Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 51 að hefur verið 1944 sem ég kom að Selfossi. Gerðist þá skrifstofumaður í Kaupfélaginu. Ég hef allt- af verið jafnaðarmaður og sam- vinnumaður í eðli mínu — þó ég sé svona náskyldur Magnúsi heitnum dósent og Eyjólfi Konráð. En ég vil svo sem hafa einkaframtakið með, það er ekki það. Eftir 1951 hætti ég störfum í Kaupfélagi Árnesinga og sýslaði svo ýmislegt næstu árin, var til dæmis með kálgarð og kindur og kenndi líka smábarnakennslu. En ég var í Hveragerði staddur þegar ég fékk vírusinn í höfuðið. Það hefur verið vorið 1964. Og þá er komið að upphafi Sauðfjár- verndarinnar. Ég hef alla tíð verið ákaflega hlynntur sauðfénu. En af hverju ég strengdi þess heit, að helga líf mitt sauðkindinni fremur en öðrum góðum og fallegum og nytsömum skepnum, veit ég ekki fyllilega; kannski vegna dulrænna áhrifa. Ég trúi mikið á hugarork- una og beiti henni svolítið sjálfur í seinni tíð. En ísland væri óbyggi- legt ef ekki hefði verið til sauð- kindin. Hún hefur fætt okkur og klætt í ellefu hundruð ár. Ég hef alla ævina verið í sveit og í kynningu við sauðfé. Eignaðist fyrst gráa rollu, þegar ég var 3ja ára. Og ennþá á ég gráar rollur í sveit. Annars eru þau öll elskuleg, blessuð dýrin. Ég hef ekki góða reynslu af læknum og kalla aldrei á lækna verði ég veikur. Og ég tek aldrei meðul. Hugsunin sljóvgast svo óskaplega af meðulum. Ég ligg oft andvaka heilu næturnar, sérstak- lega á vorin, en ég tek engin meðul. Og kannski hugarorkan sé orðin sterkari fyrir vikið. Þegar ég þreytist þá líður oftást fljótt úr. Hjartað er líka svo duglegt að keyra blóðið áfram, og ég reyni að hafa góð efni í blóðinu. En meðul skal ég aldrei taka. Líkaminn verður að sjá um sig sjálfur. Og guð einn veit hvenær maður fer og það þarf ekki að blanda læknum í það. Ég vona bara að ég fái að fara í friði, þegar ég fer. Nei, ég smakka það ekkert orðið. Stöku sinnum þegar ég fæ heim- sókn, þá býð ég mönnum sherrý. Fyrir nokkrum árum fékk ég mér alltaf sherrý áður en ég fór í bað. En ég hef aldrei verið vínmaður, enda samræmdist það ekki hug- sjónum ungmennafélaganna. Það getur orðið voðalegt böl, vínið. Nú var hann kominn fram í eldhús, gamli maðurinn. Hann er á sífelldri hreyfingu, þó hann liggi meira og minna rúmfastur. Og allt í einu er hann sestur við orgelið, og spilar gamla slagara og syngur með, til að finna lagið. — Nei, ég hef ekki spilað í marga mánuði. Ég gerði þetta bara svona fyrir þig, af því þú vildir ekki neinar góðgerðir. Þetta orgel, skal ég segja þér, var hjá honum Vil- mundi heitnum landlækni. Gylfi kannaðist við það, þegar hann heimsótti mig einu sinni. Ég má ekkert orðið spila. Þá fæ ég þennan voðalega svima. Hann á sæmilegt bókasafn og hefur nú arfleitt ung- an mann að því, sem hefur hjálpað honum mikið og fleiri eigum sínum. Það er margt góðra bóka í safni Jóns Konráðssonar. Hann segist hafa safnað þeim smásögum sem hann hafi náð í. — Ég hef lengi verið að hugsa um það, segir Jón, að guðspjöllin ætti að prenta í heft- um, svo gamalt fólk geti lesið Biblíuna. Þegar maður gerist gamall,- þá ræður maður bara ekki við þessa stóru bók. En Opinber- unarbókin finnst mér Ijótasta bók sem ég hef lesið. Þar lætur guð þrisvar ganga eld yfir jörðina og eitrar líka fljótin. Svo eru í Opinberunarbókinni tvítekningar og fleira. Kínverjar vilja láta skrifa hana upp. Ég er sammála því. Jú, ég er sáttur við lífið. Ég er sáttur ef ég get komið góðu til leiðar. Þá er allt í lagi með þessar þjáningar sem ég hef liðið. Mér finnst nú svona hálf ranglátt af skaparanum að láta ekki einhvern annan ka.ll fá í aðra mjöðmina, skipta þessu svolítið, í stað þess að láta mig fá í báðar. Svo leggst hann útaf, kailinn, og dregur sængina upp að höku. — Ég bjóst eiginlega við ég myndi ekki ná mér af þessum heimsókn- um þínum, en ég held bara ég sé orðinn hressari, segir hann og lagar húfuna á höfði sér. Það er snjóhvítt hárið og ekkert tekið að þynnast. Hann er hreykinn af því, þegar hann strýkur um hvítan kollinn, að vera ekki með skalla, þetta gamall maður. Margt ágætisfólk heimsækir hann og stundum daglega, útrétt- ar fyrir hann, passar uppá hitann og sumt færir honum heitan mat. En þó er honum mjög erfitt að vera einn. Hann er fullfær og getur haft nauðsynlega fótavist, en lítið umfram það. Hann þyrfti að sleppa við allar áhyggjur af matnum ofan í sig og hann þyrfti að fá svolitla aðhlynningu í ell- inni. Hann sótti um pláss á ellíheimíli því sem Selfyssingar ætla að koma sér upp, en fékk synjun. Það var ekki pláss fyrir þennan gamla mann og sjúka. — Ég lifi ekki af annan vetur eins og þennan, segir hann, verði ég áfram einn. Hirðingarlaus maður, fatlaður og með þetta í höfðinu, ógleði og fleira. Það er ekki mikil menning yfir því. Hann þráir að komast á elli- heimili. Og til hvers eru byggð elliheimili, ef ekki fyrir Jón Kon- ráðsson? J.F.Á. Starfsemi Odda að Höfðabakka 7 Núna um helgina eru starfsmenn Odda að flytja síðasta hluta starfsemi prentsmiðjunnar úr húsnæðinu við Bræðraborgarstíg, þar sem hún hefur verið síðustu árin, í nýtt sérhannað húsnæði að Höfðabakka 7, skammt frá Sýningarhöllinni. Með aukinni hagræðingu, fullkomnari vélakosti og fyrsta flokks að- stöðu getum við nú veitt enn betri þjónustu en áður. VERIÐ VELKOMIN Á NÝJA STAÐINN! Prentsmiöjan isoi DVERGSHÖFQI JVAGNHÖFÐI í .....1 1 T ANGARHOFOI f i .......i L-i BILOSHÖFÐI I . _____ — O n p VAGNHÖFÐI 1 --------1 □ SYNINGAFtHÖU. NÝTT HÚSNÆÐI BÆTT ÞJONUSTA OG NÝTT SÍMANÚMER VESTURLANDSVEGUR ----------1 |-----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.