Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 31 Sigurður Harðarson arkitekt: Strandaglópar í skipulagsmálum Birgir ísl. Gunnarsson, annar fulltrúi sjálfstæðismanna í skipu- lagsnefnd, ritar í Morgunblaðið þann 5.4. hugleiðingar, sem hann nefnir „Skipulagsmál í brenni- depli“, og fjallar þar um nokkur atriði þeirrar umræðu, sem nú á sér stað um hina nýju tillögu að aðalskipulagi austursvæða, þ.e. framtíðarbyggingarsvæði borgar- innar. Þessar tillögur fela í sér verulega breytta stefnu varðandi þróun borgarinnar í framtíðinni og eru afrakstur víðtækrar skoð- unar og mats á þeim þróunar- möguleikum, sem yfirleitt koma til greina. Við mat á þeim mögu- leikum hefur verið höfð hliðsjón af þáttum eins og legu gagnvart núverandi byggð, tengslum við næstu sveitarfélög, eignarhaldi á landi, áætluðum kostnaði borgar- innar og íbúanna — ásamt ýmsum öðrum grundvallarforsendum eins og áætluðum íbúafjölda og náttúrufarsforsendum ýmiss kon- ar. Niðurstaða þessa mats liggur nú fyrir í þeirri tillögu að aðalskipulagi austursvæða, sem nú er til umfjöllunar og byggir á því, að næstu byggingarsvæði borgarinnar verði svæði í Ártúns- holti og Selási, en síðan verði byggt á svæðinu norðan og austan Rauðavatns og á Norlingaholti. Tvö hin fyrstu eru bókstaflega beint framhald byggðarinnar í Árbæjarhverfi og Selási, en hin síðari strax austan Suðurlands- vegarins. Stutt verður því fyrir ibúana að sækja alla grundvallar- þjónustu fyrstu árin og í heild mun þessi samfellda byggð skapa grundvöll að uppbyggingu fjöl- breyttari þjónustu en ella hefði orðið. Því má bæta við, að Reykja- vík á allt þetta land að undan- skildu landi í Norlingaholti, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort borgin eignast það land eða ekki. Góður undirbúningur skipulagsins frá 1977? Birgir Isleifur lýsir í byrjun greinar sinnar yfir því, að nauð- synlegt sé, að undirbúningur skipulagsins sé á þann veg, að allar staðreyndir liggi Ijósar fyrir, að menn geti tekið afstöðu til allra kosta sem í boði séu og þurfi ekki að velkjast í vafa. Þarna er Birgir að sjálfsögðu að gefa í skyn, að einmitt þannig hafi því verið farið þegar hann hélt um stjórnvölinn. Þetta verður að teljast óheppileg byrjun hjá Birgi, því það var einmitt í þessu atriði, sem mistök- in við gerð skipulagsins frá 1977 lágu — staðreyndirnar lágu engan veginn ljósar fyrir, kostirnir voru engir. Það var langt í frá ljóst, að hægt yrði að byggja á því landi, sem var og er enn í eigu tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, en á landi þeirra var gert ráð fyrir um % þeirrar byggðar, sem rísa skyldi á næstu 10 árum. Þó hafði staðið í samningaþófi í 10 ár, en niður- staða engin í sjónmáli. Aðeins þetta gerði skipulag Birgis ísleifs að ónothæfu pappírsgagni. Fleira óljóst En fleira var óljóst, þó þáver- andi stjórnendur borgarinnar væru ekki að „velkjast í vafa“. Land radíóstöðvarinnar í Gufu- nesi, um 80 ha, var heldur ekki til reiðu í náinni framtíð fyrir upp- byggingu borgarinnar, auk þess sem forsvarsmenn stöðvarinnar kröfðust meiri og minni takmark- ana á byggð í allt að 2 km radíus frá stöðinni. Hvernig borgin ætl- aði að eignast þetta land, lá ekki fyrir frekar en gagnvart landi Keldna, að ekki sé talað um þá ótöldu milljarða gkr. sem tafar- laust eignarnám hefði haft í för með sér. Með brottfalli þessara tveggja stóru landssvæða var óneitanlega orðið fátt um feita drætti á framtíðarbyggingarsvæð- um borgarinnar — eftir voru þá minniháttar skæklar hér og þar auk síðan