Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.04.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 33 ALFA-nefnd Akureyrar, frá vinstri: Vaidimar Pétursson, borvaldur Jónsson og Guðríður Bergvinsdóttir. Ljásmynd Sv.p. Samstarf fatlaðra á Akureyri hafið ALFA-NEFND Akureyrar efndi nýlega til fundar með íorystu- monnum þeirra félagasamtaka i hænum. sem vinna á cinhvern hátt að málefnum fatlaðs fólks og herjast fyrir hagsmunamálum þess. Þar er um að ræða a.m.k. 7 félög, og eru þá ótalin ýmisleg samtök fólks, sem orðið hefir fyrir barðinu á ýmsum sjúkdóm- um, og tengjast þessu félagsmála- sviði óbeint. ALFA-nefnd Akureyrar var kosin af bæjarstjórn í febrúar- byrjun í tilefni af ári fatlaðra, og skipa hana Þorvaldur Jónsson, formaður, Guðríður Bergvinsdótt- ir og Valdimar Pétursson. Með nefndinni starfar samstarfshópur skipaður fulltrúum frá Styrktar- félagi vangefinna, Foreldrafélagi barna með sérþarfir, Sjálfsbjörgu, Geðverndarfélaginu og Akureyr- ardeild SÍBS. Aðrir hópar fatl- aðra, svo sem sjónskertir og heyrnarskertir, munu ekki hafa með sér samtök á Akureyri. Auk framangreindra félaga starfa á Akureyri tvö íþróttafélög fatlaðs fólks, Iþróttafélagið Eik, en í því eru um 80 félagar, margir þroskaheftir, og íþróttafélag fatl- aðra með 82 félögum. í ávarpi, sem formaður ALFA- nefndar Akureyrar, Þorvaldur Jónsson, flutti á fundinum, komst hann m.a. svo að orði: „Fatlaðir, sem búa á Akureyri, fara ekki varhluta af þeim erfið- leikum, sem fötlun eru samfara. Þeir njóta yfirleitt ekki jafnréttis. Vanþekking almennings á þörfum þeirra og öryggisleysi annarra í návist þeirra veldur oft félagslegri einangrun. Meðaumkun verður oft til af misskilningi á getu fatlaðra til að bjarga sér sjálfir. Starf þessarar ALFA-nefndar verður að stefna til umræðu um málefni fatlaðra og reyna að finna leiðir til úrbóta í bæjarfélaginu. Ferli- mál verða ofarlega í huga okkar, þar sem skipulag í svo til öllum byggingum er ekki sniðið við þarfir hreyfihamlaðra. Við gerum okkur ljóst, að þau mál verða ekki afgreidd á einu ári, bæði frá skipulagslegu og fjármálalegu sjónarmiði. Við munum beita okkur fyrir að koma hreyfingu á þessi mál á árinu með ákveðnum tillögum. Við leggjum ríka áherslu á, að byggingarmeistarar og hönn- uðir nýbygginga og mannvirkja virði í hvívetna byggingareglu- gerð, því að t henni eru strangar reglur, sem segja til um ytra og innra skipulag með tiliiti til fatl- aðra. Vanda þarf meir en nú er gert frágang á gönguleiðum, t.d. að slétta út gangstéttarbrúnir við gangbrautir. Mikil breyting hefur orðið á gangstéttum, síðan farið var að malbika þær, því að með þeirri aðferð verða minni ójöfnur á leið fólks en áður, meðan þær voru hellulagðar. Atvinnumál eru einnig mikil- vægur þáttur í lífi fatlaðra sem hinna ófötluðu. Það þyrfti að gera athugun á atvinnumöguleikum fatlaðra í bæjarfélaginu og sýna, hvernig hægt er að auka virkni þeirra á vinnustöðvum og brúa þannig bilið milli fatlaðs fólks og ófatlaðs. Þótt mikilvægt sé að koma á fót vernduðum vinnu- stöðum, er þó ekki síður nauðsyn- legt, að fatlað fólk fái að reyna á sig á almennum vinnustöðvum, þvi að með því getur það öðlast það sjálfstraust, sem það missti við fötlunina." Sv.P. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Hornafjarðar Nýlokið er aðalsveitakeppni Bridgefélags Hornafjarðar. Úrslit urðu: Sveit stig Skeggja Ragnarssonar 102 Jóns Gunnarssonar 91 Árna Stefánssonar 91 Kolbeins Þorgeirssonar 86 Jóhanns Magnússonar 81 Svövu Gunnarsdóttur 64 Ármanns Guðmundssonar 37 Halldóru Ingibergsdóttur 0 Tvær neðstu sveitirnar eru eingöngu skipaðar unglingum innan 16 ára aldurs. Þá er og lokið einmennings- og firmakeppni félagsins. Einmenningsmeistari 1981. stig Skeggi Ragnarsson — Hafnarsjóður 152 Björgvin Þorsteinsson — Haukafell 146 Vífill Karlsson — Haukur Runólfs. hf. 145 Gísli Sigurjónsson — Borgey hf. 144 Högni Kristjánsson — Apótek 144 Auður Jónasdóttir — Álmur s.f. 144 Eiríkur Guðmundsson — KASK mjólkurstöð 143 Ingibjörg Stefánsdóttir — Fiskimjölsverksm. Hfj. 142 Þá hlaut Skeggi Ragnarsson titilinn „Spilari B.H. 1981“ sem er fyrir samanlagðan árangur í einmennings- og tvímennings- keppnum vetrarins. Skeggi hlaut 12 stig. Þá komu 5 spilarar með 8 stig. Bridgefélag Borgarness Nýlokið er sveitarkeppni fé- lagsins, úrslit urðu þau að sveit Guðjóns Ingva Stefánssonar sigraði, hlaut sveitin 99 stig. í sveitinni eru auk Guðjóns, Eirík- ur Bjarnason, Jón Þ. Björnsson, Jón Ágúst Guðmundsson og Ní- els- Guðmundsson. í öðru sæti varð sveit Unnsteins Arasonar með 92 stig og í þriðja sæti sveit Diðriks Jóhannssonar með 85 stig. Sjö sveitir kepptu. I tvímenningskeppni félagsins fyrr í vetur báru sigur úr býtum Rúnar Ragnarss. og Guðjón Karlss. 920, næstir komu Jón Ágúst Guðmundsson og Níels Guðmundsson 870 og Guðmund- ur Arason og Örn Jónsson 853. í einmenningskeppninni sigr- aði Jón Ágúst Guðmundsson hlaut 364, 1 öðru og þriðja sæti urðu þeir Jón Þ. Björnsson 343, og Jón Einarsson, 343 í fjórða sæti Rúnar Ragnarsson 341.- Þessi keppni var einnig firma- keppni félagsins og hlaut Shell- stöðin Borgarnesi bikarinn. Auk þessa höfum við verið með stuttar keppnir af ýmsu tagi nú í vetur, farið í keppnir út á við, og fengið góðar heimsókn- ir. En mikil drift hefur verið í félaginu undanfarið og góð þátttaka í öllum motum. For- maður félagsins er Rúnar Ragn- arsson. Barðstrendingafé- lagið i Reykjavik Dagana 3.-5. apríl komu í heimsókn Vestur-Barðstrend- ingar (16 pör). Spilað var í félagsheimili Víkings við Hæð- argarð. Föstudagskvöldið 3. apríl var spiluð tvímenningskeppni (tveir 16 para riðlar) A-riðili stig. Heba - Páll 258 VB Sigurjón — Halldór 257 BR Ágústa — Guðrún 252 BR Kristinn — Gísli 246 BR Viðar — Pétur 239 BR B-riðill stig Kristján — Ólafur 270 BR Ingveldur — Kristinn 256 VB Ólafur — Friðjón 224 BR Guðmundur — Kolbrún 224 BR Þórarinn — Ragnar 221 BR Laugardaginn 4. apríl var spil- uð sveitakeppni 8 sveitir frá hvorum aðila. Til þessarar keppni var gefinn mjög fallegur farandbikar. Gefandi var Krist- inn Guðbrandsson og færum við honum okkar bestu þakkir. lIrslit:(Kestirnir taldir á undan) 1. borð Birgir — Ragnar 0—20 2. borð Hafliði — Sigurður Kr. 0—20 3. borð Heiðar — Sigurður ís 0—20 4. borð Páll — ólafur 19— 1 5. borö Jóhann — Vikar 0—20 6. borð Sveinn — Viðar 0—20 7. borð ólafur — Kristinn 0—20 8. borð Ágúst — Ágústa 0—20 Barðstrendingaféiagið í Reykjavík sigraði með nokkrum yfirburðum og mun því varð- veita hinn fagra bikar til næsta árs. Laugardagskvöldið var spilað- ur tvímenningur í tveim 16 para riðlum: Úrslit: A-riðill: stig Ingveldur — Kristján 267 VB Ragnar — Eggert 258 Br Viðar — Pétur 250 Br Kristinn — Gísli 247 BR Kristinn — Ragnheiður 227 VB B-riðill stig Gunnlaugur — Viggó 254 BR Heba - Páll 237 VB Þórir — Sigríður 236 BR Kristján — Ólafur 234 BR Ólafur — Friðjón 227 BR Sunnudaginn 5. apríl var spil- urum boðið til hádegisverðar og verðlaun voru afhent. Við hjá Bridgedeild