Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 46 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú verður slegið upp veizlu. í framhaldi af laxinum siðast er boðið upp á Kraflax, sem virðist einmitt hafa slegið i Ktgn hér, eins ok víða annars staðar. Siðan kemur lambalæri, hvað annað ... Nú eru tómatar ódýrir, svo það lÍKKur i auKum uppi að við bjóðum upp á tómata i millirétt. Ok í eftirrétt verður eitthvað Kott... Matseldin er miðuð við að lítið sé um hlaup á siðustu stundu. Laxinn er búinn til nokkrum doKum áður, salatið fyrr um daKÍnn eða daifinn áður, ok eftirrétturinn Kjarnan einnÍK- Ok það þarf ekki að minna á að hver réttur stendur fullkomleKa fyrir sinu, einn ok óstuddur... Góða skemmtun! Graflax Eins ok ók minntist á í síðasta þætti er það gömul geymsluað- ferð að grafa lax og reyndar aðra fiska. Þó við höfum nú aðrar og betri aðferðir við geymslu mat- væla, þá hefur graflaxinn ekki gleymzt, heldur er nú borinn fram sem sérstök tyllidagamál- tíð. Þetta á vel við, því góður graflax er lostæti. Og eins og hann er góður, þá er einkar auðvelt að útbúa hann í heima- húsum. Þið þurfið ekkert að óttast í þeim efnum. En hér gildir auðvitað hreinlæti eins og alltaf við matseldina. Ef ykkur hefur einhvern tíma verið trúað fyrir því að það væri bæði flókið og vandasamt, þá gleymið þeirri þjóðsögu strax og hefjizt handa, ef ykkur munar í þetta lostæti. Hafið þið annars tekið eftir því hve margar dularfullar erfið- leikasögur umlykja matargerð ... En það er þetta með laxinn. Hann hefur t.d. þann mikla kost að hann er tilbúinn löngu áður en það á að bera hann fram. Sósan er mikilvægur hluti vel heppnaðs graflax, og ég er hér með uppskrift ættaða úr Noregi. Sú finnst mér taka öðrum slík- um fram, sem ég hef séð og bragðað, já þar er mikill munur á. Svíar eru miklir graflaxunn- endur. Auk þess sem þeir borða hann sneiddan í þunnar sneiðar, kaldan, taka þeir sig einnig stundum til og steikja hann armanna. Sumir setja farg á laxinn, en aðrir ekki. Rökin gegn því að setja farg eru þau að þá þorni laxinn um of. Hér verður hver að gera eins og honum lízt bezt. 1 mólkurhyrna er þó t.d. ágæt. 3. Látið laxinn standa í kæli- skáp í 3 daga og snúið pakkanum daglega við. Laxinn geymist í nokkra daga í viðbót, en hreinsið þá saltið og sykurinn af. 4. Síðan er laxinn borinn fram, skorinn í þunnar sneiðar, er bezt að láta laxinn í frysti í um 30 mín., þannig að hann rétt frjósi, en þó ekki. Þá harðnar hann og verður meðfærilegri. Berið hann fram með ristuðu brauði, og ekki má gleyma að með honum á að vera góð ... Graflaxsósa 200 gr. sýrður rjómi 1 msk ljóst, franskt sinnep 1 msk tómatsósa, ekki of sæt tegund 1 msk Worcestershiresósa (ensk sósa) 1—2 tsk karrý (eftir smekk) 1—2 knippi fínsaxað, nýtt eða fryst dill 1. Öllu þessu er blandað sam- an. Sósan er bezt þegar hún hefur fengið að standa í nokkrar klst. en helzt um nótt, eins og aðrar líkar sósur. sinn á evrópska matseðla, enda eru klattarnir ljúffengir og gott meðlæti með kjöti. Soðið af kjötinu kemur svo í stað þykkrar sósu. Þessi máltið er nefnilega öll upp á léttleikann ... 1 stórt lambalæri, um 2l/z kg 3—5 hvítlauksrif 50 gr smjör 1 msk sítrónusafi, eða 2—3 msk hvítvín eða þurrt vermút, gjarn- an franskt. 1—2 msk þurrkaðar kryddjurtir, gjarnan rósmarín og timjan nýmalaður pipar 1. Áður en kjötið er sett í ofninn, gjarnan um morguninn, skerið þið mestu fituna af. Sker- ið hvítlauksrifin í ræmur og stingið þeim hér og þar inn í kjötið. Það er auðvelt að koma þeim inn á milli vöðvanna. 2. Setjið ofninn á 100°. Þegar hann er orðinn heitur, setjið þið kjötið á rist yfir fat eða ofnskúffu á neðstu rim. Þar á kjötið nú að stikna í 2'A klst. Snúið því, þegar tíminn er hálfn- aður. 3. Bræðið smjörið og setjið krydd og vín út í það. Á meðan á steikingu stendur, penslið þið kjötið með smjörinu öðru hverju. 