Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 65 mig mátt gruna, að á meðan einvígið stæði reyndist hann rusti og að einvíginu loknu, í Graz árið 1979 — hreinræktaður óþokki?! Eftir að bréf hafði komið frá Moskvu þar sem Þýzkaland var fyrsti valkostur, ekkert sagt um annan valkost og Filipseyjar sá þriðji, valdi forseti FIDE Baguio sem mótsstað. Svo var að sjá sem þessi ákvörðun kæmi Karpov á óvart. Þennan dag tapaði hann fyrir Timman á skákmótinu í Bugonjo. An þess að gera litið úr hollenska stórmeistaranum, sem tefldi frábærlega vel, virtist Karp- ov verulega uppnæmur þennan dag er hann frétti að Filipseyjar hefðu orðið fyrir valinu. Þegar allt kom til alls var viðfangsefnið svo mikilvægt, að jafnvel Karpov hafði ekki verið látinn fá vitn- eskju um hið ieynilega samband milli Sovétmanna og Campoman- es. í janúar heimsótti Baturinsky Filipseyjar og fá öllu var gengið. Stuðningur mótshaldaranna við Sovétmenn var tryggður. Um leið var stuðningur Campomanes við Sovétmenn undirbúinn í einu og öllu, jafnvel óverulegustu smáat- riðum að því er virðist, til þess að tryggja að hvergi yrði þröskuldur á veginum og Sovétmenn hefðu yfirburðaaðstöðu í einu og öllu sem varðaði einvígið. Áður en sjálft einvígið hófst gerði ég enn eina tilraun til að koma til liðs við fjölskyldu mina í skjóli þess mikla áhuga sem fjöl- miðlar höfðu á keppninni sem var um það bil að hefjast. Ég hélt blaðamannfund á flugvellinum í Zurich áður en ég lagði af stað til Manila, og kunngerði þar opið bréf sem ég hafði ritað til sovézka leiðtogans Leonid I. Brezhnev. Þegar við komum til Manila fór Korchnoi og frú Leuwerik sitja sem fastast þegar „Inter- nationalinn" er leikinn í stað sovézka þjóðsöngsins við setn- ingu einvígisins. Sovézki sendi- herrann Mihailov stendur til hægri. staðreynd, að fjölskylda mín er í gislingu, fólk sem er látið gjalda landflótta míns. Næstum ár er liðið síðan þau sóttu um brottfararleyfi. Aðstæð- ur þeirra eru ömurlegar. Þau hafa verið svipt möguleika til fram- færslu sér, möguleikanum til að vinna og nema. Yfirvöldin líta á þau með tortryggni og óvild; grannar forðast samskipti við þau. Réttindi fjölskyldu minnar sem veitt eru í stjórnarskránni hafa verið stórlega skert, en ekki skyld- ur þeirra! Sonur minn, sem kvaddi föðurland sitt fyrir einu ári, er kvaddur í skyndi til skráningar í herinn. Þér, Marskálkur.Sovétríkjanna, hrósið Muhammed Ali fyrir þann kjark að neita að gegna herþjón- ustu í Viet Nam. En sonur minn kærir sig ekki heldur um að fara með hernaði. Hann kærir sig ekki um að verða hermaður í her þess lands sem komið hefur svo hrak- smánarlega fram við föður hans. Það er einkennilegt, Hr. Forseti Æðstaráðs Sovétríkjanna, að fyrir vinnutruflanir, fyrir innrætingu óeðlilegra viðhorfa í íþróttum og fyrir, þegar allt kemur til alls, gjaldþrot forystuhæfileika Sovét- ríkjanna, skuli hinum varnarlausu refsað en ekki hinum seku. Svo illa vill til, að um allan heim sætta menn sig við að pólitískum gíslum sé refsað, en er það sæmandi Sovétstjórninni sem