Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 27 Arni Magnússon prentari - Minning Fsrddur 1. desember 1919. Dáinn 23. apríl 1981. A morgun, laugardaginn 2. maí, 1981, verður til moldar borinn frá Selfosskirkju mágur minn og kær vinur, Árni Steindór Magnússon, prentari. Árni er einn þeirra manna, sem fjölskylda og aðrir vinir minnast ævinlega með hjartahlýrri gleði vegna mannkosta hans. Öllum okkur verður alltaf minn- isstæð hin ljúfa, látlausa glettni hans, sem birti upp og yljaði samverustundir. Hjálpsemi hans og órofa tryggð við vandamenn og vini er viðbrugðið. Viðbrugðið er einnig ótrúlegri færni hans á fjölmörgum sviðum. Svo sem er eðlislægt í ætt hans á báðar hliðar, var hann sannkall- aður þúsundþjala smiður. Allt, sem hann snerti, virtist leika í höndum hans. Svo ég nefni eitt- hvað, sem ég kynntist af eigin raun, má geta vélaviðgerða, smíða, bæði í tré og málma, málun og önnur fegrun, og svo ekki sé minnst á hans eigin sérsvið: prent- un bóka og blaða, umbrot og uppsetningu. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að Árni sé einn þeirra ótrúlega mörgu Islendinga, sem skaparanum þóknaðist að gefa í vöggugjöf skaphöfn og hæfni listamannsins. Hann var með af- brigðum fær og fjölhæfur, en jafnframt var andi hans óskiptur og sannur. Fátt var honum ógeð- felldara í fari manna en virð- ingarleysi og hirðuleysi við verk þeirra. Uppgerð, tildurgerð og önnur merkilegheit fyrirleit hann af hjarta. Sjálfur var hann bljúgur en nákvæmur um eigin verk og hóg- vær og hjálpsamur við þá, sem reyndu að gera vel en hann gat orðið harla hvass pg óvæginn við aðra, þá sem á annan hátt unnu. Þessi lyndiseinkunn Árna minnti mig ávallt á frásögn bókar bókanna um trésmiðssoninn frá Nazaret. Hann var sagður af hjarta lítillátur, en þó virtist skapið ærið nóg, þegar þörf þótti að beita því, svo sem við hreinsun helgidóms gyðinga af ruslaralýð, sem þar hafði sezt að. Við þekkj- um af sögu þjóðar okkar, að Island hefur alið marga, karla og konur, með álíka skaphöfn, og hvort sem við tignum ofbeldismenn eða frið- arsinna sögunnar, skulum vð hafa það í huga, að skaphöfn hinna beztu andans manna allra stétta, allra landa og allra alda hefur verið þessarar gerðar. Hún var Árna eðlisborin eins og lífsandinn. Faðir Árna var hinn kunni vísindamaður, blaðamaður og rit- höfundur Magnús Björnsson, nátt- úrufræðingur. Móðir Árna var kona Magnúsar, Vilborg Þorkels- dóttir frá Hraunum. í báðar ættir er margt landskunnra karla og Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort Ijoð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. llandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. kvenna, þótt ekki verði rakið hér. Á uppvaxtarárum Árna voru ekki allar leiðir opnar til frama með styrkjum og annarri opin- berri aðstoð eins og við getum sem betur fer veitt ungdómsfólki okkar í dag, en þrátt fyrir lítil efni kreppuáranna og litlar tekjur hús- bóndans sem fræðimanns, var talið sjálfsagt og óhjákvæmilegt, að börn fjölskyldunnar fengju notið þeirrar beztu uppfræðslu sem þá var fáanleg í Reykjavík, og öll voru þau sett í nám hjá kaþólikum í Landakoti, þótt greiða þyrfti námsgjald, og varð sú fræðsla gott veganesti. Þegar Árni var 18 ára hóf hann prentaranám í Prentsmiðjunni Gutenberg. Var þá talið líklegt, að út úr því fengizt föst vinna, og ekkert efnahagslegt markmið var þá í kreppunni og allsleysinu ákjósanlegra en það. Já, breyting- in var orðin