Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 VERjLD BAKKUSl Sííellt fleiri drekka sig út úr vinnunni Læknar, verkalýðsloiðtoKar ok atvinnurekcndur um heim allan hafa nú tekið höndum saman i haráttu Kejfn áfcngisneyzlu í atvinnulífinu. ^ Það eru Alþjóða vinnumála- stofnunin og Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, sem hafa skipu- lagt baráttu þessa. Samkvæmt upplýsintfum frá Alþjóða vinnumá)<>stofnuninni (ILO) orsakast um þriðjungur allra vinnuslysa af áfengisneyzlu. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur skýrt frá því, að þjóðir heims eigi í höggi við sívaxandi áfengisneyzlu og í sum- um löndum hafi aukning hennar á síðastliðnum árum numið hvorki meira né minna en 500%. Þar er svo til orða tekið að „áfengis- neyzla sé einn helzti skaðvaldur heilsufari manna í heiminum. Hætta sé á að þessi skaðvaldur dragi úr efnahagsþróun og skapi heilbrigðisþjónustu í heiminum óviðráðanleg vandamál. ILO leitar nú eftir alþjóðlegri viðurkenningu á áætlun, sem reynd hefur verið í ýmsum mynd- Scinkar efnahagsþróun. um í Norður-Ameríku og Norður- Evrópu með góðum árangri. Aætl- un þessi miðar að því að menn geri sér grein fyrir ástandi ofdrykkju- manna í atvinnulífinu og reyni að koma þeim til hjálpar, áður en það reynist um seinan. I New York hafa starfsmenn atvinnurekenda og verkalýðsfé- laga sýnt það lofsverða framtak að bindast samtökum um þessi mál ásamt ráðgjöfum sínum. Ar- angurinn af starfi þeirra lofar mjög góðu, því að í ljós hefur komið, að þeim hefur tekizt að koma í veg fyrir að allt að 70% drykkjumanna á vinnumarkaðin- um hafi misst atvinnu sína. Félög í Norður-Ameríku hafa hrundið í framkvæmd rúmlega 4 þúsund áætlunum til að aðstoða drykkfellda menn á vinnumarkað- inum. Sum félaganna telja árang- ur af þessum áætlunum vera allt að 80%. Til samanburðar má geta þess að 95% þeirra starfsmanna, sem taldir eru eiga við ofdrykkju- vandamál að stríða, missa atvinn- una sé þeim ekki veitt aðstoð á borð við þá, sem fyrrnefndar áætlanir kveða á um. WHO æskir þess, að ríkisstjórn- ir hvar sem er reyni að freista þess að vinna gegn áfengisvanda- málinu með því að auka fræðslu, veita fé og breyta löggjöf á þann hátt að árangurs sé helzt að vænta. Stofnunin leggur m.a. til að ofdrykkjumönnum á vinnu- stöðum sé gert að skyldu að fara á endurhæfingaheimili — að öðrum kosti missi þeir vinnuna. - TIIOMAS LAND GÆÐINGARl Ceausescu sér um sína Á meðal stjórnmálamanna og menntamanna í Rúmcníu eru fram komnar háværar óánægjura- ddir vegna þeirrar áráttu Nicolae Ceausescu forseta. að styðja síknt og hcilagt frændur sína og vcnzl- amenn til hárra embætta. Forsetinn hefur sjálfur öll veig- amestu embætti í landinu. Það mikilverðasta er að sjálfsögðu yfir- stjórn framkvæmdanefndar mið- stjórnar Kommúnistaflokks Rúm- eníu. Þá er hann aðalritari flokk- sins, forseti lýðveldisins, forseti ríkisráðsins og yfirmaður nerafla landsins. Eiginkona forsetans, El- ena, hefur átt aðild að fram- kvæmdanefnd flokksins frá árinu 1977, og hún hefur verið fyrsti aðstoðarforsætisráðherra frá því í marz 1980. Forsætisráðherra Rúmeníu er Ulie Verdet, en hann er kvæntur systur Ceausescus. Magea Mosescu, sem áður gegndi embætti forsætis- ráðherra, er giftur elztu systur forsetans. Margir aðrir í fjölskyldunni gegna háum embættum. Nicu, son- ur forsetans, er framkvæmdastjóri æskulýðssamtaka kommúnista og ritari þingsins. Illie, bróðir hans, er hershöfðingi og aðstoðarvarnarm- áíaráðherra. Enn annar bróðirinn, Ion að nafni, er aðstoðarlandbún- aðarráðherra. Þá á forsetinn þriðja bróðurinn, Marin að nafni, og fer hann með stjórn efnahagsmálaskr- ifstofu Rúmeníu í Vínarborg. Fjórði bróðirinn, Florea, er tals- maður stjórnarinnar gagnvart fjöl- miðlum, og sá fimmti er aðalræðis- maður Rúmeníu í Kiev. Cornel Burtica, sem er systur- sonur forsetans, fer með málefni utanríkisviðskipta í ríkisstjórn landsins. Annar systursonur hans, lon Ionota, er einn af aðstoðarfor- sætisráðherrum landsins. 