Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981
55
Á nýafstöðnu náttúruverndar-
þingi var mikið rætt um óhelgi
útivistarsvæða í þéttbýli, þar
sem nú virðist færast mjög í
vöxt.að ráðamenn grípi umsvifa-
laust til þeirra ef þá vantaði lóð
undir byggingar. I Reykjavík er
verið að taka opin svæði ætluð
til útivistar undir hverfi íbúðar-
bygginga, en annars staðar hafði
einstökum byggingum verið
dembt þar niður, svo sem kirkju
í Hafnarfirði og elliheimili í
Keflavík. Varð þá Hilmari
Bjarnasyni frá Eskifirði að orði:
Börnum á að bera mjólk
á barnaheimilunum.
En best er guð og gamalt fólk
geymt í skrúðgörðunum.
Leirlistamaður
bætist i hópinn
Margur listamaður og hag-
leiksmaðurinn býr til muni sem
eru á boðstólum íslenskum
heimilisiðnaði. Það hefur verið
siður þar á bæ að kynna á hverju
ári sérstaklega listafólk, sem
starfar fyrir verzlunina. Nýr
listamaður hefur nú bætzt í
hópinn, leirlistamaðurinn Borg-
hildur Óskarsdóttir og er hún
Leirlistamaðurinn Borghildur
Óskarsdóttir.
kynnt með sýningu í verzluninni
í Hafnarstræti 3 á venjulegum
opnunartíma.
Borghildur stundaði mynd-
listanám og þá sérstaklega kera-
miknám í Edinburgh College of
Art, eftir að hafa verið hér
heima við nám í Myndlista- og
handíðaskólanum og Myndlist-
arskólanum í Reykjavík. Síðan
hefur hún kennt bæði í almenn-
um skóla og Myndlistarskólan-
Hagyrðingurinn Hilmar
Bjarnason frá Eskifirði.
um í Reykjavík, og nýlega komið
sér upp keramikverkstæði í
gamalþekktu húsnæði við Berg-
staðastræti þar sem Glit var
lengi. Er þess skemmst að minn-
ast að hún var ein af íslenzku
listakonunum, sem tóku þátt í
listsýningu Norðurlandakvenna
á Kjarvalsstöðum. Vinnur sem-
sagt í margvíslegt efni.
Best geymd í
skrúðgarðinum
ft'lk f
fréttum
Milli
manns
og hests
Biskupinn okkar, sr. Sigur-
björn Einarsson, fer að hætta
störfum og hefur verið nokkuð í
sviðsljósinu að undanförnu.
Þessi skemmtilega mynd af hon-
um var í „Hestinum okkar" með
grein sem hann skrifaði um
hann Krumma sinn, sem hann
átti þegar hann var ungur mað-
ur á Breiðabólstað. Þetta hafði
verið mikill villingur, og fyrri
eigendur löngu gefist upp á að
tjónka við hann. En þeir sr.
Sigurbjörn urðu miklir mátar og
lýsir biskup sérkennilegum og
nærfærnum samskiptum þeirra
Krumma. Þessi lýsing sr. Sigur-
bjarnar á samskiptum manns og
hests á við myndina: „Af göml-
um og grónum vana (eða sér og
mér til skemmtunar?) tók hann
jafnan nokkur hröð og tígullega
dansspor, þegar ég kom með
hnakkinn sinn. En brátt gaf
hann mér til kynna, að nú vildi
hann fá hnakkinn. En áður en ég
færi á bak vildi hann líka sýna
mér, að þetta væri gagnkvæmt
samkomulag okkar á milli og
engin nauðungarskylda frá hans
hálfu. Ég leyfði honum að leika
listir sínar og spjallaði við hann
á meðan. Og þegar hans stund
var komin tók hann snöggt
viðbragð, reisti makkann, stóð
eins og hann hefði verið lostinn
og sló makkanum utan um mig
og þrýsti fast. Engan hest hefi
ég séð eða vitað gera þetta með
líkum tilburðum. Því miður er
ekki til nema ein ófullkomin
mynd af okkur saman í þessum
sporum. Það kemur ekki fram til
hlítar á henni hvernig hann fór
að mér, þegar hann var að bjóða
mig veikominn á bak sitt. Ég
veit ekki hvað hann hefði getað
unað lengi í slíkum faðmlögum,
því það var alltaf ég, sem sleit
atlotunum, aldrei hann. Og þá
tók hann því með gleði að ég færi
á bak. Þegar við héldum af stað
lék hann við mig á hverja lund
og naut þess finnanlega að
skynja, hvernig mér leið og hvað
ég vildi. Hann var eins og hugur
minn.“
En sr. Sigurbjörn lýsir líka
þeim tveimur skiptum, sem
Krummi gleymdi sér í galsa eða
fornar tiltekjur hlupu í hann
óvart. Tvisvar var hann hætt
kominn á Krumma, allsendis
óvænt í bæði skiptin og hann
óviðbúinn en í bæði skiptin
bjargaði hann honum úr háskan-
um jafn snarlega og hann stofn-
aði til hans. I annað skiptið,
þegar Krummi hafði áttað sig og
tók nærri sér hvað hann hafði
gert, „var þéttur og heitur makk-
inn hans þegar hann 'þrýsti
honum utan um mig þarna í
myrkrinu, titrandi allur eftir
átökin og geðshræringuna,"
skrifar biskup. „Og hlý var
snoppan hans í lófa mínum og
við vanga minn. Ég held að
honum hefði ekki leiðst, þótt að
við hefðum staðið þarna og
kjassað hvor annan lengi næt-
ur.“
Frækinn
sem
for-
maður
Maðurinn í fréttunum í liðinni
viku er án efa Ágúst Guð-
mundsson, sem þreytti sund
milli eyja, sér og öðrum til
bjargar, eins og fornmaður í
Islendingasögu. Hefur hann þar
óvænt fengið smjörþefinn af því
efni, sem hann var einmitt að
snusa af í þessari ferð, kjörum
og afrekum Gísla Súrssonar og
hvernig megi þau sýna á kvik-
myndatjaldinu. En í sögunni
bjargar Gísli sér á sundi undan
Berki digra eftir bardagann í
Hergilsey og kemst undan.
