Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JRvrijnnliUÍtib Síminn á afgreióslunni er 83033 JH«r0unblflbi» ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Samkomulag um undantekningartilvik frá nýju vinnuverndarlögunum: Lengja má vinnutíma í 16 klukkustundir í sérstökum tilvikum ItráAahirKAasamkomulag heí- ur tekist milli Vinnuvcitenda- samhands íslands ok AJþýðu- samhands íslands um fram- kva'md á hvíldartímaákvæðum nýju vinnuverndarlatfanna frá áramótum. SamkomulaKÍð felur í sér heimild til að lcngja vinnu- tímann í 16 tíma og hafa hvild í 8 tíma. 10 tíma hvíld verður þó meKÍnreKlan. en löjíin gerðu ráð fyrir 14 stunda hámarksvinnu á sólarhrinK. Vinnuverndarlögin sem gengu í gildi um áramót gera ráð fyrir 14 stunda vinnu sem hámarksvinnu á hverjum sólarhring. Lögin heimila þó ákveðin undantekningartilvik sem aðilar vinnumarkaðarins eiga að semja um. Umraeður hafa farið fram síðustu vikur milli ASÍ og VSI og sl. föstudag var skrifað undir slíkt samkomulag með fyrir- vara. Það heimilar ýmis konar undanþágur til að mynda í sam- bandi við fiskvinnslu, steypu- vinnu, hafnarvinnu og vinnu sem til fellur vegna ófyrirséðra at- burða vegna vélabilana o.fl. Þá er einnig samkomulag um fram- kvæmd á töku vikulegs frídags. Þrátt fyrir áðurnefndar heimildir verður 10 tíma hvíld þó megin- reglan, ef hægt verður að koma henni við. Samkomulagið er háð samþykki aðildarfélaga ASÍ og VSÍ. Eyjar: Þýfið þakti dómsalinn UPPVÍST hefur orðið um stór- felldan þjófnað í Eyjum Stolið var miklu magni verkfæra og ýmissa hluta. svo sem fatnaði og heimilistækjum. en þjófurinn sem hefur verið handtekinn faldi þýfið uppi á lofti i húsi, sem hann hefur búið i síðan hann flutti til Eyja fyrir fáum árum. Mun maðurinn hafa stolið hlut- unum á sl. tveimur árum og svo mikið var magnið að dómssalur- inn í Eyjurn var hlaðinn þýfinu þegar búið var að flytja það þangað. Mikill hluti af þýfinu eru verk- færi allskonar, rafmagnsverkfæri og önnur sem maðurinn hefur stolið á vinnustöðum ýmsum, í Skipaviðgerðum hf. og úr bátum. Einnig úr heimahúsum, en það sem kom lögreglunni á sporið var stuldur á fatnaði úr einum Eyja- bátnum, þar sem maðurinn hafði verið einn að vinna. Páskahrota í Eyjum: Allt að 800 tonn á land á dag LANDBURÐUR af fiski hefur verið í Eyjum að undanförnu og hefur annar eins afli ekki bor- ist á land þar á jafn stuttum tíma síðan upp úr 1960 þegar dagsaflinn var allt frá 1000— 2000 tonn á dag í páskahrotun- um. Mestur afli á einum degi í Vestmannaeyjum var í páska- hrotunni 1958 þegar 2359 tonn af fiski bárust á land og fylla varð mörg tún með þorski. Nú eru hins vegar talsvert færri bátar að veiðum, og þá var aflinn nokkurra nátta. í fyrsta skipti um langt árabil hefur dagsaflinn ekki komist inn í hin stóru fiskvinnsluhús í Eyjum og hefur orðið að setja fisk á plön utan dyra um stund, en unnið er að segja má nótt sem nýtan dag við verkun aflans og hafa margir hlaupið undir bagga sem að öðru jöfnu vinna ekki í fiski. Hefur verið all líflegt í öllum fiskverkunarhúsunum í Eyjum að undanförnu og rífandi stemmning eins og alltaf þegar vel fiskast. Þá hleypur fídons- andi í mannskapinn og menn leggjast á eitt við að bjarga verðmætunum, gera það sem þarf að gera. Mesti aflinn að undanförnu hjá bát í einni löndun hefur verið 75 tonn, en þar var um tveggja nátta fisk að ræða. Aflinn eftir eina nótt hefur verið upp í tæplega 50 