Barðstr- endingafélagsins í Reykjavík þökkum Patreksfirðingum og Tálknfirðingum kærlega fyrir komuna. Mánudaginn 6. apríl hófst (3 kvölda) Barometerkeppni, 24 pör. Staðan eftir 8 umferðir: stig Helgi — Gunnlaugur 102 Hróðmar — Haukur 67 Sigurður — Hermann 60 Vikar — Hörður 47 Magnús — Þorsteinn 46 Bridgefélag Breiðholts Staðan í aðalsveitakeppninni er þessi þegar þrjár umferðir eru eftir: Bræðurnir Tryggvason 96 Ragna Ólafsdóttir 90 Baldur Bjartmarsson 79 Kjartan Kristófersson 75 Guðbjörg Jónsdóttir 70 Á þriðjudag verða spilaðar tvær umferðir. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin kl. 19.30 stundvís- lega. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar Löggiltur skjalaþýðandi danska. Bodil Sahn, Lækjargötu 10, sfmi 10245. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö, og dómt. Hatn- arstræti 11 — 14824. Freyjugötu 27 — 12105. Sandgerði Til sölu 3ja herb. íbúö í fjölbýli í góöu ástandi. Fæst á hagstæö- um kjörum ef samið er strax. Garöur Til sölu timbureiningahús frá Húseiningum Siglufiröi. Afhend- ist uppsett í maí '81. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57. sími 3868. Keflavík Til sölu 2ja herb. íbúö í þríbýli. Verö 150 þús. Möguleiki á aö taka bíl uppí sem útborgun. Eignamiölun Suöurnesja. Hafnargötu 57, sími 3868. Peningaskápur Vil kaupa nokkuö stóran pen- ingaskáp. Sími 37320. tilkynningar• Kvennadeild Rauöa kross íslands Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa til starfa fyrir deiidina. Uppl. í símum 34703, 37951 og 14909. húsnæöi i boöi íbúð til leigu Glæsileg 4ra herb. íbúö á bezta staö í vesturbænum (Birkimel) til leigu frá og meö 1. maí. Tilboð sendist Mbl. merkt: Birki- melur — 9815“, fyrir 25. aprí). Dyrasímaþjónustan sími 43517 Uppsetning og viðgeröir. □ Hamar 59814147 — Frl. □ Edda 59814147 — 1 Frl. Fíladelfía „Friöarverk Drottins" almennur Biblíulestur kl. 20.30. Ræöu- maöur Einar J. Gíslason. ■GEOVERNDARFÉLAG ISLANDSB Krossinn Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 8.30 aö Auðbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. • 1 J ÚTIVISTARFEROIR Páskaferöir Snæfellsnes Göngur vió allra hæfi um fjöll og strönd. Gist á Lýsuhóli, sund- laug. Fararstj. Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson o.fl. Fimmvöröuháls gengið upp frá Skógum, gönguskíóaferö. Fararstj. Styrkár Sveinbjarnar- son. Einnig einsdagsferö aó Skógum og Heklurótum. Far- seölar á skrifstofunni, Lækjarg. 6 A, sími 14606. útjvjs, Hjálpræðisherinn Páskamótió 1981 Skírdagur kl. 20 bæn. Kl. 20.30 Getsemanesamkoma. Föstudagurinn langi kl. 20 bæn. Kl. 20.30 Golgatasamkoma. Páskadagur kl. 8 f.h. lofgjöröar- samkoma. Kl. 20 bæn Kl. 20.30 háttöarsamkoma. Hermanna- vígsla major Inger og Einar Höyland syngja og tala á sam- komunum. Deilfarforingjar kapt. Anna og Daniel Óskarsson og fl. mótsgestir taka þátt. Allir hjart- aniegar velkomnir. KFUM Amtmannsstíg 2 B Aðaldeildarfundur er í kvöld kl. 20.30. Kvöldvaka í dimbilviku Lilja Kristjánsd. og fleiri. Allar konur velkomnar. Nefndin. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Ferðir um páskana 16.—20. apríl: 1. kl. 07 Landmannalaugar — skiöagönguferö (5 dagar). 2. kl. 08 Þórsmörk (5 dagar). 3. kl. 08 Snæfellsnes (5 dagar). 4 kl. 08 Hlööuvellir (5 dagar). 5. kl. 08 18.—20. apríl Þórsmörk (3 dagar). Feröafólk athugiö, aö Feröafé- lagió notar sjálft sæluhúsin í Landmannalaugum og Þórs- mörk um páskana. Feröafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.