Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981
Hákon Aðalsteinsson á Húsa-
vík hefur beðið mig að flytja
frumvarp til laga um hvernig
eigi að yrkja kvæði. Eðlilega
þykir honum lítið til atómljóða
koma og kallar þau gjarna orða-
hrúgu. Efnisatriði frumvarpsins
eru á þá lund, að hvér maður,
sem reyni að yrkja kvæði, skuli
fara með vísu þessa sjö sinnum
og ef hann getur ekki þulið hana
reiprennandi eftir þessi sjö
skipti, skal hann annaðhvort
skipta yfir í óbundið mál með
skáldskap sinn eða leggja hann
af með öilu. Vísan er svona
(drottkvæð, aðalhent):
Viljiröu þekkur þylja
þjóðum boöskap í Ijóði,
gleðja heyranda geöi,
gylla með orðsins snilli
fléttaðu rími réttu,
raðaðu stuölum hraður.
Láttu hugljúfra hátta
hrynjanda undir dynja.
Eiríkur Eiríksson frá Dag-
verðargerði hefur ort hrynhendu
vegna frumvarps ríkisstjórnar-
innar um „verðlagsaðhald" o.fl,
en þar er m.a. talað um ársfjórð-
ungsleg meginmarkmið og að
verðlagsskrifstofunni sé rétt að
leggja lögbann við yfirvofandi
verðhækkun:
Nú með gleði hlýt ég hér
henda nokkrum línum.
Þú hefur, Andrés, yljað mér
enn með bögum þínum.
Finnst mér oft sem undurhljóð
andi gola í runni,
er ég heyri listaljóð
leika í þínum munni.
Víst það gæddi gróöur minn,
geislar ósum fínum
ef að greri arfinn þinn
í öllum beðum mínum.
Eigi er glötuö glóðin hlý
gleður hvötin fögur.
Vildi ég föt þín fara í
faldaskötumögur.
í Jæssum stökum Margrétar er
skírskotað til þess að Andrés H.
Valberg talaði um að hann vildi
gjarnan vera jurt og vaxa í
vísnagarði Margrétar. Orðið
faldaskötumögur er kenning,
væntaniega þannig hugsuð að
faldaskata sé kona og mögur
hennar eða sonur sé þá maður.
í síðasta Vísnaleik var vitlaust
farið með einn staf í limru
Jóhanns Hannessonar, sem ég
bið hann velvirðingar á. Rétt er
limran svona og miklu betri:
Ársfjórðungsleg meginmarkmiö
mótuö skulu þjóö til bóta.
Verðlagsaðhald víst má styrkja,
vildarhæö og bindiskyldu.
Lögbönnum skal lýöur hlíta,
lyfja rétt hjá yfirvöldum.
Bráölega mun breyskum refsaö
byrjun hugrenningasynda.
Það neitar því enginn að ölvun
hafi orsakað þjóðinni bölvun,
en hvað er hún á
viö ógæfu þá,
sem á eftir að stafa af tölvun?
Hér kemur önnur limra eftir
Jóhann:
í Vísnaleik fyrir skömmu orti
Andrés H. Valberg til Margrétar
Ólafsdóttur, sem oft hefur látið
til sín heyra í Vísnaleik. Margrét
hefur nú skrifað mér og sendir
Andrési eftirfarandi stökur:
Að í lýrik sé mikið um mjúkyröi
og mikiö í satírum fúkyrði
er víst til að hrósa,
en í vönduðum prósa
þá virðist mér hvorugt sé brúkyröi.
Margrét Ólafsdóttir hafði einu
sinni við orð vegna Vísnaleiks
þess stærsta sem nokkurn tíma
hefur birzt í blaðinu, og í honum
tómar limrur (oddhenda):
Andans flóð af írskri slóð
okkar þjóö nú bagar.
Ekkert Ijóö meö erlent blóö
okkar sjóöi lagar.
Ásgeir Einarsson skrifar mér
og segir, að betur fari á því að
hafa fyrri hlutann sem birtist í
síðasta vísnaleik sem botn. Þess
vegna hefur hann prjónað fram-
an við hann og yrði vísan þá
þannig:
Vetrarskuggar daga dimmra
draga niður gleðskapinn.
Einatt hefur Iftil limra
lífgaö upp á kveöskapinn.
Sigurjón Yngvason botnar
hins vegar:
Og glerhúsin í ftokki fimra
flikka upp á selskapinn.
Að þessu sinni leggur Margrét
Ólafsdóttir til fyrri hlutann og
verður hann þá þannig (dverg-
henda);
Kannast þær við karlagrobbiö
konurnar.
Ekki verður meira kveðið að
sinni.
Limran
Yngismær ein heitir Marta
sem var einatt um litblindu að kvarta.
Hún ól af sér þrisvar
sinnum tvívegis tvisvar:
Stundum tvíbura hvíta, oft svarta.
Halldór Blöndal.
