Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 47 okkur líst vel á hana. Hún klæöir velvaxnar stelpur meö fallega fætur. Þegar stuttu pilsin voru í tísku fyrir 10 árum síðan þá gengum viö í mjög stutt- um pilsum, en núna þá erum viö ekki svo djarfar og finnst þaö heldur ekki klæöa okkar aldur aö ganga í svo stuttum fatn- aöi enda þótt þaö komi fyrir.“ *?>- K Stutta tískan Bandaríski tískufröm- uðurinn Perry Ellis sagði nýlega í viðtali við tísku- ritið Vogue að föt ættu að vera þannig úr garði gerð að konum liði vei í þeim en þau ættu alls ekki að þurfa að vera konum áhyggjuefní. Það urðu samt margar konur áhyggjufullar, þegar sú frétt barst frá tískuheim- inum síðastliðið haust, að stutta tískan yrði alls ráðandi í sumar. Konur horfðu niður á misjafn- lega lögulega leggi sína og veltu vöngum yfir því hvort þær gætu gengið í pilsum sem næðu niður á mið læri. Þaö er nú kannski engin furöa þó aö konur hafi brugöist viö á þennan hátt, því aö margar þeirra hafa upplifaö stuttu tísk- una áöur meö öllum sín- um óþægindum og áhyggjuefnum. Hver man ekki eftir því hvernig þaö var aö lenda í vindhviöu og standa allt í einu á undirbuxunum þó þaö væri ekki nema í nokkrar sekúndur, því konur voru farnar aö venj- ast slíkum atburðum hér á þessu landi roks, elda og ísa og voru því snögg- ar aö kippa pilsunum niður. Þaö var líka áhyggjuefni aö ganga upp stiga, beygja sig niður eöa bara setjast í stól. Alltaf þurfti aö aögæta aö pils- iö gegndi hlutverki sínu. Læknar höföu megn- ustu óbeit á þessari tísku. Þótt úti væri kuldi og hörku frost, þá gengu stúlkurnar í pínu pilsun- um sínum enda þótt þær ættu á hættu aö fá sjúk- dóma eins og blöðru- eöa móðurlífsbólgur. Já, þaö var ekki tekið út meö sældinni aö tolla í tískunni í þá daga. Eftir að stutta tískan leiö undir lok hafa konur getaö veriö nokkuö áhyggju- lausar og látiö sér líöa vel í þægilegum og vel sniön- um fatnaði. En hvaö gerist svo. . . allt í einu er stutta tískan aö veröa aftur alls ráö- andi. Reyndar hefur hún núna þá kosti aö stuttar buxur og hnébuxur eru líka í tísku og auöveldar þaö konum aö fylgjast meö stuttu tískunni án þess aö veröa fyrir tilfinn- anlegum óþægindum. Þaö getur veriö aö hér hafi veriö dregin upp nokkuö ýkt mynd af því hve stutta tískan geröi konum lífiö leitt en hvaö segja konur um þessa tísku nú? Viö tókum nokkrar stuttklæddar konur tali, sem viö hitt- um á förnum vegi. Ásta Sóllilja Freysdótt- ir, menntaskólanemi. „Mér finnst stutta tísk- an skapa skemmtilega til- breytni. Ég var svo ung þegar pilsfaldurinn var síöast fyrir ofan hné þannig aö ég náöi því ekki aö prófa stuttu tísk- una. Ég býst viö því aö þaö séu aðallega ungar stelpur sem eigi eftir aö klæðast stuttu tískunni.“ Björg Kristjánsdóttir, afgreiðslustúlka í Utilíf. „Ég er hrifin af stuttu tískunni meöal annars vegna þess aö þetta er ódýr tíska. Þaö er til dæmis ódýrara aö kaupa sér einn kjól en einar buxur og peysu eöa blússu viö. Ef kalt er í veöri er hægt aö vera í þykkum sokkabuxum eöa í prjónakjól, því tel ég þessa tísku ekkert óhent- uga fyrir okkar veöurfar.“ Sigríður Hermanns- dóttir, verslunareig- andi. „Mér finnst þetta skemmtileg tíska og finnst alls ekkert óþægi- legt né þvingandi aö vera í svona stuttu pilsi. Hingað til hef ég aðallega veriö í þessum fatnaöi innandyra en þegar fer aö hlýna fer ég aö ganga í honum utanhúss líka.“ „Ég tel aö fólk sé almennt ekki búiö aö átta sig á stuttu tískunni. Ég hef veriö meö stutt pils til sölu hérna í búöinni en verið spurö aö því hvort þetta séu barnapils og þá á hve gamlar stelpur þau séu.“ Hildur Bachmann og Sigurbjörg Pétursdótt- ir. „Viö eigum eftir aö venjast stuttu tískunni, en að verða alls ráðandi hér í verslunum — úti á götu — inni skemmtistöðunum má sjá konur stuttum pilsum eöa buxum, því stutta ^ tískan heldur innreiö sína á íslandi eins og annars staöar í heiminum. Taxti: Hildur Einarsdóttir. Myndir: Emilía Björnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.