Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
Verðlagshöft ríkisstjórnarinnar
eru uppskrift að atvinnuleysi
FULLTRÚAR Sjálfsta-Aisflokksins í fjárhaKs- <>k viðskiptanefnd neðri
deildar. Matthías A Mathiesen, Matthías Bjarnason <>k Albert
Guðmundsson fluttu eftirfarandi hreytinKartillöKur við stjórnarfrum-
varp um verðlaKsaðhald o.fl. <>k fylKdi þeim eftirfarandi nefndarálit.
• Við 1. Kr. Grcinin orðist svo:
• a) Verð á vöru ok þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteÍKnum
cða lausafé má ekki hækka fram til 1. áKÚst 1981 frá því sem var
30. apríl 1981, nema að fenKnu samþykki réttra yfirvalda, ok skulu
þau ekki leyfa neinar hækkanir umfram brýnustu nauðsyn.
• h) Þann 1. áKÚst skulu upphafleK ákvæði 8. ok 12. Kr. laga nr. 56 frá
16. maí 1978, um verðlaK, samkeppnishömlur ok óréttmæta
viðskiptahætti, sem breytt var með 59. ok 60. Kr. laga nr. 13 frá 10.
apríl 1979, um stjórn efnahaKsmála, taka K'ldi á ný.
• c) Ákvæði til bráðabirKÖa í löKum nr. 56 frá 16. maí 1978 um verðlag,
samkeppnishömlur ok óréttmæta viðskiptahætti, falla niður ok í
stað komi nýtt ákvæði til bráðabirKða, er orðist svo:
Þær samþykktir um hámarksálaKninKu, hámarksverð ok aðra
framkvæmd verðlaKseftirlits, sem í KÍIdi eru 1. áKÚst 1981, skulu
halda KÍldi sínu til 1. desember 1981 nema verðlaKsráð hafi tekið
afstöðu til þeirra fyrir þann tíma.
• 2. Við 4. Kr. Grcinin orðist svo:
Þrátt fyrir ákvæði fjárlaKa <>k lánsfjárlaKa ársins 1981 er
ríkisstjórninni hcimilt að lækka ríkisútKjöld um allt að 31
milljón króna.
„Það er enKum efa bundið að
málsmeðferð ok öll vinnubröKð
ríkisstjórnarinnar varðandi frum-
varp þetta eru með einstökum
hætti. I stað þess að leKKja fyrir
AlþinKÍ tillöKur til lausnar vanda-
málunum, sem lenKÍ hafa verið
boðaðar ok beðið hefur verið eftir,
er laKt fram frumvarp, sem stað-
festir alKjört úrræðaleysi ríkis-
stjórnarinnar í viðureÍKninni við
verðbólKuna.
Eftir fyrstu fjóra mánuði þessa
árs er þjóðin jafnnær ok áður um
stefnu ríkisstjórnarinnar, enda
ekkert samkomulaK þar um, að á
síðustu döKum fyrir 1. mai er sett
saman frumvarp, sem AlþinKÍ er
ætlað að samþykkja, nánast án
umfjöllunar.
Hér er haldið uppteknum vinnu-
bröKðum frá sl. ári, sem endur-
speKluðust þá í útKáfu bráða-
birKðalaKa á KamlársdaK, aðeins
10 döKum eftir að AlþinKÍ fór í
jólaleyfi.
Nú eru AlþinKÍ ætlaðir aðeins
þrír sólarhrinKar til umfjöllunar
frumvarps ríkisstjórnarinnar ok
ekki hæ^t að skipuleKKja svo
störfin, að þinKmenn fái tækifæri
til þeirrar athuKunar ok umfjöll-
unar, sem slík laKasetninK krefst.
Þrátt fyrir athuKasemdir full-
trúa Seðlabanka, viðskiptabanka
<>k sparisjóða, fulltrúa atvinnulífs-
inS, svo ok sérfræðinKa, sem
kvaddir voru á fund nefndarinnar
þann eina daK, sem nefndinni var
ætlaður að starfa, Kafst ekkert
tækifæri til efnisleKrar umræðu
um málið, þaðan af síður skoðun-
ar. Ríkisstjórnin hafði ákveðið að
málið skyldi afKreitt skv. pöntun
ok telur sér sjálfsaKt haKstæðast
að Alþingi hafi sem minnstan
tíma til umfjöllunar.
I frv. fyrirfinnst ekkert af þeim
meKÍnúrræðum, sem blöð stjórn-
arflokkanna ok fjölmiðla hafa
saRt að til umræðu væru innan
ríkisstjórnarinnar til viðnáms
verðbólKunni, t.d. lækkun tolla eða
söluskatts, svo ekki sé minnst á
það sem framsóknarmenn hafa
kallað frá sinni hálfu raunveru-
leKa „niðurtalninKu" verðbólKunn-
ar. í þeim úrræðum felst að „telja
niður“ alla þætti, þ.á m. verðbæt-
ur á laun á þrÍKKja mánaða fresti.