Þótti það dágott afrek, ekki
síst fyrir særðan mann, en spjóti
var varpað á eftir Gísla. Nú á
Arnar Jónsson að leika afrekið
eftir fyrir kvikmynd þá, sem
Ágúst er að gera, og mun hann
hafa verið að athuga aðstæður.
Getur varla hafa gert það betur
en að reyna straumþungan sjó
Breiðafjarðar á eigin skrokki.
Kvikmyndun á Gísla sögu
Súrssonar er í fulium gangi,
vetraratriðin hafa þegar verið
tekin, og í sumar verður kvik-
myndað í Hítardal, úti í Breiða-
firði og í Geirþjófsfirði. Fara
þeir kvikmyndagerðarmennirnir
Ágúst Guðmundsson, Sigurður
Kvikmvndagerðarmaðurinn
Ágúst Guðmundsson.
Sverrir Pálsson og Jón Her-
mannsson um með mikið lið,
20—40 manns að jafnaði, þar af
10 manna tæknilið. Verður það
lið sjálfsagt all mikilúðlegt, sem
fer um sveitir í sumar, því í lið
fornkappanna hefur verið safnað
skeggjuðum og þeim bannað að
skera hár sitt og skegg þar til
kvikmyndun er lokið í sumar.
Mæti maður úfnum og svo
skeggjuðum manni á götu að
varla sést í andlitið má því búast
við að þar fari kappar úr kvik-
myndaliði þeirra Ágústs.
Unnu saman að
fagurri bók
Þessi mynd birtist í menningar-
dálki Morgenavisen í Danmörku í
tilefni þess að taka á teikningar
frá 1947 eftir danska málarann
Asger Jorn og Pierre Weamer og
vefa þær í gobelinteppi í París. I
grein um Asger Jorn í blaðinu er
frá því skýrt að myndir hans fari
síhækkandi á markaðinum og séu
mjög eftirsóttar. Suður Evrópubú-
ar sækist eftir elstu myndunum
hans, en Norðurlandabúar mynd-
um eftir 1950. Blaðið birtir mynd
af Halldóri Laxness og Asger
Jorn, sem tekin var í St. Gallen í
Sviss upp úr 1970 þegar þeir voru
að vinna saman að bók. Én bókin
sem um ræðir mun vera Sagan af
brauðinu dýra eftir Halldór Lax-
ness, sem Asger Jorn mynd-
skreytti og þykir mikill dýrgripur.
Halldór Laxness og Asger Jorn.
Á bak við fréttirnar
Þeir eru venjulega ekki í fréttunum, þessir kappar, heldur miklu
fremur bak við fréttirnar. Þegar stendur undir fréttamynd hér í blaðinu
Rax eða Kristján, þá eru það þeir Kristján Einarsson eða Ragnar
Axelsson, sem mundað hafa myndavélina. Til myndatökuferðalaga nota
þeir iðulega nútímafararskjóta, á borð Við þessa tveggja sæta Cessnu,
sem þá er tekin á leigu. Ragnar hefur einkaflugmannspróf og eru því allir
loftvegir færir, og Kristán hefur tekið sóloflugpróf. Nú til dags þykir það
kannski ekki tíðindum sæta að ungir menn fljúgi um loftin í
myndatökuferðir. En það var það sannarlega, þegar elsti ljósmyndari
blaðsins, Ólafur K. Magnússon hóf störf upp úr 1950 og flaug vél af
K-Z-gerð, sem hann átti sjálfur til að taka myndir á héraðsmótum úti á
landi eða öðru fréttnæmj þeirra tíma. Þar var hann sannarlega
brautryðjandi.
Kristján Einarsson og Ragnar Axelsson