Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
Næturferðalag
fransks skálds
Gcrard Lcmarquis:
FRANSKAR ÍSLANDSVÍSUR/
POÉSIf^S D lslandc.
íslcnsk þýðing: UorKeir bor-
geirsson.
I’ýdingaútg., BókhloAustíg GB
Rcykjavík 1981.
Skemmtanalífið verður mörgum
að yrkisefni. I nýjum ljóðabókum
eftir þá Stefán Snævarr og Einar
Má Guðmundsson eru mörg ljóð
frá diskótekum og börum.
Kannski skýrir Gerard Lemarquis
Gcrard Lcmarquis
þessa skemmtanafýsn skáldanna
betur en nokkur annar:
NotaAu sónsinn
íljótur
skcmmtu þcr nú
oítir tuttUKU ár sýnistu árcióanicKa
tuttuKU árum cldri
oK þú drcpst vist á undan hinum
tiu árum á undan þcim á skrifstofunni
tuttuKU árum á undan ráóhcrranum cAa
prcstinum
notaAu scnsinn
þú crt rcffilcKur
ok alslaKs kvcnfólk scm vill þÍK
notaAu scnsinn
(Fljótur nú)
Gerard Lemarquis segir í
Frönskum Íslandsvísum löndum
sínum frá landi sem hann þekkir
vel eftir að hafa búið hér iengi.
Frumtextinn er birtur vinstra
megin á opnu, en íslensk þýðing
Þorgeirs Þorgeirssonar hægra
megin.
Þótt deila megi um listræn tök
höfundar, enda um frumraun að
ræða, er ferskleiki verksins kostur
sem gerir aðfinnslur útlægar.
Hinn opni og orðmargi ljóðstíll
Gerard Lemarquis, hryssingslegur
á köflum, minnir mig á Blaise
Cendrars. Ekki er leiðum að líkj-
ast. Ljóð Iæmarquis eru frásagn-
arkennd og skemmtilega prósaísk.
Hversdagslegt orðfæri skáldsins
túlkar Þorgeir Þorgeirsson-og nær
því betri árangri sem meira er um
hæpna staði, þ.e.a.s. orð sem
sjaldan eru sett í ljóð: „Hann vildi
ekki hafa hana altof lummó/ ekki
á túr/ ekki að hún gubbaði á
teppið".
Længsta Ijóðið í Frönskum Is-
landsvísum er Laugardagskvöld. I
því segir frá fólki sem allt á það
sameiginlegt að vilja njóta lífsins,
skemmta sér svo að eftirminnilegt
verði. Við kynnumst ungu fólki
með bíó og síðan Hallærisplan
fyrir augum, sjómanni á lokadegi,
hjónum sem eru að jarðsyngja
fimmtán ára hjónaband á Hótel
Sögu. Allir hittast undir morgun í
heita læknum í Nauthólsvík. Þá
hefur ýmislegt skeð, en sosum
ekki neitt. Lesandinn hefur fengið
innsýn í lífið í Reykjavik sem er
þrátt fyrir allt falleg þrátt fyrir
ljót hús, óþolandi veður, fárán-
legar kirkjur, garða sem eru auðn
og miðbæ sem er samfellt bíla-
stæði.
Það eru lifandi, raunverulegar
myndir í þessu laugardagsljóði:
llann fann hana inní sal á Bondnni ok
dansaAi vió hana
ckki var hún svoscm ncitt æst
hvaA þykist hún vcra
uppyfir aóra hafin því hún cr i
háskólanum
Kaman væri aA sjá hana cftir hálfan
mánuA til sjós.
Milli kvenna segir frá fráskild-
um manni sem fer á ball til að ná
sér í kvenmann. I þessu ljóði er af
nærfærni ort um tilfinningamál
og hreinskilnin óvenjuleg í lýsingu
karldýrsins sem er einmana í losta
sínum, fullt af áhyggjum um
framtíðina: „hann er að spá í
peninginn sem hann fékk útúr
íbúðarsölunni eftir skilnaðinn/ og
hagstætt lán sem nýja konan
getur fengið/ hann er að spá í
hvort hann mundi kanski þéna
meira annarstaðar/ hann er að
spá í meðlagið með krökkunum/
hrifsar svo af henni glasið og
meðan hann smýgur inn er hann
að spá í það/ hvort maður hefði nú
kanski efni á því að búa annar-
staðar en í Breiðholti".
Bðkmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Ég er hundleiður á náttúrunni
er meðal þeirra Ijóða í Frönskum
Íslandsvísum sem lýsa hvað mest-
um skáldlegum þrótti. Hispurs-
laus tjáningin verður í þessu Ijóði
myndræn og byggingin í heild
sannfærandi, orðin vega salt milli
hversdagslegrar skynjunar og inn-
sæis.
Næturferðalag hefst á því að
hugsanlegur lesandi biður um
„eitthvað ljúft og blítt". í staðinn
fær hann raunsanna mynd af
veruleika íslenskra þorpa og
hvernig mannlegt eðli er alls
staðar eins. Niðurstaðan verður:
„Þetta er ekkert ljuft og þetta er
ekkert grimmt/ þetta er nætur-
ferðalag."
