Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 MHinum varnarlausu refsaó ekki hum seku” KORCHNOI í BRÉFI TIL BREZHNEVS Fjandskák, bók Viktor Korchnois stórmeistara, kemur út hér á iandi nú upp úr helginni. Hún fjallar um heims- meistaraeinvígiö á Filippseyjum og aödraganda þess og eftirleik, sem og baráttu hins frábæra skákmanns fyrir frelsi fjölskyldu sinnar. Hagprent hf. gefur út, og er þetta frumútgáfan í Evrópu. Morgunblaöiö birtir hér 2. og 3. kafla bókarinnar allnokkuö stytta og útdrátt úr formála rithöfund- arins og andófsmannsins Vladimir Bukovskis. „Grár leikur og vinnur“ — þessa yfirskrift hafdi skákdálkahöfundur einn á frásögn sinni af einvíginu milli Karpovs og Korchnois, eða öllu heldur einvíginu milli Korch- nois og Sovétríkjanna og þeirra fjölmörgu vina. Eitt sinn gaf The House of Freedom í Bandaríkjunum út heim- skort þar sem alræðisríkin og ríkin undir einræðisstjórn voru í svörtum lit, en hin frjálsu ríki táknuð hvít. Því miður er þessi bjartsýna svar- ta/hvíta mynd af heiminum ekki sönn lengur. Eftir tíu ára hægfara undanlátssemi, sem kölluð hefur verið slökun (détente), er ríkjandi litur á kortinu grár: hin gráu áhrifasvæði Sovétríkjanna. Hvernig mátti hinn ópólitíski maður Viktor Korchnoi vita, að hann myndi lenda í hringiðu þess- arar haráttu þegar hann valdi hið fjarlæga og „hlutlausa“ land Filips- eyjar? Hin nýja bók Viktors Korchnoi fjallar ekki aðeins um einvígið um heimsmeistartignina í skák, heldur engu síður um hið dapra ástand í heiminum á vorum tímum sem háður er Sovétríkjunum eigi minna en að þremur fjórðu. Er eitthvað furðulegt við þetta? Hugtakið um drengskap (fair play) hefur ein- faldlega ekkert innihald í Sovétr- íkjunum, þar sem allt er pólitískt — séu það vísindi, listir eða íþróttir. Sérhvert afrek er sönnun yfirburða sósíalismans. Sérhver ósigur er álitshnekkir fyrir Sovétríkin. Sér- hver sem reynir að varðveita sjálf- stæði sitt á einhverju sviði, í hvaða máli sem er, er óumflýjanlega lýstur óvinur stjórnarfarsins í heild. Ofurveldi Sovétríkjanna, allri ríkisvélinni, er þegar í stað beitt til þess að berjast gegn þessum örvæntingarfuUa ofurhuga. Þegar í upphafi er hann lentur í hinni ójöfnu baráttu eins manns gegn öllu kerfinu. Öll brögð eru réttlætanleg svo fremi að andstað- an sé moluð niður. — „Drengskap- ur“ kemst þar ekki að. Heimsmeistaraeinvígið á Filips- eyjum var í þessum skilningi ein- stæður og sérstæður táknrænn við- burður. Á sama hátt og Korchnoi fékk ekki varðveitt sjálfstæði sitt án þess að verða pólitískur and- stæðingur Sovétstjórnarinnar, varð Karpov óhjákævmilega að taka þátt í sovésku glæpaverkunum. Karpov er veigamikið áróðustákn í Sovétr- íkjunum, foringi kommúnistaæsk- unnar og félagi í miðstjórn Koms- omol (sovézka æskulýðshreyfingin), og sömuleiðis persónulegur vinur böðlanna í Kreml. Hann var (á sama hátt og geimfararnir) valinn úr geysistór- um hópi líklegra áður en hann var mótaður meistari. Hann verður að vera ímynd hins sovézka siðgæðis, holdi klædd hugsjón kommúnism- ans ogjafn ósigrandi og sovétveldið sjálft. Rússneskur, að sjálfsögðu, (og ekki einhver grunsamlegur Gyðingur), úr „öreigafjölskyldu", að sjálfsögðu, og með tandurhreinan uppruna. Hann getur ekki tapað; honum leyfist það ekki. Að baki hans stendur allt kerfið með sína milljarða rúbla og njósn- ara, opinhera sendimenn og erlenda félaga í kommúnistaflokknum. Heilir herskarar „hinna gráu“ um heim allan. Hin fáránlega mynd af komu sovézku „skáksendinefndarinnar“ til Filipseyja, sem skipuð var nær tveim tugum KGB-njósnara, töfra- manna og karate-sérfræðinga undir forystu Baturinskys, ofursta í KGB, hefði verið verðugt viðfangsefni fyrir penna Bulgakovs. Á hinn bóginn var Korchnoi ekki aðeins „liðhlaupi“, „flóttamaður“ og „svikari“ sem ekki mátti nefna á nafn í Sovétríkjunum, heldur var hann einnig maður sem hafði vogað sér að krefjast mannréttinda sinna. Jafnvel áður en t'aflið var hafið var hann sviptur ýmsum manna sinna. Fjölskyldu hans var haldið í gíslingu í Sovétríkjunum; sonur hans er í fangelsi. Barátta Korchnois er barátta eins manns gegn hinu miskunnar- lausa kúgunarkerfi sem hefur veitt heiminn í tálsnöru, yfirfærð vegna duttlunga örlaganna frá pynd- ingarklefum sovézku fangabúðanna