Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 „Veik verkalýðshreyfing, sem einkenn- ist af hrossakaupum stjórnmálaflokka“ Tvö iðnnemafélög efna til „baráttugöngu launafólks44 .BARÁTTUGÖNGU launaíólks" nefna félöK bokaKeröarnema og járniónaðarnema kröfugöngu. sem þau efna til í daK- Aö göngunni lokinni verður haldinn útifundur á Hótel íslandsplani eöa Ilallæris- planinu. Helztu kröfur Könftunnar veröa meðal annars: .Gexn undan- slætti — harðari kjarabaráttu", .Gegn afskiptum rikis af Keröum samninKum". .Stöðvum kauprán- ið“ <>k .Gegn flokksræði í verka- lýðshreyfinKunni". í fréttatilkynningu frá félögun- um tveimur segir meðal annars: „Undanfarin ár hefur verkalýðs- hreyfingin verið veik og einkennst af hrossakaupum stjórnmálaflokk- anna, nú síðast var Alþýðuflokkur- inn settur út í horn, þar áður Sjálfstæðisflokkurinn. Okkur, sem stöndum fyrir þessum aðgerðum, finnst skrýtið að þegar febrúarlögin víðfrægu voru sett á reis Alþýðu- bandalagið upp á afturlappirnar og öskraði: kauprán, kauprán! En nú í vetur þegar áramótaaðgerðirnar eru settar í lög þá er því kyngt þegjandi og hljóðalaust með mót- mælayfirlýsingu, sem enginn tók mark á. Sama er að gerast nú með síðustu aðgerðum þó svo kunni að fara að framleiðslufyrirtæki þurfi að loka.“ Á fundi með fréttamönnum kom fram, að fundarboðendur telja full- trúaráð verkalýðsfélaganna ekki standa lýðræðislega að undirbún- ingi 1. maí og kröfugerð sé t.d. ekki rædd í hinum einstöku félögum. Þeir sögðust ósáttir við þá linkind, sem einkennt hefði launabaráttuna,' harðorðar yfirlýsingar væru hald- litlar ef þeim væri ekki fylgt eftir með aðgerðum. Hér væri ekki einu sinni hugsað um að verja lélega samninga, þó lélegir væru, en á sama tíma væri barátta verkalýðs í Póllandi lofuð. Loks sögðust þau ósátt við völd stjórnmálaflokkanna í verkalýðshreyfingunni. Þau sögð- ust leggja áherzlu á að fá til liðs við sig fólk í verkalýðshreyfingunni, sem væri á móti flokkadráttum innan ASÍ og undansláttarstefn- "nni. í dreifibréfi Félags bókagerðar- nema og járniðnaðarnema segir meðal annars: „Forysta okkar hefur í raun glatað hinum upphaflegu markmiðum stéttarfélaganna. Kröfugerðir eru sviknar og notaðar til framdráttar postulum þing- flokkanna. En óánægja fólks hefur einnig vaxið að sama skapi. Það sýnir m.a. fjölda verkalýðssinnaðra andstöðuhópa innan stéttarfélag- anna, seinasta ASÍ-þing, afstaða hins nýja Félags bókagerðarmanna til aðildar að ASI og andstaða gegn undanslætti innan Iðnnemasam- bands íslands." Göngunni verður stillt upp á Rauðarárstíg við Hlemm klukkan 13. Gengið verður niður Laugaveg að Hallærisplani. Á útifundi þar flytja ávörp fulltrúar INSÍ og Rauðsokka, en einnig er búist við, að fulltrúi frá Einingu í Póllandi, sem hér er staddur, ávarpi fundinn. Fundarstjóri verður Pétur Péturs- son, þulur. Fulltrúar þeirra, sem gangast fyrir fundinum á Hótel Islandsplaninu í dag, frá vinstri: Margrét Sigurðardóttir. Bjarni Jónsson, Hálfdán Jónsson og Alfreð Dan Þórarinsson. (Ljósm. ÓI.K. Magnánmn.) Fundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði: Hörð gagnrýni á Pálma Jóns- son landbúnaðarráðherra SauAárkróki 30. apríl. SÍÐASTLIÐINN laugardag var boðað til fundar i Sæborg hér á Sauðárkróki að tilhlutan fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Skaga- firði. Fundinn sátu um 10 manns. Fundarstjóri var séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ. fyrrverandi alþingismaður Norðurlandskjör- dæmis vestra, en framsögumaður var Pálmi Jónsson, landhúnaðarráð- herra. Þetta var