Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 Finnland: Varnir gegn hundaæði frá Sovét Helsinki. 30. apríl. AP. Landbúnaðarráöuncyti Finn- lands hofur ákvcðið sérstakar að- Kcrðir á suðausturlandanurrum Finniands til að verjast því að hundaa-ði frá Sovctríkjunum kunni að berast til Finnlands. Hefur verið markað sérstakt svæði sem er frá 30 til 50 km á breidd og naer uppfrá Finnskaflóa 200 km meðfram landamærunum. Þá var fyrirskipað að allir hundar á þessu svæði skyldu umsvifalaust bólusettir. Talsmaður ráðuneytisins sagði að ekki væri vitað til að nein sjúkdómstilvik hefðu komið út og hér væri ekki um neyðarástand að ræða, heldur fyrst og fremst fyrir- byggjandi ráðstafanir. Veður víða um heim Akureyri -2 léttskýjaó Amsterdam 12 skýjaö Aþena 24 heiöskírt Barcelona 19 léttskýjaö Brússel 10 rigning Chicago 16 skýjaó Denpasar 30 skýjaö Dublin 16 heiðskírt Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 9 rigning Færeyjar 4 skýjað Gent 11 skýjað Helsinki 4 heiðskírt Hong Kong 29 heiðskírt Jerúsalem 20 skýjað Kaupm.hófn 9 heiöskírt Kairó 31 skýjað Laa Palmas 19 skýjað Lissabon 19 rigning London 17 skýjað Los Angeles 36 heiöskírt Madrid 19 heiðskírt Majorka 17 skýjað Malaga 14 alskýjað Mexicoborg 25 skýjað Miami 28 heiöskírt Moskva 12 skýjaö Nýja Delhi 37 heiöskírt New York 24 skýjað Osló 7 skýjað París 16 skýjað Perth 22 skýjað Reykjavik 1 léttskýjað Ríó de Janeíro 31 skýjað Rómaborg 19 heiðskírt San Francisco 28 heiðskírt Stokkhólmur 6 skýjaö Sydney 19 rigning Tel Aviv 25 skýjaö Vancouver 17 rigning skýjað Vínarborg 14 Bítlarnir þrír saman í lagi til minningar um Lennon London. 30. apríl. — AP. BÍTLARNIR þrír sem cftir lifa, George Ilarrison, Ringo Starr og Paul McCartney eru nú að vinna að upptöku á lagi til minningar um þann hinn fjórða bítil, John Lcnnon. Lagið heitar „All those years ago“ og er á nýjustu plötu George Ilarrison og reyndar eftir hann. Lagið verður væntanlega flutt opinberlega 15. maí nk. Bítlarnir hafa iðulega tekið þátt í undirleik hver hjá öðrum, en aldrei þrír saman. Plata Harrisons heitir „Somewhere in England" og er hin fyrsta frá hans hendi í tvö ár. Talsmaður hljómplötufyrirtæk- isins sagði að All those Years ago væri með skírskotun til Lennons, en gaf að öðru leyti ekki upp efni textans. Bítlarnir þrír voru í London sl. mánudagskvöld í samkvæmi sem haldið var í tilefni af giftingu Ringos Starr. Giseard Mitterand og Giscard deila nú um sjónvarpsþætti París. 30. apríl. AP. FRANCOIS Mitterand sem keppir við Giscard d'Estaing i síðari umferð frönsku forsetakosn- Mitterand inganna sagði í dag að samningar um kapp- ræðuþátt í sjónvarpi milli þeirra frambjóðend- anna tveggja mætti enn ræða. Giscard hafði neitað að taka þátt í sjónvarpsþætti „að handarískum hætti“ þar sem blaðamcnn spyrðu spurninga. og Mitterand krafðist þess að einn þáttur yrði cn ekki tveir eins og forsetinn hafði farið fram á. Verðbréf lækkuðu á verðbréfamarkaðnum í París annan daginn í röð, fimmtudag, í kjölfar frétta um niðurstöður skoðanakönnunar, sem á að birta á morgun, þar sem Mitterand er spáð naumum sigri í seinni umferðinni. Giscard d’Estaing þykir snjall sjónvarpsmaður og kemur vel fyrir og sagður sléttur felldur og flínkur. Hann vildi að annar þátturinn fjallaði um innanríkismál en hinn um utanríkismál. Frakklandsforseti sagði að Frakkar myndu ekki skilja það þáttaform sem Mitterand stingi upp á þar sem blaðamenn spyrðu frambjóðendurna spjörunum úr og aukin heldur væri það stæling á bandarískum þáttum. Svíþjóð: Úrslitakröfur frá Hægri flokknum Frá (luöfinnu Kagnarsdóttur. íréttaritara Mbl. i