Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
mannssoninn vera? Og þeir
söRðu: Sumir: Jóhannes skír-
ara, aðrir: Elía, og aðrir: Jer-
emía eða einn af spámönnun-
um. Hann sagði við þá: En þér,
hvern segið þér mig vera? En
Símon Pétur svaraði og sagði:
Þú ert hinn smurði, sonur hins
lifandi Guðs. En Jesús svaraði
og sagði við hann: Sæll ertu
Símon Jónasson, því að hold og
blóð hefur ei opinberað þér
það, heldur faðir minn í himn-
unum. (Matt. 16:13—17).
„Þú ert hinn smurði, sonur
hins lifandi Guðs." — Þetta er
hið eina gilda svar, sú játning,
sem ein er honum samboðin,
sem um er spurt. Enda bætti
Jesús við og sagði við Símon:
„Þú ert Pétur, og á þessum
kletti mun ég byggja söfnuð
minn, og hlið Heljar skulu eigi
verða honum yfirsterkari."
Opinborun
Annað er það við játninguna
góðu, sem eigi má liggja í
þagnargildi. „Hold og blóð hef-
Eg hef tekið eftir því að hérlendis virðist vinstri sinnað
fólk vera heldur á móti kirkjulegu starfi. Hinsvegar
heyrir maður mikið um samstarf kirkjunnar og
byltingaraflanna í Þróunarlöndunum. Hvernig stendur
a
Dr. Björn Björnsson er próf-
essor í siðfræði og trúarlífsfé-
lagsfræði við Háskóla íslands.
og sneri honum við. Frá þeirri
stundu boðaði Páll fagnaðarer-
indið um þann, sem er kröft-
uglega auglýstur að vera sonur
Guðs fyrir upprisu frá dauðum.
(Róm. 1:4). Hinn upprisni slóst
og í för með öðrum vegfarend-
um, en leið þeirra lá til Emma-
us. „Og svo bar við, er hann sat
til borðs með þeim, að hann tók
brauðið, blessaði og braut það
Hefði Kristur verið kapí-
talisti eða kommúnisti?
ÞESSI spurning er ekki ný.
Ilugtökin „kapítalisti" og
„kommunisti" eiga sér að vísu
ekki langa sögu. Þó er spurn-
ingin jafn gömul kirkjunni.
en birtist í síbreytilegum bún-
ingi allt eftir stefnu og „ism-
um“. sem ofarlega eru á haugi
á hverjum tíma. Að baki
hinum ytra húningi er spurn-
ingin ætíð eins og söm. Er
Kristur einn af oss, trésmiður
frá Galíleu. sonur Jósefs og
Maríu. maðurinn Jesús. sem
gerðist leiðtogi, þjóðernis-
sinni, meistari, félagi. mál-
svari háleitra siðgæðishug-
sjóna. gúrú. kapítalisti.
kommúnisti? Spurning, sem
þrátt fyrir sinn marghreyti-
leika. gefur aðeins eitt til
kynna. að menn vilja sníða
Kristi stakk eftir sínum eigin
vexti.
Sjálfur var Kristur ekki
ókunnur spurningum um, hver
hann væri. Vert er að gefa því
gaum, hvernig hann sjálfur
svarar. Jóhannes skírari gjörði
honum orðsendingu úr fangels-
inu: Ert þú sá sem koma á, eða
eigum vér að vænta annars?
Og Jesús svaraði og sagði við
þá: Farið og kunngjörið Jó-
hannesi það sem þið heyrið og
sjáið: blindir fá sýn og haltir
ganga, líkþráir hreinsast og
daufir heyra, og dauðir upprísa
og fátækum er boðað fagnaðar-
erindi. Og sæll er sá, sem ekki
hneykslast á mér. (Matt.
11:3—6). Þetta svar nægði Jó-
hannesi. Það var honum stað-
festing á því, að sú rödd var
sannarlega af himnum, sem
svo mælti, þegar hann hafði
skírt Jesúm í ánni Jórdan:
„Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hefi velþóknun á.“
I byggðum Sesareu Filippí
spurði Jesús lærisveina sina og
sagði: Hvern segja menn
ur ei opinberað þér það, heldur
faðir minn í himnunum.“ Eng-
inn hugsun mannsins, þekking,
tilfinning eða vænting er lykill
að veru hans, sem þekkir oss
áður en vér þekkjum hann.
