Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Umsjón: Séra Jóv Dulbú Hróbja rtsxon Séra Karl Siynrbjórnsson SiffUrdur Pdlaaon aUdrottinsdegi FERMING Um þessar mundir eru um 90 aí hundraði íslenskra ungl- inga á 14. aldursári fermdir í kirkjum landsins. Ferming er mikilvægur atburður í lífi unglingsins og fjölskyldu hans, og í lífi kirkjunnar, því fermingin er reyndar um- fangsmesta unglingastarf kirkjunnar og þar hefur ís- lenska kirkjan viöastan snertiflöt við heimiiin í land- inu. Því er mikilvægt að vel takist til og vel og markvisst sé á málum haldið af hennar hálfu. Um langt skeið var ferming- in skylda, sem veitti ýmis borgaraleg réttindi. Allt slíkt er nú löngu afnumið, en þó hefur fermingin enn ótrúlega sterka stöðu í vitund manna, þrátt fyrir allt og allt. En hvers vegna fermast öll þessi börn? Svör unglinganna sjálfra eru margvísleg. Nokkur dæmi: „Allir félagarnir láta ferma sig.“ „Þau heima vilja það endilega." „Það verður æðisleg veisla." Maður fær allskonar gjafir og svoleiðis." „Mig lang- ar að vita meira um Guð og allt það.“ Erfitt er að dæma af þessum og öðrum þeim líkum svörum hve mikill eða lítill hinn trúar- legi þáttur er í þessari ákvörð- un. En við vitum, að á ferm- ingaraldrinum eru börnin leit- andi eftir eigin sjálfsmynd og glíma við margskonar spurn- ingar um tilgang og merkingu, jafnframt því sem þau eru óörugg og eiga erfitt með að tjá sig um þessar spurningar og vandamál. En vitaskuld skiptir siðvenjan miklu máli. I vitund margra er fermingin fyrsta þrepið inn í heim hinna fullorðnu. Stundum er sagt að í ferm- ingunni komist barnið í „krist- inna manna tölu.“ Það er fjarri öllum sanni, því þau tímamót verða þegar er barn- ið er borið til skirnar. Flest börn eru skírð á íslandi og fermingin er að skilningi okkar kirkju eðlileg og sjálf- sögð afleiðing þess. Nátengd skírninni er fræðslan:“... skír- ið þá ... og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður ...,“ segir Kristur í skírnarboði sínu, sem flutt er við hverja skírn. Skírn og kristið uppeldi er — eða ætti að vera — órofa tengt. Við skírnarathöfnina brýnir prest- urinn fyrir foreldrum og við- stöddum nauðsyn hinnar kristnu fræðslu: „fræðið það um Jesúm og fagnaðarerindi hans ...“ Barnsskírnin leggur því foreldrum og kirkjunni allri, hinu kristna samfélagi, þunga ábyrgð á herðar: að barnið læri að þekkja Jesúm Krist og lifa í samfélagi við hann. Þessi fræðsla hefst þegar á heimilinu með því að barnið lærir bænir og er sagt frá sínum himneska föður og frelsaranum Kristi. Síðar kemur skólinn til liðs við heimilin og þessu leyti með sína kristinfræðikennslu, svo og barnastarf kirkjunnar í sunnudagaskólum, barna- og fjölskylduguðsþjónustum og kirkjuskólum. Nú er komin ný námsskrá í kristnum fræðum innan hins almenna skólakerf- is og unnið að margvíslegum umbótum, sem lofa góðu, og innan þjóðkirkjunnar er unnið að því að samræma allt fræðslustarf kirkjunnar þann- ig að það verði markvissara í okkar fjölþætta nútímaþjóðfé- lagi. Fermingarfræðslan og fermingin er liður í þessari kennslu. Hún er í eðli sínu óskyld kennslu skólanna, því skólinn miðar að því að veita þekkingu um Jesúm Krist, sögu þjóðar hans og kirkju, og helstu kenningar hans, en fermingarfræðslan miðar fremur að boðun til trúar í nánum tengslum við hið kristna samfélag. Hvað er annars ferming? Orðið ferming þýðir „stað- festing" (latn. confirmatio). Upphaflega var það orð haft um þá athöfn er biskup lagði hendur yfir þau börn, sem skírð höfðu verið í umdæmi hans, með bæn um heilagan anda. Það er sem sagt sú bæn og handayfirlagning, sem enn tíðkast við skírn þegar barnið hefur verið vatni ausið. Innan Rómversk-kaþólsku kirkjunn- ar telst fermingin eitt hinna sjö sakramenta og er fram- kvæmt af biskupi (biskupun). Siðbótamennirnir lögðu hins vegar áherslu á hlut hinnar kristnu fræðslu til styrktar hinum ungu í trúnni og því lífi, TIL SIGURS Það er alltaf eitthvað hátíðlegt við frásöguna af atburðum pálmasunnu- dags. Fagnandi mann- fjöldi, hósíannahróp, pálmagreinar og hógvær fræðari ríðandi á asna, — tákn auðmýktar og lítil- lætis. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað það hugsaði, fólkið sem tók þátt í fagnaðinum og það sem stóð álengdar og horfði á. Hitt er ljóst að guð- spjallamennirnir hafa Biblíulestur vikuna 12 Sunnudagur 12. apríl Mánudagur 13. apríl Þriöjudagur 14. apríl Miövikudagur 15. apríl Fimmtudagur 16. apríl Föstudagur 17. apríl Laugardagur 19. apríl -2& apríl Matt. 21:1-9 Jóh. 12: 1-36 Jóh. 12: 37-50 Lúk. 22:1 - 23 - 53 Jóh. 18:1 - 19:42 Jóh. 18:1 - 19:42 Matt. 27: 57 - 66 ekki verið í vafa um hvað hér var á seyði, þegar þeir horfðu til baka og skrá- settu atburðina. Þeim var þessi atburður enn eitt tákn um messíasartign Jesú, — enn ein sönnun hennar. Hinn fyrirheitni, sem spámennirnir höfðu ritað um, var hér á ferð- inni, konungurinn, messí- as, hinn smurði, frelsar- inn. Mynd hans var að vísu önnur en margir í samtíð hans höfðu hugsað sér, en samt, — guð- spjallamennirnir voru ekki í vafa. Sumir hafa hálfgerða andstyggð á guðfræði og telja hana helst til þess fallna að gera einfalda hluti flókna og villa mönnum sýn, hjúpa hinn raunverulega Jesú tor- kennilegri hulu. Rétt er að trúa ekki á guðfræði fremur en önnur fræði. Þau eru þegar best lætur í höndum fúskara svo sem mörg dæmi sanna, en þeg- ar best lætur dýrmætt tæki til að komast nær Jesú Kristi og samtíð hans. Þannig hefur ný sýn og nýr skilningur á samtíð Jesú, trú hennar og von- um orðið til að varpa skýrara ljósi en nokkru sinni á merkingu fjöl- margra atburða í lífi hans og predikun. Þannig er einnig um hinn sterka messíasarboðskap pálma- sunnudags. Framhjá þeim skilningi Jesú sjálfs og frumvottanna verður ekki komist með heiðarlegum hætti. Hér, eins og í svo mörgum tilvikum öðrum, stöndum við frammi fyrir því vali að taka undir trúarjátningu frumvott- anna eða hafna henni. Gömul saga og hrífandi — gamall skilningur — gömul túlkun? Hvaða er- indi á þetta svo sem til nútímamannsins? Hvað koma okkur við messías- arhugmyndir gyðinga eða hrifning hinna fyrstu lærisveina? Hvaða gildi hefur þetta stagl kirkj- unnar um löngu liðna atburði? sem þau hlutu í skírninni, þessari fræðslu lyki síðan með guðsþjónustu þar sem beðið var fyrir börnunum og þau gengu til altaris í fyrsta sinn Hér á landi varð mikil breyting að þessu leyti með heitttrúarstefnunni, píetism- anum, á 18. öld. Með „konung- legri tilskipan um ungdómsins konfirmation" árið 1741 varð fermingin skylda, og nú var áherslan lögð á persónulegt heit barnanna, fermingin varð persónuleg staðfesting barns- ins á þeim sáttmála, sem gerður var fyrir þess hönd í skírninni. Segja má, að við byggjum enn á grundvallar- atriðum á þessum arfi. í byrj- un þessarar aldar var gerð tilraun til að afnema ferming- arheitið úr fermingarathöfn- inni, en það var aftur tekið upp 1934 eins og það tíðkast enn: „Viltu leitast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs- ins?“ Fermingarathöfnin er hátíðleg og falleg og ósköp eru börnin elskuleg í hvítu kyrtl- unum sínum. Fermingarkirtl- arnir eru annars ekki gamalt fyrirbæri í okkar sögu. Þeir voru fyrst teknir upp á Akra- nesi á stríðsárunum að til- stuðlan sóknarprestsins, sr. Jóns M. Guðjónssonar, sem með því vildi draga úr þeirri miklu samkeppni og bruðli sem ríkti í sambandi við ferm- ingarfötin. Þetta var því til- raun til jöfnunar, sem var til góðs. Óskandi væri að eitthvað þvílíkt gæti gerst hvað snertir veisluhöld og gjafaflóðið, sem fermingunni tengjast nú. En hvað sem hinu ytra formi fermingarinnar líður þá skiptir mestu sá undirbúning- ur, sú fræðsla, sem er undan- fari hennar. Staðreyndin er nú sú, að fyrir meirihluta ungl- inganna markar fermingin lok formlegrar kristindóms- fræðslu, og þvi er mikilvægt, að þar sé vel á málum haldið af hálfu fræðaranna og heimila barnanna — kirkjunnar. Það er von að spurt sé. Hér svarar trúin, grund- völluð á trú og vitnisburði frumvottanna: Þessi gamla saga er einfaldlega enn einn vitnisburðurinn um að hér var sá á ferð sem engan á sinn líka. Við hlið hans verður engum stillt. Hann kom í nafni Drottins, — hann einn. Öll gúrúa-hersing Ind- lands, allir nafntogaðir mannkynsfræðarar, allir trúarbragðahöfundar vísa í ranga átt. Vegurinn, lausnin, hjálpræðið kem- ur frá honum einum, Jesú Kristi. Það er vitnisburð- ur hans sjálfs. Það er vitnisburður þeirra sem hrópuðu á pálmasunnu- dag: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins. Vikan, sem nú fer í hönd, minnir á leið hans til sigurs, til lausnar, til hjálpræðis. Leiðina frá niðurlægingu til upphefð- ar, frá dauða til lífs. Þröngur skilningur? Þröng túlkun? Þröngsýnn Jesús? Sagði hann ekki: í húsi föður míns eru mörg híbýli? Jú, en þau orð merkja ekki að þangað liggi allar leiðir. Jesús sagði: Eg er dyrnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.