Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 51 Fjáröflunarsam- koma til styrkt- ar kristniboði Kristnihoðsflokkur KFIJM oK K í Reykjavík efnir næsta þriðjudag til árleKrar fjároflunarsamkomu sinn- ar. Hefst hún kl. 20.30 ok fer fram í húsi KFUM ojí K við Amtmanns- stítí. Á fjáröflunarsamkomu þessari verða seldar kökur og handunnir munir. Happdrætti verður einnig og rennur allur ágóðinn til starfsemi íslenskra kristniboða í Eþíópiu og Kenýa. Ingibjörg Ingvarsdóttir, sem ásamt manni sínum, Jónasi Þóris- syni, hefur í mörg ár verið i Eþíópíu við kristniboðsstörf, flytur kristni- boðsþátt og hjónin Hrönn Sigurðar- dóttir og Ragnar Gunnarsson, sem eru að búa sig undir kristniboðs- störf, tala á samkomunni. 4 daga vinnu- vika prentara í Kassagerðinni vy' IILUTI starfsmanna Kassagerðar Reykjavíkur hefur nú um tveggja vikna skeið unnið 1 daga 40 stunda vinnuviku. Ilér er um meðlimi í félagi bókagerðarmanna að ræða og vinna þeir mánudaga. þriðju- daga. miðvikudaga og fimmtudaga og eiga frí á föstudógum. Þeir hefja störf k). 7.30 og ljúka vinnu kl. 17.15. Fyrirkomulag þetta er til reynslu í 6 vikur. I viðtali við launþega í Mbl. í dag er raett við einn prentaranna og lýsir hann ánægju sinni með þetta nýja fyrirkomulag. „Fólki í framleiðslu- greinum fyrirtækisins var gefinn kostur á að vinna 4 daga vinnuviku til reynslu um sex vikna skeið. Við ætlum að sjá hvernig þetta kemur út. Að tilraun lokinni munum við setjast niður og ræða málin; kosti og galla þessa fyrirkomulags og síðan verður tekin ákvörðun um framhald. Vel er hugsanlegt, að fleiri starfs- menn fyrirtækisins kjósi að vinna 4 daga vinnuviku. Þetta er fyrst og fremst tilraun starfsmanna. Það var alfarið þeirra ákvörðun að reyna þetta," sagði Guðlaugur Ingimund- arson, framleiðslustjóri Kassagerð- ar Reykjavikur í samtali við Mbl. „Ef fólk á kost á þægilegri vinnu- tíma yfir sumarið þá er það ágætt. Fyrirtækið er reiðubúið að koma til móts við starfsmenn sína í þessu sem öðrum efnum. Verkstjórar hins vegar eru skyldaðir til að vera við fimm daga vikunnar. Þá er þetta fyrirkomulag hagstætt að þvi leyti, að viðgerðaþjónusta okkar getur yfirfarið tæki og gert við á frídegin- um,“ sagði Guðlaugur ennfremur. Á milli 140 og 150 manns starfa hjá Kassagerð Reykjavíkur en tilraun þessi nær til rétt um 20 prentara. MEÐ ÞESSUM ETGINT ,ETKI JM VEIZTU AÐ ÞETTA ER TOPPURINN Nýjasta Marantz segulbandstækið er SD-9020. Það er hlaðið nýjustu hágæða- tækni í upptökumöguleikum. Það eru Tveir hraðar Þú getur nú tekið upp á hraðanum 4,5 cm/s eða nýja hágæðahraðanum 9,5 cm/s. Á 4,5 cm/sek. nýtur þú hágæða og sparar spólur. Á meiri hraðanum 9,5 cm/s getur þú hljóðritað með ýtrustu nákvæmni án nokkurrar björgunar. Málm spólur Þessi nýjasta bylting í spólugerð er enn ein ástæðan fyrir því, að SD-9020 er toppurinn. Með málm-spólu nýtist tækið til fullnustu. Tíðnissviðið verður frá 20 riðum og nær upp í 25.000 rið (venjuleg tæki ná ca. 1600 riðum). Þetta gefur möguleika á miklu meira hljómsviði. Þessi viðbót á hljómsviðinu gerir gæfumuninn. Auk þessara tækninýjungar er Marantz SD-9020 segulbandstækið búið tölvu með teljara, klukku, tímatöku og endurspilun með tölvu skipunum. Með því að ýta á takka getur þú valið lagið sem þú vilt hlusta á í þeirri röð, sem þú vilt heyra þau og eins oft ogþú vilt. merki unga fólksins Nýjasta Marantz segulbandstækið er þriggja hausa, tveggja hraða, fyrir málmspólur og með tölvustjórn. VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK i M AIGLYSIR l M ALLT LANÐ ÞEf.AR hl AMiLYSIR I MORGINBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.