VinnubröKð ríkisstjórnarinnar
sýna eins þá togstreitu, sem ríkir
innan ríkisstjórnarinnar. Hún
setti bráðabirKðalög á gamlárs-
dag, sem að sögn ráðherra var
ekki farið að móta í einu eða neinu
á aðfangadag jóla, og nú hefur
hún haft 4 mánuði til þess að
framfylgja næsta áfanga í efna-
hagsáætlun sinni. Bráðabirgðalög-
in um áramótin fólu í raun í sér
eitt úrræði i verðbólguhjöðnun,
þ.e.a.s. 7% skerðingu kaups og
flestra bóta almannatrygginga.
Nú fyrirfinnst ekkert úrræði til
raunverulegrar hjöðnunar verð-
bólgu nema þriðja afbrigði svo-
kallaðrar verðstöðvunar, sem í
bezta falli heldur aftur af verð-
hækkunum í bili, en leiðir til
ennþá meiri verðhækkanaflóðs
síðar, ef ekki á að stöðva atvinnu-
vegina. Slík er upplausnin, —
innbyrðis togstreita og sundur-
þykkja ríkisstjórnarinnar. Afleið-
ingin er sú að verðbólgan heldur
áfram að grafa undan heilbrigðum
atvinnurekstri, draga úr lífskjör-
um og sýkja íslenzkt þjóðlíf.
I. Efni frumvarpsins.
Þetta frumvarp felur í sér
eftirfarandi höfuðatriði:
• 1. Með frv. er ætlunin að lög-
festa þriðja afbrigði „verð-
stöðvunar“ í tíð núverandi
ríkisstjórnar með nýrri
nafngift. Verðbólgan fer þó
vaxandi næstu mánuði skv.
spá Þjóðhagsstofnunar, og
er það í fullu samræmi við
reynslu af slíkum úrræðum.
Viðnám gegn verðbólgu er
ekki veitt með frv. heldur
þvert á móti.
• 2. Frv. gerir ráð fyrir áfram-
haldandi spennitreyju lög-
bundinna verðlagshafta sem
drepa atvinnulífið í dróma
og valda atvinnuleysi þegar
fram í sækir.
• 3. Verðlagshöftunum er sér-
staklega beint gegn innlend-
um iðnaði og innlendri þjón-
ustustarfsemi og þar með
gegn atvinnuöryggi ís-
lenzkra launþega. Fram-
leiðsluvörur útlendinga á ís-
lenzkum markaði eru nánast
undanþegnar ósköpunum.
• 4. Verðlagshöftin verða nú lög-
bundin við ákveðin ársfjórð-
ungsleg heildarmörk þannig
að í landinu verði „heildar-
hækkun ekki umfram þessi
tímasettu mörk“, svo vitnað
sé beint i framsöguræðu
forsætisráðherra. Með þessu
er tekinn upp sá háttur að
lögbundin pólitísk markmið
verði höfð á viðmiðun við
ákvörðun á verðlagningu á
vörum og þjónustu, en horfið
frá því að sannanlegur
kostnaður fyrirtækja sem
eru vel rekin fáist uppi
borinn og að þeir sem bezt
standi sig í frjálsri sam-
keppni hafi áhrif á vöruverð
til hagsbóta neytenda.
• 5. Þessum verðlagshöftum á að
fylgja fram með lögbannsað-
gerðum, þótt ekkert liggi
fyrir um að lögleyft söluverð
nægi til að firra fyrirtækin
taprekstri.
• 6. Með frv. yrðu lögfestar
heimildir til handa Seðla-
banka íslands til þess að
skylda banka, sparisjóði og
innlánsdeildir til að binda
ótiltekinn hluta af aukningu
spariinnlána í Seðlabankan-
um. Hámark þessarar bindi-
skyldu er 28% af sparifjár-
aukningu skv. núgildandi
lögum. Slík heimild án efri
marka er nánast afsal Al-
þingis á stjórn peningamála
að þessu leyti í hendur
framkvæmdavaldsins og
gæti leitt til stóraukinnar
miðstýringar fjármagns í
framkvæmd, enda frekleg
notkun hennar tæpast talin
standast eignarréttarákvæði
stjórnarskrárinnar.
• 7. 15. gr. felast heimildir fyrir
stjórn Seðlabankans til að
mismuna innlánsstofnunum
í bindiskyldu. Þetta ákvæði
er svo fráleitt, að banka-
stjóri Seðlabankans talaði á
fundi nefndarinnar, að
bankinn óskaði ekki eftir
slíkri „geðþóttaheimild",
jafnframt því sem upplýst
var að stjórnendur Seðla-
bankans sáu fyrst 5. gr. frv.
eftir að það kom úr prentun.
