Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981
31
HM-keppnin í knattspyrnu
Rembihnútar í sumum riðlum
IILUTIRNIR eru farnir að skýrast í undankeppni IIM, þ.e.a.s. í
Evrópuriðlunum eftir leikina í vikunni. Það er að minnsta kosti ljóst i
flestum riðlunum hvaða lið hlanda sér ekki í baráttuna um sæti þau
sem sefa rétt til þátttöku á IIM á Spáni 1982. Ef við rennum yfir
riðiana, stöðuna og næstu leiki í hverjum riðli kemur margt fróðleKt í
Ijós.
Skotar í sókn i?egn Israel.
1. riðill
Þar hafa Vestur-Þjóðverjar og
Austurríkismenn tekið nokkuð af-
gerandi forystu, en Búlgarir
standa svo sem ekki illa að vígi og
gætu hæglega búið yfir óvæntum
úrslitum. Staðan er þessi:
V-Þýskaland
Austurr.
Búlgaría
Albanía
Finnland
.Næsti leikur
3 3 0 0
4 3 0 1
3 2 0 1
5 10 4
3 0 0 3
er 13.
7- 1
8- 2
5-4
3-10
0-6
maí, þá
mætast Búlgaría og Finnland og
2*. maí mætast Finnar og Vestur-
Þjóðverjar.
2. riðill
Baráttan er óvíða harðari og
fjögur af fimm liðum riðilsins eiga
möguleika á tveimur efstu sætun-
um. Fari svo, að Holland komist
ekki til Spánar, þá á það rætur að
rekja til þess, að liðið tapaði
tveimur fyrstu leikjum sínum í
riðlinum. Síðan hafa þrír leikir
íþróttamaöur ársins hjá KR
KR-INGAR kusu í fyrsta skiptið
íþróttamann ársins i fyrrakvöld
og vcrður það framvegis á
dagskrá félagsins.
Verðlaunin
eru hinn óvenjulega glæsilegi
bikar sem Georg L Sveinsson gaf
félaginu á 70 ára afmæli þess.
Fyrsti íþróttamaður ársins hjá
Vesturbæjarstórveldinu var kjör-
inn Jón Páll Sigmarsson kraftlyft-
ingamaður, sem hefur sett hvert
Evrópumetið af öðru í íþrótt sinni
að undanförnu. Á meðfylgjandi
mynd Kristjáns Einarsson tekur
Jón Páll við gripnum úr hendi
Sveins Jónssonar, formanns KR.
Þessi mynd er býsna skcmmtileg, en i fljótu bragði mætti ætla að konukindin væri með öllu fótaiaus.
Eða þá að hún hafi sprottið upp úr jörðinni með golfkylfu i hendi. Hið rétta er auðvitað. að
aðdráttarlinsa ljósmyndarans platar eins og svo oft áður og allar f jarlægðir á myndinni eru ekki eins
og fólk sér þær með augum sinum. Konan stendur þarna ofan i sandgryfju og barmar sér yfir óláni
sinu að hafa harið golfkúluna þangað ofan í. Annars er þetta cnginn aukvisi. Rita Rankin heitir hún,
bandarísk, og tekjuhæsta golfkona veraldar.
írar og Belgar berjast í 2. riðli. Hér geysist Mick Robinson fram með
knöttinn.
unnist í röð. En staðan er sem hér
segir:
Belgía 6 4 11 10—6 9
írland 6 3 12 12-7 7
Frakkl. 4 3 0 1 12—3 6
Holland 5 3 0 2 6—3 6
Kýpur 7 0 0 7 4-25 0
Næstu leikir eru ekki fyrr en 9.
september, þá eigast við Holland
og írland annars vegar og Belgía
og Frakkland hins vegar, sem sagt
stórmikilvægir leikir.
3. riðill
Hér kannast íslendingar við sig,
enda riðill sá er landinn keppir í.
Þrátt fyrir hinn eftirminnilega
sigur gegn Tyrkjum í Izmir, er
varla við því að búast að ísland
verði með í slagnum. Hins vegar
hafa Wales-búar farið langt með
að tryggja sæti sitt á Spáni.
Spurningin virðist einungis vera
sú hvaða lið verður þeim samferða
úr riðlinum. Athuga ber þó, að
Tékkar hafa lítið leikið í riðlinum
og Sovétmenn hafa til þessa að-
eins barið á okkur íslendingum.