mótar hina pólitísku tízku í heiminum, Hr. Forseti? Einhvern næstu daga hefst á Filipseyjum einvígið um heims- meistaratitilinn í skák milli sov- ézka stórmeistarans Anatoly Karpov heimsmeistara og mín. Ég höfða til heilbrigðrar skyn- semi yðar í stjórnmálum, Hr Aðalritari! Ég bið yður að leyfa fjölskyldu minni að fara frá Sov- étríkjunum svo að heimsmeistara- einvígið geti farið fram í heil- brigðum íþróttaanda og án stjórn- málalegra örðugleika. Ég bið yður að sýna góðan vilja á að uppfylla skilyrði Helsinki- sáttmálans, sem mælir fyrir um að fjölskyldur skuli ná saman á ný.. Ég höfða til miskunnsemi yðar, Hr. Forseti. Ég bið yður að sýna tveimur sovézkum borgurum sam- úð, fólki sem örlögin hafa skapað þá aðstöðu, að líf þeirra á ekki lengur samleið með hinu sovézka þjóðfélagi, og leyfið þeim að fara frá Sovétríkjunum. Victor Korchnoi stórmeistari." Bréfið var endursent til hótels míns frá sovézka sendiráðinu M enn geta deilt um það hver áhrif dularsálfræöingurinn Zouk- har haföi á taflmennskuna í Baguio. Vestur-þýzkur Ijósmyndari telur áhrif hans ótvíræö. Joseph Cantr- ell tók myndir á einvíginu fyrir vestur-þýzkt tímarit. Hann hafði tekið nokkrar myndir óvænt af dr. Zoukhar og sérfræöingurinn mót- mælti því ákaft. Seinna mætti Zoukhar Cantrell á leiðinni inn ( skáksalinn og starði illilega á Ijósmyndarann sem varð svo mikið um, að hann missti mynda- vélina sína í gólfið. Enn seinna kom Cantrell aö Zoukhar hlæjandi i hópi vina sinna. Cantrell spurði hann hvort hann væri aö hlæja að því aö hann skyldi hafa misst vélina. Já, það var rétt. En nú var Zoukhar blíður á manninn: „Þú mátt taka mynd af mér núna ef þú vilt.“ En hér kemur rúsínan í pylsuendanum: Þegar Cantrell framkallaði filmu með nokkrum myndum af Zoukhar, voru mynd- irnar sem hann tók af Zoukhar án þess að hann vissi, allar í þoku, en hinar sem hann tók með leyfi Zoukhars, hreinar og skýrarl Michael Stean vinur minn með bréfið í sendiráð Sovétríkjanna. Þá hélt ég annan blaðamannfund og birti efni bréfsins á nýjan leik: „Kæri hr. Brezhnev. Atvinnuskákmaður og stór- meistari, þar til nýlega sovézkur borgari, nú búsettur í Sviss, leitar til yðar. Fyrir tveimur árum, er ég þoldi ekki lengur mjög fjandsamlega afstöðu flokkslega sinnaðra emb- ættismanna og íþróttaleiðtoga, og sviptur möguleikanum til að vinna áfram að skapandi starfi mínu innan Sovétríkjanna, fluttist ég til Vesturlanda. Fjölskylda mín — eiginkona og sonur — eru um kyrrt í Sovétríkj- unum. Þau eru þegnhollir borgar- ar Sovétríkjanna, en knúin af ást til eiginmanns og föður sóttu þau um leyfi í júlí 1977 til að fara frá Sovétríkjunum. í nóvember var fjölskyldu minni neitað um vega- bréfsáritun til brottfarar. í sam- tölum við lögreglustjóra í Len- ingrad leyndu þeir ekki þeirri meðan á blaðamannafundi mínum stóð. Umslagið var rifið, en ekkert svar var að finna í því. Opinberir sendimenn hinna ýmsu ríkja líta skyldu sína misjöfnum augum. Ég er sannfærður um að þetta hefði ekki komið fyrir bréf sem stílað væri til hr. J. Carter ... Við