Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 14.04.1981, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 36 Minning: Aslaug Ingibjörg Ásgeirsdóttir Fædd 25. október 1920 Dáin 6. apríl 1981 „Hér eru ljós heimsins, borg sem stendur á fjalli fær ekki dulist." Þessi vers úr Mattheusar- guðspjalli, 5. k., 14. v. komu í huga minn, þegar ég frétti, að systir mín, Aslaug, væri komin yfir móðuna miklu, því það var ekki nóg að hún væri skærasta ljósið mitt í mannlegum viðskiptum, heldur vil ég fullyrða, að það hafi lýst af mildi hennar til allra sem henni kynntust. En hvað snertir, sem í versinu stendur, borg sem fær ekki dulist og stendur á fjalli, það má enginn taka það svo, að Áslaug hafi verið að hreykja sér, heldur í hógværð hennar gat hún ekki dulið það ljós, sem frá henni skein, enda ekki viljað það, því hún vildi allra vanda leysa og í þeim efnum vissi ekki vinstri hendi hvað sú hægri gerði. Áslaug gaf mér svo mikið, brottgengnum bróður sínum. Hún gaf mér alltaf af nægtabrunni sínum það fagra og góða sem lífið hefði mér uppá að bjóða með guðs handleiðslu, án þess að vera með ávítur um lifnaðarhætti mína. Hún var aldrei eins og svo margir aðrir, þetta áttu að gera og svona áttu að vera. Þegar ég hugsa til baka um heilræði hennar, þá koma helst í huga minn orð Krists, sem hvergi segir í heilagri ritningu, þú átt að gera þetta eða hitt, er hann læknar sjúka. Þá voru og eru orð hans: viltu verða heill? Það var leiðarvísir systur minnar í öllu hennar lífi er hún tók að sér þann vanda að leiðbeina öðrum. Árið 1943 varð Áslaug fyrir því láni að giftast Gísla Engilberts- syni og er ég viss um, að þar stigu þau sín mestu hamingjuspor í lífi sínu, fegurra hjónabandi hefi ég vart kynnst. Lífið var erfitt hjá þeim til að byrja með, enginn dans á rósum, en kærleikur þeirra í milli sigraði alla erfiðleika. Þeim varð þriggja barna auðið: Ingi- björgu, gift hér í borg, Hafdísar og Gísla, sem er þeirra yngstur. Og þau áttu, svo er guði fyrir að þakka, barnaláni að fagna. Mann sinn missti Aslaug fyrir nokkrum árum. Ekki má ég skilja svo við þessi fátæklegu kveðjuorð, að ég minnist ekki fósturmóður hennar. Á barnsaldri missti Ás- laug móður sína, systkinin voru mörg og tvístruðust. Þá var það, að henni var komið fyrir í Hafnar- firði og lenti þá hjá þeirri ágæt- iskonu, Ingibjörgu Ófeigsdóttur, sem gekk henni, i orðsins fyllstu merkingu, í móðurstað. Sú ástúð og umhyggja varð Áslaugu að mesta og besta veganesti sem henni gat hlotnast út í lífið. Ingibjörg Ófeigsdóttir var sá persónuleiki, að ég reyni ekki að lýsa henni frekar, til þess á ég ekki nógu sterk orð, en drottinn blessi minningu hennar. Það væri svo margt hægt að skrifa um Áslaugu, en það er von mín og trú, að það geri mér færari menn, því að hún var vinamörg. Þetta er aðeins fátækleg tilraun til þess að kveðja þessa systur mína, því mér er það þungur harmur í hug, að penninn er stirður í hendi minni, þó svo að mér sé huggun í harmi, að nú hefur guð tekið frá þessari lífs- glöðu konu þjáningar hennar og tekið hana til sín, þangað sem er trú mín að þjáning þekkist ei. Börnum hennar og ástvinum bið ég guðs blessunar og sendi þeim hluttekningu mína og bæti við þessum ljóðlínum úr „Hörpu- strengjum"; gæti það verið þeim huggun í harmi. „Aldrel Jesú elska kólnar allt hún vermlr likt og xól. Mikil er hans miskunnseml mér hann veitir frlð og skjól, og hji honum hef ég fundlð himlnperlu sannleikans. Uf og gleði. Ijós og frelsi, lofað veri nafnið hans." Að endingu: fari systir mín í friði og ég þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig. Drottinn blessi minningu henn- Ásgeir H.P. Hraundal Hinn 6. apríl sl. andaðist á Landspítalanum Áslaug I. Ás- geirsdóttir. Hún var fædd 27. september 1920, að Baldurshaga, Kirkjuhvammshreppi. Barn að aldri fluttist hún ásamt ungum systkinum suður til Hafnarfjarð- ar. Móðirin var helsjúk. Áslaug var svo lánsöm að hljóta verustað hjá heiðurskonu, Ingibjörgu Ófeigsdóttur, sem þá var orðin ekkja. Á hennar fallega heimili, Lækjarhvammi í Hafnarfirði, óist Áslaug upp. Hún var góðum gáf- um gædd. Allt lék í höndum hennar, enda féll henni aldrei verk úr hendi. Óbugandi viljastyrkur og sérstök ábyrgðartilfinning mótuðu allt hennar líf. Óhrædd gekk hún móti hverjum vanda, óspör að axla ábyrgð annarra, ef því var að skipta. 