Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
t
Hér fer á eftir síðari hluti ræðu Geirs
Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, um efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar:
í 3. gr. þessa frumvarps til laga
um verðlagsaðhald, lækkun vöru-
gjalds og bindiskyldu innláns-
stofnana er fjallað um vörugjald-
ið. Það er grátkómískur skemmti-
þáttur og hörmungarsaga. Þar er
talað um að lækka vörugjald á
gosdrykkjum úr 30% í 17%<. Þing-
mönnum er kunnugt um, hver
forsaga þessa máls er. Ríkis-
stjórninni var það mikið kappsmái
í desember að breyta gjaldi af öli
bundið vörugjald og söluskattur
23,5%, þannig að söluminnkun má
ekki vera mikil, án þess að tekjur
ríkisins skerðist verulega. Þarna
eru auðvitað mörk eins og varð-
andi aðra skattheimtu, sem segir
til um það, hvenær búast megi við
í bráð og lengd mestum tekju-
möguleikum fyrir hið opinbera um
leið og skattþoli landsmanna, ein-
stakiinga og neytenda, er ekki
ofboðið. Það er þess vegna ástæða
leikurinn er sá, að ég hef ekki
nokkra trú á því, að ríkisstjórnin
hafi mátt eða dug til þess að nýta
þessar heimildir og þar sé raunar
um orðin tóm, sýndarmennsku og
sjónarspil að ræða. En auðvitað
hefði ríkisstjórnin átt að byrja á
því að skera niður ríkisumsvifin
og ríkisútgjöldin, sem umfram allt
annað er rót verðbólguþróunar-
innar.
Öðru vísi mér áður brá
í 5. gr. þessa frv. er Seðlabanka
Islands heimilt, að fengnu sam-
þykki ríkisstjórnar, að ákveða
hærri bindiskyldu allra eða ein-
stakra innlánsstofnana á tímabil-
inu 1. maí til 31. des. 1981. Hér er
um mjög athyglisvert ákvæði að
ræða og ég verð að segja það, að
öðruvísi mér áður brá. Mér hefði
ekki dottið í hug, að framsókn-
armenn, hvað þá heldur Alþýðu-
bandalagsmenn, sýndu Seðla-
banka Islands slíkt traust sem
stjórnin telji að nota eigi hluta af
aukinni inniánsbindingu í þessu
skyni. Það er veikara orðalag nú í
greinargerð, heldur en var í efna-
hagsáætiuninni frá því á gamlárs-
dag, þótt eigi að hækka innláns-
bindinguna. Það er þess vegna
ekki von til þess, að ríkisstjórnin
standi frekar við þessi orð sín en
önnur.
Það vekur og athygli, að það eru
ekki fordæmi fyrir því, að ákvörð-
un um hámark bindiskyldunnar sé
falin Seðlabanka eða ríkisstjórn,
sem síðan hafi óbundnar hendur í
þessu efni. Hér hefur ávallt verið
um ákvörðun sjálfs Alþingis að
ræða. Ég vek líka athygli á því
orðalagi, þar sem talað er um, að
heimildin taki til að ákveða hærri
bindiskyldu allra eða einstakra
innlánsstofnana á tímabilinu til
ársloka, en kveðið er á um í lögum.
Þarna stingur í augun orðið „ein-
stakra innlánsstofnana“. Það er
sem sagt ætlunin að mismuna
Geir Hallgrímsson um efnahagsfrv.:
Leiðir til lækkunar verðlags eru auk-
in samkeppni og frjáls verðmyndun
og gosdrykkjum og sælgæti í
verðgjald í staðinn fyrir, að áður
var um magngjald að ræða, og
notaði tækifærið að margfalda
þessa gjaidtöku í leiðinni. Það var
sögulegt, hvernig þetta gjald var
afgreitt hér á þingi, þingmenn
sátu sumir hjá og greiddu aðrir
atkvæði með þessu, gegn sannfær-
ingu sinni, að eigin sögn og gáfu á
því ýmsar miður virðulegar skýr-
ingar, sem ekki voru þeim til
vegsauka, eins og að þeir hefðu
náð kaupum á öðrum vettvangi og
hefðu þar af leiðandi ákveðið að
greiða atkvæði gegn sannfæringu
sinni.