• 8. Gerð frumvarpsins er í sam-
ræmi við efni þess. Flaustrið
er slíkt á síðustu stundu að
úr verður með ólíkindum
flaustursleg og óhrjáleg
lagasmíð, svo ekki sé meira
sagt. I 4. gr. frv. framselur
Alþingi löggjafarvald til rík-
isstjórnarinnar, sem vafa-
samt er talið að standist
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Svo gæti einnig reynst um
ákvæði í 1. og 5. gr. í
framkvæmd.
I veðri er látið vaka að þetta frv.
sé liður í efnahagsáætlun ríkis-
stjórnarinnar um viðnám gegn
verðbólgu. I því sambandi vekur
athygli að ekkert ákvæði frv.
hefur bein áhrif á þróun verðlags
þegar til lengdar lætur. Þau verð-
lagshöft sem frv. gerir ráð fyrir að
lögfesta og eru eitt afbrigði
„verðstöðvunar" mun þegar til
lengdar lætur auka vanda verð-
bólgunnar, auk þess sem þau eru
einn þáttur efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar sem er hættulegur
atvinnuöryggi almennings ásamt
með lögbundinni hávaxtastefnu og
falskri gengisskráningu. Þessa
þætti efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar mætti nefna uppskrift
fyrir atvinnuleysi, eins og á hefur
verið bent áður í máiflutningi
sjálfstæðismanna á yfirstandandi
þingi.
Margföld áratuga reynsla sýnir
gagnsleysi verðlagshafta yfir
lengri tíma í viðureigninni við
verðbólgu. Glöggt dæmi er hvern-
ig verðlagningu á sementi hefur
verið háttað undanfarin ár með
þeim afleiðingum, að nú er verð-
hækkunarþörfin orðin langtum
meiri en ella hefði orðið. Rekstr-
arstöðvun er yfirvofandi hjá Sem-
entsverksmiðju ríkisins, óreiðu-
skuldir hlaðast upp með tilheyr-
andi vaxtasúpu, fé er ekki til, til
hagræðingar og endurbóta, jafn-
vel ekki olíukaupa o.s.frv. Afleið-
ingin er dýrara sement og van-
máttur fyrirtækisins til greiðslu
hærri launa til starfsmanna
sinna.
Nú þegar skipta á um nafn á
„hertri verðstöðvun", sem gilt
hefur frá áramótum, liggja fyrir
verðhækkunarbeiðnir hjá Verð-
lagsstofnun, sem nema hjá ein-
stökum aðilum allt að 85% og hjá
flestum opinberum þjónustustofn-
unum nærri 40%. Til þess að ná
vísitölu framfærslukostnaðar
niður í 8—9% hækkun 1. maí er
það ætlun ríkisstjórnarinnar að
hækka verð opinberrar þjónustu
um nál. ‘á af þeirri þörf sem
opinberar stofnanir, eins og Hita-
veita Reykjavíkur, Landsvirkjun,
Póstur og sími o.fl., telja sig þurfa
til þess að komast hjá skuldasöfn-
un. í raun er hér verið að flytja til
og fresta vandamálunum ... Út
yfir tekur þó, ef öllum öðrum
hækkunum á að fresta fram yfir 1.
maí, svo að áhrif af þessum
verðhækkunum komi ekki fram
fyrr en í útreikningi framfærslu-
vísitölu 1. ágúst!
Þannig er vandanum áfram
skotið á frest, hluta raunverulegra
verðhækkana haldið undir yfir-
borðinu með þeim afleiðingum, að
verðhækkanirnar skella á af enn-
þá meiri þunga síðar, ef atvinnu-
vegirnir eiga að skrimta. í raun-
inni hafa fyrirtækin barist í
bökkum, ekki getað hagrætt né
endurskipulagt reksturinn til
hagsbóta fyrir sig og starfsfólk
sitt. Verðlagshöft magna fremur
verðbólgu en hitt, þegar til lengd-
ar lætur, og framar öllu skerða
þau lífskjör almennings.
Þótt gripið sé til slíkra óyndis-
úrræða sem eru áframhaldandi
verðlagshöft og eiga að endurtaka
feluleikinn fyrir 1. ágúst, verður
•slík stífla verðhækkana ekki
stöðvuð. Verðbóiguspá Þjóð-
hagsstofnunar er því þessi:
Hækkun framfærsluvísitölu:
1. ágúst 9%
1. nóv 11%
I fyrra spáði þessi sama stofnun
eftirfarandi hækkun
Framfærsluvísitölunnar:
1. ágúst 9%
I. nóv. 10%
Þannig hefur í raun ekkert áunn-
ist í viðnámi gegn verðbólgunni
þrátt fyrir verðstöðvun og 7%
kaupskerðingu frá því núverandi
ríkisstjórn tók við völdum.