Marinó Þorsteinsson, Theodór Júliusson og Gestur E. Jónasson i
hlutverkum.
hæfilega. Sunna Borg og Theo-
dór Júliusson ieika af þrótti og
spilla engu, en hæfileikar þeirra
nýtast óneitanlega betur í alvar-
legum hlutverkum. Þórey Aðal-
steinsdóttir nær betri tökum á
Lummuveisla á vori
Lcikfélag Akureyrar:
VIÐ GERUM VERKFALL.
Farsi í 3 þáttum.
Ilöfundur: Duncan Greenwood.
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikmynd og búningar:
Ilallmundur Kristinsson.
Leikstjórn: Svanhildur Jóhann-
esdóttir.
Það var mikið hlegið að kvöldi
sumardagsins fyrsta á frumsýn-
ingu LA á farsanum, Við gerum
verkfall. Sá er og augljós til-
gangur með sýningunni, að vekja
kátínu ungra og gamalla og það
tekst með ágætum. Val þessa
léttvæga verks verður að meta
út frá þeirri dapurlegu stað-
reynd, að Leikfélag Akureyrar
berst enn í bökkum. Það tekur
því þann kost, sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur valið til fjár-
öflunar á undanförnum árum, að
sýna a.m.k. eitt verk á leikárinu,
sem búast má við að hljóti
aðsókn, vegna þess að það er
bráðfyndið. En mikiil munur er
þó á reisn markmiða þar sem
annað félagið er að byggja yfir
sig glæsilegt hús, en hitt að
berjast fyrir afkomu sinni, sem
er vægast sagt bág, í húsnæði,
sem verður áreiðanlega starfs-
vettvangur þess næstu hundrað
ár, ef svo heldur fram, sem
horfir.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir
um val á þessu verki. Vissulega
ber það ekki vott um mikia
hagkvæmni og munu ýmsir telja
ástæðulaust að velja leikrit, sem
ungmennafélög í nágranna-
byggðarlögum og raunar um allt
land hafa spreytt sig á eftir
kvöldmjaltir á liðinni tíð. Það
sýnast mér ástæðulausar vanga-
veltur, því raunar skiptir það
engu máli, hvort heldur er
Guðrún Alfreðsdóttir og Þórcy
Aðalsteinsdóttir i hlutverkum
sínum.
Spanskflugan, Ærsladraugurinn
eða Við gerum verkfall, sem
verður fyrir valinu. Hér er það
frammistaða leikaranna, sem
öllu varðar. Menn munu einnig
forvitnir að sjá, hvort Marinó
Þorsteinsson stendur sig nokkuð
betur en Kalli á Hóli, eða
Kristjana Jónsdóttir tekur Stínu
í Hvammi nokkuð fram. Það
væri ósanngjarnt að bera á móti
því, að leikarar LA fari á kostum
í farsanum. I hópnum eru
ósviknir gamanleikarar eins og
Marinó Þorsteinsson, Kristjana
Jónsdóttir og Gestur E. Jónas-
son. Því má hiklaust halda fram,
að hér séu þau á réttri hillu og
með það í huga vil ég leggja
áherslu á, að það er ekki öllum
leikurum gefið að magna glensið
gamninu en þau, þótt henni láti
að jafnaði vel að fást við hlut-
verk dramatískra átaka. Guðrún
Alfreðsdóttir Ieikur af hressi-
legu öryggi, en mætti leggja
meiri alúð við framburð textans,
þótt hann sé ekkert meistara-
verk.
Ástæða er að fara nokrum
orðum um leikmynd Hallmund-
ar Kristinssonar. Hún gerir sýn-
inguna athyglisverða. Hall-
mundi tekst líkt og jassmeistara,
sem gerir mikið úr lítilfjörlegu
stefi. Samspilið á milli leiktjalda
og búninga er bráðskemmtilegt,
svo það verður ferskara bragð af
Lelkllst
eftir BOLLA
GÍISTAFSSON
gömlu lummunni vegna hug-
kvæmni og vandvirkni myndlist-
armannsins. Leikstjórinn, Svan-
hildur Jóhannesdóttir, ræður vel
við þetta viðfangsefni, en það
segir raunar ekki mikið, því
veigameira verkefni þarf til þess
að leggja dóm á leikstjórnar-
hæfileika.
Sennilega eru þeir leikfélags-
menn heldur seinir á ferð, vegna
þess að vorannir eru í þann
mund að hefjast. Akureyringar
eiga fallega garða, sem krefjast
umhirðu og nágrannar þeirra
eiga von á lömbum, að ekki sé nú
talað um þá, sem þegar eru
farnir að setja kartöflur í kassa.
Vonandi koma þó sem flestir á
þessa sýningu, til þess að gera
sér glaðan dag og bæta hag LA.
Afdrifaríkt að kunna ekki að hata
Márta Tikkancn:
Ástarsaga aldarinnar.
Kristín Iljarnadóttir þýddi.
Iðunn 1981.
