Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981
9
Pétur Pétursson þulur
„Herforingjastjórnin
þurfti ekki að ráðfæra sig
við óbreytta liðsmenn44
Á hátíðis- og baráttudegi al-
þýðu er ástæða til þess að horfa
um öxl og hyggja að stöðu launa-
fólks. Svo mun gert á þessum degi.
Opinberir starfsmenn eiga margs
að minnast frá liðnu ári. Hætt er
við að upprifjun frá samningaþófi
þeirra verði seint skráð í afreka-
skrá.
Oddviti samtakanna, Kristján
Thorlacius, ritar forystugrein í
tímarit BSRB, Ásgarð, marzhefti.
Grein sína kallar hann: „Draum-
órar duga skammt". Sé rakið efni
greinarinnar veður það samfelld
hrakfallasaga í samningum
bandalagsins. Formaðurinn finn-
ur að samtökin hafa brugðist í
varðgæzlu sinni og viðurkennir
stórfellda kjaraskerðingu á liðnu
ári, og raunar allt frá samnings-
gerð 1977. í grein sinni freistar
hann þess að telja félagsmönnum
trú um að forystumenn banda-
lagsins séu raunsæismenn, er ekki
hafi átt annars úrkostar en sætta
sig við skert kjör. Tal hans um
draumóra mun eiga við þá er
gagnrýnt hafa framferði forystu-
manna og krafist varðstöðu á
vettvangi kjaramála.
Hyggjum nú að fortíðinni.
I upphafi samningaviðræðna
lagði stjórn BSRB fram kröfur um
allt að 60% launahækkun félags-
manna. Forystumenn kölluðu
saman fundi og kynntu kröfurnar.
Það kölluðu þeir „vandaða kröfu-
gerð“. Fullyrtu að ekki væri stætt
á að sætta sig við minna ef
samræmi ætti að nást í sívaxandi
dýrtíð. Meðan á samningaþófi stóð
fæddi fíllinn í Hagenbecksdýra-
garðinum í Hamborg afkvæmi.
Það hafði komið undir við upphaf
samningsgerðar.
Að liðnum samningaþrætum er
stóðu á annað ár féllust forystu-
menn á slíkar smánarbætur að
naumast tekur að festa þá upphæð
á blað.
Svo sem jafnan, er þeir forystu-
menn undirrita samning, var nú
lögð áherzla á að keyra samþykkt
hans í gegn, hvað sem leið gagn-
rýni á niðurstöður. Lögð var rík
áherzla á lausn lífeýrismála er
veitir sextugum ríkisstarfs-
mönnum rétt til þess að hverfa frá
störfum, en dansa fingrapolka og
klappenaði á Hallveigarstöðum og
spila kasínu og hjónasæng að
auki, en eigra svo í erindisleysu
(ekki með dugnaðarfasi eins og í
vinnunni) og mæla götur borgar-
innar án nokkurs tilgangs. And-
stæðingar samninganna lögðu
hinsvegar áherzlu á lífvænleg laun
fyrir unnin störf.
Sér til fulltingis í áróðri fyrir
samningsuppkasti var nú enn teflt
fram hagfræðingi og fram-
kvæmdastjóra, auk minni spá-
manna úr Opinberunarbókinni.
Þeir félagar, sem gengið höfðu
með reidda hnefa á dögum fyrri
ríkisstjórnar reyndust nú ófáan-
legir til þess að taka hendina úr
buxnavasanum til andófs og mót-
mæla er ríkisstjórnin skerti kjör
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTAHF
alþýðu með bráðabirgðalögum á
gamlársdag. Þeim herrum varð
tíðrætt um samráð. Samráðið var
nú ekki meira en það að ráðherrar
létu kalla forvígismenn launa-
mannasamtaka á sinn fund í
Stjórnarráðinu. Þar var þeim les-
inn textinn líkt og þegar fógeti
þylur sakborningi dómsúrskurð. I
marsblaði Ásgarðs gumar stjórn
BSRB af því að Haraldur Stein-
þórsson hafi verið valinn í sam-
ráðsnefnd og honum til aðstoðar
sé Björn Arnórsson hagfræðingur.