II. Afstaða sjálf-
stæðismanna
Þegar bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar frá því á gamlárs-
kvöld voru til afgreiðslu hér á
Alþingi gerðu Sjálfstæðismenn í
nefndarályktun og með flutningi
breytingartillagna grein fyrir
sjónarmiðum sínum og tillögum í
verðlagsmálum. Þar kom fram,
með hvaða hætti sjálfstæðismenn
legðu til að komist yrði út úr
þessari verðstöðvun, sem lögbund-
in hefur verið sl. 10 ár, og
atvinnuvegirnir leystir úr þeim
þrengingum sem þeir hafa verið
settir í af núverandi ríkisstjórn.
Jafnframt voru bornar fram til-
lögur um skattalækkanir, svo og
lækkanir á vörugjaldi, sem hefðu
numið g.kr. 25 milljörðum, og
samdrátt í ríkisútgjöldum á móti,
sem hefði í för með sér 2% lækkun
framfærslu- og verðbótavísitölu 1.
maí.
Þessar tillögur sjálfstæð-
ismanna voru felldar, en flokks-
stjórnarfundur framsóknarmanna
gerði síðar nokkrar af tillögum
okkar að sínum. Steingrímur Her-
mannsson, formaður flokksins,
taldi þær nú það helzta sem að
gagni gæti komið í viðureigninni
við verðbólguna og lagði þær fram
í ríkisstjórn, en hefur ekki fengið
undirtektir þar.
Þrátt fyrir óverjandi vinnu-
brögð ríkisstjórnarinnar vilja
sjálfstæðismenn gera enn eina
tilraunina til þess að koma í veg
fyrir yfirvofandi stöðvun atvinnu-
veganna, sem stefnir atvinnuör-
ygginu í voða, með flutningi breyt-
ingartillagna við frumvarp þetta,
er varða verðlagsmálin.
Við 1. gr. frv. flytjum við
breytingartillögu, þar sem gert er
ráð fyrir aðlögunartímabili 1. maí
til 1. ágúst, sem nauðsynlegum
Geir Ilallgrímsson:
Valdaafsal löggjafarvalds
til framkvæmdavalds
Geir Ilallgrímsson (S) vakti
athygli á því í umræðu um
stjórnarfrumvarp um verðlags-
aðhald o.fl. að forsætisráðherra
hefði í enKU svarað sjö spurn-
inKum. sem hann hefði borið
fram:
í fyrsta lagi hefði hann að
gefnu tilefni í orðum ráðherr-
anna spurst fyrir um, hvort til
stæði að lækka óbeina skatta.
Svarið var að þar um væri
ekkert ákveðið. í annan stað
hefði verið spurt um hvort vænt-
anleg 20% verðhækkun búvöru
1. júní nk. kallaði á sérstakar
stjórnvaldsaðgerðir. Svarið var
að það mál væri enn í skoðun. Þá
var spurt um hvað fælist í orðum
ráðherra um hugsanlega vaxta-
lækkun. Enn hafi svör. verið á
sömu lund. Spurningin um hvern
veg beitt yrði heimild um bindi-
skyldu lánastofnana hefði einnig
fengið sama svar um að engin
ákvörðun lægi fyrir. Niðurskurð-
ur ríkisútgjalda var heldur ekki
ráðinn í svari forsætisráðherra,
þó formaður fjárhagsnefndar
hafi nú viðrað nokkrar hug-
myndir þar að lútandi. Spurning
um hækkunarbeiðni ríkisstofn-
ana fékk sama svar í gær, en
forsætisráðherra hefur nú með
frammíkalli upplýst, að ríkis-
stjórnin hafi tekið ákvörðun þar
um, sem þó hefur enn ekki verið
kunngjörð Alþingi.
Allt benti þetta til að ríkis-
stjórnin hefði enn ekki komið sér
saman um ýmis meginatriði,
bæði atriði sem vantar í þessa
frumvarpsmynd og einnig hvern
veg á að framkvæma þau atriði,
sem þar eru tilgreind. Frum-
varpið er þó gróf tilraun til að
afsala valdi, sem heyrir til lög-
gjafarsamkomunni, í hendur
framkvæmdavaldinu, og gengur
þannig þvert á þingræðishefðir
en í átt til þess alræðiskerfis, er
forystuflokkur ríkisstjórnarinn-
ar, Alþýðubandalagið, stefnir að.
Það gengur þannig þvert á þær
hugsjónir sem sjálfstæðísfólk
hefur haldið í heiðri og ég harma
að hluti þingflokks okkar skuli
að því standa.