fyrsti fundurinn sem Pálmi mætir á hjá sjálfstæðismönnum hér frá þvi i alþingiskosningunum í desember 1979. í ræðu sinni rakti ráðherra gang þjóðmála undanfarið, gat helstu málaflokka sem ríkisstjórnin hefði fjallað um og hvernig til hefði tekist. Sagði hann margt hafa áunnist. Þannig væri verðbólgan nú um 35 prósent og hefði farið niður í 22 prósent í janúar síðast- liðnum. Framundan væru þó mörg og mikil vandamál. Einnig ræddi ráðherrann nokkuð sérmál kjördæmisins m.a. málefni Hólastaðar. I lok ræðu sinnar kom hann inn á flokksmál en varði ekki miklum tíma til þess. Hins vegar fór svo að umræður á fundinum snérust að verulegu leyti um ástandið í Sjálfstæðisflokknum eftir myndun núverandi ríkis- stjórnar. Var Pálmi mjög gagn- rýndur fyrir þátt sinn í því máli — hann hefði ekki haft umboð kjós- enda til að ganga til liðs við kommúnista og hefja þá til vegs og valda í þjóðfélaginu. I ræðu á fundinum sagði séra Gunnar í Glaumbæ að kommúnist- ar hefðu nú meiri völd og áhrif en þeir hefðu haft í nokkurri annarri ríkisstjórn sem þeir hefðu setið í. Hann sagði að sjálfstæðismenn yrðu að sættast og benti á það, að Pálmi Jónsson gæti stuðlað að sáttum með því að fara úr ríkis- stjórninni — sprengja hana, eins og hann orðaði það. Undir þessi orð séra Gunnars tóku fleiri fundar- menn. Þó var það einn sem sagði kommúnista góða samstarfsmenn — miklu betri en til dæmis Aiþýðu- flokksmenn, að ekki væri minnst á þingflokk sjálfstæðismanna. Einn ræðumanna sakaði Pálma og félaga hans í ríkisstjórn um að draga upp ósanna mynd af sjálf- stæðisflokknum til að afsaka þær gerðir sínar að brjóta lög óg reglur flokksins og ganga gegn vilja meirihluta flokksráðs, miðstjórnar og þingflokks. Þeir sem ekki gætu sætt sig við lýðræðisleg vinnubrögð innan fiokksins ættu að leita á önnur mið. Annar ræðumaður lýsti því yfir að hann myndi hugsa sig um tvisvar áður en hann kysi fram- boðslista til alþingis með nafni Pálma Jónssonar á. I lokaræðu sinni svaraði Pálmi að nokkru þeirri gagnrýni sem fram hafði komið. Sagði hann Sjálfstæöisflokkinn hafa stefnt of mikið til hægri undanfarin ár svo hann hefði enga leið séð aðra en að stíga það skref sem hann gerði — en hann vænti þess að það yrði flokknum til góðs þegar fram liðu stundir. Hann lýsti sig ósammála þeim sem útilokuöu samstarf við Alþýðubandalagið. Þótt umræður á fundinum væru á köflum nokkuð harðar fór hann í alla staði vel fram. Þess gætir nú í vaxandi mæli að hinn almenni ftokksmaður uni illa ríkjandi ástandi í flokknum. Síðan núver- andi ríkisstjórn var mynduð undir forsæti Gunnars Thoroddsen hefur enginn friður skapast til eðlilegs flokksstarfs. Sú staðhæfing að gerðir varaformannsins og félaga hans stækki Sjálfstæðisflokkinn og laði fólk til starfs í flokknum er einhver mesta þversögn sem hugs- ast getur. Sannleikurinn er sá að sú hætta vofir nú yfir að margir ágætir flokksmenn haldi að sér höndum og dragi sig jafnvel í hlé. Þeirri skoðun vex fylgi að óhjákvæmilegt sé að taka til á flokksheimilinu svo heilbrigt flokksstarf geti hafist að nýju. Deilur verði settar niður, lög og reglur í heiðri hafðar og dreng- skapur hafinn til öndvegis á ný í samskiptum manna. Kári. 125 ára saga hafnarstjórnar skrásett „TILEFNIÐ er það að það cru 125 ár í ár írá þvi hafnarnefnd kom fyrst saman," sagði Ilannes Valdimarsson verkfra'ðingur hjá hafnarstjórn í samtali við Mb!.. en hann var spurður um væntan- lega skrásetningu sögu Reykja- vikurhafnar. „Það var í janúar árið 1856 að nefndin kom saman. Síðan var það þann 20. maí það sama ár