að skákborðinu á Filipseyjum. Cambridge, 6. marz 1980, V. BUKOVSKY Nú varð ég að hugsa um hvert einstakt atriði í hólmgöngunni sem framundan var. Ég fór mér hægt. Ég tefldi í sterku skákmóti í Hollandi þar sem ég náði öðru sæti á eftir Portisch, síðan í Beersheva í ísrael þar sem ég varð efstur með ágæta útkomu eða 12 vinninga af 13 mögulegum. Þann 15. febrúar var opinber- lega tilkynnt í aðalstöðvum FIDE hvaða lönd hefðu gert tilboð í að halda Heimsmeistarkeppnina. Þau hagstæðu peningalega séð — að upphæð ein miiljón svissneskra franka — voru frá Hollandi, Austurríki, Filipseyjum og Vest- ur-Þýzkalandi. Mesta freisting þeirra allra var tilboðið frá Vestur-Þýzkalandi. Og fyrst í stað hafði ég ætlað mér að velja Hamborg. Fjármálin skiptu verulega sköp- um þegar velja skyldi keppnisstað. Til þess að geta séð aðstoðar- mönnum mínum fyrir vinnu á meðan á einvíginu stæði, varð ég að hafa geysimikil fjárútlát sem ekki varð jafnað við annað en kostnað sovézka ríkisins við þetta einvígi! Ég get sagt það strax, að alls eyddi ég töluvert yfir 100 þúsund svissneskum frönkum, en það var heildarupphæð verðlauna- sjóðsins em skáksambönd Frakk- lands, Sviss og Ítalíu buðu. A hinn bóginn var meginvið- fangsefnið að finna land þar sem hægt væri að tryggja keppendum jöfn og söm skilyrði og þar sem mótshaldararnir væru hlutlausir. Ég minntist þess hverju hlýlega Karpov hafði verið tekið í Þýzka- landi, hvernig hann hafði teflt við þýzka sjónvarpsáhorfendur og hlotið að launum hvorki, meira né minna en Mercedes Benz glæsi- vagn. Ég komst að því, að einn hinna líklegu mótshaldara hafði í vörslu fyrir Karpov þann erlenda gjald- eyri sem hann vann sér inn í Vetur-Evrópu og Ameríku. Dag- inn áðr en tilboðin voru opnuð bar svo við í aðalstöðvum FIDE, að fulltrúi sjónvarpsstöðvar í Ham- borg, hr. Jungwirz, sagði mér einkennilega sögu. Hann og félag- ar hans höfðu verið að taka sjónvarpsmyndir frá einni skák- inni í einvíginu í Belgrad þar sem furðuleg framkoma Spasskys vakti mikla athygli. Jungwirz sagði mér að þessi sjónvarpsmynd hefði verið seld mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum, og Þjóðverj- arnir hefðu sent hana til fyrirtæk- is til að framkalla nægilega mörg eintök. En svo vildi til að eldur kviknaði í fyrirtækinu (eða var kveiktur af ásettu ráði!) og mynd- in eyðilagðist. Hvað sem þessu líður vissi ég að sovézkir flugumenn flæddu yfir Vestur-Þýzkaland, og þeir voru svo færir í þýzku, að engin leið var að greina framburð þeirra frá framburði venjulegra þýzkra borgara. Þegar allt kemur til alls er ríkasta land í heimi jafnvel nú í lakari aðstöðu og háð Sovétríkjun- um. Ég þekki Rússa einn sem búið hcfur í Þýzkalandi í 34 ár og hefur ekki verið veittur þýzkur ríkis- borgararéttur. Innanrikisráðu- neytið segir við hann: „Skrifaðu fyrst til Moskvu. Fáðu þá til að staðfesta opinberlega, að þú sért ekki borgari þeirra." Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta! Þegar ég hafði hugleitt öll þessi atriði, ákvaö ég að ég skyldi alls ekki tefla í Þýzkalandi. Ég setti Austurríki efst sem valkost, í annaö sæti Filipseyjar og í þriðja sæti Holland. Hvers vegna Filipseyjar? Ég hafði þær upplýsingar, að ekkert sovézkt sendiráð væri á Filipseyj- um, en þær voru úreltar, það hefði verið stofnað 1975. Ég ályktaði eins og hagvanur stjórnmálamað- ur, að því lengra sem ég væri frá Sovétríkjunum, því lengra frá pólitískum áhrifasvæðum þeirra, því betri hlyti staöurinn að vera. Hvílíkur auli! Þegar hér var komið sögu átti ég að hafa gert mér grein fyrir því, að áhrifa- svæði Sovétríkjanna er öll jarð- arkringlan og að fálmarar þessa risakolkrabba teygja sig um álfur allar. Hvernig átti ég að vita, að um þessar mundir var háð áköf barátta í blöðum á Filipseyjum fyrir því, að bandarískar herstöðv- ar þar yrðu lagðar niður, og að ríkisstjórn Filipseyja hefði ekki leitað til sinna næstu nágranna þegar hún var að svipast eftir annarri uppsprettu pólitískrar, fjárhagslegrar og efnahagslegrar aðstoðar? Campomanes, fulltrúi skáksam- bands Filipseyja — sá var nú tungumjúkur og ísmeygilegur þá stundina gagnvart mér! Hvernig átti ég að vita að hann var í nánu sambandi við Sovétmenn? Hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.