Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 Fær Ivanada fullt sjálfstæði í stjórnartíð Pierre Trudeaus? Kanada er ekki oft í alþjóða- fréttum. Helzt berast þaðan fréttir af óvinsælum selaveiðum eða nýjum ævintýrum forsætis- ráðherrafrúarinnar fyrrverandi. Þó er landið stærsta landsvæði Norður-Ameríku og mikil ólga ríkjandi í innanríkismálum. Fyrir ári síðan munaði minnstu, að Quebec-fylki segði skilið við alríkisstjórnina í Ottawa og tæki upp sjálfstæði, en almennar kosningar í fylkinu komu í veg fyrir það. Nú er uppi fótur og fit út af stjórnarskrá landsins. Kanada hefur aldrei öðlast fullt sjálfstæði frá Bretlandi, en Pierre Trudeau forsætisráð- herra og stjórn hans vilja fá stjórnarskrána heim sem allra fyrst með nokkrum breytingum. Sex fylkisstjórnir af tíu eru ekki á því. Þær hafa kært einstreng- islega stefnu Trudeaus fyrir dómstólum. I lok marz beið hann ósigur í réttarsölum Nýfundna- lands og hefur nú sætzt á að bíða úrskurðar hæstaréttar um lög- lega afgreiðslu málsins, áður en farið verður fram á við Breta, að stjórnarskráin verði afhent Kanadamönnum. Pierre Trudeau kom fyrst fram á sjónarsviðið í kandadísk- um stjórnmálum árið 1965. Hann var þá ungur, áberandi, frönskumælandi menningarviti frá Quebec, sem sá, að eitthvað varð að gera til að koma í veg fyrir, að óánægja frönskumæl- andi Quebec-búa yrði svo mikil, að einingu Kanada yrði stofnað alvarlega í hættu. Hann var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins þremur árum síðar. Flokkurinn vann stórsigur undir hans forystu í kosningum í júní 1968 og hlaut meirihluta á þingi. Trudeau naut mjög mikilla persónulegra vinsælda. Hann þótti hreinskiptinn, orðheppinn og ákveðinn, og ekki sakaði að hann var piparsveinn með rauða rós í hnappagatinu. Hann var kjörinn til að rækja einingu Kanada og eitt af hans fyrstu verkum í forsæti var að semja lög um jafnrétti enskrar og franskrar tungu. Meirihluti Frjálslynda flokksins í þinginu tryggði honum samþykkt lag- anna. Nú eru vegaskilti og allar aðrar leiðbeiningar í Kanada á báðum málunum, ríkisstarfs- menn eiga að vera færir á báðar tungum, en stór hluti Quebec- búa er enn óánægður, pg sjálf- stæðishreyfingin þar er sterk. Trudeau þótti fljótt helzt til ósveigjanlegur og gjarn á tillög- ur, sem juku völd alríkisstjórn- arinnar á kostnað fylkisstjórn- anna. Skattar voru hækkaðir til að bera kostnað af félagsumbót- um, sem stjórn Trudeaus beitti sér fyrir. Aðeins fjórir mánuðir voru liðnir frá stórsigri Tru- deaus, þegar Claude Ryan gagn- rýndi stefnu hans í leiðara í Montreal-blaðinu „Le Devoir" og sagði, að Trudeau hefði lokað augunum fyrir sérstöðu Que- bec-fylkis og þröngvaði fylkinu með nýjum skattlagningum til þátttöku í alríkisáætlunum, sem lítill áhugi væri á í fylkinu. Vincent Prince skrifaði leiðara í Montreal-blaðið „La Presse" fyrir kosningarnar 1972 um frammistöðu Trudeaus á fyrsta kjörtímabili hans. Hann hrósaði Trudeau fyrir frammistöðuna í efnahags- og utanríksmálum, en gagnrýndi hæfni hans til að sameina þjóðina. Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í kosningunum, en sat afram í minnihlutastjórn. Pierre Trudeau. Flokkurinn naut mjög lítils fylg- is í fylkjunum vestan við Ontar- io, og augljós gjá hafði myndast milli austur- og vesturhluta landsins. Vesturfylkin eru fyrst og fremst landbúnaðarfylki, en olíulindir, sem hafa fundizt þar í jörðu, hafa magnað enn muninn á vandamálum þeirra og fylkj- anna við Atlantshafið, frönsku- mælandi Quebec og iðnaðarfylk- isins Ontario. Alberta býr yfir mestri olíu og vill gjarnan njóta hennar til hins ýtrasta. Trudeau reitti því marga til reiði árið 1973, þegar hann setti útflutn- ingstolla, sem runnu beint í vasa alríkisstjórnarinnar í Ottawa, á kanadíska olíu. Hann tryggði þannig öllum Kanadamönnum lágt olíuverð heima fyrir, en erlendar þjóðir nutu ekki lengur gjafverðs á kanadískri olíu. Margir gagnrýndu Trudeau fyrir að ganga of langt í afskiptum ríkisins af olíuframleiðslu, og íbúum Alberta sveið, að þeir nutu lítil góðs af verðhækkun- um. Stjórn Trudeaus féll í kosning- unum 1978 og minni hluta stjórn Ihaldsflokksins sat í tvö ár undir forsæti Joe Clarks frá Alberta. Trudeau sagði eftir ósigurinn, að pólitískum ferli sínum væri lok- ið. Hann leiddi þó Frjálslynda flokkinn til sigurs í kosningun- um 1980. Kosningar stóðu þá fyrir dyrum í Quebec um sjálf- stæði fylkisins, og Trudeau vildi gera sitt til að koma í veg fyrir sigur sjálfstæðishreyfingarinnar þar. Hann gerði stjórnarskrána að kosningamáli í þingkosning- unum, en margir telja að hann vilji gjarnan enda stjórnmála- feril sinn á því að fá stjórnar- skrána heim. Kanada hlaut sjálfstæði 1867, en heyrir þó enn undir krúnu Bretlandsdrottningar. Þráttað hefur verið um stjórnarskrána í yfir hálfa öld, en allar fylkis- stjórnirnar og alríkisstjórnin í Ottawa hafa aldrei náð sam- komulagi um að fá hana heim. Trudeau vill, að brezka þingið samþykki viðbótartillögur við stjórnarskrána, áður en hún verði afhent Kanadamönnum. Margir óttast, að þessar tillögur muni auka enn völd alríkis- stjórnarinnar á kostnað fylkis- stjórnanna. Þær eru annars veg- ar klausa um réttindi borgar- anna og hins vegar lagabókstaf- ur um samþykkt breytingartil- lagna á stjórnarskránni. Meðal réttindanna, sem borgurunum er tryggður, er t.d. réttur ensku- mælandi íbúa Quebec á kennslu á ensku- og frönskumælandi íbúa Kanada annars staðar í landinu á kennslu á frönsku. Fylkisstjórnunum þykir alríkis- stjórnin teygja sig þarna sem í fleiri málum of langt inn á valdsvið sitt og fella sig því ekki við viðbótartillögur Trudeaus. Trudeau tók stjórnarskrár- málið alveg í sínar hendur í vetur, eftir að fundur, sem hald- inn var í september með fylkis- stjórunum um stjórnarskrár- málið, leystist upp án nokkurrar niðurstöðu. Flokkur hans sam- þykkti í þinginu að fara fram á við Breta, að stjórnarskráin yrði send heim með viðbótartillögun- um, en sex fylki af tíu kærðu ákvörðun stjórnarinnar fyrir dómstólum og sögðu, að hún færi ólöglega að. Trudeau sagði í þinginu, að stjórnarskráin væri pólitískt mál en ekki lögfræði- legt, en féllst þó á að bíða dóms hæstaréttar, þegar dómstóllinn í Nýfundnalandi