samfellds svæðis í s.k. Hamrahlíðarlöndum, sem teygja sig upp í 130—140 metra hæð og snúa aðallega í vestlæga átt, auk smábyggðar í Geldinganesi. Þetta voru kostir sjálfstæðismanna í þróun borgarinnar, aðrir valkostir voru ekki skoðaðir. Ureltar íbúaspár Ekki er þó allt talið, því við nánari skoðun á aðalskipulagi Birgis kom í ljós, að byggingar- svæðin mundu engan veginn rúma þann íbúafjölda, sem upp var gefinn — nema með því móti að byggja verulega þétta byggð fjöl- býlis. Flestir munu hins vegar vera á því máli, að nóg hafi verið byggt af slíku húsnæði í Reykjavík og megi að verulegu leyti rekja fólksflóttann frá Reykjavík til nágrannasveitarfélaganna til þess. Annað atriði er vert að minna á, en það er sú spá um mannfjölda sem unnið var útfrá. Sú spá gerði ráð fyrir verulegri fjölgun íbúa borgarinnar á sama tíma og þeim í raun fór fækkandi og voru á þeim tíma 4000 færri en spáin gerði ráð fyrir. Skv. þeim spám, sem nú eru taldar líklegastar, er hins vegar gert ráð fyrir mjög óverulegri fjölgun og munar um það bil 15.000 íbúum á eldri spá og þeirri nýjustu. Einhvern tíma hefði verið talin þörf á endurskoð- un skipulags af minna tilefni. Að ncfna snöru í honjíds manns húsi Það er því líkt og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar Birgir talar um óvandaðan undirbúning þeirrar skipulagstillögu, sem eins og ljóst er af framansögðu, var óhjákvæmilegt að vinna í stað hinnar eldri, ef uppbygging borg- arinnar átti ekki að stöðvast alveg. Birgir tekur sem dæmi um óvandaðan undirbúning ágreining milli borgarstofnana um kostnað við götur og veitur. Að sá ágrein- ingur sé merki um óvandaðan undirbúning er furðuleg staðhæf- ing — nær væri að nefna það sem rnáli skiptir í þessu sambandi, en það er, að við gerð þessarar skipulagstillögu hefur í fyrsta sinn hér á landi verið reynt að meta kostnað við mismunandi valkosti um þróun byggðar og hafa til hliðsjónar við endanlegt val byggingarsvæða. Slík vinnu- brögð eru sem sagt nýmæli og hljóta að flokkast undir vandaðan undirbúning — a.m.k. getur Birgir ísleifur ekki státað sig af slíkum undirbúningi við gerð skipulagsins frá 1977. Hitt er svo annað mál, að minnihlutinn hefur misnotað þessa vinnu í þeirri áróðursher- ferð, sem þeir hafa staðið fyrir að undanförnu gegn skipulaginu í þeim tilgangi að gera aðaiskipu- lagstillöguna tortryggilega. Til- efni til þessarar misnotkunar hef- ur minnihlutinn fengið úr órök- studdum hugleiðingum tveggja yf- irmanna borgarverkfræðingsemb- ættisins, sem að sjálfsögðu eru flokksbundnir sjálfstæðismenn. Þessir „vammlausu embættis- menn“ eins og annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulags- nefnd orðaði það nýlega í Morgun- blaðinu, hafa staðfastlega neitað að vinna kostnaðaráætlanir skv. þeim skipulagsforsendum, sem skipulagsnefnd hefur samþykkt, en í þess stað sett fram hinar undarlegustu hugleiðingar og töl- ur á síðustu afgreiðslustigum skipulagsins. Umbeðnir hafa þeir ekki getað lagt fram þær forsend- ur og einingarverð, sem undir- byggt gætu tölur þeirra, heldur vitnað til þess, að um væri að ræða hugarreikning og snepla, sem ekki væri hægt að leggja fram. Þannig er til komin talan 8—10 milljarðar gkr. sem Birgir notar í grein sinni á ábyrgðarlaus- an hátt, því sú tala er algjörlega úr lausu lofti gripin af þeim tveim embættismönnum, er áður er get- ið, sennilega til þess eins að gefa slagorðasmiðum Sjálfstæðis- flokksins eitthvað til að moða úr. Málefnaleg staða þeirra hefur ekki verið það góð, að þeim veiti af slíkum