„Allt er mér falið af föður
mínum, og enginn gjörþekkir
soninn nema faðirinn, og eigi
gjörþekkir nokkur föðurinn
nema sonurinn, og sá er sonur-
inn vill opinbera hann.“ (Matt.
11:27). „Ekki hafið þér útvalið
mig, heldur hefi ég útvalið
yður ...“ (Jóh. 15:16). Að
þekkja Guð er að vera af Guði
þekktur, eins og Páll postuli
kemst að orði. (Gal. 4:8). Þessi
leyndardómur og innri rök
þekkingarinnar á Guði og syni
hans gengur sem rauður þráð-
ur í gegn um fagnaðarerindið
um Krist. Sjálfur ofsótti Páil
Krist sem villutrúarmann, uns
hinn upprisni drottinn gekk í
veg fyrir hann á Damaskusvegi
og fékk þeim. Þá opnuðust
augu þeirra og þeir þekktu
hann ... Og þeir sögðu hvor við
annan: Brann ekki hjartað í
okkur, meðan hann talaði við
okkur á veginum og lauk upp
fyrir okkur ritningunum?"
(Lúk. 24:30-32.
Vilji menn þekkja hann, vilji
menn vita hver hann var, verða
menn að hugsa um það sem
Guðs er, en eigi um það sem
manna er. (Matt. 11:23). Að
öðrum kosti fæst ekkert svar.
Andspænis Pílatusi var Jesús
þögull, sagði ekki eitt einasta
orð.
Óbeint hefur nú verið svarað
þeirri spurningu, hvort Kristur
hefði verið kapítalisti eða
kommúnisti. Hið hreina og
beina svar og eina, er það sem
hann sjálfur leggur þeim í
munn, sem á hann trúa, — „Þú
ert hinn smurði, sonur hins
lifandi Guðs.“
Hið pólitíska
mikilvæjíi krist-
innar trúar
Nú ber ekki að skilja þessi
orð svo, að guðssonurinn og
mannssonurinn láti sig engu
skipta mannsins kjör, skoðanir
hans og stefnur. Öðru nær.
Hann átti og á enn brýnt
erindi við manninn. En það
erindi er af öðrum toga en felst
í þeirri spurningu, sem tilefni
gefur til þessara hugleiðinga.
Hann flutti áhangendum sín-
um þann boðskap, að honum
væri gefið allt vald ekki ein-
asta á himnum, heldur einnig á
jörðu. En það vald skyldu þeir
nota ekki til þess að gjöra
þjóðirnar að kapítalistum eða
kommúnistum, heldur að læri-
sveinum. Málefni samfélagsins
voru honum ekki óviðkomandi,
en það samfélag sem hann
unni var lærisveinasamfélagið,
kærleikssamfélagið, en hvorki
hið kapítalistíska eða komm-
únistíska samfélag. Af þessu
leiðir hins vegar, að Kristur
leggur þá spurningu jafnt fyrir
kapítalistann og kommúnist-
ann, hvaða rétt þeir ætli læris-
veininum, einum þessara
minna minnstu bræðra, innan
hins kapítalistíska eða komm-
únistíska samfélags. Fær hann
þar notið þess réttar, sem hann
er borinn til sem Guðs elskað
barn? Þetta er spurning, sem
gefur til kynna hið ótvíræða
pólitíska mikilvægi kristinnar
trúar. Spurning, sem af hálfu
kirkjunnar hefur allt of lengi
verið látin liggja í þagnargildi.
Barátta fyrir
lítilmaRnann
Að lokum fáein orð um fyrri
spurninguna, sem mér er ætlað
að svara. Ég tel, að sú fullyrð-
ing fái ekki staðist, að svokall-
að vinstri sinnað fólk sé á móti
kirkjulegu starfi. Andstaða eða
tómlæti gagnvart kirkjunni
finnst vafalítið bæði á meðal
hægri og vinstri manna, hafi
þau hugtök einhverja skíra
merkingu. Hvað varðar sam-
starf kirkjunnar og byltingar-
afla í þróunarlöndum þá má
vera, að kirkjurnar þar skynji
sitt kristna, pólitíska hlutverk
svq, að þeim beri að taka
málstað lítilmagnans í baráttu
hans fyrir frumlægustu
mannréttindum. Þarf reyndar
ekki þróunarlönd til, því hvað
með Pólland og Suður-Afríku?
'Er kannski tími til kominn að
taka upp baráttuna fyrir „lít-
ilmagnann" í velferðarsamfé-
laginu, sem í æ ríkara mæli er
sviptur ábyrgð á velferð
náunga síns?