Stokkhólmi 30. april. FALL sænsku rikisstjórnarinnar virðist nú (>ðum nálgast. Forsæt- isráðherrann, Thorbjörn Fálldin, negldi í dag enn einn naglann í líkkistu stjórnarinnar. „Ég skrifa ekki undir neinar skatta- skuldbindingar og gef engin munnleg loforð umfram það sem þcgar er um samið," sagði hann í dag og átti þar við kröfu Hægri flokksins um að miðflokkarnir samþykki ákveðnar skattayfir- lýsingar sem Ilægri flokkurinn sendi miðflokkunum í gær. „Ef miðflokkarnir ganga ekki að kröfum okkar og skrifa undir yfirlýsinguna er stjórnarsam- starfinu lokið og stjórnin fallin,“ sagði Gösta Bohmann í gær. Thorbjörn Fálldin sagði að ákveð- in skattanefnd með fulltrúum allra flokkanna myndi nú vinna að skattamálunum og leggja fram tillögur byggðar á þeirri sam- þykkt sem þegar hefur verið gerð við Jafnaðarmenn. „Og þá mun að sjálfsögðu verða tekið tillit til skoðana Hægri flokksins," sagði forsætisráðherrann. „Ef Gosta Bohmann og Hægri flokkurinn geta ekki látið sér það nægja verða þeir að taka afleiðingunum af því og gera upp við sig hvort þeir vilji halda áfram samvinnu." Ef Hægri flokkurinn heldur fast við kröfur sínar, sem Thorbjörn Fálldin neitaði í dag að ganga að, er við litlu öðru að búast en stjórnarfalli. Frestur miðflokk- anna til að gefa Bohmann endan- legt svar rennur út nk. þriðjudag. Nýr vinur Margrétar af norrænu bergi brotinn I/ondon. 30. apríl. — AP. BREZK blöð telja ástæðu til að greina frá því í dag, að Margrét prinsessa og systir Elísabetar Bretadrottningar, hafi tengzt vináttuböndum við Guy nokkurn Munthe 32ja ára gamlan sonar- son sænska rithöfundarins Acel Munthe. AP nefnir að endur- minningar Munthe eldra hafi orðið metsölubók í Bandaríkjun- um og Bretlandi þegar þær komu út 1929. Guy Munthe er sagður fokrík- ur og einkar einkennilegur í háttum, iðulega sézt hann þeysa um Lundúnaborg á mótorhjóli og með páfagauk á stýrinu. Hann er sagður norrænn í útliti og hinn gjörvulegasti. Margrét prinsessa. ferma skipin sem hér segir: AMERIKA PORTSMOUTH Bakkafoss 4. maí Berglind 18. maí Bakkafoss 25. maí Berglind 8. júní NEW YORK Bakkafoss 6. ma» Ðakkafoss 27. maí Bakkafoss 17. júní HALIFAX Hofsjökull 8. maí Goöafoss 1. júní BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Álafoss 4. maí Eyrarfoss 11. maí Álafoss 18. maí Eyrarfoss 25. maí FELIXSTOWE Álafoss 5. maí Eyrarfoss 12. maí Álafoss 19. maí Eyrarfoss 26. maí ANTWERPEN Álafoss 6 maí Eyrarfoss 13. maí Álafoss 20. maí Eyrarfoss 27. maí HAMBORG Álafoss 7. maí Eyrarfoss 14. maí Álafoss 21. maí Eyrarfoss 28. maí WESTON POINT Grundarfoss 5. maí Urrióafoss 20. maí Urriöafoss 3. júní Urriöafoss 17. Júní NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 4. maí Dettifoss 18. maí Dettifoss 1. júní KRISTIANSAND Mánafoss 11. maí Mánafoss 25. maí Mánafoss 8. júní MOSS Dettifoss 5. maí Mánafoss 12. maí Dettifoss 19. maí Mánafoss 26. maí GAUTABORG Dettifoss 6. maí Mánafoss 13. maí Dettifoss 20. maí Mánafoss 27. maí KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 7. maí Mánafoss 14. maí Dettifoss 21. maí Mánafoss 28. maí HELSINGBORG Dettifoss 8. maí Mánafoss 15. maí Dettifoss 22. maí Mánafoss 29. maí HELSINKI Múlafoss 8. maí írafoss 18. maí Múlafoss 1. júní VALKOM Múlafoss 12. maí írafoss 19. maí Múlafoss 2. júní RIGA írafoss 12. maí Múlafoss 4. júní GDYNIA írafoss 11. maí Múlafoss 5. júní THORSHAVN Mánafoss frá Reykjavík 21. maí Frá REYKJAVÍK: á mánudögumtii AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR EIMSKIP NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVIKUR ALLA FIMMTUDAGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.