tonn og bátar af öllum stærðum hafa rótfiskað. Dagsaflinn hefur verið mestur um 800 tonn á dag í Eyjum að undanförnu, en um páskana skellur á þorskveiðibann. Einn af smærri Eyjabátunum, Helga Jó.. kemur til hafnar með fullfermi, um 10 tonn, enda skeiðin drekkhlaðin og svo hefur verið nokkra daga. i.jósmynd Mbi. SiKunreir. Flugstöðvarbyggingin felld á jöfnum atkvæðum: Eggert Haukdal greiddi atkvæði með tillögunni Jóhann Einvarðsson á móti Flugleiðir taka DC-8 þotu á leigu frá SAS FI.UGLEIÐIR hafa tckið DC-8-þotu á leigu frá skandina- víska flugfélaginu SAS og fór hún inn I áætlun i gærmorgun, að sogn Sveins Sæmundssonar, hlaðafulltrúa Flugleiða. Sveinn sagði að vélin myndi fljúga á Norður-Atlantshafsleið- um félagsins, þ.e. milli Luxem- borgar og New York og Chicago og svo milli Luxemborgar og Nassau á Bahamaeyjum. Sveinn sagði ennfremur að vélin yrði í leigu hjá félaginu fram til haustsins. Breytingartillaga sem fól í sér fyrirma-li til ríkisstjórnar- innar um allt að 5 milljóna króna lántöku, til greiðslu byrj- unarkostnaðar við byggingu nýrrar flugstoðvar á Keflavík- urflugvelli, var felld að við- hofðu nafnakalli með 18 atkvæð- um gegn 18 i neðri deild Alþing- is í gær. Tillagan var flutt af Matthiasi Bjarnasyni, Matthíasi Á. Mathiesen, Alberti Guð- mundssyni og Sighvati Björg- vinssyni. Mcð tillögunni greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þar á meðaí Eggert Ilaukdal, en gegn tillög- unni allir viðstaddir þingmenn Alþýðubandalags, allir við- staddir þingmenn Framsóknar- flokks, þar á meðal Jóhann Einvarðsson, ásamt ráðherrun- um Friðjóni Þórðarsyni og Pálma Jónssyni. Fjórir þing- menn voru fjarverandi, tveir stjórnarliðar og tveir stjórnar- andstæðingar þann veg að fjar- vistir jöfnuðust út. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gerði grein fyrir atkvæði sínu efnislega á þessa leið: Með því að hér er um brýna og þjóðnauðsynlega fram- kvæmd að ræða, allar áætlanir, teikningar og útboðsskilmálar fyrir hendi, öllum undirbúningi fulllokið, og frestun ákvörðunar stefnir samkomulagi við Banda- ríkjamenn um kostnaðarþáttöku og fyrirkomulag flugstöðvarbygg- ingarinnar í tvísýnu um næstu framtíð — segi ég já. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði efnislega að aðalfundur mið- stjórnar Framsóknarflokksins hefði lýst yfir fylgi við byggingu flugstöðvarinnar sem forsendu þess að skilja megi að varnarliðs- starf og almenna flugumferð. Hinsvegar hefði þingflokkur Framsóknarmanna samþykkt að ekki skuli hefjast handa um fram- kvæmdir nema samþykki allra aðila í ríkisstjórn komi til, en Framsóknarflokkurinn muni beita sér fyrir samkomulagi í ríkis- stjórninni um þetta efni. Þing- menn Framsóknarflokks segðu nei við þessari tillögu. Jón Baldvin Hannibalsson vitn- aði til samþykktar miðstjórnar Framsóknarflokksins og rök- stuðnings utanríkisráðherra í efri deild og sagði já við tillögunni. Eggert Haukdal (S) sagði efnis- lega að ný flugstöð hefði fyrir löngu átt að vera risin á Keflavík- urflugvelli. Vel má vera að flug- stöðin væri enn of stór miðað við núverandi flugmarkaðsaðstæður — og kostnaðarhluti Bandaríkja- manna mætti gjarnan vera meiri, til að ná fram aðskilnaði almennr- ar flugumferðar og varnarliðs- starfs. Eg segi já við tillögunni, sagði Eggert. Sjá nánar á þingsiðu Mbl. í dag. Vorstemmning í miðbænum Ljosm. ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.