Morgunblaðið - 14.04.1981, Side 19

Morgunblaðið - 14.04.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. Af*RÍL 1981 19 För Kolumbíu - nýtt tímabil geimferöa hafiö „Stór- kostleg • / 44 sjon - sagði Regan þegar Kólumbia hófst á loft Washington. 13. apríl. AP. „ÞETTA er stórkostleg sjón,“ varð Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að orði þegar hann ásamt fjöl- skyldu sinni horfði á eld- flaugina með geimskutl- unni Kólumbíu hefja sig til lofts, en þessum merkis- atburði var sjónvarpað um öll Bandaríkin eins og trúlegt má teljast og raun- ar um heim allan. Reajjan kom heim af sjúkrahús- inu deginum áður og er þess gætt, að hann fái sem mest næði meðan hann er að jafna sig eftir banatil- ræðið á dögunum. Einkalæknir Reagans, dr. Daniel Ruge, sagði, að forsetinn væri „stálsleginn" en honum hefur þó verið ráðið frá því að vinna nokkuð þessa vikuna og frestað verður ferðalögum fyrst um sinn. Reykjarstrókurinn stendur aftur úr eldflauginni þegar hún geysist i átt að náfangastaðu. 100 milum ofar jörðu. Með för Columbiu lauk sex ára hléi á geimkönn- un Bandarikjamanna, með mönnuð- um farartapkjum. LAGT AF STAÐ. Eldflaugin ásamt geimferjunni Columbiu hafa kvatt og eru lögð af stað upp í loftin blá með Crippen og Young innanborðs. Kísilflísar losnuðu frá geimferjunni - en vísindamenn segjast ekki hafa áhyggjur af því Houston. Texas, 13. apríl. AP. ÞEGAR þeir John Young og Robert Crippen opnuðu dyr farangursgeymslu geimferjunnar Kolumbíu kom í ljós, að níu kísilflís- ar við miðhreyfil geimferj- unnar höfðu losnað frá, og að 4 til 6 flísar höfðu losnað við vinstri hreyfil geimferjunnar. Vísinda- menn sögðu að þrátt fyrir þessar skemmdir, þá væri geimferjunni á engan hátt hætta búin. Skemmdirnar væru á svæði, sem tiltölu- lega Iítið mæddi á þegar geimferjan fer í gegn um gufuhvolfið á leið sinni til jarðar. Þeir sögðu, að kís- ilflísar þær, sem verja neðri hluta geimskutlunn- ar, væru óskemmdar en ástæða hefði verið til ótta hefðu þær skemmst. „Á milli 13 og 15 flísar hafa losnað frá, en við höfum ekki áhyggjur af þessum skemmd- um,“ sagði Neil Hutchinson hjá bandarísku geimferðastofnun- inni á fundi með fréttamönnum í morgun. Um 30 þúsund kísil- flísar verja geimferjuna hita á leið í gegn um gufuhvolf jarðar. Hönnun þeirra hefur valdið vís- indamönnum miklu erfiðleikum, og er ein meginorsök tafar, sem orðið hefur á áætluninni um geimferjuna. í tilraunum með geimferjuna kom hvað eftir annað fyrir. að kísilflísar losn- uðu frá. Þá olli hönnun hreyfla og tölvubúnaðar miklum erfið- leikum, en engra bilana hefur þar orðið vart. bessi mynd. sem tekin er aí geimferjunni á braut um jörðu. sýnir hvar kísilflísarnar hafa losnaö en þær eiga að koma í veic fyrir að Keimferjan ofhitni á leið til jarðar. Viðbrögðin erlendis: „Söguleg ferð... nýr tími í geimkönminum" 13. april. AP. SJÓNVARPSSTÖÐVAR um heim allan sýndu þá sögulegu stund þegar geimskutlunni Kólumbiu var skotið á loft í gær, sunnudag. Fréttaskýrendur í austri og vestri vöktu einnig athygli á því, að atburðurinn