„Meira samráð" er fyrirsögn
þeirrar fregnar. Sér er nú hvert
samráðið.
Nú standa enn fyrir dyrum
nýjar ráðstafanir. Ríkisstjórnin
leggur fram tillögur í efnahags-
málum fyrir 1. maí. Þá bregður
svo við að Haraldur er hvergi
kvaddur til samráðs. Þess þarf
heldur ekki. Stjórnarherrarnir ha-
fa þá reynslu af forystu BSRB.
Þar er á vísan að róa í stuðningi
við hverskyns kjaraskerðingu ef
réttir aðilar sitja í ríkisstjórn.
Rétt þykir að minna á undir-
skriftasöfnun er efnt var til í hópi
opinberra starfsmanna. Þar var
borin fram sú ósk að efnt yrði til
atkvæðagreiðslu um nýjan samn-
ing er BSRB gerði við ríkisstjórn-
ina og kvað á um margra mánaða
framlengingu. Með því var horfið
frá einu helsta trompi er forystan
taldi sig hafa á hendinni, hið
stutta samningstímabil. Á það
MtDBORG
(asteignasalan i Nyja biohusinu Reykjavik
Simar 25590,21682
Jón Rafnar sölustj.,
heima 52844.
Uppl. í dag hjó sölustjóra, Jóni
Rafnari, í síma 52844, kl. 11 fil
3.
Rauðalækur
3ja herb. ca. 90 fm íbúð á
neðstu hæö í þríbýlishúsi. Sér
inngangur. Sér hiti. Verð 440
þús., útb. 330 þús.
Laufvangur —
Hafnarfirði
3ja herb. ca. 97 fm íbúð í
fjölbýlishúsi. Sér þvottahús og
geymsla inn af þvottahúsi. Stór-
ar suðursvalir. Vönduð eign.
Verð 440—450 þús., útb. 340
þús.
Vitastígur — Hf.
3ja herb. ca. 70 fm risíbúö í
þríbýlishúsi. Afhending 15. maí.
Verð 350 þús., útb. 260 þús.
Hólmavík
Einbýlishús ca. 140 fm auk
bílskúrs sem er 40 fm. Húsiö er
byggt úr timbureiningum árið
1979. Aö mestu fullfrágengiö.
Verö 470—480 þús., útþ. til-
boð.
Skútuhraun —
Iðnaðarhúsnæði
240 fm, selst fokhelt. Góð
lofthæö. Verð tilboð
Guðmundur Þórðarson hdl.
höfðu þeir lagt ríka áherzlu í
áróðri sínum fyrir samþykkt
samningsins. Ekki virti forystan
forgöngumenn undirskrifta viðlits
og var ófáanleg til nokkurra
viðræðna. Engin kynning fór fram
á viðhorfi almennra félaga með
fundahöldum. Herforingjastjórn-
in þurfti ekki að ráðfæra sig við
óbreytta liðsmenn.
í tilefni dagsins er vert að
hugleiða hverjir hafa reynst
draumóramenn í samningamálum
BSRB. Hvort cru það meiri
draumóramcnn þcir cr setja fram
kröfu um 60% launahækkun i
úpphafi samningsgcrðar cn sætta
sig við 0.27% hækkun og síðan 7%
kjaraskcrðingu. cða hinir er
kröfðust varðstöðu um gcrða
samninga og vildu mótmæla 7%
skerðingunni mcð eftirminni-
lcgum hætti, svo scm áður hafði
vcrið gcrt, þú cr önnur ríkis-
stjórn sat við völd? Svari hvcr
fyrir sig.