7. okt. 1944 giftist Áslaug Gísla Ingibergssyni, löggiltum rafverk- taka. Þau stofnuðu heimili að Hverfisgötu 99 og byggðu síðan húsið númer tvö við Langagerði. Þar dvaldist Ingibjörg, fóstra Ás- laugar, hjá þeim, þar til hún lést. Síðustu árin var hún rúmliggjandi sjúklingur. Verður mér minnis- stætt, hversu vel henni leið þar og hversu vel var um hana hugsað. Heimilið að Langagerði 2 er í mínum augum sérstök veröld, einskonar vin í þeim heimi upp- lausnar og eyðileggingar, sem við okkur blasir nú hvarvetna. Slíkt heimili er ekki reistá einum degi. Það er árangur þrotlausrar vinnu, samstilltra handa og uppbyggj- andi hugarfars. Ég er ekki aðeins að tala um húsið sjálft og þess fögru innanstokksmuni, heldur þann anda og þá hamingju, sem þar hefur ætíð náð að blómstra. Áslaug og Gísli eignuðust þrjú börn. Elst er Ingibjörg Sigríður, gift Sveinbirni Óskarssyni við- skiptafræðingi og eiga þau fjögur börn. Næst er Hafdís og yngstur Gísli Þór. Bera þau heimilinu gleggst vitni, hvert öðru glæsi- legra. Hef ég verið svo heppin að njóta vináttu dætranna beggja. Gæti ég ekki kosið mér betri vini. 23. okt. 1974 lést Gísli Ingi- bergsson mjög sviplega. Það var nístingsköld frétt, sem barst okkur þann haustmorgun. Við stóðum sem lömuð og vildum ekki trúa. En dauðinn spyr ekki um aldur. Dauðinn spyr ekki um neitt. Nú hefir hann enn kvatt dyra og enn er það jafn ótrúlegt og erfitt að sætta sig við hann. Það er að vísu ár síðan Áslaug veiktist, en hún lét ekki bugast fremur venju. Um tíma virtist kjarkur hennar og óbilandi andlegt þrek hafa sigrað sjúkdóminn. En hér þurfti meira til. Áslaugar er sárt saknað. Við lyftum ekki framar símtólinu til að fá hreinskilið álit hennar á vandamálum hversdagsins. Hún kemur ekki framar á vettvang grannvaxin og létt í spori. Börnum hennar þrem, tengdasyni og ynd- islegu litlu dótturbðrnunum vott- um við, fjölskylda mín, dýpstu samúð. Megi sá kjarkur, heiðar- leiki og kærleikur, sem einkenndi líf Áslaugar Ásgeirsdóttur, verða þeim leiðarljós um ókomna daga. Helga Friðfinnsdóttir. Áslaug Ásgeirsdóttir réðst sem baðvörður að Fossvogsskóla haustið 1976 þegar leikfimishúsið var tekið þar í notkun. Mér er vel í minni þegar þessi prúða og hóg- væra kona kom til að skoða vinnustað sinn og ræða um starf sitt. Hún bar með sér sérstaklega alúðlegt viðmót drengskapar og hreinlyndis. Hún reyndist líka mjög farsæl í starfi og enda samviskusemin nær einstök. Baðvarsla er starf sem snertir alla nemendur skólans. Það er því mikils um vert að sá sem því starfi gegnir sé lipur í umgengni og beiti aðhaldi með lagni. Þetta gerði Áslaug með þeim hætti að hún var dáð bæði af nemendum og starfs- fólki. Umgengni hennar var öll þannig að fáir vissu af fyrr en öll verk höfðu verið unnin og aldrei óánægjuorð yfir neinu. Lífsgleði hennar var mikil og ég held það hefði ekki skipt máli hvaða störf- um hún hefði gegnt, þau hefðu öll verið jafn vel af hendi leyst. Hún mældi ekki tíma sinn í mínútum en alitaf tilbúin að veita liðsinni sitt. Hag skólans bar hún fyrir brjósti og var mikið í mun að skólinn og starfsfólk hans fengi gott orð. Skólanum er því mikil eftirsjá í því þegar hún nú hverfur af starfsvettvangi. Skólanum er það ómetanlegt að hún skyldi ráðast til þessa starfs og móta það viðhorf og þann anda til