bakstuðningi. Birgir ísleif- ur notar áðurgreinda tölu til að gefa i skyn, að tillögur meirihlut- ans séu mun dýrari, en ef farin væri leið aðalskipulagsins frá 1977. Þarna er Birgir kominn út á hálan ís, því slíkan samanburð getur hann ekki gert af þeirri einföldu ástæðu, að engar kostn- aðarathuganir voru gerðar fyrir skipulagið frá 1977 — svo vönduð voru nú vinnubrögðin þá. I þessu sambandi er rétt að undirstrika það, að ágreiningurinn um skipu- lagið núna stendur ekki um fyrir- liggjandi skipulagstillögu annars vegar og skipulagið frá 1977 — heldur um það í hvaða röð bygg- ingarsvæði tillögunnar skuli tekin til uppbyggingar. Kostnaðarreikn- ingarnir snúast því um mismun- andi valkosti innan skipulags meirihlutans og hefur aldrei verið ætlað annað hlutverk á þessu stigi en að vera ákvörðunaraðilum til hliðsjónar og leiðbeiningar við mat á valkostum og framkvæmda- röðun. Ýmsir aðrir þættir koma þar ekki síður til skoðunar, þó ekki sé unnt að setja þá fram með tölum og þannig fæst sú heildar- mynd, sem nauðsynleg er. Það verður hins vegar að harma, að ekki skuli unnt að fá trúverðuga vinnu hjá þeim „vammlausu" embættismönnum, sem með svo mikilvæga málaflokka fara sem gatna- og holræsagerð er. Að sjálfstæðismenn kunni vel að meta vinnu þeirra er hins vegar eðlilegt. Sprungur og misgengi Birgir kemur víða við og næst verða fyrir honum sprungur og misgengi á Rauðavatnssvæðinu, en fyrir því er gerð ítarleg grein í greinargerð er fylgir aðalskipu- laginu fyrir austursvæðin. Nefnir hann til leiks „einn af okkar virtustu jarðfræðingum, Jón Jónsson, sem þekkir vel svæðin hér í nágrenninu ...“ en lýsir jafnframt yfir skorti á jarðfræði- rannsóknum á Rauðavatnssvæð- inu. Varla þekkir Jón Jónsson þessi svæði svona vel nema vegna þess, að hann starfaði hátt í áratug við rannsóknir fyrir Vatns- veitu Reykjavíkur á þessum slóð- um og fyrir hans tilstilli er veruleg vitneskja fyrir hendi um jarðfræði á þessum slóðum — þó auðvitað sé ýmislegt ógert enn. Það er hins vegar ekki vansalaust, þegar Birgir misnotar nafn og vinnu Jóns í pólitískum áróðri með því að segja, að hann hafi (þ.e. J.J.) „sérstaklega varað við því að byggja á Rauðavatnssvæð- inu vegna sprunguhættu og slíkt geti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar í för með sér í jarð- skjálftum". Þetta veit Birgir full- vel, að kemur hvergi fram í greinargerð Jóns — það eina sem i greinargerð hans segir um þetta atriði hljóðar svo orðrétt úr grein- argerð Jóns Jónssonar: „Líklegt er, að þarna séu fleiri sprungur. þó ekki verði það fullyrt að svo stöddu, þó er full ástæða til að hafa vakandi auga á þessu í sambandi við fyrirhuguð mann- virki. Bent skal ennfremur á, að sprungur hafa fundist bæði í Breiðholti og Selási, einmitt í sambandi við byggingarfram- kvæmdir á þessum svæðum.“ En fyrst farið er að vitna í jarðfræð- inga, væri ekki úr vegi að tilfæra orð Halldórs Torfasonar, jarð- fræðings hjá Reykjavíkurborg, sem segir í greinargerð frá 30.3. ’81.: „Ekki er meiri hætta á skemmdum af völdum jarðskjálfta á austursvæðum en inni í miðbæ Reykjavíkur, meðan ekki er byggt yfir sprungur og misgengi." Þess skal að lokum getið, að verulegar líkur eru fyrir því, að mun meira sé af sprungum á svæðinu við Úlfarsfell og Korpúlfsstaði en áður hefur verið talið. Það liggur í augum uppi, að einn þáttur undirbúnings að deiliskipu- lagi á þessum svæðum liggur í því að sjá til þess með frekari rann- sóknum, að ekki verði byggt þvert yfir sprungur og misgengi eins og átt hefur