Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Geir Hallgrímsson: Áætlanir, teikningar og' útboð fyrir hendi Undirbúningi fulllokið, seinkun stefn- ir flugstöðvarbyggingu í tvísýnu Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis (Matthías Bjarnason, Matthias Á Mathiesen, Albert Guðmundsson og Sighvatur Björgvinsson) lögðu fram eftirfar- andi breytingartillögu við frumvarp til lánsfjárlaga í gær: •,,A) Ríkisstjórnin skal á árinu 1981 taka lán að upphæð allt að 5 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, sem verja skal til greiðslu byrjunarkostnaðar við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli sam- kvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra. •B) Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán allt að 2,5 milljónum króna, sem verja skal til kaupa á öryggistækjum á flugvelli, samkvæmt nánari tillögum flugmálastjóra og flugráðs.“ Þjónkun við Alþýðubandalagið Matthias Bjarnason (S) mælti fyrir þessari breytingartillögu. Fyrst vék hann að rekstrarlegri stöðu ýmissa helztu fyrirtækja og stofnana ríkisins, ríkisútvarps, pósts og síma, áburðarverksmiðju og margra annarra, sem ættu það sSmeiginlegt að vera rekin með mjög verulegum halla og tilheyr- andi skuldasöfnun. Þegar þessi B-hlutafyrirtæki ríkissjóðs væru tekin með í heildarmynd ríkis- búskaparins færi heldur lítið fyrir rekstrarafgangi, sem af væri gum- að, heldur blasti við milljarða rekstrarhalli og skuldasöfnun. Þó væri rekstrarstaða undirstöðuat- vinnuveganna, einkum fram- leiðslu- og útflutningsfyrirtækja, enn verri, og bæði útgerð og fiskvinnsla sætu uppi með lítt viðráðanlega skuldabagga vegna taprekstrar undangengin misseri, ekki sízt á árinu 1979. Og hvað um samgöngufyrirtækin: Eimskip og Flugleiðir, spurði Matthías. En ríkisstjórnin lokar augunum fyrir staðreyndum þjóðarbúskaparins og staglast á að allt sé í himnalagi og enn megi herða skattheimtuna, þó þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur sæti stöðnun, jafnvel sam- drætti, sem að sjálfsögðu bitni fyrst og síðast á almennum lífs- kjörum fólks. Afturhaldið í Alþýðubandalag- inu stendur á öllum bremsum í málefnum þjóðfélagsins, hvort heldur varðar vöxt í hefðbundunm atvinnugreinum eða aukningu orkubúskapar og orkufreks iðnað- ar. Það bremsar og af, í skjóli valdaaðstöðu innan ríkisstjórnar, framkvæmdir við flugstöðvar- byggingu á Keflavíkurflugvelli, sem er forsenda þess að aðskilja almennt farþegaflug og varnar- liðsstarfsemi. Miðstjórn Fram- sóknarflokksins samþykkir ein- róma að standa að byggingu flugstöðvar en þinglið flokksins í efri deild, utan einn, sem þó þekkir gerst til mála, sjálfur utanríkisráðherrann, brást þess- ari stefnu. Þó liggur ljóst fyrir að þetta mál hefur ekki hvað sízt verið undirbúið af utanríkisráð- herrum Framsóknarflokksins, fyrst Einari Agústssyni, síðar Olafi Jóhannessyni. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneyti og varnarmála- deild má hefja framkvæmdir síð- ari hluta þessa árs, ef rétt er að málum staðið, svo afsökun við- komandi framsóknarþingmanna, sem standa gegn miðstjórnarsam- þykkt eigin flokks í skálkaskjóli Alþýðubandalagsins, er kattarklór eitt. Ráðherrar fá tiltal Halldór Ásgrímsson (F) hafði orð fyrir þeim nefndarmönnum fjárhagsnefndar, sem leggja til að framangreind breytingartillaga verði felld. Hann vék fyrst máli sínu til ráðherra, sem oftsinnis hefðu orðið til að tefja mál, umfram þörf, sem ætla mætti að þeir hefðu áhuga á að flýta, með orðræðum í þinginu. Mál væri að linnti. Halldór sagði efnisatriði láns- fjárfrumvarps svo mikið rædd og skýrð að óþarfi væri að fjölyrða um nú. Hinsvegar væri Ijóst að framkvæmdir við flugstöðvar- byggingu gætu ekki hafizt að neinu marki 1981 þann veg að fjáröflunartillaga nú væri ekki tímabær. Framsóknarflokkurinn myndi þrátt fyrir það fylgja fram miðstjórnarsamþykkt um flug- stöðvarbygginguna og ekki er full- reynt enn, hvort samkomulag get- ur þar um tekizt í