starfsins sem henni var lagið. Það er hverri stofnun mikils virði að hafa starfsmenn sem rækja starf sitt svona vel og smita umhverfi sitt af starfsgleði og áhuga. Það leið öllum vel í kringum hana og hún var svo laus við að hlífa sér í nokkru verki að stundum var um of. Áslaug átti ákaflega vistlegt heimili. En þannig var einnig samastaður hennar í skólanum. Baðvarðarherbergið var eins og hluti áf heimilinu, prýtt með saumaskap hennar sjálfrar og öðrum persónulegum hlutum. Árið 1944 giftist Áslaug Gísla Ingibergssyni. Þau eignuðust þrjú börn. Árið 1974 varð hún fyrir því mikla áfalli að missa Gísla. Ég veit að það hefur verið henni þungbært en kunnugir hafa sagt mér að þá hafi það komið vel í ljós hversu miklum styrk þessi hóg- væra látlausa kona bjó yfir. Hún hélt áfram heimili með börnum sínum í mikilli ástúð og vináttu. Að þeim er nú kveðinn mikill harmur. En það er huggun harmi gegn að þessi elskulega kona skilur eingöngu eftir ljúfar minn- ingar. Nokkur aðdragandi var að því að Áslaug kveddi þennan heim. Hún vissi fyrir alllöngu að hverju dró. Hún tók því með æðruleysi í trú á Guð sinn og þann heim sem við tekur. Hún kvaddi þetta líf með þakklæti til allra, enda var hún þeirrar gerðar sem meir er í mun að gefa en þiggja. Um leið og ég þakka góð kynni og prýðileg störf flyt ég börnum, tengdasyni og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur fyrir hönd starfsfólks Fossvogsskóla. Kári Arnórsson. Með þessum fátæklegu orðum í minningu Áslaugar í. Ásgeirsdótt- Gunnar Ólafsson — Minningarord Kveðja frá Menntaskólanum i Reykjavík. Gunnar Ólafsson, sem kvaddur var hinztu kveðju í Fossvogskap- ellu í gærmorgun, var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, ljúfur piltur og vammlaus. Það má kannski segja, að miðað við slysa- og dánartölu þjóðfélags- ins í heild sé eðlilegt, að svo stórt samfélag sem Menntaskólinn sjái á bak einhverjum sinna manna á hverju ári, en vissulega er það þó hörmulegra en margt annað, þar sem langsamlegur meirihluti þess samfélags er ungt fólk, sem ekki hefur haft tíma til að uppfylla þær vonir, sem við það eru bundn- ar. Gunnar var vel látinn af nem- endum og kennurum og söknuður ríkir meðal þeirra. Fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík sendi ég foreldrum hans og systkinum einlægar samúðarkveðjur og vona, að þeim megi verða nokkur hugg- un í því, að góðs drengs er gott að minnast. Guðni Guðmundsson Gunnar Ólafsson fæddist 16. júlí 1961, sonur Ólafs Gunnarsson- ar bílstjóra frá Reykjavík, Gunn- ars Valgeirssonar og Jónu Skafta- dóttur í föðurætt og Guðríðar Jónsdóttur húsmóður frá Gjögri, Jóns Magnússonar og Bjarnveigar Friðriksdóttur í móðurætt. Gunn- ar lést af slysförum þann 5. apríl 1981. Frá Gunnari stafaði alla tíð mikil orka og athafnasemi. Hann stundaði íþróttir af miklum krafti frá barnæsku og fyrir sjö árum fór hann að snúa sér meðal annars að hestamennsku. Fórst hún hon- um með eindæmum vel úr hendi. Þeir unnu saman til margra verð- launapeninga til minningar um samskipti manns og hests. Gunnar hafði alla tíð verið góður námsmaður og átt létt með bókina. Menntaskólinn í Reykja- vík verður að horfa á eftir einum besta námsmanni sínum, en Gunnar var í eðlisfræði 1 sem horfði til góðs árangurs í Raunvís- indadeild Háskólans. Fundum okkar Gunnars bar fyrst saman 1972 er ég varð hluti af hans fjölskyldu og hef ég haft tækifæri til að sjá Gunnar vaxa frá því að vera ellefu ára gamall drengur upp í það að verða ungur maður með það sjálfsöryggi og þá ábyrgðartilfinningu sem einkenn- ir unga og gamla, sem vita að þeir hafa brotið sig frá fjöldanum og hyggja á eitthvað meira en flestir gera á ævinni. Gunnar var ljós yfirlitum, há- vaxinn, gjörvilegur og fríður sýn- um. Hann hafði jákvæð áhrif og viðhorf til alls sem í kringum hann var á