Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 21 Artúr Morthens sagði, að ægi- kaldir straumar léku um heiminn, ógnarjafnvægið hefði aldrei verið grimmilegra, og kúrekinn Reagan væri riðinn inn í Hvíta húsið. Bandaríkjamenn hefðu sam- kvæmt nýjustu upplýsingum, þ.á m. greinum í bandaríska tímarit- inu Scientific American, mikla yfirburði yfir Ráðstjórnarríkin í hermálum, einkum rafeindatækni. Gústaf Níelsson vissi greinilega ekki, hvað hann væri að segja í utanríkismálum, og hann lenti í mikilli mótsögn við Harold Brown, fyrrverandi varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. Sjálf- stæðisflokkurinn væri klofinn í afstöðunni til Aronskunnar, en síðasta dæmið um Aronsku væri flugstöðvarmálið. Enn vildu örfáir menn halda í herinn af hugsjón, en hinir reyndu ólmir að hafa fé út úr Bandaríkjamönnum. Ilanncs Hólmsteinn Gissurar- son sagði, að sósíalisminn væri dauð hugsjón, ekki sízt vegna þess að hann væri orðinn að veruleika í sósíalistaríkjunum, þar sem hann hefði reynzt illa, haft í för með sér fátækt og kúgun. Hann leiddi rök að því, að sósíalisminn hlyti alltaf að mistakast. í fyrsta lagi færu menn betur með eigið fé en annarra, og þess vegna væri einkarekstur hagkvæmari en ríkisrekstur. I öðru lagi þekktu menn betur þarfir sínar, en mis- vitrir valdsmenn, og þess vegna væri dreifing valds og ákvarðana hagkvæm. I þriðja lagi fylgdi alræðisvaldi í atvinnumálum allt- af hætta á einokun hugmynda, eins og Trotzký hefði reyndar bent á í hinum fleygu orðum: „í landi, þar sem ríkið er eini atvinnurek- andinn, hefur stjórnarandstaða í för með sér hægan hungurdauða". Þannig mætti leiða sterk rök að því, að sósíalisminn hefði alls staðar misheppnazt og hlyti alls staðar að misheppnazt. Stefna Sjálfstæðismanna væri skýr. Þeir hefðu ekki hvikað frá því marki, sem þeir hefðu sett í síðustu kosningum, að kveða niður verðbólguna, enda væri hún höf- uðmeinsemd Islendinga. Stefna þeirra væri frjálsræðis- og hag- vaxtarstefna. Hagvöxturinn væri bezti sáttasemjarinn í kjarabar- áttunni. Augljóslega væri miklu betra að sinna öllum kröfum manna um betri lífskjör með því að auka framleiðsluna en með því að prenta peningaseðla eins og ábyrgðarlausir lýðskrumarar Al- þýðubandalagsins og hjálparmenn þeirra gerðu. Skilyrðin fyrir hag- vexti væru einkum tvö: að ein- staklingarnir fengju frelsi til framkvæmda og að ónýttar auð- lindir okkar, jarðvarmi og fall- vötn, væru nýttar. Hvers vegna mættum við ekki selja útlending- um orku eins og við seldum þeim fisk? Við yrðum að virkja fall- vötnin, en umfram allt yrðum við þó að virkja einstaklinginn, hugvit hans, þor og þrótt. Rragi Guðbrandsson sagði, að allt tal manna um hugsjónir væri til marks um misskilning. Hug- sjónir væru birtingarform hags- muna. Sósíalisminn væri ákall verkalýðsins, vörn hagsmuna hans, en frjálshyggjan vörn hags- muna auðstéttarinnar. Fátæktin í heiminum væri á ábyrgð hins alþjóðlega auðvalds. Frelsið, sem boðað væri, væri frelsi fjármagns- ins, frelsið til að arðræna náung- ann. Heimsmynd Sjálfstæð- ismanna væri einföld og ætti illa við. Nú væri alþjóðleg kreppa auðvaldsins, sem leysa ætti á kostnað verkalýðsins. Málflutn- ingur Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar minnti sig á söguna um skólastílinn, sem hefði verið um nytjafiska og hafizt á þeim orðum, að Þorskurinn væri mesti nytja- fiskurinn, en kona hans héti Ýsa. Bragi sagði, að sundrung væri í Sjálfstæðisflokknum og hafa mætti það til marks, hvernig ritstjóri Steínis, Einar Gunnar Einarsson, hefði skrifað um flokk- inn í leiðara í síðasta hefti Stefn- is. Bragi las upp úr leiðaranum máli sínu til stuðnings. Indíánar og kúrekar, prinsessur og umrenningar, trúðar og íjölmargar furðuverur settu svip sinn á Garðabæ einn dag í vikunni. Garðbæingar voru þó ekki með síðbúið öskudagshald heldur voru þarna á ferð sex til níu ára skólabörn úr Hofsstaðaskóla og voru þau að gera sér glaðan dag fyrir skólaslitin sem eru á næsta leiti. Ljósm. Mbl. Emilía Björg. Framkvæmdastjórn LandSsambands iðnaðarmanna: Ríkið vill endurheimta einokunarað- stöðu sina með hækkaðri bindiskyldu Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna samþykkti nýlega á fundi sínum ályktun um boðaðar ráðstafanir rikisstjórn- arinnar i efnahagsmálum. Segir þar m.a. að frumvarpið sé smærra og efnisminna en aðdrag- andi þess hafi gefið til kynna. Hér fer ályktunin eftir örlitið stytt: Samkvæmt 4. grein frumvarps- ins er ríkisstjórninni að vísu einnig heimilað að lækka ríkis- útgjöld um allt að 31 milljón króna og telur framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna að lækkun ríkisútgjalda sé vissulega ómissandi þáttur í viðnámsað- gerðum gegn verðbólgu. Hins veg- ar bendir hún á að ekkert gagn er í því að heimila niðurskurð sem ekki er framkvæmdur. Ríkis- stjórnin hefur þegar mjög rúmar heimildir til lækkunar útgjalda bæði í fjárlögum og þó einkum í lögum um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu sem sett voru um seinustu áramót. Þessar heimildir hafa ekki verið nýttar. Ekki er heldur sama hvaða ríkisútgjöld eru lækkuð. I stað þess að leita sífellt nýrra og opinna heimilda til niðurskurðar væri eðlilegra að ríkisstjórnin léti Alþingi fja.Ha um hvað skera skal niður. Það eru Landssambandi iðnað- armanna mikil vonbrigði að enn einu sinni skuli boðið upp á það bragð, sem árangurslaust hefur verið reynt um margra ára skeið, að banna verðbólguna með lögum. Með því að treysta fyrst og fremst á strangt bann á hækkun inn- lendrar vöru og þjónustu og óraunhæfa gengisskráningu er innlendri framleiðslu stefnt í voða. Stjórnvöld hafa í áratug haft mjög rúmar lagaheimildir til stjórnunar verðlagsmála og vand- séð hvaða tilgangi sífelldar orða- lagsbreytingar og málalengingar um framkvæmd laganna þjóna. Hitt er verra að það sem að baki þessum lagabreytingum virðist búa er fyrirætlun um að beita þessum heimildum á ennþá ófag- legri hátt en gert hefur verið. Framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna telur mjög varhugavert að hækka bindi- skylduna enn á ný og minnir á þá skoðun sína að bindiskyldu- og endurkaupakerfið er forréttinda- kerfi sem mismunar fyrirtækjum bæði milli atvinnugreina og ekki síður milli einstakra greina iðnað- ar. Því meira sem bindiskyldan er hækkuð því erfiðara verður að leggja þetta forréttindakerfi niður. A því leikur ekki minnsti vafi að styrk stjórn peningamála er einn mikilvægasti þátturinn í