ærin, sem betur fer. Að loknu prentnámi vann hann í prentsmiðju Isafoldar, Morgun- blaðsins og Prentfells og loks í prentsmiðju Suðurlands, þar sem hann starfaði þar til banamein hans hamlaði frekara starfi. Ég kynntist Árna lítið, fyrr en eftir að ég kvæntist systur hans, Kötlu. Árið 1952 fluttumst við hjónin til Selfoss, þar sem ég tók við forstöðu apóteksins. Þá var þröngt um húsnæði í þorpinu og þorpsbúar hjálpuðust að við að byggja hver yfir annan, það var í fyrsta'sinn, að ég kynntist af eigin raun samvinnustefnunni í fram- kvæmd. Þegar Árni varð þess vís, að við stóðum í því brambolti að byggja okkur hús, að sjálfsögðu af vanefnum, eins og allt fólk hefur ævinlega gert og gerir enn, þá fór hann strax og óbeðinn að eyða öllum frístundum sínum hjá okkur til að aðstoða okkur við bygginguna og ekki lauk hann aðstoð sinni fyrr en húsið stóð fullgert. Þarna kynntist ég Árna vel. fórnfýsi hans og því hver afbragðs verkmaður hann var, að hverju svo sem hann gekk, og hann gekk að flestum verkum við hússmíðina, allt frá grunnmokstri og grjótbroti og til síðasta frá- gangs. Að sjálfsögðu eignaðist hann hjá okkur sitt annað húsa- skjól (hitt var í Reykjavík, þar sem hann starfaði). 1954 var húsinu að fullu lokið og brátt kom að merkustu kaflaskiptum í lífi Árna. Næsta ár, 1955, kom til Islands til að starfa með mér í apótekinu, glæsileg stúlka frá Finnlandi, og var hún lyfjafræð- ingur. Nafn hennar er Eja Inge- borg Gustafsson og er hún finnsk- sænskrar ættar. Faðir hennar er Rolf Gustafsson, verkfræðingur, búsettur í Sviþjóð, áður í Finn- landi. Móðirin var kona hans Elvi Gustafsson, búsett og ættuð í Finnlandi. Hún andaðist sl. vetur. Þann 9. september 1956 voru Eja og Árni gefin saman í hjónaband í Helsinki. Þau gerðu sér fallegt heimili á Selfossi og voru einkar samhent um að fegra heimili sitt og má þar sjá marga listasmíð eftir húsbóndann og ættargripi frá Finnlandi. Þau eignuðust tvö börn, son og dóttur. Kjartan Rolf heitir eftir afa sínum í Svíþjóð og nafna sínum í Laxdælasögu, en sú saga og fleiri íslenzkar sögur fornar urðu Eju einkum hugleiknar. Kjartan er nú háskólanemi í rafmagnsverkfræði. Hann er kvæntur Þórnýju Óskarsdóttur og eiga þau dóttur, Ingibjörgu Dögg. Annað barn Árna og Eju er Jóhanna og stundar hún mennta- skólanám á Laugarvatni. Ekki verður of mikið sagt, þótt ég segi að harmur hafi sótt hart að húsfreyju Árna, Eju. Barn að aldri mátti hún sjá á bak föður sínum til annars lands, móður sína bar hún til grafar í vetur og nú stendur hún yfir líkbörum bónda síns. Finnar hafa sýnt alheimi ótrúlegt þrek og vonandi dugar sá arfur til að harka af sér þá sorg, sem sækir hana og börn hennar heim. Missirinn er mikill en huggun harmi gegn er sú vissa, að bónda hennar og heimilisföður, er vel fagnað i dýrð Drottins og húsi hans. Öll tökum við, vinir og vandamenn, þátt í sorg þessara kæru vina okkar, og biðjum þess, að Guð styrki þá og leiði þá við hönd um ófarna leið framtíðarinn- ar. Matthías Ingibergsson, apótekari. Þóröur Páll Harð- arson - Kveöjuorð Fæddur 22. mai 1968. Dáinn 5. apríl 1981. „Hvaðan hef ég komið, hvar hefur þú fundið mig“ spurði litla barnið móður sína. Hún þrýsti barninu að brjósti sér og svaraði grátandi og hlæj- andi í senn: „Þú varst falinn í hjarta mínu sem innsta þrá þess, vinur minn. Þú varst í brúðum bernskuleikja minna; og þegar ég á hverjum morgni mótaði mynd guðs míns í leir, þá mótaði ég þig aftur og aftur. Þú