Á baráttudegi launamanna og
alþýðu er vert að hyggja að stöðu
samtakanna. Virkja almenna fé-
lagsmenn til þátttÖku í starfi og
umræðu á vinnustöðum. Knýja
forystumenn samtakanna til ár-
vekni og varðstöðu um lítvænleg
laun. Hverfa frá undanslætti og
undirgefni við flokkspólitíska
prinsa og pótintáta er spenna
samtökin fyrir þríeyki sitt.
Heilir til starfa.
Pctur Pétursson þulur.
Vík Mýrdal
Til sölu 2ja herb. íbúö.
Hentar vel sem sumar-
hús. Uppl. í síma 71167
Hafnarfjörður
Til sölu m.a.
Sléttahraun
3ja herb. falleg íbúð í á efstu
hæð í fjölbýlishúsi. Suður svalir.
Gott útsýni.
Laufvangur
3ja herb. falleg íbúö á efstu
hæð í fjölbýlishúsi.
Hverfisgata
Járnvarið timburhús með tveim
íbúöum. 4ra herb. íbúð á aðal-
hæð og risi og nýstandsett 2ja
herb. íbúð á jarðhæð.
Sléttahraun
3ja herb. sérhæö á neðri hæð í
tvíbýlishúsi. Allt sér.
Hringbraut
3ja — 4ra herb. rishæö í góðu
ástandi. Gott útsýni.
Árnl Gunnlaugsson. nri.
Austurgotu 10,
Hafnarfirdi, simi 50764
Espigerði
Til sölu íbúö í lyftuhúsi viö Espigeröi. íbúöin sem er á
tveimur hæöum skiptist þannig: Á efri hæö eru þrjú
svefnherbergi, baö, þvottaherbergi og sjónvarpshol.
Á neöri hæö: Stofa, boröstofa, eldhús og gestasnyrt-
ing. Góö sameign. Bein sala. Uppl. í síma 36135.
íbúð í Fossvogi
Til sölu er 100 fm glæsileg íbúð á góöum staö í
Fossvogi. Verð 580 þús. kr. Upplýsingar í síma
30848.
Hafnarfjörður
Nýkomin til sölu falleg og rúmgóö 3ja herb. íbúö á
efstu hæö í fjölbýlishúsi viö Sléttahraun. Suður svalir.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, Hafnarfiröi,
sími 50764.
Til sölu á
Eyrarbakka
Mjög gott 140 fm einbýlishús, ein hæð, 40 fm
bílskúr meö gryfju. Stór ræktuð lóö. Lítið
áhvílandi. Upplýsingar í síma 98-1243, á vinnutíma
og 99-3368 á kvöldin og um helgar.
/
Fasteignamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins hf
I7 20 20 ?5 20 20 35
■Í-I5C J-Uo lce) J-i jaj-kj U 132IJ
----- 03 --------1------ 457 —J
17 ív ;5
I«—I 50 Ul.H' U4 i-
_______ 363 _____'___
36
-5í7 -------
: 7 -------j
KAUPENDUR MÖGULEIKI:
VIÐRÁÐANLEG KJÖR
Þetta er teikning af raðhúsi um 190 fm. sem er í byggingu við
Kleifarsei. Höfum fengiö nokkur slík raðhús til sölu. Þau eru hægt
að afhenda fokheld á tímablllnu júlí — sept. 1981. Staðgreiðslu-
verð er kr. 541.500.- án steyptrar loftplötu, en kr. 566.500.- með
plötu.
Verö á endaraðhúsum kr. 13.500.- hærra.
Útb. um 50% sem greiðist á 6 til 7 mán. Eftirstöðvar til 5 ára
verðtryggðar.
Teikningar liggja frammi á skrifstofu okkar.
KAUPENDUR
Kynniö ykkur verðtryggingu hjá þeim sem þekk-
ingu hafa. Komiö á skrifstofu okkar og afliö
nákvæmra og áræöanlegra upplýsinga um
greiðslubyrgðina.
Fasteignamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
SKÓLAVÖRÐUSTlG 11 SÍMI 28466
(HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR)
Lögfræðingur: Pétur Pór Sigurðsson
hf