Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 17
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981
49
Gunnar, Friðrik og Stefán á Erlingi grynnka á fullferminu.
Ævintýri í fiski
„Ég vona að þeir veiði vel,“ sagði Nýja í Fiskiðjunni þegar talið barst að Kapinni yfír kaffibolla í skotinu hjá Nýju,
„svona menn eiga það skilið,“ sagði hún, en skipverjar á Kap ákváðu fyrir skömmu að gefa einn róður í tilefni árs
fatlaðra og urðu 30 tonn sem þetta mikla happaskip kom með að landi, 8 milljónir gamalla króna til málefnisins.
andra verkstjóri í Fiskiðjunni sagði að
Salmennt væru stúlkurnar mjög á móti
þeim hömlum sem settar væru á fólkið
varðandi yfirvinnu og margar kvennanna
sem við töluðum við höfðu orð á því að
þessi vitleysisgangur næði engri átt,
sérstaklega þegar aðrar eins aflahrotur kæmu og að
undanförnu. Það kom einnig glöggt fram að fólk
vantar peninga og það hefur aldrei verið eins mikil
ásókn að koma krökkum í vinnu. Það þykir eitt
gleggsta dæmið um peningaleysi.
Aflahrotan, stórkostlegt ævintýri og meira að
segja trollbátarnir hafa landað rummungsfiski. Að
sjá drekkhlaðin skip koma að landi gerir mannlífið
stærra og slík sjón eykur vangaveltur um von
Islands á tímum alls kyns taugaveiklunar og
ofstjórnunar kerfisins, embættis- og stjórnmála-
manna.
Bátarnir komu að landi einn af öðrum og
Heimaklettur rammaði þá inn á leiðinni inn fyrir
garða. Krissan var með 60 tonn og það rifjaðist upp í
fyrir mér þegar Svenni á Krissunni lét smíða fyrstu
Kristbjörguna fyrir einum 20 árum. Við vorum
samskipa honum nokkrir strákar í íþróttaferð til
Danmerkur og farkosturinn var Gullfoss. I spjalli
uppi á þilfari kvaðst Svenni ætla að segja mér frá
leyndarmáli og það var farið með mikillli leynd
niður í klefann hans, læstar klefadyr og gáð hvort
nokkur væri að kíkja á kýraugað, sem að sjálfsögðu
var löðrað sjó Atlantsálanna.
Með dularfullum svip beygði Svenni sig niður í
gólf og náði í kistu lengst inni í horni undir neðri
kojunni. Upp laukst kistillinn og leyndardómurinn
kom í ljós, teikning af fyrstu Kristbjörgunni og
ævintýrið varð að veruleika.
Mitt í hita leiksins inni í Friðarhöfn, þar sem
bátarnir lágu á nösunum við bryggju og löndun á
hrotuaflanum stóð sem hæst, stormaði allt í einu að
hvítfyssandi lið talsmanna útgerðar og fiskvinnslu,
komnir á einkaflugvél frá Reykjavík til þess að nasa
stemmninguna, sjá draumastöðuna í fullum bátum
af stórum þorski. Þetta voru Kristján Ragnarsson
formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Friðrik í SÍF og fleiri harðjaxlar sem sjá um málin í
landi og Eyjamennirnir Kristinn Pálsson formaður
Útvegsbænda í Eyjum, Maggi Kristins og Stefán
Runólfsson fylgdu þeim eins og stormsveipur af
br.vggju á bryggju.
Það var galsi í mannskapnum í bátunum og hiti
um leið og einn af forkunum á Baldri gat ekki á sér
setið og sent ferðalöngunum tóninn, skorað á þá að
koma í löndun með þeim á Baldri í stað þess að
flandra um bryggjurnar í auðnuleysi. En þetta var
allt í góðu því allir sem reyna gera sér grein fyrir að
þetta er ein keðja þar sem saman verður að fara
öryggi og atorka manna á sjó og í landi.
Vissulega fagna menn þegar vel veiðist en um leið
minnast menn þess að verðið sem greitt er fyrir
getur orðið svo hátt að ekki er hægt að meta.
Manntjónin eru sorg sjómennskunnar og þessi vetur
hefur verið dýr mannlífi þótt hann hafi skilað afla.
