Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jttpruitnfcla&ifc JWiarfiwiWítWfo FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 Landstjóri Kanada, Edward R. Schreyer og kona hans, frú Lili Schreyer, komu í oj)inbera heimsókn til íslands í gær ásamt fylgdarliði sínu. Heimsóttu þau þá m.a. Arnastofnun, Háskóla íslands og Þjóðminjasafn íslands. Á myndinni sést dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Arnastofnunar, sýna Edward R. Schreyer gömul íslenzk handrit, sem landstjórinn virtist hafa mikinn áhuga á. Til hægri er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, en að baki þeim stendur Ingvar Gíslason menntamálaráðherra. Sjá bls. 18 og 22. Kristján Ragnarsson: Stefnir í greiðslu- þrot hjá fimmtán nýjustu togurunum SÍÐDEGIS i Kær hafði ekki verið boðaður fundur í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútve«sins, en hú- ist er við að fundur verði haldinn i nefndinni á murKUn. Nýtt fisk- verð átti að taka Kildi um mán- aðamótin. Sjómenn og útjfcrð- armenn telja nauðsynleKt, að fiskverð hækki um 8,1%, en fiskvinnslan telur sík hins vcKar ekki Keta borið svo mikla hækk- un. Samkvæmt upplýsinKum Mbl. eru stjórnvöld nú að athuKa möKuleika á að setja viðmiðunar- verð hærri en markaðsverð eru á frystum fiski í Bandarikjunum, en slíkt var K<rt síðastliðinn vetur. Morgunblaðið ræddi í gær við Kristján Ragnarsson, formann LIU, sem sæti á í yfirnefndinni. Sagði hann, að eftir 8,1% hækkun Tillaga á aðalfundi SH: Byggð verði fiskrétta- verksmiðja í Bretlandi um fiskverðsákvarðanir sagöi Gunnar Guðjónsson meðal ann- ars: „Það, sem er alvarlegt við þess- ar ákvarðanir er, að hið opinbera skuli haga málum þannig í skjóli oddamanns Yfirnefndar að úr- skurðaðar eru stórfelldar fisk- verðshækkanir, þrátt fyrir aug- ljóst tap í frystingunni og mót- mæli fulltrúa kaupenda. Þetta er gert án fullnægjandi ráðstafana til að firra frystihúsin neikvæðum Meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag: Áætlaður kostnaður um 3,7 milljarðar gkr. MEDAL þeirra mála, sem til umræðu eru á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er tillaga stjórnar SH um að fyrirtæki SH í Brrtlandi Snax (Ross) Ltd. byggi fiskréttaverksmiðju og frysti- K< > nislu i Englandi. Aætlað er að þessi bygging kosti 2,5 milljónir st< rlmgspunda < ða sem nemur 38,9 milljónum íslenzkra króna eða taph ga 3,7 milljórðum gkróna. A aðalfundi SH í maí 1979 var stjórn SH falið að kanna með hvaða hætti efla mætti sölustarf- semi SH í Englandi og sérstaklega að athuga með leigu eða byggingu á frystigeymslu. A aðalfundi SH í fyrra var samþykkt að veita stjórn SH heimild til að koma upp aðstöðu til vinnslu á fiskafurðum í Englandi í tengslum við fyrirhug- aða frystigeymslu. í júní á síðasta ári fékkst vilyrði hjá skipulagsyf- irvöldum í Grimsby fyrir hentugri lóð fyrir verksmiðju og geymslu með nokkru landrými til stækkun- ar síðar ef þörf verður á. Lóðar- stærð er um 8 ekrur eða 32 þúsund fermetrar og er þegar tilbúin til byggingarframkvæmda. Teikningar hafa verið gerðar af verksmiðju og geymslu og sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja yrði byggingarkostn- aður verksmiðju fyrir framleiðslu á 5-6 þúsund tonnum af fiskrétt- um um 1,8 milljónir sterlings- punda. Vélar og tæki fyrir fyrsta vinnslustig er áætlað að kosti um 530 þúsund sterlingspund og lóðin um 150 þúsund ,'sterlingspund. Ef bygging þessarar verksmiðju verður samþykkt á aðalfundi SH er fyrirhugað að fjármagna fram- kvæmdirnar að verulegu leyti með erlendum lántökum. Gunnar Guðjónsson, formaður stjórnar SH, fjallaði í ræðu sinni í gær m.a. um markaðsmál, stöðu frystiiðnaðarins, sölusamtök og fiskverðsákvarðanir. Ræða Gunn- ars verður birt í heild í Morgun- blaðinu einhvern næstu daga, en Líkan af fiskréttaverksmiðjunni og frystigeymslunni, sem SH ræðir um að byggja í Grimsby afleiðingum þessara ákvarðana. Óútfylltir víxlar, þ.e. lántökur eða einhvers konar millifærslur til þess að mæta skuldbindingum Verðjöfnunarsjóðs við frystihúsin vegna viðmiðunarverða sem eru mun hærri en dagverð afurðanna Ljósm.: Guójón. á erlendum