dæmdi, að ein- hliða ákvörðun alríkisstjórnar- innar væri ólögleg. Dómstóllinn í Manitoba hafði áður dæmt aðgerðir stjórnarinn- ar löglegár, en málinu var þar áfrýjað til hæstaréttar. Hæsti- réttur tekur málið fyrir í lok apríl, en úrskurður mun varla liggja fyrir fyrr en í júnímánuði. Akvörðun Pierre Trudeaus um að bíða úrskurðar hæstaréttar virðist gera vonii hans um að fá stjórnarskrána heim fyrir 1. júlí nú í ár að engu. Ákvörðunin kann einnig að gera úti um vonir hans um að fá stjórnarskrána heim í stjórnartíð sinni, þar sem hann héfur sagzt ætla að láta málið niður falla, ef hæstiréttur ákveður, að fylkisstjórnirnar og alríkisstjórnin verði að vera ein- huga um að fá stjórnarskrána heim, þegar loks verður farið fram á fullt sjálfstæði fyrir Kanada. ab Haraldur Ilaraldsson. stjórnarformaður Kreditkorta hf.: Hvor skrökvar - önund- ur eða Indriði? Að undanförnu hefur staðiðyfir deila milli lítillar bensínsölustöðv- ar að Kópavogsbraut 115 K. og OLÍS (vegna þrýstings frá hinum hluta olíumafíunnar). Fyrirtækið Kreditkort h/f, EUROCARD-umboðið á íslandi, hefur flækst inní þessa sérstæðu deilu — þar sem frelsi einstakl- ings er brotið á bak aftur af „olíumafíunni" og þar kem ég inn í málið sem stjórnarformaður þessa fyrirtækis. Ég rek nú í fáum orðum hvað um er að ræða í deilu þessari — og væri kærkomið að „mafíu“for- stjórarnir allir kæmu sér saman um svar sem gilti fyrir þá alla — eins og allt sem fram fer hjá þeim þríhöfðum. Hver eða hverjir hringdu í Morgcsn m Kdne louís Masterson HELKULDI ÁNORÐURSLOÐ Onund forstjóra OLÍS og kröfðust af Önundi tafarlausrar stöðvunar sölu á bensíni út á kreditkort hjá hensínsölunni að Kópavogsbraut 115? (Það skyldi nú ekki vera að bönd beindust að Indriða Pálssyni (Shell) og Vilhjálmi Jónssyni (Esso), ef þeir neita — þá lýgur Önundur — þó skai það tekið fram að öll mín kynni af Önundi í leik og starfi eru þannig að ég rengi hann ekki.. í Mbl. 29. apríl, bls. 17, er viðtal við Indriða Pálsson — ■ og segir hann að lokum „að olíufélögin hefðu á sínum tíma orðið sam- mála um að hætta kreditkorta- viðskiptum, þó ekki kannaðist hann við að sérstakt samkomulag þar að lútandi væri í gildi. Önundur sagði hinsvegar við Morgan Kane ÚT ER komin 26. hókin í hóka- flokknum um Morgan Kane lög- regluforingja. Bókin nefnist Ilelkuldi á norðurslóð. Útgefandi er Prenthúsið. Morgan Kane er á ferð í Norð- ur-Dakota veturinn 1885. Kane hafði alltaf hugsað sér helvíti sem mjög heitan stað, þangað til hann kom til Norður-Dakota, eins og segir á kápusíðu. mig í samtali þ. 15. apríl: „olíufé- lögin starfa eftir ákveðnum regl- um sín á milli og í þeim er meðal annars skýrt ákvæði um láns- viðskipti", einnig skal vísað til bréfs Önundar til Biðskýlisins Kópavogsbraut 115, dags. 24. apríl 1981. Þar segir: „... að um svo umfangsmikla starfsemi verða að gilda samræmdar reglur í sam- bandi við sölu, og hefur svo jafnan verið." Hver lýgur og hversvegna — er samkomulag eða ekki um láns- viðskipti? Önnur tilvitnun í sama bréf: „Að endingu skal tekið fram, að staðgreiðsluviðskipti með bensín fara fram á