Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 VERCjLD ÆSKAN • • Orvænting barnanna endar með skelfingu í lok júnímánaðar fékk skóla- strákur í Hong Konjj skömm í hattinn frá kennara sínum fyrir slæma heKöun. Næsta da« skar hann sig á púls. I>riðja daKÍnn bárust þær fréttir frá Queen Mary-sjúkrahúsinu, að hann væri á KÓðum hataveKÍ. Þessi piltur var í hópi hinna heppnu, en þeir eru fleiri sem hafna hinu megin landamæra lífs og dauða. Aðeins mánuði áður fannst annar fimmtán ára gamall drengur látinn með nylonkaðal um hálsinn. Hann hafði hengt sig í járnrimlum. Tveimur mánuðum áður fóru tvær vinkonur upp á þak 26 hæða húss, þar sem þær bjuggu. Var önnur þeirra 13 ára en hin ári eldri. Þær bundu hendur sínar saman með snæri, með hinni héldu þær hvor á sinni biblíu og síðan stukku þær fram af. Báðar létust. í bréfi sem þær skildu eftir gáfu þær þá skýringu, að þær hefðu „verið of hart keyrðar" af fjölskyldum sínum og skóla. í Hong Kong er rúnriega ein milljón barna og unglinga í skóla og þar þykja það kannski ekki mikil afföll, þó að átta börn fyrirfari sér á tveimur mánuðum. Eigi að síður hafa þessir atburðir beint hugum manna að því hversu dýru verði æska Hong Kong kaup- ir framtíð í samfélagi sem Milton Friedman og Margaret Thatcher telja gósenland fyrir frjálst fram- tak og markaðskerfi. Kínversku börnin eru yfirleitt aðeins þriggja ára gömul, þegar þau fara að finna smjörþefinn af markaðsöflunum. Það er þá sem foreldrar þeirra reyna að koma þeim inn á beztu barnaheimilin í Hong Kong, því að í upphafi skal endinn skoða og allir vilja að börnin þeirra komist upp á tind- „Ef barn dregst aftur úr, fyllist þaö algjörri örvænt- ingu ...“ Öll barnaheimilin eru i eigu einkaaðila. Þau beztu hafna 19 af hverjum 20 umsóknum og gróða- sjónarmiðið er allsráðandi. Vöru- merki á nærfatnaði barnsins get- ur gert gæfumuninn um það, hvort það fær inngöngu. Þetta er upphafið á tilfinningalegri og fjárhagslegri skuldbindingu fyrir barnið og sú skuldbinding á eftir að aukast hraðbyri eftir því sem árin líða. Á þessum barnaheimil- um eru börnin ekki látin læra með því að leika sér. Þriggja ára gömul sitja þau við borð. Borðin eru í þráðbeinum röðum. Takmarkið er velgengni og velgengni er sífelld- lega metin til fjár. Þegar börnin hætta á barna- heimilum og hefja nám í grunn- skólum eru þau látin taka inn- tökupróf. Og í kjölfarið koma stöðugt fleiri próf. „Ef barn dregst aftur úr jafn- öldrum sínum, fyllist það algerri örvæntingu," segir ungur kín- verskur grunnskólakennari. „Ég hef séð sex ára börn falsa undir- skrift foreldra sinna á illa unnin verkefni." Á þessu ári munu 14% ríkis- útgjalda í Hong Kong renna til menntamála. Fyrir fjórum árum fór 21% ríkisútgjalda til mennta- mála. Enda þótt verulegur greiðsluafgangur væri fyrir hendi hafa engar meiri háttar ákvarðan- ir verið teknar um að færa út kvíarnar eða brydda upp á nýj- ungum. Fimmtíu af hundraði unglinga fá enga framhalds- menntun eftir 15 ára aldur nema foreldrar þeirra geti staðið straum af kostnaðinum. Ástandið í fræðslumálum Hong Kong sætir ýmiss konar gagnrýni. Sá sem þetta ritar heyrði skipu- laginu lýst með svofelldum orðum: „Það er þríþætt. Stjórnvöld stefna að því að þjálfa lítinn hóp manna til að hanna körfur, skipa fyrir og njóta frístunda. Þá þjálfa þau líka annan hóp til að telja körfurnar og safna saman gróðanum. En stærsta hópinn þjálfa þau til að bera körfurnar og þakka fyrir þau forréttindi." — BRIAN EADS. HUNGURVOFAN Enn er vesöld í Vietnam Um þessar mundir er mikill matvælaskortur í Víetnam með þeim afleiðingum að smóbörn hrynja niöur úr hungri. Hefur ástandið þar ekki veriö jafn slæmt í mörg ár. Dr. Duong Quynh Hoa gegndi áður embætti heilbrigðisráð- herra í bráöabirgöabyltingar- stjórn Suður-Víetnams, en nú veitir hún forstöðu rannsóknar- deild á barnaspítala í Saigon. Hún hefur sent út ákall um aö matvæli og lyf veröi send til landsins. Hún tekur svo djúpt í árinni að segja aö heii kynslóö Víetnama sé í hættu. í niöurstööum könnunar, sem dr. Hoa birti fyrir skömmu, segir aö 38% bama í Saigon, — sem nú nefnist opinberlega Ho Chi Minh-borg, þjáist af næringar- skorti. Eigi aö síöur er matvæla- skortur miklu alvarlegri í noröur- og miðhluta Víetnams. „Þjóöin telur um 58 milljónir og þar af er helmingur haldinn næringar- skorti." þaö stoöar ekki er komiö með þau hingaö. Þau sem lifa af hafa iöulega orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Hafi barn þurft aö búa viö alvarlegan næringarskort fyrstu æviárin er hætt víö því, aö þaö bíöi þess aldrei bætur.