þeim stutta tíma, sem hann hafði til að sanna ágæti sitt. Sagt er að Guð taki þá fyrst sem hann elski mest, og vandleitað var að eins góðu og björtu mannsefni og Gunnari Ólafssyni. Ég horfi harmi sleginn á eftir Gunnari, en hugga mig við þá vissu mína, að eitthvert hlutverk hafi honum verið fengið í hendur stærra og veigameira á öðrum stað, úr því hann hefur lokið hlutverki sínu á þessum verustað. Ég veit ekki hversu langt verður þangað til okkar fundum ber saman á ný, en veit að einhvern tíma munum við hittast aftur. Slíkt er lögmál lífsins. Mágur og vinur, Tryggvi Pétursson. Vinur okkar Gunnar Ólafsson er látinn. Gunni fæddist 16. júlí 1961, og var hann einkasonur hjónanna Guðríðar Jónsdóttur og Ólafs Gunnarssonar og bjó á heimili þeirra að Hraunbæ 13 fram á dánardag. Flestir höfum við þekkt hann frá unga aldri, sumir okkar gengu með honum í gegnum barna- og gagnfræðanám í Árbæjarskóla. Að loknu skyldunámi hóf Gunnar nám við Menntaskólann í Reykja- vík og hafði stundað þar nám í tæp 3 ár þegar*hinn hörmulegi atburður átti sér stað. Við sem höfum verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja hann í gegnum tíðina erum harmi slegnir yfir því að svo fjör- og hæfileikamiklum einstaklingi skuli ekki auðnast að vinna við sjáandi hlið okkar öllu lengur. Hver á að fylla hið gapandi tóm sem eftir Gunna stendur? Það gerir enginn, enginn er þess megn- ugur. Þegar fréttin um örlög hans barst var sem við færum úr einni tilveru í aðra, leifturhratt, og við stóðum frammi fyrir ógnvekjandi staðreynd sem við trúðum ekki og enn í dag þegar þetta er ritað erum við vantrúaðir. Nei, úr þvílíkum hamförum megna hugir okkar ekki að vinna. Við biðjum Gunnari allra heilla og óskum að hvert sem hönd örlaganna hefur borið hann, megi hann dvelja sæll og í sátt við sjálfan sig. Við vottum foreldrum og systr- um Gunnars okkar dýpstu og innilegustu samúð. Minning hans lifir svo lengi sem við lifum. Vinir. Er ég tek mér nú penna í hönd til að hripa fáeinar línur í kveðju- skyni til frænda míns og vinar, Gunnars, er sem vitundin vakni fyrst til fulls um það, sem orðið er, að við eigum ekki eftir að hittast aftur í þessu lífi. Óskiljanleg voru þau myrku tíðindi fyrst, að slys hefði hent hann og hann væri allur, honum verið svipt burt án fyrirvara. En þannig bera slysin að og enginn veit hver næstur hremmist. En ekki mildar það sár okkar, sem söknum hans og treg- um. Við horfum aðeins við því sem orðið er i barnsins spurn sem við völdum ekki. En þó geymum við innst í hjarta orð hans er á krossi leið, geymum vitundina um, hvernig kærleikur Guðs sigraði þar myrkrið og dauðann, og sálmaversið forna svarar spurn- ingum okkar og bendir okkur til alls ljóss og lífs: „Á hrndur íel þú honum. sem htmna stýrir hora, það allt er ittu I vonum og allt. er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið ok bugaö storma her. hann fótstig getur fundið. sem faert só handa þér.“ (SAImab. nr. 38) Guðs hönd mildar ávallt og bætir allt, sem henni er falið, og við felum henni að blessa og geyma drenginn góða, Gunna, og einnig að styðja og styrkja móður hans og föður, systur og alla hans ættingja í þessum þungu sporum. Náð Guðs bregst ekki. Hún er ný á hverjum morgni, og hún mun einnig birtast okkur í minningun- um um allt það sem hugur Gunna og hjarta átti, minningu foreldra, ástvina og félaga um hvernig hann var sem bróðir og vinur, sonur og félagi, um prúðmennskuna og hljóða en hýra fasið og hve allar stundirnar sem við fengum að njóta með honum voru glaðar og góðar. Þær verða aldrei fullþakk- aðar, né heldur allt það sem sýndi svo berlega hvílíkur efnismaður hann var til sálar og líkama. Það þökkum við allt og felum góðum Guði barnið hans og allt og alla, sem hann unni. Jónas, Ester og Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.