baráttu við verðbólgu. Hins vegar eru það ekki gild rök að hækka þurfi bindiskyldu vegna þess að frjáls sparnaður í bönkum landsins hef- ur aukist. Þessi sparnaður dregur úr kaupgetu eigenda sparifjárins og eykur kaupgetu lántakenda en hefur ekki áhrif á peningamagn í umferð. Verðtrygging sparifjár hefur auðvitað aukið innlán í bankastofnanir og þar með aukið ráðstöfunarfé þeirra en jafnframt leitt til minni ásóknar í annars konar sparnaðarform svo sem ríkisskuldabréf og fasteignir. Ef það fjármögnunarvandamál sem treg sala ríkisskuldabréfa skapar ríkissjóði er leyst með lántökum hjá Seðlabankanum eða lántökum erlendis þá skapast peninga- þensla. Það sem m.ö.o. virðist búa að baki áforma um hækkaða bindiskyldu er að ríkisvaldið vill endurheimta einokunaraðstöðu sína á fjármagnsmarkaðinum sem það afsalaði sér að hluta með því að heimila verðtryggingu spari- fjár. Framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna mót- mælir harðlega ráðagerðum um að taka upp misháa bindiskyldu eftir innlánsstofnunum. Við umræður um frumvarpið á Alþingi sagði forsætisráðherra að ýmsum þætti sanngirnismál að þær innláns- stofnanir sem mestum skyldum hefðu að gegna við sjávarútveg hefðu lægri bindiskyldu en aðrar innlánsstofnanir. Stjórnin telur þessa röksemd fráleita. Bindi- skyldu- og endurkaupakerfið er einmitt hagstæðast lánastofnun- um sjávarútvegs og landbúnaðar þar sem meginhluti bindiskyld- unnar rennur til þeirra. Með því að hækka bindiskyldu annarra innlánsstofnana eru enn einu sinni þrengdir lánamöguleikar þeirra fyrirtækja sem ekki eiga kost á endurkaupalánum. Jafn- framt eru lánamöguleikar ein- staklinga skertir og með því m.a. ráðist gegn hag almennra hús- byggjenda. Svölurnar: Kaf f i- og skyndi happdrættissala I DAG halda Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flug- freyja, sína árlegu kaffi- og skyndihappdrættissölu í Súlnasal Hótel Sögu, og hefst hún klukkan 14.00. Meðan gestir njóta veit- inganna, munu félagskonur sýna kvenfatnað frá verslununum Urði og Lótus. Svölurnar hafa um árabil styrkt þá sem minna mega sín í þjóðfé- laginu og auk "þess styrkt fjölda einstaklinga til framhaldsnáms erlendis í kennslu fjölfatlaðra og iðjuþjálfun. Nú, á ári fatlaðra, hafa Svölurn- ar fest kaup á svokölluðu Garba Linguaduc-tæki frá Englandi fyrir Grensásdeild Borgarspítalans. Þetta tjáningartæki samanstend- ur af þrýstibúnaði, tölvu, sjón- varpsskermi og rita. Tæki þetta er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og verður notað til að greina tjámöguleika hinna mörgu algerlega lömuðu einstaklinga hér á landi, sem í dag eiga þess engan kost að tjá hug sinn. Einnig gerir tækið þessu fólki kleift, að stjórna einföldustu tækjum. Kaupverð þess er um 90 þúsund krónur og var því fé að mestu safnað með jólakortasölu fyrir síðustu jól. Það er von félagskvenna að sem flestir leggi leið sína í Súlnasalinn 1. maí og leggi þannig hönd á plóginn og styrki áframhaldandi starf félagsins í þágu líknarmála. Svölurnar vilja nota þetta tæki- færi til að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu þeim lið við öflun happdrættisvinninga. Þeirra framlag er félaginu ómet- anlegt. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.