Að rœða málin
A ráðstefnu Llfs og lands
fyrr í þessum mánuði var
fjallað um efnið „Maðtir og
trú'*. í umræðunum komu
fram greinilegar óskir um
meira safnaðarstarf, að kirkj-
an skapi fólki aðstöðu til að
ra>ða sín mál og vera náunga
sínum til þjónustu.
Sama hefur komið fram í
ýmsum fjölmiðlum nýverið.
fólk virðist óska æ meir eftir
því að geta átt samfélag innan
kirkjunnar og skiptast þar á
skoðunum. Að hið kirkjulega
starf beinist ekki aðallega að
kökuhakstri og kirkjuhygg-
ingum.
Ungur áhugamaður tók sæti
í sóknarnefnd í nágrenni
Reykjavíkur nýverið. Hann
hefur barist fyrir því að nefnd-
in annist ekki aðeins viðhald
kirkjuhússins, heldur beini
kröftum sínum að viðhaldi
safnaðarins, þannig að hver
sóknarnefndarmaður hafi for-
Það reynast vera ýmsir fletir á málunum
ystu með prestinum um
ákveðna þætti fræðslu eða
andlegrar uppbyggingar.
Einn þáttur í safnaðarstarfi
eru umræðuhóparnir. Slíkir
smáhópar hafa verið starfandi
í ýmsum söfnuðum af og til, en
oft átt nokkuð erfitt uppdrátt-
ar, þótt flestir hafi verið sam-
mála um gagnsemi þeirra.
Þessir hópar hafa rætt ákveðin
rit Biblíunnar eða ákveðin
mannleg vandamál út frá
kristnum sjónarhól. Skemmti-
leg þróun varð t.d. í einni sókn
austur í sveitum, þar var
hjónaklúbbur sem kom saman
reglubundið og ræddi ákveðin
mál hverju sinni, svo sem
refsingar barna, kynþáttamis-
rétti o.s.frv. Hins vegar kom í
Ijós að mönnum fannst svo
áhugavert það sem Biblían
hafði að segja um málið að
hópurinn hefur nú breyst í
umræðuhóp um trúmál.
Kirkjuritið hefur ákveðið
sérefni í hverju hefti sínu, sem
nota má sem grunnefni fyrir
umræðuhópa. Má þar nefna
efni svo sem fjölskylduvernd,
öldrunarmál, fötlun, vinnuna.
Menntamálanefnd kirkjunnar
hefur unnið spurningar úr sér-
efninu til stuðnings við um-
ræðuhópana og hefur ýmiskon-
ar stoðefni á takteinum.
Kjalarnesprófastsdæmi hef-
ur tekið myndarlega á þessu
máli. Héraðsfundur þar á síð-
asta ári fjallaði m.a. um kynn-
ingu Biblíunnar í söfnuðum.
Þar var lögð fram í handriti
þýðing dr. Gunnars Krist-
jánssonar á þýskri bók,
„Hvernig lesum við Biblíuna".
Er bókin ætluð sem stuðnings-
efni fyrir Biblíuleshópa. Þá
gekkst prófastsdæmið fyrir
námskeiði fyrir væntanlega
leiðtoga í slíkum umræðuhóp-
um.
Þeir sem tekið hafa þátt í
slíkum hópum, mæla yfirleitt
mjög með þessu formi. Hóp-
arnir eru yfirleitt ekki stærri
en 10 manns, svo að öllum
gefist tækifæri til þess að láta
sitt álit í Ijós. Hins vegar
reynist ekki heppilegt að vera
færri en 4—5. Iðulega skapast
góð vináttutengsl í hópunum,
enda er traust innan hópsins
forsenda þess að umræðan
verði gagnleg.
„Það var ekki fyrr en ég kom
í umræðuhópinn,“ sagði beitn-
ingamaður vestur á fjörðum
eitt sinn um þessa reynslu
sína, „að mér varð ljóst hversu
geysimargir fletir eru á hverju
máli, og líka hvað ólíklegasta
fólk hefur af merkilegri
reynslu að miðla.“
Fjölmiðlar og forráðamenn
þjóðarinnar mata fólkið linnu-
laust með upplýsingum og
fyrirmælum. Umræðuhópur
gæti verið gott tækifæri fyrir
einstaklinginn til þess að
bregðast við þessari sífelldu
mötun með því að leita sann-
leikans í málinu á eigin spýtur
með félögum sínum. Þar á
kirkjan skýr leiðarljós.