Svo mikill var aflinn um tíma að þegar leið að
veiðistöðvuninni um páskana lentu menn í vandræð-
um með að komast hjá fiski. Daginn sem Gullborgin
ætlaði að taka upp var aflinn svo mikill að ekki varð
meira hlaðið, 75 tonn, takk, og Frissi á Gullborginni,
sonur Binna í Gröf, gat ekki tekið allar trossurnar
upp. En til þess að komast hjá töfum við að taka upp
Brosaö í hrotunni, Stebbi á Erlingi
áður en bannið gengi í gildi tók hann til þess bragðs
að flytja trossurnar á sjó þar sem hann taldi minni
líkur að fá fisk í þær. Þetta þýddi 35 tonn næsta dag
og lendfesta á keng á síðustu stundu, en þess eru
ekki dæmi áður, að skipstjórar hafi beinlínis þurft
að færa veiðarfærin úr fiski til þess að komast hjá
veiði. Svona staða kemur upp með vaxandi ráðs-
mennsku og forsjón kerfisins og það má skjóta því
hér inn að menn eru ekki á einu máli um hvort
veiðibannið hafi komið að því gagni sem stefnt var
að fyrir þorskinn. Það er nefnilega staðreynd að
mestur hluti þorsksins var ekki byrjaður að hrygna
þegar stöðvunin skall á, einkennilegt að þorskurinn
skuli ekki hlýða skráðum reglum í landi.
í Vinnslustöðinni var allt á útopnu og maður sá
fyrir sér Sighvat heitinn Bjarnason forstjóra með
bros á vör, en þeir sem eru þessa heims ennþá voru
svo sannarlega með sælubros á vör, enda var von á
allt að 400 tonnum af fiski á land þennan eina dag. í
aðgerðinni stóðu menn upp fyrir haus í fiski og setja
þurfti sérstakt lið í að verka stórþorskinn, þann sem
vélarnar ráða ekki við. I pökkunarsalnum var stuð á
stelpunum og í verkstjóraherberginu sátu verkstjór-
arnir næstum því eins og mublur, því hjólin snerust
svo létt og liðugt.
Frá Gúanóinu dansaði mjallhvítur reykurinn eins
og sígild ballettmær og undir lék hafnarsinfónían
eilífa, athöfn og æðruleysi. Það var kaffi á könnunni
hjá Fjólu í Gúanóinu og þessi sérstæði þjóðflokkur
sem Gúanóliðið er krækti sér í sopann af og til þegar
stund gafst frá kötlum þessarar miklu verksmiðju.
í Hraðinu hjá Sigurði Einarssyni vinnur afkasta-
mikið lið, enda er Bjarni sjóþeysumeistari við stýrið
og hjá slíkum er ekki til siðs að slaka á. Það hafði
orðið að kalla út aukalið, landkrabbana sem koma
sjaldan nálægt fiski nema þegar allt er á hvolfi.
Sérstakt lið vann á nóttunni og var það kallað
stjörnuliðið, því þar voru samankomnir menn úr
ýmsum áttum aðeins í þetta sérstaka lið. Og hrotan
gaf stjörnuliðinu slíkt spark að bónuskerfið var
sprengt, of margir fiskar á of stuttum tíma og
jafnvel forstjóri og eigandi Hraðfrystistöðvarinnar
var mættur til leiks með stjörnuliðinu. Hann var
settur í stíuna, enda hafði hann beðið um að fá að
vinna einfalt hlutverk. Eina nóttina vann með
honum maður sem var nýkominn til leiks ofan af
landi, dugmikill sveitamaður. Hann vissi ekki að
starfsfélagi hans átti allt heila klabbið, en honum
líkaði ekki hvað Siggi hélt sig illa að því sem hann
átti að gera með stinginn. Hann hafði orð á því við
aðra starfsfélaga sína að hann væri undarlegur þessi
maður, alltaf að rjúka frá stund og stund í símann
eða einhvern fjandann sem væri bara ekki á
dagskrá. Þeir sögðu að það væri alveg rétt, hann
væri alltaf svona þessi maður, „og þú skalt bara láta
hann heyra það“.
Þegar Siggi hafði skotist frá í fjórða sinn í símann
til þess að fylgjast með bátum sínunj á landleið vatt
aðkomumaðurinn sér að honum þegar hann kom
aftur í stíuna, hnippti í öxl hans og sagði: „Heyrðu
góði, hérna erum við til þess að vinna og ef þú gerir
það ekki er þér eins gott að hætta."
“Það er eins gott að einhver hugsar um hag
fyrirtækisins," svaraði Siggi og brosti.
„Ekki gerir þú það,“ svaraði þá umvöndunarmað-
urinn um hæl og rótaði fiskinum á færibandið og
hinum dugmikla athafnamanni líkaði vel áminning-
in.
Hausaó upp á gamla móöinn.
Viö flatningu stórþorsks.
Anna spyröir hausa í Fiskiöjunni.
Gullborgin meö 75 tonn, fullfermi.
Sífelld umferö staarstu flutningaskipa er dagleg
mmm
Forystumenn í sjávarútvegi meö heimamönnum í Eyjum á skoöunarferö í aflahrotunni.