duldist í heimilisguði okkar, og þegar ég tilbað hann, þá tilbað égþig- I hverri von minni, í allri ást minni, í lífi mínu og í lífi móður minnar hefur þú lifað. í skauti hins eilífa anda, sem ríkir yfir húsi okkar varst þú alinn um aldir. Þegar ég var ung mær og blóm hjarta míns opnaðist, þá varst þú ilmur þess. Hið ljúfa mýkt þín varð til í styrkleika æsku minnar eins og morgunroði á himni fyrir sólris. Þú fyrsti ástmögur himinsins og bróðir dögunarinnar, þú hefur borist með straumi allífsins, og að lokum hefur þú staðnæmst í hjarta mínu. Ég lít í andlit þitt og fæ ekki skilið undrið; þú sem tilheyrðir öllu, ert orðinn minn. Af ótta við að missa þig þrýsti ég þér fast að brjósti mínu. Hvaða töfrar hafa heillað dýrð heimsins í mína veiku arma?“ Tagore. G.D. þýddi. Þriðjudaginn 14. apríl var lagð- ur til hinstu hvílu í Fossvogs- kirkjugarði, lítill frændi minn, Þórður Páll. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var fallegur og elskulegur drengur sem ekki fékk að vera meðal okkar nema tólf stutt ár. En það gerðist mikið á þessum fáu árum. Áhugi hans á mörgu var svo mikill að undur sætti, miðað við hvað hann þurfti að berjast við þann sjúk- dóm sem að lokum dró hann til dauða. Hann var meira og minna á sjúkrahúsum í mörg ár, þó hann væri aldrei hafður þar nema sem minnst, vegna löngunarinnar hans að liggja frekar heima. Foreldrar hans gerðu allt sem þau gátu í því sambandi. Og maður spyr sjálfan sig, hvenær gat hann haft tíma og þrek til að framkvæma allt það sem hann gerði. Hestar voru hans áhugamál ásamt svo mörgu. Hefði hann fengið að vera meðal okkar lengur, býst ég við að það hefði verið kominn gæðingur í hlaðið innan skamms og hann hefði ekki þurft að kvíða illri meðferð þvi Þórður Páll var mikill dýravinur. Hann hafði gaman af að rækta í garðinum sínum heima. Veit ég að hann gróðursetti blóm og ræktaði kartöflur með litlu systur sinni Magneu Ingigerði, sem aðeins er níu ára. Nú nýtur hans ekki við Kveöja: Matthías Haralds- son frá LaugarVatni Vegir lífsins eru lítt skiljan- legir. „Hver skilur vegi skaparans hver skilur fall hins unga manns." Svo kvað eitt af skáldum vorum í eftirmælum eftir ungan mann. Þessar ljóðlínur komu mér fyrst í hug er ég heyrði andlátsfregn Matthíasar Haraldssonar frá Laugarvatni, en hann andaðist 9. mars síðastliðinn. Matthías var fæddur 24. apríl 1949. Hann var sonur hjónanna dr. Haralds Matthíassonar, menntaskólakennara frá Fossi í Hrunamannahreppi, og Kristínar Ólafsdóttur frá Reykjavík. Þegar Matthías var tveggja ára, fluttust foreldrar hans ásamt þremur systkinum hans, Jóhönnu, Ólafi og Þrúði, frá Reykjavík til Laugarvatns. Á því unga skóla- setri nam fjölskyldan land, byggði sér hús og bjó ætíð síðan. Systkin- in urðu öll stúdentar frá Mennta- skólanum að Laugarvatni. Þannig var hornsteinn að framtíð Matthí- asar og systkina hans lagður að Laugarvatni á umhyggjusömu heimili foreldranna. Þar sátu þegar farið verður að gera vor- verkin í garðinum heima. Og litla sundlaugin sem gerð var fyrir systkinin. Það vantar stórt skarð í hana, þann sem mestan áhuga hafði á öllu. Það er ekki hægt að telja upp öll hans áhugamál og allt það sem hann innti af höndum. Það er með öllu ótrúlegt hvað það var mikið miðað við hvað margir dagar féllu úr á hans alltof stuttu ævi. En þá hluti og minningar munu þau eiga og varðveita litla systir hans og foreldrar. Að endingu vil ég þakka honum það sem hann gerði fyrir mig og litlu