átti sér stað samdægurs því, að Rússar minntust þess, að 20 ár eru liðin frá því að Juri Gagarin varð fyrstur manna til að fara út í geiminn. Sumir lýstu áhyggjum sinum yfir hugsanlegri hernaðarlegri þýðingu skutlunnar, einkum þó Tass-fréttastofan rússneska, sem sagði írá skotinu nokkrum minútum eftir að það átti sér stað. í Vestur-Þýskalandi var ítar- hefði hafist „söguleg ferð ... nýr lega sagt frá ferð Kólumbiu í sjónvarpi og útvarpi og kom mönnum saman um, að þó að Rússar hefðu verið með menn úti í geimnum nú nýlega þá væri hér um að ræða einhvern mesta áfanga í geimvísindum á þessari öld. Breska sjónvarpið, BBC, birti með hjálp fjarskiptahnatta mynd- ir af skotinu og fagnandi mann- fjöldanum á Canaveral-höfða og var komist þannig að orði, að nú tími í geimkönnunum". Breska blaðið Sunday Times lét þó í ljós efasemdir um framtíð skutlunnar og taldi, að í of mikið hefði verið ráðist þar sem kostnaðurinn væri nærri 10 milljarðar dollara. í Líbanon, þar sem krbtnir menn og Sýrlendingar hafa borist á banaspjót að undanförnu, horfði stór hluti þjóðarinnar á atburðinn í sjónvarpi. Sumir leiðtogar þjóð- arinnar létu þau orð falla, að leitt væri að mennirnir, sem nú hygðu Vaktir með sveitasöng Houstun. 13. april. AP. ÞAÐ fyrsta sem áhöfn geimskutlunnar heyrði frá stjórnstöðinni á mánudag var sveitasögnur (country and western) sem saminn hafði verið i tilefni geimfarar Kólumbiu. Söngurinn hófst þannig: „Við höfum tekist á loft, það er stórkostlegt." Áframhaldandi segir m.a. í textanum: „Það tók margar klukkustundirnar að undirbúa þetta. Vel að verki staðið hjá þeim sem unnu við geimskutluna. Það er ekki hægt að segja að hún sé rennileg og mjúk en ég segi það hér og nú að hún er stórkostlegt tæki hún Kólumbía.“ Jerry Rucker verkfræðingur á Canaveral-höfða samdi lagið en Roy McCall sveitasöngvari frá Titusville söng. Titusville er næsti bær við Kennedyhöfða. á „landvinninga" í óravíddum himinhvolfsins, kynnu þó enn ekki að búa saman í sátt og samlyndi á jörðu niðri. Tass-fréttastofan rússneska sagði, að tilgangurinn með skutl- unni væri að reyna nýtt leysisvopn og til að koma á braut um jörðu njósnahnöttum og öðrum vopna- búnaði. Þessar ásakanir þykja sumum hlálegar vegna þess, að Rússar stæra sig mjög af því að ráða yfir „drápshnöttum", sem eytt eiga að geta öðrum gervi- hnöttum, t.d. þeim, sem vara eiga Bandaríkjamenn við yfirvofandi kjarnorkuárás. Rússar höfðu skip á staðnum Canavrralhufða. 13. apríl. AP. SOVÉSKUR togari sigldi í gær um svæði þar sem tvö handarísk skip voru við leit að nothæfum hlutum úr burð- arílaug Kólumbíu. Áformað er að nota þessa hluti að nýju og er það í fyrsta skipti sem hirt er um að bjarga hlutum úr burðarflaug geimskips. Sovéski togarinn sást fyrst á þessu svæði á föstudag, en hann hvarf eftir að brottför Kólumbíu hafði verið frestað. Strax um hádegisbil á sunnudag var togar- inn kominn aftur á svæðið, en hélt á brott að nýju samkvæmt ósk bandarísku strandgæslunnar. Togarinn hefur ekki sést síðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.