Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981
COSPER
Strákurinn þinn ei eyminjíi.
Ilann öskrar þe>?ar hann fær spark í magann!
ást er...
... að blaðra og
lofa endalaust.
TM Rao U.S. Pal Off — aH rtghts rnarvat)
• 198 f Los Angetes Times Syndicate
I>ú ert sláandi líkur honum
pahba mínum sálu^a. aut;na-
bliki áður en mamma skaut'-
ann!
HÖGNI HREKKVÍSI
/a-afC ino
MeN.>tht Hymé.. lac.
„HANA/ Miítf Ab miT'i MueKH/IIUM!"
Brunavarnir a
V estmannsvatni
Ólafur o(í Pétur sumarbúða-
stjórar á Vestmannsvatni skrifa:
„í Velvakandadálki laugardag-
inn 25. apríl sl. spurði „ein, sem
viil byrgja brunninn áður er
barnið er dottið ofan í“ um það,
hvernig háttað sér brunavörnum
hjá þeim félagasamtökum, sem
reka sumardvalarheimili fyrir
börn. Henni sé kunnugt um það,
að sums staðar hafi þessum mál-
um verið áfátt. Það megi ekki
taka neina áhættu. Síðan vonast
hún eftir svari forsvarsmanna
helztu féiagasamtaka við fyrir-
spurn sinni.
Við viljum byrja á að þakka
konu þessari fyrir spurningu
hennar. Er gott til þess að vita, að
starfsemi sem þessari sé gaumur
gefinn. Og er spurning þessi fram
borin af kærleika, þar sem aðhald
í þessum efnum sem öðrum er
nauðsynlegt.
Við munum að sjálfsögðu að-
eins svara fyrir þann stað, sem
við veitum forstöðu, og væntum
einnig, að aðrir svari fyrir sig.
Samtengdir
reykskynjarar
Á Vestmannsvatni í Aðaldal
rekur ÆSK (Æskulýðsstarf kirkj-
unnar í Hólastifti) sumarbúðir
fyrir unga jafnt sem aldna. í
svefnskálanum eru 2 svefnálmur.
Er gengið úr sameiginlegu holi
inn á sitt hvorn ganginn. Bruna-
hurðir eru í sitt hvorri álmunni,
auk þess sem aðaldyrnar eru inn í
holið. Er því um þrjá útganga að
ræða. Á báðum göngunum eru
reykskynjarar, sem tengjast þeim
þriðja inn í sameiginlega holið.
Eru þeir því allir samtengdir. Og
kæmi upp eldur í annarri hvorri
Um brunavarnir á
sumardvalarheimilum
Ein nem vill byrgja brunninn
*öur en barnið er dottlA ofan I
hrmgdi og hafAi eftirfarandi aA
segja: — Mig langar til aA beina
peirri fynrspurn til þeirra félaga-
samtaka sem reka sumardvalar-
heimili fyrir börn hvernig háttað sé
brunavðrnum á viðkomandi heimii-
um. Mér er kunnugt um að sums
staðar hefur þessum málum verið
áfátt á ýmsum sviAum, en þarna
megum viA ekki taka neina áhættu
Eg vonast eftir svari forsvarsmanna
helstu félagasamtakanna við fyrir-
svefnálmunni eða holi, þá færu
þeir allir af stað. Slökkvitæki er á
hvorum gangi og í holi. Þá sefur
starfsmaður í herbergi, sem er
innaf holinu og er mjög miðsvæð-
is, þ.a. hann heyrir allan umgang
og hávaða, þar sem hann sefur við
opnar dyr fram í holið. Kranar
eru á sitt hvorum gangi til að taka
vatn úr, auk þess sem handlaug er
í hverju herbergi. Hitað er upp
með rafmagni og er ýlir sem
heyrist í ef óeðlilegur hiti verður í
rafmagnstöflu.