hvítu skelina sem hann gaf mér. Þórður Páll var sonur Báru Þórðardóttur frá Reykjavík og Harðar Sveinssonar ættuðum frá Húsavík og bið ég guð að styrkja þau, í þeirra miklu sorg, ásamt litlu systur hans Magneu Ingi- gerði sem syrgir sárt bróður sinn. Hvíli hann í friði, friður guðs blessi hann. Frænka. bækur og fræðimennska í öndvegi, og allir skólarnir, sem stóðu næst- um við bæjardyr heimilisins voru nýttir ein sog mögulegt var börn- unum til framgangs og þroska. Ég býst við að skólastjórarnir að Laugarvatni telji sína skóla betri fyrir það að hafa haft Matthías fyrir nemanda. Á sínum skólaárum var hann fyrirmyncl samnemenda sinna í árvekni ,og skyldurækni. Oft miðlaði hann sínum skólafélögum af sinni al- hliða kunnáttu og drengskap, ef þeir þurftu þess með. í þeim efnum er talsverður hópur nem- enda sem stendur í þakkarskuld við hann. Matthías var í eðli sínu hlédrægur og gerði yfirleitt lítið úr þeim fráþæru hæfileikum sem hann var gæddur. Þegar Matthías varð stúdent 1968, þá aðeins átján ára að aldri, sprengdi hann öll met einkunna- kerfisins. Það var eftirminnileg sjón að sjá hann með hvítu húfuna sína ganga út úr menntaskólanum með stóran stafla af bókum í fanginu. Hann fékk verðlaun fyrir næstum hverja námsgrein sem hann hafði lagt stund á í skólan- um. Matthías vildi hvorki skila hálfu námi né hálfu verki. Hann gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra í þeim efnum. Nákvæmn- in var hans aðalsmerki. Það var sama hvort Matthías var við vinnu eða nám. Á námsárum sínum vann Matthías við ýmiskonar störf. Hann dró nagla úr fjölum, þakti tún, lagaði gangstéttarhellur, bar möl í gangstíga o.fl. Allt vann hann af kostgæfni og með miklum fegurðarsmekk. Hann vr því eftir- sóttur á sumrin af þeim sem hafa smekk á vandaðri vinnu. Vann Matthías um tíma í Reykjavík við starf, þar sem hundruð manna þurftu á skilningi, huggun og uppörvun að halda. I því starfi naut Matthías sín vel og átti þar sína sælu daga. Læknisfræðin var Matthíasi hugleikin. Hann gekk í háskólann til að undirbúa sig undir þá erfiðu fræðigrein, en varð að hætta við þau áform vegna heilsubrests. Matthíasi virtist í blóð borin margskonar rannsóknarþörf. í læknisfræðinni hefði sá góði eig- inleiki hans getað notið sín vel. Hann var náttúrunnar barn, sem gleymdi sér ungur við greiningu gróðurs og dýra. Á Fossi hjá Kristrúnu og Bjarna, föðursystk- inum sínum, kynntist hann hús- dýrunum og sveitastörfunum, því þar var hann vikadrengur í bernsku. Eins og fyrr er getið átti Matthías sína bernsku og æsku- daga að Laugarvatni. Þar ólst hann upp við náttúrufegurð og í kærleiksríkri sambúð við foreldra sína, systkini og alla sem af honum höfðu kynni. Hann átti lengst af heima í húsi sem stóð í skjóli skógar við rætur Laugar- vatnsfjalls. Á vorin gat hann úr herbergisglugganum sínum horft á gróðurinn vaxa, sóleyjar og fífla spretta og birkið breiða blöð sín fyrir hlíðina fyrir ofan húsið. Nú hefur syrt að. Við sem byggjum Laugarvatnsstað hörm- um að drengur á besta aldri lífsins skuli hafa verið burt kallaður. Blessuð sé minning Matthíasar Haraldssonar. Foreldrum hans, s.vstkinum og öllum ættingjum og vinum, votta ég dýpstu samúð. Jensína Ilalldórsdóttir Leiðrétting I minningargrein um Vilborgu Jónsdóttur, Súluholti, sem birtist í Mbl. á miðvikudaginn, misritaðist dánardægur Vilborgar. Hún lést 13. apríl, ekki 19. eins og stendur í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.