrrahafs- eyjarinnar Bikini hafa krafist þess, að bandaríska ríkisstjórnin greiði þeim 450 milljónir dollara í bætur fyrir nauðungarflutninginn 1946 og fyrir það, að stór hluti átthaga þeirra var sprengdur í loft upp þegar þar voru gerðar 23 tilraunir með kjarnorkusprengjur. Þetta er fyrsta málshöfðun inn- byggjara á Marshall-eyjum, sem Bikini telst til, en í framhaldi af henni má búast við fleirum frá fólki, sem varð fyrir barðinu á kjarnorkutilraunum á árunum 1946-58. Bandaríkjamenn fara með stjórn á Marshall-eyjum í umboði Sameinuðu þjóðanna og nú þegar hafa þeir varið 105 milljónum dollara til að hreinsa geislavirkan úrgang á eyjunni Enwetak. Einnig greiða þeir landeigendum á Kwaj- alein-ey 8 milljónir doliara fyrir afnot af landi, þar sem gerðar eru tilraunir með flugskeyti, en Bik- Fólkiö sem fékk ekki að vera í friði ini-búar hafa hins vegar aðeins fengið 6 milljónir í sinn hlut frá þinginu í Washington. Síðustu sprengjutilraunirnar fóru fram á Bikini árið 1958 en þrátt fyrir það er eyjan enn með öllu óbyggileg og vísindamenn telja, að svo verði næstu 60 árin. Flestir Bikini-búar hafa sest að á eyjunni Kili, sem er um 400 mílur fyrir sunnan Bikini. Árið 1968 lýsti Johnson forseti því yfir, að geislavirkni á Bikini hefði minnkað svo mjög, að óhætt væri fyrir íbúana að snúa aftur. Þá hafði allt efsta jarðlag eyjar- innar verið fjarlægt og 50.000 kókospálmar gróðursettir. Á næstu sjö árum settust 100 Bik- ini-búar aftur að í átthögunum en árið 1975 komust bandarískir vís- indamenn að því, sér til mikillar skelfingar, að geislavirkni var miklu meiri en hættulaust var talið. Til að koma í veg fyrir uppistand var eyjarskeggjum alls ekki sýnd skýrslan og raunar var hún engum birt næstu tvö árin. Það var ekki aðeins, að vísinda- mennirnir kæmust að því, að eyjan væri óhæf til búsetu, heldur kom í ljós, að gróður, sem greri þar, innihélt mikið af plútóníum, geislavirku efni, sem helmingast á 24.000 árum. íbúarnir höfðu sem sagt verið að éta plútóníum í stórum skömmtum um nokkurra ára skeið og olli það ekki litlum áhuga vísindamanna. í ársbyrjun 1978 kom enda í ljós, að innvortis geislavirkni í íbúum Bikini-eyjar mældist tvöföld það, sem hún er talin mest mega vera, og í maí sama ár neyddust stjórnvöld til að flytja alla á brott enn einu sinni. - PETER PRINGLE. KÍNA Verölagið snar- hækkar ef þú ert útlendingur Lung King Cheong er Kínverji búsettur í Hong Kong, og er hann kvæntur franskri konu, sem Francoise heitir. Þau skruppu nýlega í kynnisferð til Kínverska alþýöulýöveldisins og komu m.a. á Hótel Ching Chiang t Sjanghaí, þar sem þau beiddust gistingar. Francoise beiö fyrir utan á meöan maöur hennar haföi tal af hótelafgreiðslumanni. Hann baö um tvö rúm í svefnskála, og afgreiðslumaöurinn sagöi: — Gjöröu svo vel. Það eru sex jen. En þegar hann sá vegabréf hjónanna sneri hann skyndilega viö blaöinu og sagöi, aö svefn- skálinn væri fullur. Þess í staö bauö hann þeim tveggja manna herbergi, sem kostaöi 70 jen. Hjónin afþökkuöu og héldu á annaö hótel, þar sem þau gátu fengiö tveggja manna herbergi fyrir 18 jen. En áður en þau fóru út af hótelinu, heyrðu þau, aö tveir Kínverjar fengu umyröa- laust gistingu í svefnskálanum, sem þeim haföi veriö tjáö aö væri fullsetinn. Ástæöan fyrir þessu var sú, aö Lung og kona hans höföu ruglaö menn í ríminu, hvaö snerti skipan kínverskra feröamála. Sam- kvæmt kokkabókum í alþýöulýö- veldinu er ferðamönnum skipt í þrjá hópa: — Kínverja í Kína, Kínverja búsetta eriendis og „er- lenda vini“ eins og þaö heitir. Þessir hópar eiga aö fá sömu þjónustu á mismunandi veröi, og þeir eiga aö feröast hver í sínu lagi. Ódýrasta far fyrir Kínverja í lest sem fer beina leiö milli Hong Kong og Gwonjau kostar u.þ.b. 75 krónur, en Evrópumaöur þarf aö greiöa ríflega helmingi hærra verö. Þrátt fyrir slíkar misfellur í feröamálum hefur Kínverjum tek- ist aö laða æ fleiri feröamenn til sín á undanförnum árum. Á síöasta ári varð fjöldi þeirra meiri en nokkru sinni fyrr, þ.e. um ein milljón. Þar af var í miklum meirihluta fólk af kín- verskum ættum, en búsett er- lendis. Feröamenn eiga nú greiöan aögang aö um 50 borgum í Kína, og útlendingar af kínverskum ættum mega fara hvert sem er nema um sérstök „öryggis- svæði“. Lung og Francoise feröuöust í tvo mánuöi um miöhluta, norö- vestur-, og suöurhluta Kína, og feröin kostaöi þau aöeins um 12 þúsund krónur. Þaö er um þaö bil hiö sama verö og „erlendur vinur” þarf aö greiöa fyrir 15 daga ferö frá Hong Kong. Ef spurt er um þennan gríðar- lega verömismun fást einkum þau svör aö útlendingar þurfi á túlkum aö halda, en þeir eru ekki á hverju strái í landinu. Ennfrem- ur er sagt, aö útlendingar krefjist meiri og betri þjónustu en Kín- verjar almennt. Gárungarnir segja, að Kínverj- ar geri sér grein fyrir því, hversu land þeirra sé spennandi fyrir feröamenn, eftir aö þaö hefur veriö nánast lokaö umheiminum um þriggja áratuga skeiö. Þess vegna telji þeir sig geta leyft sér aö krefja útlendinga um verö, sem ekki sé í nokkru samræmi viö kostnaö þeirrar þjónustu, sem í té er látin. Lung-hjónin voru mjög ánægö meö ferö sína og höföu yfir fáu aö kvarta. Aöeins á dýrustu hótelunum hittu þau fyrir þurr- drumbslega skriffinna. Hinsvegar var allur almenningur sérlega Bikini-búar flytja föggur ainar um borö i bandarískan innrásar- pramma upp úr lokum síóari haimssfyrjaldar. Síöan tók kjarn- orkusprengjan vió.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.