Samfélagið helzt
í ge>?num bænina
En einn er sá þáttur sem ekki er
í fyrirmælum neins brunaeftir-
lits. En sá er að foreldrar barn-
anna inna af hendi heima fyrir-
bænastarfið. Við sem höfum
starfað við sumarbúðir, vitum og
höfum fundið, að það er beðið
fyrir starfinu. Að beðið er um, að
Guð vaki yfir sumarbúðastarfinu
og veiti því blessun sína. Enda
hefur þetta sumarbúðastarf geng-
ið algjörlega áfallalaust. Erum
við þess fullvissir, að það er m.a.
þessu fyrirbænastarfi að þakka.
Við vitum einnig, að margir
foreldrar kenna börnum sínum
bænir heima á kvöldin. En það er
ekki síður ástæða fyrir foreldra
að biðja fyrir börnum sínum,
þegar þau eru fjarri þeim. Sam-
félagið helzt í gegnum bænina.
Viljum við nota þetta tækifæri
til þess að þakka þetta fyrirbæna-
starf, sumarbúðastarfinu til
blessunar.
Ekki er ráð ...
„Ein sem vill byrja brunninn
áður er barnið er dottið ofan í“
ætti því að geta hringt óhrædd í
Stínu æskulýðsfulltrúa á Akur-
eyri í síma 24873 og pantað dvöl
fyrir barn sitt. Innritun er hafin
og ekki er ráð nema í tíma sé
tekið.“
Fáránlegasta út
varpsefni ársins
M.Ó. skrifar:
Sl. sunnudagsmorgun flaug
mér í hug, að í kyrrþey hafi
farið fram keppni um fárán-
legasta útvarpsefni ársins og að
ég væri að hlusta á sigurvegar-
ann sjálfan.
Líklega hefur einungis starfs-
fólk dagskrárdeildar tekið þátt í
keppninni og skemmt sér kon-
unglega. Ég sé mannskapinn
fyrir mér stinga upp á hverju
atriðinu öðru fáránlegra, þar til
ein tillagan, eitthvað á þessa
leið, slær öllum öðrum við og er
samþykkt:
Iivílík vonbrigði
Fyrir tuttugu og eitthvað ár-
um voru fjórar kommakellingar
i nokkra daga í Rússlandi og nú,
árið 1981, vill ein þeirra segja
þjóðinni ferðasöguna. Og sú
ætlar heldur betur að leysa frá
skjóðunni. Hún sá með eigin
augum hersýningu 1. maí og
sælgætisverksmiðju og fjós og
annað hvort málverkasýningu
eða ballet. Og hún er til í að
segja frá öllu, meira að segja
því, að sælgætið var „snyrtilega
innpakkað" og að ættartöflur
kúnna voru við hvern bás. Og
fangelsismálin, maður. Ekkert
verður dregið undan um dýflyss-
ur Péturs mikla og strax á eftir
kemur æsispennandi kafli um
rússnesk kvenfélög frá sjónar-
miði túlksins, Heienu. Yfir öllu
svífur svo þessi ekta rússneski
friður, sem engan á sinn líka.
Erindinu lýkur með samanburði
við löndin vestan tjalds. Ekki
voru ferðalangarnir fyrr komnir
í velferðarríkið Danmörku, en
burðarkallarnir heimtuðu pen-
inga fyrir að bera ferðatöskur
þeirra með sælgætisafgöngum
úr verksmiðjunni o.fl. Hvílík
vonbrigði!
Skiptir ekki öllu máli
Auðvitað er ekki víst, að ákvörð-
un um útvarpserindi þetta hafi
verið tekjn með framangreindum
hætti, en það skiptir ekki öllu máli.
Aðalatriðið er, að við fengum að
heyra erindi í þessum dúr. Oneitan-
lega væri samt gaman að vita með
vissu, hvaða útvarpsmaður hafi
hugmyndaflug til að gleðja þjóðina
með svona erindi fyrsta sunnudag í
sumri.“