skulum ekki vera barnaleg — auðvitað lásu starfsmenn sendiráðsins bréfið, vissir menn úr sovézku skáksendinefndinni og ýmsir aðilar í Sovétstjórninni. Ringulreið ríkti í sendiráðinu eftir að bréfið barst. í skyndi var sendur bíll eftir Baturinsky, sem var sérfræðingur í að afgreiða svona mál, og hann var fluttur til sendiráðsins til skrafs og ráða- gerða. En þrátt fyrir það kom ekkert beint svar. Meira en mán- uði síðar minntist Baturinsky á það í yfirlýsingu sinni, að Korch- noi hefði haft uppi pólitískar dylgjur og ögranir daginn áður en einvígið hófst, og hafði hann þá fyrst og fremst í huga bréfið til Brezhnevs. I stjórnmálaþrasi viðurkenna Sovétmenn hina rökrænu villu að rugla saman orsök og áhrifum. Hver er ögrunin — sú staðreynd að fjölskylda mín er í gíslingu hjá Sovétstjórninni, eða að sú stað- reynd skuli nefnd? Þegar þetta gerðist vissi ég lítið um samsetningu sovézku sendi- nefndarinnar og svaraði spurn- ingu um þetta fremur ruglings- lega. Önnur spurning var íhugunar verð.-Óttaðist ég ekki um líf mitt? — var ég spurður. Ég svaraði því til, að í þessu einvígi þyrfti Karpov á mér að halda sem andstæðingi og svo fremi ég tap- aði öllu væri allt í lagi. En ef mér tækist að sigra í einvíginu þyrfti ég meir en nokkru sinni fyrr að óttast um líf mitt! Nokkrum dögum síðar varð Campomanes við eindregnum beiðnum okkar um að fá að líta á vegabréf Sovétmannanna sem komnir voru, en leyfðu okkur ekki að skrifa neitt niður. Við gátum ekki þá þegar gert okkur grein fyrir því hver var hvað, en nú, þegar langt er um liðið, get ég loksins gert nokkra grein fyrir þessum mönnum. Þeir voru: 1. Karpov. 2. Baturinsky, formaður sendi- nefndarinnar og sérfræðingur í lögum. 3. Kalashnikov, varaformaður sendinefndarinnar, útsendari KGB, tæknilega hámenntaður. 4. Balashov, stórmeistari, til- vonandi keppandi í millisvæða- mótinu, 1. þjálfari. 5. Zaitsev, stórmeistari, 2. þjálfari. 6. Tal, fyrrverandi heimsmeist- ari, blaðamaður skákblaðsins „64“, þriðji þjálfari. í reynd gerðu allir sér ljóst, að hann var að aðstoða Karpov, en ekki var kunngert opinberlega um samvinnu þeirra fyrr en eftir einvígið. 7. Roshal, fréttaritari TASS, KGB-njósnari (atvinnulygari — V.K.). 8. Gershanovich einkalæknir Karpovs, sérfræðingur og sálfræð- ingur. 9. Zoukhar, einkasálfræðingur Karpovs, frægur sérfræðingur í Sovétríkjunum fyrir dulsálfræði- leg tengsl við geimfarana þegar þeir eru óralangt frá jörðu. 10. Krylov, sérfræðingur í lík- amsþjálfun, KGB-maður. 11. Pishcenko, einkalífvörður Karpovs, KGB-maður, viður- kenndur sérfræðingur í karate. 12. Matsveinn og sérfræðingur um mataræði — ég man ekki nafn hans þar sem mér var ekki leyft að skrifa það niður. Eins og kom á daginn meðan á einvíginu stóð var hann einnig sérfræðingur í að tilreiða lyf í mat. 13. og 14. Túlkar úr ensku og spönsku, einnig sovézkir njósnar- ar. Þannig var þá liðið sem stefnt var til höfuðs mér. I3ularsállræðingurinn Zouk- har og heimsmeistarinn Karpov sigri hrósandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.