4;i> CEAUSESCU: urgur í mönnum. Svona hefur þetta gengið lengi og landsmenn hafa séð í gegnum BLÖÐ & TÍMARITl fingur við Ceausescu forseta vegna þess hversu vel honum hefur geng- ið að lynda við stjórnvöld í Moskvu. Nú er hins vegar svo komið, að aðrir framámenn í Kommúnist- aflokki Rúmeníu hafa veitzt opin- berlega að forsetanum fyrir þessa stefnu og bendir það til þess að hann hafi gengið einum of langt í frændsemisfylgi sínu. Varaforseti ríkisráðsins, Stefan Votjek, gaf nýlega í skyn, að „faðir skapari" og „ástkærasti sonur Rúmeníu", en á þennan veg er forsetinn venjulega ávarpaður opinberlega í landi sínu, gæti ekki lengur treyst því að Rúmenar hefðu geð í sér til þess að styðja veldi fjölskyldu hans. LAJOS LEDERER Vændiskonur herða stéttar- baráttuna í hverfinu Pigalle í París, sem frægt er fyrir þann urmul kvenna, sem þar býður blíðu sína, gefsLvegfar- endum kostur á nokkru nýnæmi um þessar myndir. Það er ritið Macadam — baráttu- málgagn vændiskvenna. Nafnið á blaðinu þýðir það sama á frönsku og svæði þau sem vændiskonurnar helga sér í borginni. Tilgangur þess er að blása nýju lífi í barátt- una fyrir bættum kjörum, sem verið hefur árangurslaus undanfarin 6 ár þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir kvenn- anna hjá yfirvöldum í Frakk- landi. Samtök til sóknar og varn- ar fyrir vændiskonur í Frakklandi héldu blaða- mannafund í sl. mánuði og voru þar lögð fram fyrstu eintökin af Macadam. Á for- síðu blaðsins er teikning af óttasleginni stúlku svo og einkunnarorðin: — Að lifa eins og aðrar konur. Inni í blaðinu eru greinar um það, hvað veldur því að ungar stúlkur taka að stunda vændi, og skýrt er frá þeim erfiðleikum, sem við þeim blasa, ef þær vilja snúa aftur af þessari braut. Það var vændiskona frá París, Merry að nafni, sem stjórnaði blaðamannafundin- um. Hún klæddist mjög Iát- lausum kjól og líktist fremur venjulegri húsmóður en vændiskonu. Ásamt henni voru ýmsar starfssystur hennar, og sumar af þeim í STIGAMENN Engin miskunn hjá mærinni Indverska glæpa- drottningin, Phoolan Devi hefur enn á ný stork- að heilum her lögreglu- manna. er henni tókst að komast undan harka- legri skotárás þeirra í apr- íl siðastliðnum. í þessari árás féllu hins vegar 5 félagar í óaldarflokki hennar, en aðeins karl- menn hafa fengið aðgang að honum. Nafnið Phoolan Devi þýðir „blómagyðjan" en ekki þykir það eiga sérlega vel við glæpa- drottninguna. Hún er 25 ára að aldri, um 1,50 m á hæð og með svart stuttklippt hár. Hún hefur mikið dálæti á stuttbuxnadröktum og eitt blað hefur skýrt svo frá, að það sé hennar mesta yndi að horfa á félaga sína nauðga konum. Yfirvöld hafa sakað hana um að hafa fyrirskipað morð á 20 íbúum í þorpi einu. Hafi hana grunað að menn þessir hafi borið ábyrgð á tveimur mönnum, sem myrtu elskhuga hennar á sínum tíma og nauðguðu henni sjálfir. Að undanförnu hefur hún farið ásamt liði sínu um hlíðar og skorninga í Chambaldal- héraði, um 450 km suðaustur af Nýju Delhí. Eru bófarnir ýmist fótgangandi eða ferðast á hestum og klæðast stolnum lögregl u bú n i ngu m. Á þessum slóðum er mjög erjusamt og herma fréttir að þar sé stundaður ólöglegur vopnaiðnaður. Helztu glæpa- flokkarnir eru enda vopnaðir byssum og handsprengjum. Utvarpsstöð lögreglunnar í Lucknow, höfuðborg Uttar Pradesh fylkis, skýrði frá at- lögunni við Devi og flokk hennar í síðastliðnum mánuði. Með her og lögreglu á hælunum Var sagt að Devi, Man Singh, sem er nýjasti elskhugi henn- ar, og flokkur þeirra hafi haldið til í smáþorpinu Gul- auli, 300 km suðvestur af Lucknow. Lögreglan beitti leitarljósum og skiptist á skotum við hópinn heila nótt. En í dögun var ljóst að Devi og elskhugi hennar höfðu komizt undan. Um 2.500 manns frá lög- reglu og her hafa verið sendir til þess að hafa upp á glæpa- drottningunni. Ríkisþingið í Uttar Pradesh hefur og heitið hárri fjárhæð hverjum þeim, sem getur handsamað hana. Fulltrúi lögreglunnar hefur skýrt fréttamönnum svo frá, að leitin kunni að torveldast fyrir þær sakir, að hvergi sé til nýleg mynd af Phoolan Devi í fórum lögreglunnar. Eigi að síður hafi leitarflokk- arnir sæmilega hugmynd um, hvernig glæpakvendið sé út- lits. - SANJOY IIAZARIKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.