mörkuðum, leysir ekki vandann. Með því er verið að varpa byrðunum yfir á framtíðina eða lifa í voninni um breytta og betri tíma. Auk þess sem það getur haft mjög skaðleg áhrif á alla sölustarfsemi." Jókst um 83% á tog- uruin Austfirðinga FYRSTU fjóra mánuði ársins varð vcruleg aflaaukning hjá toKurum frá Austfjörðum. en afli togara frá ollum öðrum svæðum á landinu minnkaði hins veKar. Meðalskiptaverðmæti á úthaldsdaK jókst um 82,9% hjá austfirzku togurunum fyrstu fjóra mánuði ársins miöaó við síöasta ár, en hjá VestfjarðatoKurum hakkaði skiptaverðmætið aðeins um 18.9% miðað við úthaldsdaK- Hjá minni skuttogurunum var meðalafli á hvern úthaldsdag 12 tonn, en var 12,7 tonn fyrstu 4 mánuði síðasta árs og var afli togaranna að meðaltali 5,5% minni á hvern út- haldsdag í ár. Austfjarðatogararnir fengu 13,3 tonn á hverjum degi að meðaltali í ár, en 10,9 tonn í fyrra og er aukningin 22% hjá þeim. A svæðinu frá Vestmannaeyjum að Snæfellsnesi var afli á dag 12 tonn að meðaltali í ár og minnkaði um 1,6%. Hjá Vestfjarðatogurunum minnkaði afli fyrstu fjóra mánuði ársins um 20,3% á úthaldsdag að meðaltali, var 15,8 tonn í fyrra, en 12,6 tonn í ár. Á Norðurlandi var aflinn 10,6 tonn á úthaldsdag að meðaltali í ár, en var 12,4 tonn á úthaldsdag fyrstu fjóra mánuði síðasta árs og er það 14,5% minnkun. Eins og áður sagði jókst meðal- skiptaverðmætið á úthaldsdag um 82,9% hjá Austfjarðatogurunum, en aðeins um 18,9% á togurum Vestfirð- inga og er þá miðað við fyrstu fjóra mánuðina 1980 og 1981. Meðalskipta- verðmæti á úthaldsdag var mest hjá Austfjarðatogurunum í ár, 38.874 krónur, en minnst hjá Norðurlands- togurunum, 30.656 krónur. Afli stóru skuttogaranna, sem gerðir eru út frá Reykjavík, Hafnar- firði og Akureyri, minnkaði um 4,2% fyrstu fjóra mánuði þessa árs og er þá miðað við meðalafla á úthaldsdag. Meðalskiptaverðmæti stóru skuttog- aranna var 37.540 krónur á úthalds- dag og er það 46,9% aukning miðað við fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Ef litið er á alla skuttogarana saman minnkaði meðalafli á úthaldsdag um 3,8% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, en meðalskiptaverðmæti jókst um 42,8%. fiskverðs yrði staða bátaflotans og hluta togaraflotans viðunandi. Hins vegar yrði rekstrarstaða hluta togaraflotans gjörsamlega óviðunandi eftir sem áður. Hann sagði, að 15 nýjustu togararnir byggju við lánakjör, sem núver- andi rekstrarskilyrði gætu engan veginn staðið undir. „Hjá þessum skipum stefnir í greiðsluþrot þó svo að þau skip afli yfir meðaltal," sagði Kristján Ragnarsson. • • 01 og gos- drykkir hækka um 6-12% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær nokkrar hækkanir á vörum og þjón- ustu. Ilækkanir þessar eiga eftir að hljóta staðfestingu ríkisstjórnarinnar en þær eru: Samþykkt var 6% hækkun á öli, 8% hækkun á ávaxtagos- drykkjum, þ.e. Appelsíni, Sin- alco o.fl., 12% hækkun á kóla gosdrykkjum, 10,7% hækkun á borðsmjörlíki og jurtasmjör- líki má hækka um 10%. Þá var samþykkt 8% hækkun á flug- fargjöldum innanlands og 8,1% hækkun á útseldri vinnu iðnmeistara. Bifreiða- kostnaður hækkar um 16,53% Ferðakostnaðarnefnd hefur reiknað út hækkun á bifrciða- kostnaði rikisstarfsmanna og er þar um að ræða tæplega 16,53% hækkun. Aki menn undir 10.000 kílómetrum á ári innanbæjar, hækkar kflómetragjaldið úr 2.06 krónum í 2.40 krónur. Séu eknir 10.000—20.000 km, hækkar kílómetragjaldið úr 1.84 krónum í 2.15 krónur, en séu eknir meira en 20.000 kílómetrar innan- bæjar, þá hækkar kílómetragjaldið úr 1.62 krónum í 1.90 krónur. Sérgjald fyrir blandaðan akstur á möl og malbiki, séu eknir undir 10.000 km, hækkar úr 2.36 krónum í 2.75 krónur. Séu eknir 10.000— 20.000 km, þá hækkar gjaldið úr 2.12 krónum í 2.45 krónur og séu eknir yfir -20.000 km, þá hækkar gjaldið úr 1.87 krónum í 2.15 krónur. Torfærugjald hækkar úr 2.98 krónum í 3.50 krónur, séu eknir undir 10.000 km, en séu eknir 10.000-20.000 km, þá hækkar gjaldið úr 2.67 krónum í 3.15 krónur. Gjaldið hækkar síðan úr 2.36 krónum í 2.80 krónur, séu eknir yfir 20.000 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.