ríkisstjórninni. Framsóknarflokkurinn og forsjá utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vék fyrst að kárínum Halldórs Ásgrímssonar (F) í garð ráðherra, sem væru eftirtektarverðar. Hér myndi ekki sízt átt við það er Ragnar Arnalds og Ólafur Jóhannesson hefðu eld- að grátt silfur í efri deild um flugstöðvarmálið. Síðan vék hann að samþykkt miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, varðandi flug- stöðvarbygginguna, en samþykkt- in undirstrikaði að sú bygging væri forsenda: 1) aðskilnaðar far- þegaflugs og varnarliðsstarfsemi, 2) bættra starfsskilyrða og ferða- þjónustu á þessum eina milli- landaflugvelli okkar og 3) að þjóðlegum metnaði væri fullnægt í samskiptum við varnarliðið. Geir vék og að forystu Fram- sóknarflokks á þessum vettvangi og taldi með eindæmum að þing- flokkur framsóknarmanna hefði snúizt gegn utanríkisráðherra sín- um og forsjá hans í málaflokki, er hann þekkti gerst til í. Svo illa hafi valdaafsalið til Alþýðubanda- lagsins leikið Framsóknarflokkinn og aðra aðstandendur leynisamn- ingsins. Állur undirbúningur varðandi flugstöðvarbyggingu er á loka- stigi. Fyrir liggi auk byggingar— og kostnaðaráætlana jákvæð rekstraráætlun nýrrar flugstöð- varbyggingar. Útboð og úrvinnsla þeirra þurfi ekki að taka nema 4 til 6 mánuði, svo framkvæmdir geti hafist á þessu ári, ef vilji væri fyrir hendi. Vilji er allt sem þarf. Fjárframlag Bandaríkjamanna er tímabundið og því varhugavert að bíða lánsfjárlaga næsta árs, ef þau verði jafn seint á ferð og nú er. Neitunarvald kommúnista, sem í þessu efni stangist á við meirihlutavilja þings og þjóðar, geti því leikið okkur illa, engu síður á þessu sviði, þ.e. sviði öryggismála okkar, en á sviði orkumála og efnahagsmála, þar sem Alþýðubandalagið gangi fram í hlutverki Þrándar í Götu og sé dragbítur í heildarhagsmunum þjóðarinnar. Ölfusárbrú, tjón í fárviðri Steinþór Gestsson (S) tók í sama streng og Geir Hallgrímsson en ræddi einkum tvö mál, varð- andi lánsfjáráætlun, Ölfusárbrú og tjón af völdum fárviðris, sem tengjast dagskrármálinu, frum- varpi að lánsfjárlögum. Þessi tvö mál í ræðu Steinþórs fá sérstaka umfjöllun á þingsíðu Mbl. fljót- lega. Staða stjórnar Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði tvennt stinga í augu varð- andi ríkisstjórnina og stöðu þessa máls: 1) að utanríkisráðherra stjórnarinnar tali og greiði at- kvæði á sama veg og stjórnarand- staða í þessu máli, sem að vísu komi heim og saman við mið- stjórnarsamþykkt Framsóknar- andi formann flokksins, sem fylgja vildi eftir markaðri stefnu Einars Ágústssonar og miðstjórn- arsamþykkt Framsóknarflokks- ins. Þá bregður svo við að þinglið Framsóknar snýst gegn afstöðu eigin flokksmiðstjórnar og utan- ríkisráðherra í málinu. Framsóknarflokkurinn talar með efnisinnihaldi þeirra breyt- ingartillagna um lánsfjárútvegun til byggingarinnar, en fellir með atkvæðum sínum. Með þessu lýsa þingmenn flokksins, sem lúta for- sjá Steingríms Hermannssonar, yfir því, að þingflokkurinn er ekki sjálfum sér ráðandi í þessu máli né öðrum meiriháttar málum, heldur bandingi Alþýðubanda- lagsins. Framsóknarmenn segjast ætla að fylgja þessu máli næsta haust. Alþýðubandalagið að það fái aldrei framgang meðan það situr i ríkisstjórn vopnað neitunarvaldi. Eru framsóknarmenn ekki að fresta fram á haustið því sem er óhjákvæmilegt, standi þeir og kommúnistar við orð sín — þ.e. falli ríkisstjórnarinnar? Tímabært að hausti Jóhann Einvarðsson (F) vitn- aði til samþykktar miðstjórnar Framsóknarflokksins, þess efnis að flugstöðvarbygging þurfi að rísa sem fyrst á Keflavíkurflug- velli af þremur ástæðum: 1) til að koma við aðskilnaði varnarliðs- starfs og almenns flugrekstrar, 2) Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. flokksins — og 2) að Albert Guðmundsson, sem sumir nefni guðföður stjórnarinnar, stæði nú að tillögu, sem stjórnarliðar legð- ust þverir gegn. Framsóknarflokkurinn hefur haft allan veg og vanda af aðdrag- anda