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um þessi mál, flutt af
þremur stjórnarþingmönnum,
sem ekki hefur fengið afgreiðslu,
en bersýnilega er þessi breyting í
frv. um lækkun gosdrykkjagjalds-
ins flutt af því í og með, að óbreytt
gjald nýtur ekki lengur meiri-
hlutafylgis í þinginu, og er það út
af fyrir sig vel, vegna þess að hér
er auðvitað um stefnu ríkisstjórn-
ar að ræða, sem hefur beðið
skipbrot. Og má þetta raunar
, verða nokkur lexía fyrir ríkis-
stjórnina og aðvörun varðandi
stefnu hennar á öðrum sviðum
eins og t.d. almennt hvað snertir
skattheimtu í landinu. Það var
auðvitað röksemd fyrir gjaldtök-
unni i desember, að magngjald
hefði reynst ótryggur tekjustofn
fyrir ríkissjóð, af því það fylgdi
ekki verðlagsbreytingum og það
þyrfti að auka tekjur ríkissjóðs.
En sannleikurinn var sá, að með
30% hækkun á gjaldi af öli og
gosdrykkjum dróst sala á öli og
gosdrykkjum saman um 20—27%,
þannig að vonir um auknar tekjur
í ríkissjóð brugðust. Og það er
dæmi um það, að það er hægt að
spenna bogann svo hátt að hann
bresti, að tekjustofnar ríkisins
bresti og á þetta ekki eingöngu við
um gjaldtöku af öli og gosdrykkj-
unlf heldur og af annarri skatt-
heimtu, eins og t.d. tekju- og
eignarskatksheimtu á einstakling-
um. Það eru þau mörk, þar sem
tekjuöflun einstaklinga og sparn-
aðarvilji þeirra stöðvast, ef hið
opinbera teygir sig of langt ofan í
vasa einstaklinga. Og með sama
hætti er hægt að ofbjóða neytend-
um með hækkun óbeinna skatta.
Sannleikurinn er sá, að af öli og
gosdrykkjum eru greidd: vöru-
gjald 15%, 24%. sérstakt tíma-
til þess að minna á það, líka vegna
þess, að nú er fyrir höndum
afgreiðsla á skattalagafrv. hér á
Alþingi á næstu dögum, sem gerir
ráð fyrir mjög mikilli skatta-
íþyngingu þeirra, sem hafa tekjur
yfir 9—10 millj. gkr. á síðasta ári,
að minna á það, að slík skatta-
íþynging verður til þess, að slíkir
menn leggja minna á sig og skapa
minni verðmæti, þjóðarheildinni
til handa.
Ég skýt því hér inn, að ég las um
það í blaði um daginn, ég held, að
það hafi verið í Tímanum, að um
helmingur verkamanna hefði á
síðasta ári 12 millj. gkr. í árstekj-
ur eða meira. Það er alveg ljóst, að
þessir menn verða fyrir verulegri
skattaíþyngingu og þeir og aðrir,
sem hafa hærri tekjur eða jafn-
háar, munu draga í við sig að afia
í þjóðarbúið, ef svo heldur fram
sem horfir. Þar verður alveg sama
reynslan eins og verið hefur,
varðandi tekjuvon ríkissjóðs í
vörugjaldi af öli og gosdrykkjum.
En með þessu er ekki öll sagan
sögð varðandi þetta vörugjald og
það ævintýri, sem ríkisstjórnin
Iagði út í með desemberfrv. sínu,
sem hún nú verður að draga til
baka að nokkru leyti. Af þessu
hefur leitt, að allri yfirvinnu hefur
verið hætt í verksmiðjunum og
þar með dregið úr tekjum 350—
400 starfsfólks. 60 manns hefur
verið sagt upp í einu fyrirtæki, en
framkvæmd frestað til 1. maí og
atvinnuöryggi annarra ótryggt.
Verðhækkunin hefur farið í vísi-
töluna og hækkað þar með allan
launakostnað i landinu og unnið
þar með gegn því, sem að öðru
leyti kann að hafa verið ætlunin
að gera í baráttunni gegn verð-
bólgunni.
Nýtir stjórnin
lækkunarheimildir?