að bauja var lögð út við Akurey og var bað raunverulega fyrsta hafnar- framkvæmdin hér í Reykjavík. Þegar baujan var komin var gerð hafnargjaldskrá og byrjað að taka gjöld af skipum," sagði Hannes. Hannes sagði að nú stæði til að skrá þessa 125 ára sögu hafnar- stjórnar, en enn væri ekki ákveðið hver ynni þetta verk. Hins vegar væri höfnin sjálf yngri, hún hefði komið til árið 1917. Upphoðshaldari verður Indriði G. Þorsteinsson og á þessari mynd Ólafs K. Magnússonar er hann strax farinn að lifa sig inn í hlutverkið. og lofaði hann Styrktarfélagsmönnum að selja dýrt. Styrktarfélag Sogns: Málverkauppboð á Hótel Sögu STYRKTARFÉLAG Sogns gengst fyrir myndverkauppboði í Súlnasal Hótel Sögu næstkomandi þriðjudagskvöld. 5. mai, klukkan 20.30. Boðin verða upp rúmlega 50 myndverk sem félagið hefur fengið frá félagsmönnum FÍM. Allur ágétði rennur til cndurhæfingarheimilis SAÁ að Sogni, Ölfusi. Styrktarfélag Sogns var stofn- að 1. nóvember 1980 í því skyni að efla starf og uppbyggingu SÁÁ heimilisins að Sogni, en heimilið verður 3ja ára nú í sumar. Ólafur Friðfinnsson, formaður Styrktarfélagsins sagði núna brýna þörf á ýmsum endurbótum að Sogni og einnig væri ætlunin að byrja á helm- ings stækkun heimilisins á 3ja ára afmælinu. Vænta félags- menn sér mikils af uppboðinu á þriðjudag. Þau þrjú ár sem þessi endur- hæfing SAÁ hefur verið rekin að Sogni, hafa fleiri en 1100 manns dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, og mun fyrirhug- að að halda mikið mót fyrrum vistmanna og maka þeirra að Sogni í haust. Nú dvelja að Sogni um 30 manns. Ólafur Friðfinnsson kvað Styrktarfélagið hafa ýmislegt á prjónunum varðandi frekari fjáröflun, því þau væru stór verkefnin sem biðu að Sogni. Vildi hann koma á framfaeri þökkum til félagsmanna FÍM fyrir áhuga þeirra og velvilja í þessu máli. Myndverkin öll verða til sýnis á sunnudag í Bláa sal Hótel Sögu frá klukkan 14—17 og einnig uppboðsdaginn í Súlnasal frá klukkan 14—19. En uppboðið sjálft verður sem sé næstkom- andi þriðjudagskvöld klukkan 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Uppboðshaldari verður Indriði G. Þorsteinsson. Nemar í blaðamennsku heimsækja Island FJÖLMENNUR hópur nemenda við Norska blaðamannaháskólann er væntanlegur hingað til lands í dag. Alls verða um 40 manns í ferðinni, sem stendur í vikutíma. Fimm íslenzkir blaðamenn hafa stundað nám við skólann og tveir íslendingar eru nú við nám þar, en meðal kennara er Sigurjón Jóhannsson. íslandsferðin er liður í fimm vikna námskeiði skólans um alþjóðastjórnmál og að þessu sinni var verkefnið Norður- Atlantshafið; Noregur, Island, Færeyjar og Grænland. Hópn- um er skipt í þrjá hópa þar sem rætt er um öryggis- og varnarmál, fiskveiðar og land- helgismál og loks menning- armál. Meðal fyrirlesara á þessu námskeiði má nefna Pál Ás- geir Tryggvason, sendiherra í Osló, Ivar Eskeland, fyrrum forstjóra Norræna hússins, sem heimsóttu blaðamanna- skólann fyrir nokkru. Hér á landi ferðast hópurinn tals- vert, m.a. til Vestmannaeyja og Keflavíkurflugvallar, hittir forseta íslands að máli og viðhorf íslendinga í fyrr- nefndum málaflokkum verða kynnt í fyrirlestrum. I lok námskeiðsins verður gefið út 20 síðna blað um íslands-heimsóknina. Tvær sölur SKUTTOGARINN Guðsteinn seldi 166 lestir í Cuxhaven í fyrradag fyrir 918 þúsund krónur, meðalverð á kíló 5,53 krónur. Þá landaði Karlsefni rúmlega helmingi farms síns í Grimsby í gær. Fyrir 137,3 lestir fengust 1.044 þúsund krónur, meðalverð á kíló 7,60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.