Sýndar
rúmlega 70
auglýsinga-
kvikmyndir
ALÞJÓÐLEG auglýsingakvik-
myndahátíð var haldin í Laugar-
ásbíói sl. fimmtudag og var það
Auglýsingastofan hf. sem fyrir
henni stóð en auglýsingakvik-
myndahátíðin hefur verið árviss
atburður undanfarin átta ár.
Á hátíðinni voru sýndar 70
þeirra auglýsingamynda sem
hlutu viðurkenningu á kvik-
myndahátíðinni í Cannes 1980 en
þær voru valdar úr um 2000
auglýsingakvikmyndum fyrir
sjónvarp og kvikmyndahús. Áuk
þess voru sýndar í Laugarásbíói
nokkrar gamlar íslenzkar sjón-
varpskvikmyndir.
Við setningu hátíðarinnar hélt
Gísli B. Björnsson hjá Auglýs-
ingastofunni hf. stutta ræðu þar
sem hann fjallaði m.a. um störf
dómnefndarinnar í Cannes og við-
brögð auglýsingamanna við úrslit-
um keppninnar á siðasta ári en þá
ákvað dómnefndin að veita engri
myndanna fyrstu verðlaun. Þá vék
Gísli að því að nú á þessu ári hefði
Auglýsingastofan hf. starfað í full
tuttugu ár og fimmtán ár væru
liðin síðan hún gerði fyrstu ís-
lenzku sjónvarpsauglýsingakvik-
myndina en sú mynd var gerð
fyrir Herrahúsið.
Þá afhenti Gísli þessa fyrstu
íslenzku auglýsingamynd Erlendi
Sveinssyni forstöðumanni Kvik-
myndasafns Islands til varðveislu
og afhenti honum um leið 10.000
kr. að gjöf til stofnunarinnar er
hann óskaði að rynnu til skrán-
ingar sögu íslenzkrar auglýs-
ingakvikmyndagerðar.
Um 250 manns sóttu hátíðina og
voru það viðskiptavinir Auglýs-
ingastofunnar hf., fólk sem starf-
ar við auglýsingagerö, kvikmynda-
gerðarmenn og fleiri aðiljar er
tengjast auglýsingagerð.
SR á Siglufirði:
MAZDA eigendur
Komiö meö bllinn reglulega I skoðun á 10.000 kílómetra
fresti eins og framleiöandi Mazda mælir meö. í þessari
skoöun er billinn allur yfirfarinn og vélin stillt, þannig aö
benzíleyösla veröur I lágmarki. Þetta er mikilvægt atriði
meö stórhækkandi benzínveröi.
Athugiö ennfremur aó við önnumst alla smurþjónustu
fyrir Mazda blla. Allar skoóanir og viógeröir eru færóar I
þjónustubók, sem skal ætíó fylgja bilnum og er hún því
heimild um góöa umhiröu vió endursölu.
MAZDA eigendur
Látió sérþjálfaóa fagmenn Mazda verkstæóisins ann-
ast skoóanir og vióhald bilsins, þaö margborgar sig.
Leitiö upplýsinga og pantið tíma I símum 81225 og
81299.
Smiöshöfða 23, sími 812 99.
Lengri sumarfrí,
en verkamennirnir
halda vinnu sinni
Á TÍMABILI síðastliðinn vetur
var útlit fyrir að stór hópur
verkamanna hjá sildarverksmiðj-
um ríkisins í Siglufirði missti
atvinnu hjá fyrirtækinu i sumar.
Meginhluti hópsins var þó endur-
ráðinn fyrir tveimur mánuðum,
en nú um mánaðamótin áttu 8
verkamenn hjá SR að hætta
störfum hjá fyrirtækinu.
Nú hefur fyrirtækið hins vegar
tekið tilboði starfsmanna fyrir-
tækisins um að sumarleyfi verði
lengd um eina viku án launa hjá
verkamönnum SR, en í staöinn
haldi áttmenningarnir vinnu
sinni. Sumarleyfi iðnaðarmanna
hjá SR verða hins vegar eins og
lög gera ráð fyrir, en mikil
iðnaðarvinna er fyrirhuguð við
margvíslegar framkvæmdir hjá
SR í sumar.
FRJÁLS UM EVRÓPU
ÓTAKMARKAÐ FERÐALAG MEÐ JARNBRAUTUM í 30 DAGA
AUÐVITAÐ FER UNGT FOLK MEÐ URVAL
Noregur, Sviþjóð, Finnland, Danmörk, V Þyskalarvd, Holland, Belgía, Luxemborg, Austurriki, Ungverjaiand, Rúmenía,
Frakkland, Sviss, ttalia, Júgóslavia, Gríkkland, Portúgal, Spánn, Marokkó.
Brottfarir: 20., 27. maí -10., 24. júní - 8., 28. júlí - 5., 26. ágúst.
Innifalið: Flug fram og aftur Luxemburg.
Jámbrautarfarseðill og farfuglahandbók um Evrópu
mm
URVAL við Austurvoll 'Z 26900.