Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur 3. maí Bls. 33—64 Texti Einar Gunnlaugsson / Myndir Guðmundur Sigurbergsson o.fl. — Sagt frá ævintýralegum ferjuflútmiiLgum yfir firði og jökulfljót á leiðinni til Hornafiarðar fyrir 20 árum ■ ' V : *««$>« í miðri Jokulsá á Breiðamerkursandi, jökullinn í baksýn. Nokkurra tíma ferða- lag tók þá marga daga llornafirði. 10. apríl. NÚ ÞEGAR nær dregur sumri og landsmenn fara að hugsa um og undirbúa ferðalög sumarsins er ekki úr vegi að rifja það upp hvernig ferðamáti tíðkaðist hjá þeim er þurftu að fara sunnan jökla fyrir 20 árum. Skaftafellssýslurnar báðar voru þá erfiðasti kafli leiðarinnar frá Rcykjavik að Höfn i Hornafirði og er þá að sjálfsögðu átt við þau óteljandi fljót og ár, sem yfir þurfti að fara. Á þessum árum voru brýr það fáar á þessari leið að telja mátti þær á fingrum annarrar handar. í dag er þessi leið hins vegar ekin á 5—8 klukkustundum, en í þessum pistli verður hins vegar rifjuð upp ferð frá Reykjavik til Hafnar, sem tók f jóra daga. Jón Pálsson, 22 árum eftir að vörubíllinn var ferjaður yfir Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. í apríl árið 1959 keypti Jón Pálsson í Bjarnanesi í Hornafirði nýja vörubifreið í Reykjavík og fór Jón með flugvél suður til að sækja bifreiðina. Jón Sveinsson, núver- andi forstjóri í Stálvík, teiknaði bílpallinn og er lokið var við að smíða hann var haldið austur á bóginn. Daginn áður en Jón lagði af stað hitti hann Guðmund og Árna Sigurbergssyni frá Svína- felli í Nesjum, en báðir voru þeir þaulvanir fljótamenn, fæddir og uppaldir á bökkum Hornafjarðar- fljóts. Er Guðmundur heyrði, að Jón ætlaði að fara einn austur með bifreiðina, tók hann ekki annað í mál en að fara með honum austur og varð það úr. I fyrsta áfanga var ekið sem leið liggur frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal, enda sú leið greiðfær. Næsta dag var haldið áfram frá Vík, en þeir félagar höfðu fregnað að flutningabílar frá Vík hefðu daginn áður farið austur að Fagurhólsmýri í Öræfum og að þeir myndu væntanlegir til baka þennan dag. Bíistjórana hittu þeir síðan á Kirkjubæjarklaustri og sögðu þeir, að engu hefði mátt muna þegar þeir fóru um Blautu- kvísl, en að öðru leyti væri leiðin þokkaleg. Ekki vildu Víkurbílstjórarnir letja þá félaga í að halda áfram, en mæltu með því, að þeir hefðu bíl með í förinni til aðstoðar. Slíkan bíl var ekki að finna á Kirkjubæjarklaustri og var því hætt við það vegna kostnaðar. Þess í stað fékk Jón lánað talsíma- tæki og stauraskó og ætluðu þeir að nota símann með því að klifra upp í símastaur og tengja símann við símaiínuna og hringja í Klaustur ef til þess kæmi, að þeir þyrftu á aðstoð að halda. Ferðin austur að Blautukvísl gekk vel, en er þeir voru næstum komnir yfir hana festist bíllinn í sandbleytu. Þó var festan ekki meiri en svo, að þeir náðu í grjót og púkkuðu undir hjólin. Þannig mjökuðu þeir bílnum hægt og sígandi upp á bakkann austan megin. Áfram var haldið austur á bóginn. Skeiðará var ekki erfið og lítið var í Gígjukvísl. Að Svínafelli var komið um klukkan 20. Á þriðja degi ferðarinnar var svo haldið frá Svínafelli áleiðis austur. Nú þurfti að fara yfir Fjallsá og Breiðá, en á þessum árum runnu þær ekki saman þar sem farið var yfir eins og þær gera nú. Fjallsá var oftast erfiðari yfir að fara þar sem hún rann um þrengri farveg, en Breiðá breiddi meira úr sér og var ágæt yfirferðar og gekk sæmilega að komast yfir þær báðar. Nú var komið að mesta farar- tálmanum á leiðinni frá Reykjavík til Hornafjarðar, Jökulsá á Breiðamerkursandi. Reynsla Guð- mundar í því að fleyta bíl yfir fljótið kom nú að góðu gagni, en árið 1956 hafði hann, ásamt Gísla bróður sínum, fleytt vörubíl yfir. Það var gert á þann hátt, að á staura var stagað 200 lítra olíu- tunnum og þannig var búinn til flotprammi fyrir bílinn. Það gekk allt að óskum og nú skyldi sama aðferð notuð. FERJA ÚR 26 TUNNUM, 4 ELDSNEYTISTÖNKUM OG 200 STAURUM Jón og Guðmundur fóru sjálfir yfir fljótið og austur að Svínafelli, en bíllinn var skilinn eftir á vesturbakkanum. Gísli, bróðir Guðmundar, bauðst til að fara með þeim Jóni og Guðmundi daginn eftir og skyldi þá um leið safnað saman staurum og olíu- tunnum á bæjum á leiðinni. Dag- inn eftir var svo haldið af stað og á bæjum í Suðursveit fengu þeir þær tunnur, sem nota þurfti ásamt staurum. Er aftur var komið að Jökulsá var öllu efninu fleytt yfir og byrjað að útbúa flotpramma fyrir bílinn. Svo heppilega vildi til, að við bakkann að vestanverðu voru fjórir stórir flugvélaeldsneytistankar, sem Vegagerðin hafði til umráða og hafði notað til að fleyta yfir ána ýmsum tækjum og búnaði. Stjórnuðu þeir bræður frá Svínafelli í Nesjum byggingu prammans þar sem þeir höfðu reynslu í slíku, en sér til aðstoðar höfðu þeir nokkra ágætis menn úr nærliggjandi sveitum. Byrjað var að koma fyrir flotum á framhluta bílsins og hverjum staurnum af öðrum var síðan komið fyrir undir bílnum ásamt tunnum. Var bíln- um hnikað út í ána smátt og smátt þar til pramminn var fullgerður og bíllinn kominn á flot. Þess má geta, að vörubíllinn var 6—7 tonn að þyngd. Auk stauranna voru notaðar um 26 tunnur, 200 iítra hver, ásamt' flugvélatönkunum fjórum, og flaut bíllinn mjög vel á þessu. Þessu næst var róið yfir fljótið á bátsskel og vírinn sóttur í dráttar- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.