Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1981 Bach í Háskólabíói FLUTNINGUR Jóhannesarpassíunnar eftir J.S. Bach á föstudaginn langa verður einn af viðamestu tónlistarviðburðum ársins. Hér er leikið og sungið af innlifun eins og sést á myndinni, sem tekin var á aefingu Pólýfónkórsins og hljómsveitar í Háskóla- bíói síðastliðinn sunnudag. Um 180 manns taka þátt í flutningnum undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar. 8 einsöngvarar fara með hlutverk þar af 2 þekktir óratoríusöngvarar frá London. Allir flytjendur verða klæddir búningum með austur- lensku sniði eins og á dögum Krists. Uppselt mun vera á flutninginn á föstudaginn en Jóhannesar- passían verður endurtekin á laugardaginn fyrir páska. Ljósm. Mbl. Kristján Lárus Jónsson varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: - til að komast hjá að kalla inn varamenn slíkt samkomulag milli Péturs og Stefáns og einnig Guðmundar og Ólafs. Þetta er algengt og gert til þess, að ekki þurfi að kalla inn varamenn, sem fylgir ærinn kostn- aður fyrir þjóðina og einnig röskun á þingstörfum. Hver varamaður verður að sitja í að minnsta kosti hálfan mánuð, en þetta er þó aðeins gert ef menn þurfa að skjótast frá í nokkra daga.„ Þá sagði Lárus, að þó svo þessir aðilar hefðu kallað inn varamenn þá hefðu úrslit atkvæðagreiðslunn- ar orðið nákvæmlega eins, nema að í stað 18 atkvæða gegn 18 hefðu þau orðið 20 gegn 20. Gullberg VE seldi í Hull GULLBERGIÐ frá Vestmanna- eyjum seldi 159,3 lestir af isfiski í IIull í gær og fengust 951 þúsund krónur fyrir aflann, eða 5,97 krónur fyrir hvert kíló að meðal- tali. Aflinn fór í 2. og 3. flokk. Um tveir mánuðir voru liðnir síðan íslenzkt skip hafði selt afla sinn í brezkri höfn, en markaður- inn datt niður fljótlega eftir áramót. Talið var að hann hefði „ÞAÐ VORU tveir stjórnarþing- menn fjarverandi í neðri deild og tveir stjórnarandstæðingar. Það varð að samkomulagi milli þess- ara aðila, að fjarvera þeirra heíði ekki úrslitaáhrif. ef til slikra ágreiningsmála kæmi. Slíkt sam- komulag er algengt i Alþingi og gert til þess. að ekki þurfi að kalla inn varamenn með ærnum kostn- aði, þó svo menn víki sér frá í einn eða tvo daga“ sagði Lárus Jónsson varaformaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, er Mbl. spurði hann, hvers vegna tveir þingmenn flokksins hefðu verði fjarverandi við atkva'ðagreiðslu um flugstöðv- armálið í neðri deild Alþingis i gær. „Stjórnarþingmennirnir voru Stefán Valgeirsson og Guðmundur G. Þórarinsson og stjórnarand- stæðingarnir þeir Pétur Sigurðsson og Ólafur G. Einarsson. Það varð Endurgreitt með lækkun slysa- tryggingaiðgialda á næstu árum Samkomulag um fjarvistir al- gengt í Alþingi RÍKISSTJÓRNIN hefur íallist á að lækka slysatryggingaiðgjöld atvinnurekenda um rúmlega 70% á þessu ári, það er úr 0,352% í 0,1%. Lækkun þessi kemur til af því að teknar hafa verið of háar upphæðir af vinnu- veitendum sl. tvö ár og sendi Vinnuveitendasamband íslands skipafélag íslands að unnið verði fyrir 11 milljónir króna (1,1 milljarð gkr.) á athafnasvæði félagsins í Sundahófn. Starfsemi fyrir- tækisins í Reykjavík er smátt og smátt að flytjast inn í Sundahöfn og sagði Hörður Sigurgestsson, for- stjóri. að eftir mitt þetta ár myndi það heyra til undan- tekninga ef skip EÍ kæmu í gömlu höfnina og öll áætlun- arskip fyrirtækisins verða þá afgreidd í Sundahöfn. Eimskip er nú að láta ríkisstjórninni bréf í desember sl. og óskaði eftir leiðréttingu. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins hafa síðan átt í viðræð- um við heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið vegna þessa máls og í síðustu viku var gengið frá því að sögn Þorsteins Pálssonar hjá VSI að ráðuneytið féllst á að byggja 4 þúsund fermetra vörugeymsluhús í Sundahöfn og verður það að hluta til með hillum til að fá aukna nýtingu á húsnæðinu. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið í maí. í ár verður svæði Eim- skips í Sundahöfn girt, skrifstofa vöruafgreiðslu- stjóra flytur þangað, verið er að bæta aðstöðu í Sundaskála fyrir verkamenn, sem flytja úr gömlu höfninni. Þá er gert ráð fyrir að Reykjavíkurhöfn setji upp ekjubrú við Kleppsskaft til hægt sé að afgreiða skip þar. lækka gjaldið þannig að inni- stæða fyrirtækjanna frá síðustu 2 árum verður jöfnuð út á næstu árum með lækkun gjaldsins, en ákvörðun um upphæð gjaldsins er tekin fyrir eitt ár í senn. Þorsteinn sagði einnig, að ekki væri alveg hægt að segja til um hversu langan tíma tæki að eyða innistæðunni, eða hversu há hún er, en inneignin í lífeyrisdeildinni væri færð yfir í slysatrygginga- deildina og þannig fengist þessi lækkun á siysatryggingunni. „Við áætlum að þetta nemi um 15 milljónum króna sem fyrirtækin fá endurgreitt nú í ár,“ sagði Þorsteinn. tekið við sér aftur, en eftir þessa sölu Gullbergs er líklegt að út- gerðarmenn vilji sjá frekar hver framvinda mála verður áður en þeir láta skip sín sigla til Bret- lands. í gegnum hljóðmúrinn Drunur og rúðutitring- ur á Suðurnesjum RÚÐUR titruðu og hár hvellur barst að eyrum Suðurnesjabúa um klukkan 7.10 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum ólafs Ilaraldssonar yfirflugumferðar- stjóra á Keflavikurflugvelli var ástæðan líklega sú, að orrustu- þota varnarliðsins, sem stödd var í æfingarflugi 20 mílur suðvestur af Keflavík lækkaði sig úr 40 þúsund fetum í 20 þúsund fet og fór við það í gegnum hljóðmúr- inn í augnablik. Ilann sagði mál þetta í athugun. Þá sagði Ólafur, að skilyrði í loftinu hefðu líklega verið þannig, að hávaðinn hefði borist vítt um Suðurnes, þrátt fyrir fjarlægðina. Hann sagði einnig, að þetta væri mjög óalgengt. Af þessu skapaðist röð af sprengingum, en ekki væri talin nein hætta á ferðum, þó hávaðinn væri óþægilegur. Dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksambands íslands setti Skákþing íslands með ræðu í gærkvöldi. Ljósm. Mbi. Emtiia. Skákþingið hefst i kvöld: Fossarnir úr gömlu höfninni á miðju árinu Á ÞESSU ári áætlar Eim- Flugleiðaáhafnirnar til Nígeríu í morgun Mætast stórmeistar- arnir í 1. umferð? SVEINN Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, að áhafnir þær sem fljúga munu Roeing 727-100-þotu Flugleiða í Nígeríu, hefðu farið utan í morgun. Flugleiðir hafa eins og skýrt hefur verið frá leigt aðra Boeing 727-100-þotu sína til flugs í Nígeríu og að sögn Sveins getur hér orðið um langtímasamning að ræða. Sveinn sagði, að utan færu fjórir flugmenn, tveir flugvél- stjórar og sex flugfreyjur. Auk þeirra fara utan kennarar til að kenna innlendum flugfreyju- störf. KEPPNI i landsliðsflokki Skákþings íslands hefst klukk- an 19 í kvöld á Hótel Esju, 2. hæð. Flestir beztu skákmenn landsins verða meðal þátttak- enda og er búist við jafnri og skemmtilegri keppni. I gærkvöldi var dregið um töfluröð og í 1. umferð í kvöld mætast messir menn: Jóhann Þórir Jónsson — Elvar Guð- mundsson, Helgi Ólafsson — Jóhannes Gísli Jónsson, Jóhann Hjartarson — Asgeir Þ. Árna- son, Karl Þorsteins — Björn Þorsteinsson, Jón L. Árnason — Ingi R. Jóhannsson, Friðrik Ólafsson — Bragi Halldórsson — Guðmundur Sigurjónsson. Friðrik Ólafsson er á leiðinni til landsins og er ekki fullljóst hvort hann getur keppt í mótinu en varamaður hans er Bragi Halldórsson. Ef Friðrik verður með, mætast stórnieistararnir okkar í 1. umferð. Stórslösuð eftir bilveltu AÐFARANÓTT laugardags slasað- ist 17 ára stúlka alvarlega, þegar bifreið með sex manns innanborðs valt á Keflavíkurvegi, um tvo kíló- metra frá Grindavíkurafleggjara. Bifreiðin rann til í hálku og unga stúlkan hentist út úr bifreiðinni. Hún liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Annar farþegi skarst mikið á hendi og leggja varð þann þriðja inn á sjúkrahúsið í Keflavík, en hann mun hafa farið heim á laugardeginum. Aðra í bíln- um sakaði lítið. Bifreiðin er gjör- ónýt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.