sér stað í Breiðholti og Selási. Bullaugu — van- trú á vísindamönnum Birgir Isleifur ber ekki virðingu fyrir öllu, sem vísindamenn láta frá sér fara — þar fer um hann eins og fleiri, að hann trúir því sem hann vill trúa og hinu ekki. Þannig heldur hann því fram, að borgaryfirvöld ætli að leggja Bull- augu niður sem neysluvatnsból án nauðsynlegra rannsókna. Nú er ekki vitnað í virta jarðfræðinga og vísindamenn, sem eru meðal helstu sérfræðinga á þessu sviði og hafa einróma komist að þeirri niðurstöðu, að m.t.t. vatnsöflunar sé ekkert því til fyrirstöðu að leggja Bullaugu niður sem neyslu- vatnsból innan tíðar. Þetta álit sitt byggja þeir á víðtækum gögn- um Vatnsveitunnar og Orkustofn- unar. Borgaryfirvöld telja enga ástæðu til að láta minniháttar vatnsból, sem ekki gegnir lengur nauðsynlegu hlutverki við vatns- öflun, koma í veg fyrir eðlilega þróun borgarinnar. Þar með er ekki sagt, að ekki megi lengur nýta þetta vatnsból — ekki er með öllu séð, að vatn þess mundi mengast af byggð, og tiltölulega lítið mál væri að hreinsa vatnið ef til þess þyrfti að grípa, auk þess sem full þörf er fyrir iðnaðarvatn. Þróun bygjíúar ok hcilbrigð skynscmi Að lokum er rétt að fara nokkrum orðum um þá megin- stefnu sjálfstæðismanna, að æski- legast sé að byggja í átt til næsta þéttbýliskjarna, þ.e. Mosfellssveit- ar. Þetta hefði einhver kallað að setja kíkinn fyrir blinda augað — væri ekki nær að kalla Kópavog og Garðabæ næstu þéttbýliskjarna? Skoðun meirihluta skipulags- nefndar er sú, að réttast sé að halda byggðinni samfelldri og sem næst þeirri byggð sem fyrir er — hvort sem um er að ræða aðliggj- andi úthverfi eða nágrannasveit- arfélögin fyrir sunnan og ætti að nægja þar að vísa til heilbrigðrar skynsemi. Með því að byggja á næstu árum í Ártúnsholti og Selási með áframhaldi á Rauðavatnssvæðinu og Norlingaholtinu er verið að fullgera þá byggð sem Sjálfstæðis- flokkurinn tók ákvörðun um að byggja upp til fjalla og inn til heiða, þ.e. Breiðholtið og Árbæinn. Þannig má gera úthverfi Reykja- víkur að samfelldri og hagkvæmri borg með góða möguleika á fjöl- breyttri þjónustu og í göngufjar- lægð frá fegurstu útivistarsvæð- um borgarinnar í Heiðmörk og Elliðaárdal. Sjálfstæðisflokkurinn vill nú hins vegar hlaupa frá hálfnuðu verki til „strandar", sem hann hefur lagt undir heildsölur, verk- smiðjur, bílakirkjugarða og ösku- hauga. Lokaorð Fullyrðingar Birgis ísleifs Gunnarssonar um óvandaðan und- irbúning að aðalskipulagi austur- svæða, eins og að framan hefur komið fram, á ekki við neitt að styðjast annað en innantóm slag- orð — þvert á móti er óhætt að fullyrða, að þetta skipulag er eins vel undirbúið og nokkur kostur er. I þeim undirbúningi er ekkert undan dregið — gerð er grein fyrir öllum þeim takmörkunum, sem taka verður tillit til ef skipulag á að heita raunhæft og allir mögu- leikar hafa verið kannaðir og metnir. Síðast, en ekki síst, felst í þessu aðalskipulagi ábyrg afstaða og skilningur á því að taka verður alvarlega grundvallarforsendur eins og mannfjöldaþróun og þá óvissu og hættu á röngum ákvörð- unum, sem vanmat á þeim þætti getur leitt af sér. Aðalskipulag á ekki að vera eins og óskalisti — það á að vera virkt og umfram allt nothæft stjórntæki til að stýra þróun borgarinnar inn á þá braut, sem á hverjum tíma er hagkvæm- ust og skynsamlegust. Það skipulag, sem nú er til umfjöllunar, hefur alla burði til að verða þessháttar stjórntæki. Rvík. 8.4. '81. Sigurður llarðarson arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.