Ég vík þá að efni 4. gr. frv., þar
sem ríkisstjórn er heimilt að
lækka ríkisútgjöld, þar með talin
lögbundin framlög um allt að 31
millj. kr. Þetta er út af fyrir sig
góðra gjalda vert. En þetta ákvæði
er dæmigert um handarbaka-
vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Auðvitað átti hún að standa að
afgreiðslu fjárlaga með mun
minni hækkun á milli ára en raun
varð á, en hækkunin varð meiri
heldur en vaxandi verðbólga gaf
tilefni til. Og í fjárlögunum skilst
mér, að sé heimild fyrir 30 millj.
kr. niðurskurði og hér fyrir 31
millj. kr. niðurskurði og í bráða-
birgðalögunum er komist svo að
orði í 7. gr.:
„Ríkisstjórninni er heimilt að
fresta framkvæmdum, þrátt fyrir
ákvæði fjárlaga fyrir árið 1981,
sem þar er gert ráð fyrir eða í
lánsfjáráætlun fyrir sama ár, telji
hún það nauðsynlegt. Tekur þetta
einnig til fjárlagaliða, sem jafn-
framt eru ákveðnir með öðrum
lögum en fjárlögum."
Nú er okkur sagt, síðast af
forsætisráðherra, að hér sé allt
um sjálfstæðar heimildir að ræða,
sem bætist hver við aðra og þá má
spyrja í fyrsta lagi, af hverju
afgreiddi ríkisstjórnin ekki fjár-
lög lægri en raun ber vitni? I öðru
lagi: Af hverju ákvað ríkisstjórnin
í þeim fjárlögum heimildargrein
til lækkunar þeirra með hærri
upphæð heldur en raun ber vitni?
Af hverju var þörf á því í
bráðabirgðalögum að óska eftir
heimild til að fresta framkvæmd-
um samkvæmt fjárlögum, sem
hefðu verið afgreidd vikunni áður
og samkvæmt lánsfjáráætlun, sem
þá var ekki þegar afgreidd? Hvar
sér þess stað í afgreiddri láns-
fjáráætlun fyrir nokkrum dögum
eða lánsfjárlögum fyrir nokkrum
dögum, að ríkisstjórnin hyggist
nota sér slíkar lækkunarheimild-
ir? Og loks, hvaða vinnubrögð eru
það að koma svo, viku eftir
afgreiðslu lánsfjárlaga, með þetta
ákvæði í frv. til laga um verðlags-
aðhald, lækkun vörugjalds og
bindiskyldu innlánsstofnana.
Vissulega er þetta góðra gjalda
vert, ef ríkisstj. hyggst í raun og
veru nýta þessar heimildir. En
þessi vinnubrögð, sem ég hér hef
rakið, eru ekki til þess fallin, að
menn treysti því, að ríkisstjórnin
muni nýta þessar heimildir. Og ég
vek athygli á því, að nú er liðinn
um það bil þriðjungur ársins og
flestir rekstraraðilar í þjóðfélag-
inu, þ.á m. opinberar stofnanir,
hvort heldur með sjálfstæðan
fjárhag eða bundinn fjárhag í
A-hluta fjárlaganna eða fjárfest-
ingarlánasjóðir, hafa gert sínar
árlegu áætlanir um ráðstöfun
fjármuna og samningsbundið þau
útgjöld, svo að það er þröngt um
vik fyrir ríkisstjórnina sem nýtir
slík vinnubrögð að koma þessum
heimildum í framkvæmd. Sann-
þarna er um að ræða. Muna menn
nú ekki, þegar rætt var um það í
Tímanum og Þjóðviljanum, að
frysta ætti fjármuni landsmanna
og lánastofnana í Nordalsíshúsi?
Mér þykir vænt um, að bæði
framsóknarmenn og Alþýðu-
bandalagsmenn hafa bæst í þann
hóp, sem hafa trú á Seðlabankan-
um og forsvarsmönnum hans. Ég
hef trú á, að þeirri stofnun sé vel
stjórnað, þótt ég sé andvígur því,
að of mikið vald sé fært í hendur
þeirrar stofnunar eða nokkurrar
einnar stofnunar. Ég tel, að með
núgildandi bindiskyldu, sem er
28% af innlánsaukningu, sé all-
hátt farið, einkum og sér í lagi,
þegar við það bætist, að bankarnir
hafa samið um að verja 7% af
innlánsaukningu í skuldabréfa-
kaup ríkissjóðs, þ.e. það er búið að
binda 35% af ráðstöfunarfé bank-
anna. Og þá er e.t.v. ekki of mikið
eftir fyrir einstaklinga og at-
vinnuvegina í landinu. Ég tel
raunar, að í stað þess að hækka
þessa heimild til innlánsbind-
ingar, þá hefði fremur verið
ástæða til að fara þá leið að draga
úr endurkaupum afurðalána en
fela viðskiptabönkunum hærri
hlutdeild í þeim. Og enda er það
eðlilegt starfssvið viðskiptabanka
og ætti ekki að þurfa millifærslu í
gegnum Seðlabanka á hluta af því.