öllum bensínstöðvum Olís í Reykjavík og nágrenni og standa öllum heimil." Hér er rangt farið með stað- reyndir — og þar að auki fara bensínviðskipti á landsbyggðinni fram meira eða minna í gegn um lánsviðskipti sem mánaðarvið- skipti — þessa staðhæfingu mína get ég sannað hvenær sem er — en „mafíu“stjórarnir stinga hausnum í sandinn og segja: „sé þessu þannig varið þá er það án okkar vitundar og brýtur í bága við samkomulag okkar". Eftir samtöl og lestur skrifa ykkar, „einkaframtaksforstjórar", efast ég um hæfni ykkar — þið ættuð að fá starf sem forstjórar ÁTVR, það hæfir ykkur — með Vilhjálmi Jónssyni forstjóra Esso. Honum er vorkunn þar sem hann er forstjóri einokunarfyrirtækis innan annars af svipaðri tegund þannig að honum líður vel með að geta svínbeygt ykkur „einka- framtaksforstjórana." Lokaorð: Þið „einkaframtaks- forstjórar" fullyrðið um slæma reynslu kreditkortaviðskipta — það er engin furða að þið gerið slíkt því þar styður haltur blindan — Ilvað vitið þið um kreditkorta- starfsemi? Svar mitt fyrirfram er ekkert! en þið vitið vel hvernig ekki á að reka kreditkortastarf- semi. Hefur annarhvor ykkar haft svo lítið við að biðja um upplýsingar og annan fróðleik um starfsemi Kreditkorta hf. — sem byggð er á þrautreyndum erlendum aðferð- um um starfsemi þessa, þið voruð ekki með rekstur á kreditkortum — heldur illa uppbyggt inn- heimtukerfi sem fór úr böndum. Enn frekar skýtur það skökku við að þið „einkaframtaksforstjór- arnir" ætlið að bregða fæti fyrir þá einstaklinga sem hafa gefið sér tíma til að skoða kerfi okkar og hafa skrifað undir samninga við okkur um að láta okkur annast innheimtu samkvæmt okkar kerfi, leyfið þeim að vinna eins og þeim finnst skynsamlegt — og sitjið þið í musteri einokunar ykkar og látið fólk hafa andúð á ykkur eins og alltaf er haft á valdníðingum. Við viljum að þeir sem trausts eru verðir séu trausts aðnjótandi, við viljum bensínviðskipti í Reykjavík og nágr. með lána- möguleikum eins og aðrir lands- menn hafa — hvort sem það er í gegnum viðskipti við Kreditkort hf. eða ekki, við erum bara að bjóða uppá það sem reynslan hefur sýnt og sannað fullkomna þjónustu — fyrir neytanda og seljanda. SUÐURNESJA— Voitagjöld fjármagna feröakigin að hluta SÍE3Fa MlMahold I lilefni I. maí I^gplp „Sennilega blasir við að bæimir verði að sameinast fljótlega“ psi fes KgitsPi á&CBXttgræirsa: " ^ ' I mb** Suðurnesjapóstur- inn, nýtt blað NÝTT blað, Suðurnesjapóstur- inn, hefur göngu sina i dag. Suðurnesjapósturinn er frjálst og óháð fréttablað eins og segir i blaðhaus og er ætlunin að hann komi út hálfsmánaðarlcga. í ritstjórn blaðsins eru Jón Ólafsson, Sandgerði, Arnór Ragn- arsson, Garði og Páll Vilhjálms- son, Keflavík og eru þeir jafn- framt ábyrgðarmenn. í forystugrein segja þremenn- ingarnir að blaðið muni kappkosta að verða með fréttir úr ölium byggðakjörnum á Suðurnesjum svo og mál sem hátt ber á Suðurnesjum. Ennfremur verði fjallað um Iandsmálin eftir því sem tilefni gefast til. Fyrsta blaðið, sem kemur út í dag, er 10 síður að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.