“ Frá 1975 hafa helztu mistök ríkisstjórnar landsins birzt í rangri stefnu viö framleiöslu og dreifingu matvæla. Á síöasta ári fengu verkamenn á vegum ríkis- stjórnarinnar úthlutaö 13 kg af hrísgrjónum á mánuöi, en skammturinn haföi áöur verið 15 kg. Flóö, fellibyljir og langvarandi þurrkar hafa valdiö miklum skakkaföllum. En þaö er engum blööum um þaö aö fletta aö kommúnistastjórnin á hér mikinn hlut aö máli vegna getuleysis og Af 58 milljónum þjáist um helmingur af matvælaskorti. Dr. Hoa rekur heimili fyrir alvarlega vannærö börn, og er þaö eina heimili sinnar tegundar ekipulagsskorls. Fyrir skommu í landinu. Börnin eru send frá viðurkenndi ríkisstjornin beinl.nis öllum landshornum. Þar blasir aö ha,a 9ert skVssur 1 skiPu- viö ömurleg sjón. Börn eru meö 'agsmalum og ruddi braut einka- útblásinn kvið en aö ööru leyti fram,aki'iönaöi °9 landbunaði. ekkert annaö en skinn og bein. Ennfremur hefur samyrkjubu- Þeim svipar mjög til hinna dauö- skaPur 1 suöurhluta landsins ver- vona barna frá Kampútseu, sem iö, stöövaöur. Raunar er offram- Ijósmyndir birtust af fyrir tveim ,eiösla á hrisgrjonum i þeim ^rum landshluta, en stjornvöld hafa greinilega ekki séö sér fært aö „Mörg börn eru fiutt hingað flytja þaö norður á bóginn. Þeir alltof seint,“ segir dr. Hoa. „For- sem mesta þörfina hafa í suöur- eldrarnir reyna aö halda í þeim hlutanum eru hins vegar of lífinu meö því aö gefa þeim fátækir til aö greiöa fyrir hrís- grjónaseyöi og jurtalyf, en þegar grjónin. - WILLIAM SHAWCROSS í viðtalstíma hjá vélmenni VÉLAR & TÆKNI lchiro Kato prófessor í Tokyo é vélmenni, sem tekur stööugum framförum. Þaö hefur 25 „fingur" og þeir hafa þegar öólazt leikni í því aö greina brjóstakrabba „meö sama öryggi og nýútskrifaöur læknastúdent“. Prófessorinn segir, aö innan tveggja til þriggja ára veröi þessu af- kvæmi sínu auöiö aö keppa viö hvaöa sjúkrahúslækni sem er, hvaö snertir þekk- ingu í bóklegum greinum, og þá muni verði unnt aö taka þaö í notkun á japönskum sjúkrahúsum. „Um síðir mun vélmennið standa á sporöi færustu mönnum, er stunda sjúkdóms- greiningar,“ segir prófessor- inn. „Það mun skrá hjá sér allar mikilvægar upplýsingar og svo mun verða þægilegt að nota það viö sjúkdómsgrein- ingu hjá konum, sem oft eru feimnar viö læknisrannsóknir hjá karlmönnum.“ Kato prófessor er viöur- kenndur sem fremsti vél- mennahönnuöur í Japan, en þar í landi hafa orðið ótrúlegar framfarir í framleiöslu á vélum, sem geta „hugsaö“. Þeir sem stunda rannsóknir á sviöi vís- inda og iönaöar leggja mikiö Hönnuðurinn spáir því að vélmennið muni um síðir slá sérfræðingun- um við. kapp á að framleiöa vélmenni, sem geta gert svo að segja hvaö sem er, t.d. teiknaö föt, tekiö viö matarpöntunum eöa flokkaö póst. „Snemma á næstu öld veröa slík vélmenni í notkun um gervalla veröldina,“ segir Kato. „Viö veröum þó fyrst aö gæöa þau meiri næmleika, þannig að þau geti fram- kvæmt hvers kyns flókin verk- efni.“ í Japan eru nú aö störfum um 80.000 vélmenni, en flest þeirra eru þannig úr garöi gerö aö þau geta aöeins unniö eitt ákveöið verk. Þau eru algeng viö færibandavinnu, t.d. eru þau látin sprauta eina hlið á bíl, skrúfa skrúfur, og taka upp ákveöna hluti. En þau eru ekki þannig úr garöi gerö aö þau geti vegiö og metiö eöa tekiö ákvaröanir upp á eigin spýtur. I Japan er alger vélmenna- della, og þar eru framleidd vélmenni af öllum stæröum og geröum, t.d. vélknúin eftirlík- ing af Marilyn Monroe í fullri líkamsstærö, Edward Kenn- edy, knattspyrnuhetjur, skát- ar, hundar og páfagaukar. Marilyn-vélmenniö getur tjáö sig á 20 vegu og hreyft sig á 48 vegu. Þaö kostar um kr. 50.000 út úr búö. Ýmsir alvarlega þenkjandi vísindamenn eru ekkl ýkja hrifnir af slíkum fyrirbærum og kalla þau vélknúin skrípi. Kato vill ekki beinlínis meina aö hann miöi aö því aö gera vélmenni sín sem líkust mönnum í útliti. „Þaö er eng- inn vandi,“ segir hann. „Þaö er hins vegar erfitt aö láta þau hreyfast eins og fólk.“ Hann hefur sett sér þaö lokatak- mark aö setja saman vél- menni, sem getur séö, heyrt, fundiö til og fundiö lykt og þaö telur hann vera innan seil- 'n9ar - DONALD KIRK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.