Ég minnist þess að þegar ég
heyrði Mártu Tikkanen lesa úr
Ástarsögu aldarinnar þóttu mér
ljóðin grimmdarleg, en sönn. Nú hef
ég lesið bókina í þýðingu Kristínar
Bjarnadóttur og hvort sem það er að
þakka þýðingu hennar eða ekki þá
finnst mér bókin mildilegri en áður.
Hörkuleg afhjúpun konu á drykkju-
skap qjginmanns er að vísu stað-
reynd, en miskunnarleysið er rétt-
lætanlegt þegar reynsla hennar er
höfð í huga. Það hefur að sjálfsögðu
ekki vcrið neinn leikur að vera gift
Henrik Tikkanen á versta drykkju-
tímabili hans og ekki hefur það
auðveldað Mártu Tikkanen sambúð-
ina þegar hann sendi frá sér bók sem
var óvenju berorð lýsing á drykkju-
siðum hans og kvennamálum þar
sem hún kom ekki sist við sögu.
Ástarsaga aldarinnar er svar
Mártu við bók Henriks. Um hana
sögðu gagnrýnendur: „Einkar
opinská lýsing á drykkjuskap".
Marta spyr: „Hvcrnig stendur á því/
að enginn þeirra saknar/ til dæmis
lyktarinnar?" Og hún lýsir afleiðing-
um drykkjunnar með því að rifja
upp þefinn af „konjaki blönduðu
magasýrum" þegar búið er að kasta
öllu upp, „gerjuðu rauðvínsbleki“ og
„súrri hvítvínsræpu". Verstar eru
dreggjar bjórsins og niðurgangurinn
sem „loðir við húsið dögum saman".
Vanmáttur drykkjumannsins er
dreginn fram í kafla eftir kafla, hve
erfiður hann er í umgengni og
tortryggni hans í garð allra. Eigink-
onan situr að sjálfsögðu alltaf að
svikráðum við hann. Hún er höfuð-
paur herferðarinnar gegn mannorði
hans og frama.
Átakanlegust er framkoma hans
við börnin, en þeim heldur hann í
sífelldum ótta og öryggisleysi.
Þrátt fyrir þetta eru bjartar
hliðar á hjónabandinu. í veikleika
sínum ná hjónin saman á innilegan
hátt. En skamvinn gleðin krefst
sífelldra fórna af konunni. Hún
verður að vera allt í senn: móðir,
ástkona og græðari sára. Það er
hennar hlutverk að koma til móts
við mann sinn þegar hann vil bæta
sig, hennar er ábyrgðin. Þegar mað-
Márta Tikkanen
urinn er orðinn henni „ókunnug
vera“ sem íþyngir henni og loksins
er komið að því að hann hypji sig
burt fyrir fullt og allt, þá skeður
undrið. Hann situr ferðbúinn heilan
dag í stólnum „með hattinn á
höfðinu/og hanskana í hendinni”:
cn þú fórst ckki
oK ck baA þÍK ckki
um aó fara
í staA þcss fórum viA allt i cinu
aó tala saman
»K HlustuAum á
hvort annaó
Kannski
viA cÍKum
þrátt fyrir allt
cinhvcrn moKiilcika?
MeÖ það í huga sem á undan er
gengið í þessu hjónabandi er vanda-
samt að koma auga á lausn. Það
getur verið afdrifaríkt að kunna
ekki að hata. En hver og einn
verður að finna sína leið gegnum
myrkviðið.
Þriðji og síðari kafli Ástarsögu
aldarinnar fjallar um tengsl
skáldkonunnar við ömmur sínar,
móður og frænkur. í þessum kafla
er umræða um stöðu kvenna í anda
hinna nýju kvennabókmennta og
verður ekki annað sagt en Mártu
Tikkanen takist með skarpskyggni
sinni að benda á þau vandkvæði
kvenna að þær séu metnar á við
karlmenn og sjálfsagt sé að þær fái
tækifæri til að njóta sín í lífinu.
Atvinna konunnar má ekki bitna á
fjölskyldu hennar. Hún verður að
vera þolinmóð og umburðarlynd,
heima í kenningum um list, for-
dómum um þekkta menn, sammála
öllu og „einkar áfjáð/ í fimlega
ástarleiki/ því meira sem ég þrái/
að geta sest við ritvélina". Þannig
eru dagar rithöfundarins Mártu
Tikkanen eða eins og hún segir
sjálf:
Mér heppnast na'r (ullkomleKa
aA leyna (jólskyldu mina
aA éa á llka
eÍKÍÖ líf
til að lifa.
Ástarsaga aldarinnar er langt
frásagnarljóð, ljóðsaga sem með
beinum skírskotunum til hvers-
dagslífsins og með einföldum orð-
um tjáir bitra reynslu. Við þýðingu
Kristínar Bjarnadóttur má vel una,
en skerpa frumtextans fer stundum
forgörðum, hin vandrataða leið
milli ljóðmáls og prósa. Um það er í
rauninni ekki margt að segja því að
þegar á heildina er litið kemst
inntak bókarinnar til skila.