Staðan er þessi:
Wales 4
Sovétr. 2
Tékkóslóv.
ísland
Tyrkland 4
Næstu leikir eru 27. maí, leikur
íslands og Tékka í Bratislava og
30. maí leikur Wales og Sovétríkj-
anna.
4
2
2 10 1
4 10 3
0 0 10-0 8
0 0 7-1 4
3- 1 2
4- 12 2
0 0 4 1-11 0
4. riðill
Hér er allt í hnút, en mest
kemur á óvart hversu slakt enska
liðið hefur reynst þó svo að það
hafi forystuna í riðlinum. Ung-
verjar eru óþekkt stærð og Rúm-
enar hafa tekið 3 stig af Englend-
ingum. En staðan er þessi:
England 4 2 11 7-3 5
Rúmenía 3 1 2 0 3—2 4
Noregur 3 111 3—6 3
Ungverjal. 10 10 2—2 1
Sviss 3 0 1 2 4—6 1
Næsti leikur er 13. maí, en þá
leika Ungverjaland og Rúmenía.
20. maí eigast síðan við Noregur
og Ungverjaland.
5. riðill
Hér hafa Italir góða forystu þó
ekki séu menn sammála um hvort
að lið þeirra hafi unnið sigra sína
á sannfærandi hátt. ítalir virðast
ásamt Júgóslövum, hafa nokkra
yfirburði í þessum riðli og á óvart
kæmi ef einhver hinna þjóðanna í
riðlinum myndi skipta sér af efstu
sætunum. Staðan er sem hér segir:
Italía 4 4 0 0 8—0 8
Júgósl. 4 3 0 1 12-4 6
Grikkland 5 3 0 2 6-7 6
Danmörk 4 1 0 3 5—5 2
Luxemborg 5 0 0 5 0—15 0
Næsti leikur er í kvöld, en þá
mætast Luxemborgarar og Danir.
3. júní leika síðan Danir og ítalir.
6. riðill
Hér er hnúturinn einnig sann-
kallaður rembihnútur. Skotar,
Norður-írar og Portúgalir munu
berjast um tvö efstu sætin. Hverj-
ir verða ofan á er ógerningur að
segja til um. Staðan er sem hér
segir:
Skotland 5 3 2 0 6—2 8
N.-írland 5 2 2 1 5-2 6
Portúgal 4 2 11 4—1 5
ísrael 6 0 3 3 2—8 3
Svíþjóð 4 0 2 2 1-5 2
Næsti leikur er viðureign Svía
og Norður-íra sem fram fer 3.
júní.
KA meistari
KA FRÁ Akureyri varð öruggur
sigurvegari í 2. deildar keppn-
inni i handknattlcik í gærkvöldi.
en þá léku KA og HK til úrslita
þar sem þau voru jöfn að stigum
að deildarkeppninni lokinni.
Lokatölur leiksins urðu 22 — 12.
KA í vil, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 10—4.
Það var þegar sýnt hvert
stefndi, er HK skoraði ekki mark
fyrstu 14 mínútur leiksins. Er
skemmst frá að segja, að leikurinn
var bókstaflega hræðilegur hjá
HK. KA-menn hefðu ekki þurft að
sýna neitt sérstakt til þess að
sigra örugglega, en þeir léku á
köflum all þokkalega, sérstaklega
Friðjón, Gunnar Gíslason og
Gauti markvörður, sem varði m.a.
fjögur víti i leiknum. HK-menn
beittu ýmsum brögðum, tóku einn
úr umferð, síðan tvo, loks alla, en
allt reyndist jafn tilgangslaust,
því fyrir var hvorki geta eða vilji
til að standa sig. Ekki að þessu
sinni.
Friðjón skoraði 7 mörk fyrir
KA, Gunnar 4 stykki en aðrir
færri. Hilmar skoraði 4 mörk fyrir
HK, Ragnar 3 og aðrir færri.
Dómgæslan var ekki góð, en hall-
aði jafnt á báða aðila sem betur
fer. —gg.
Margfaldur
bráðabani
FRAM sigraði Fylki í Reykjavík-
urmótinu í knattspyrnu i ga'r-
kvöldi. Lokatolur urðu 6—5. eftir
margfaldan hráðahana. Næsti
leikur í mótinu er i dag klukkan
17.00 og eigast þá við Ármann og
KR.