En eins og kunnugt er, þá er
innlánsbindingin í og með
rökstudd af því, að Seðlabankinn
endurkaupir afurðalán af við-
skiptabönkunum. En hér er látið í
veðri vaka, að tilgangur með
hækkun fjárskuldbindingarinnar
sé að hafa betri stjórn_ á pen-
ingamálum. Ég dreg í efa, að það
sé öll sagan sögð eða í raun og
veru sannleikanum samkvæmt
vegna þess, að það er beinlínis
tekið fram, að ríkisstjórnin telji;
að hluta af aukinni innlánsbind-
ingu eigi að nota til að færa
hlutdeild iðnfyrirtækja í rekstrar-
og afurðalánum Seðlabankans til
samræmis við hliðstæð lán ann-
arra atvinnuvega. Ég minni á í því
sambandi, að það er í efnahags-
áætluninni frá því á gamlársdag
sagt: „Þannig verður hlutdeild
iðnfyrirtækja í rekstrar- og af-
urðalánum Seðlabankans aukin
frá ársbyrjun 1981 til samræmis
við hliðstæð lán annarra atvinnu-
vega. En það hefur ekkert verið
aðhafst í málinu og í þessari
greinargerð er talað um, að ríkis-
innlánsstofnunum í landinu. Ég
segi fyrir mitt leyti, að ég treysti
ekki ríkisstjórninni til þeirrar
ákvörðunar og ég tel, að þessar
hugleiðingar um mismunun ein-
stakra lánastofnana séu dæmigerð
um miðstýringu þá, sem er í
algleymingi á ábyrgð núverandi
ríkisstjórnar, meiri miðstýringu
en dæmi eru til í jafnvel róttæk-
ustu eða réttara sagt, afturhalds-
sömustu vinstri stjórnum hér á
landi fyrr.
Ríkisstjórnin
leitar eftir fé
Það er svo rétt að vekja athygli
á þvi, að ástæða er til að ætla, að
raunveruleg orsök fyrir þessari
heimild í frumvarpinu sé nauðsyn
ríkisstjórnarinnar til að fjár-
magna opinberar framkvæmdir.
Lántökur innanlands til opinberra
framkvæmda munu samkvæmt
lánsfjáráætlunum hækka um 46%
eða umfram verðbólgustig, en ekki
liggja fyrir samningar við lána-
stofnanir eða lífeyrissjóði, hvernig
afla skuli þess fjármagns. Hér
ætlar ríkisstjórnin, eins og vinstri
ríkisstjórnir, að fara þá leið að
skylda stofnanir, sjóði með lögum
til að láta fé sitt af hendi, í stað
þess að fara hina frjálsu leið. Við
þessu er því varað og ekki síst,
þegar kunnugt hefur verið gert, að
ríkisstjórnin stendur í samning-
um, t.d. við sparisjóði landsmanna
um að þeir kaupi ríkissjóðsskulda-
bréf til að fjármagna opinberar
framkvæmdir og m.a. hallarekst-
ur opinberra stofnana fyrir 7% af
innlánsaukningu sinni. Sparisjóð-
irnir hafa talið öll vandkvæði á
þessu að fara hærra en í 3% af
innlánsaukningu sinni, einkum og
sér í lagi með tilvísun til þess, að á
þá er leitað um að lána til
húseigenda eða íbúðarbyggjenda,
sem þurfa að fá breytt skamm-
tímalánum sínum í lengri tíma lán
og með því munu sparisjóðirnir
vitaskuld umfram aðrar lána-
stofnanir í landinu binda fé sitt,
þannig að það er eðlilegt, að þeir
geta ekki staðið undir jafnmiklum
kaupum ríkissjóðsbréfa eins og
aðrar lánastofnanir. En með þess-
um hætti er e.t.v. ætlað að fara
bakdyramegin að sparisjóðunum í
landinu og getur það haft óheilla-
vænleg áhrif, bæði á frjálsa spari-
fjársöfnun í landinu, svo og á hag
húsbyggjenda og unga fólksins,