þessarar flugstöðvarbygg- ingar, enda átt utanríkisráðherra nær óslitið síðan 1971, fyrst Einar Ágústsson, fyrrverandi varafor- mann flokksins, sem samdi við Bandaríkjamenn um kostnaðar- hluta þeirra í byggingunni, og síðan Ólaf Jóhannesson, fyrrver- til að koma starfsaðstöðu á þess- um millilandaflugvelli, þjónustu og öryggi í viðunandi horf og 3) til að fullnægja þjóðarmetnaði í sam- skiptum út á við. Hinsvegar stæðu þær upplýsingar, sem hann hefði í höndum, ekki til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir að neinu marki 1981. Þessvegna er ekki tímabært að samþykkja fjár- magnsútvegun nú. Það er heldur ekki fullreynt, hvort samstaða fæst innan ríkisstjórnar um þetta efni. Framsóknarflokkurinn mun áfram vinna að því að svo verði. Sú samstaða verður þó að liggja fyrir á allra næstu mánuðum. Tillaga stjórnarandstöðu er hrein sýndarmennska, sagði Jóhann. Röksemdirnar réttar, niðurstaðan röng Geir Hallgrimsson (S) sagði röksemdir Jóhanns Einvarðssonar fyrir nauðsyn byggingar nýrrar flugstöðvar réttar, en niðurstaðan hafi verið röng, sem sé að standa gegn því sem hann telur rétt. Þingmenn Framsóknarflokksins séu hér í strengbrúðuhlutverkum í höndum Alþýðubandalagsins. Engar líkur séu á því að flokkur- inn, sem situr uppi með neitunar- valdið, breyti öðru vísi í haust en nú, og ef lánsfjáráætlun 1982 verði jafn seint á ferð og 1981 sé þessu máli stefnt í tvísýnu, vægt orðað, með óþárfa drætti málsins. Árás á utanríkisráðherra Halldór Blöndal (S) benti á að staðhæfing Jóhanns Einvarðsson- ar um sýndarmennsku varðandi þann málflutning og tillöguflutn- ing, sem utanríkisráðherra hefði einkum fært fram rökstuðning fyrir, væri ómakleg í garð utan- ríkisráðherra, og stangaðist á við aðdraganda þess máls, sem um langt árabil hefði verið í höndum Einars Ágústssonar. Halldór óskaði ennfremur eftir því að Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra, sem um langt árabil hefði setið fyrir sjálfstæðismenn í utan- ríkismálanefnd, skýrði afstöðu sina til þessa máls. Hverjir éta ofan í sig? Sighvatur Björgvinsson (A) minnti á fleyg orð utanríkisráð- herra um Alþýðubandalagsmenn og ofaníát þeirra. Hér væri nú dúkað borð til ofaníáts, en mat- mennirnir væru ekki úr Alþýðu- bandalaginu, heldur Framsóknar- flokknum, sem hámuðu í sig eigin miðstjórnarsamþykkt og áralanga stefnumörkun í þessu mikilsverða máli. Það væri svo að bera í bakkafullan lækinn þegar Jóhann Einvarðsson kæmi fram með lítt dulbúnar ákúrur á Ólaf Jóhann- esson, utanríkisráðherra, og lýsti það sýndarmennsku, sem hann hefði mælt með og greitt atkvæði með í efri deild. Sighvatur minnti og á þann samning sem Einar Agústsson, utanríkisráðherra, hefði undirritað, 28. október 1974, um þessa flugstöðvarbyggingu og kostnaðarhlut Bandaríkjamanna í henni, svo skilja mætti að herstöð og almennt millilandaflug. Hann sagði hart að 11 þingmenn komm- únista réðu ferð í máli, þvert á vilja hinna 49, sem væru í hjarta sínu sammála um að betur væri á annan veg að málinu staðið. Svo mikið væri það valdaafsal til kommúnista sem nokkrir ráð- herrastólar hefðu verið goldnir með. Hvenær geta fram- kvæmdir hafist? Matthias Á. Mathiesen (S) vitn- aði til fundar í fjárhagsnefnd þingdeildarinnar, hvar deildar- stjóri í varnarmáladeild hefði mætt, en þar hefði komið fram að bjóða mætti út þetta verk svo til strax og koma málinu á fram- kvæmdastig innan sex mánaða. Þessvegna væri tímabært að taka afstöðu í þessu máli strax, hér og nú. Ef bíða ætti næstu lánsfjár- áætlunar á svipuðum tíma 1982 væri málinu stefnt í tvísýnu. Breytingartillagan var síðan felld með 18 atkvæðum gegn 18, Eggert Haukdal greiddi henni meðatkvæði, ásamt stjórnarand- stöðuþingmönnum, en Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson mót- atkvæði, ásamt viðstöddum þing- mönnum Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Sjá frétt um atkvæðagreiðsl- una á fréttasíðu Mbl. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.