4. Þegar þessi tími er liðinn, takið þá kjötið út og hitið ofninn vel, stillið hann t.d. á 250° og á grill. Penslið kjötið og setjið það VEIZLUMATUR örstutta stund á þurri, heitri pönnu. Þegar sneiðarnar koma á heita, þurra pönnuna ku þær taka til að hoppa, og kallast því glödhoppa. Einnig hef ég séð uppskrift að innbökuðum graf- laxi. Ég hef smakkað roð af graflaxi, skorið í ræmur og ristað á pönnu. Það er afar gott. En hér kemur uppskriftin, eða öllu heldur aðferðin. Útbúið gjarnan meira en minna. Hann geýmist vel frystur, en þá án saltsins og sykursins. 1. Flakið laxinn. Blandið sam- an jafnmiklu af sykri og salti og stráið á flökin, þannig að þau séu þakin, en hafið lagið ekki þykkt. Malið svolítið af pipar yfir. Leggið flökin saman með 1—2 knippum af nýju eða frystu dilli á milli. Ein meginundir- staða vel heppnaðs graflax er að nota ekki þurrkað dill. Dill er ein þeirra kryddjurta sem tapar bragði við þurrkun. Ef þið náið ekki í nýtt dill, eða fryst, notið þá heldur aðrar jurtir, t.d. kerfil eða sleppið hreinlega dillinu og notið t.d. steytt fennelfræ og/ eða koríanderfræ í staðinn. 2. Pakkið laxinum inn í ál- pappír. Nú kemur smá ágrein- ingur í ljós meðal graflaxgerð- 1 Glóðarsteikt lambalæri (Handa sex) Það er ekki ofsögum sagt að við búum vel að góðu lambakjöti. Aðalatriðið er að kunna að fara með það þannig að gæðin komi skýrt og ótvírætt í ljós. Til að svo megi verða, er bezt að láta kjötið þiðna hægt og rólega vel fyrir sjálfa matreiðsluna. Kaup- ið gjarnan lærið þremur dögum áður en þið hyggist matreiða það. Látið það þiðna í kæliskáp eða á köldum stað. Ég læt það svo gjarnan standa á eldhús- borðinu í sólarhring áður en það er matreitt. Kryddlegir eru greinilega mjög í tízku núna. Hér er hins vegar hafður svolítið annar hátt- ur á. Ef þið eruð feimin við hvítlauk, skuluð þið reyna að komast yfir þá feimni. Hvítlauk- ur er nánast ómissandi finnst mér með lambakjöti. Eins og hann er notaður hér, gefur hann mjög fínlegt bragð, en enga remmu. Remman kemur fyrst og fremst ef hann brennur. Ég kaupi alltaf stærstu finnanleg læri, því kjötið er ljómandi gott kalt daginn eftir. Meðlæti með kjötinu er af skornum skammti, aðeins maís- klattar. Maís er ættaður frá Suður-Ameríku og mikið notað- ur þar og víða í Bandaríkjunum. Klattar svipaðir þessum eru þar gjarnan notaðir með mat. Þessi venja er nú óðum að setja svip aftur inn eftir 10 mín. Nú á það að brúnast í um 5 mín. á hvorri hlið svo skorpan verði stökk og fín. Að þessum tíma liðnum slökkvið þið á ofninum og opnið hann til hálfs. Nú á kjötið að standa í um 10—15 mín. og jafna sig. Kjötsafinn streymir þá út um allt kjötið, frá miðju þess. Berið kjötið fram og skerið það í þunnar sneiðar, annaðhvort þvert á beinið, eða eins og beinið liggur. Það eru tveir helztir möguleikar í skurðarmálum. Meðan að kjötið er að stikna gætið þess þá að soðið í skúff- unni brenni ekki. Það er hætta á því þegar hitinn er hækkaður. Til að forða því getið þið sett ofurlítið vatn eða vín í skúffuna, þegar þið setjið kjötið inn síðast. Hellið soðinu í smjörið, áður en kjötið er borið fram og bætið við smjöri og e.t.v. víni, ef ykkur sýnist svo. Berið fram vel heitt með kjötinu. Gott brauð, auk klattanna, er fyrirtaks meðlæti Maísklattar (Handa sex) 6 dl frosinn, þíddur maís, eða niðursoðinn án soðs 3 egg 4 msk hveiti nýmalaður pipar svolítið af nýrifnu múskati 1. Setjið þetta allt í raf- magnskvörn, eða stappið maís- inn í kartöflupressu, og blandið hinu saman við. Síðan er bezt að láta deigið bíða í a.m.k. klst. en gjarnan lengur. Það verður þá nokkuð þykkt. Steikið nú klatt- ana á pönnukökupönnu, með því að nota um 1 kúfaða msk í hvern klatta. Þeir eiga semsé að vera litlir og nettir. Berið þá fram rjúkandi heita. Ef þið viljið minnka upp- skriftina, t.d. handa fjórum, þá sjáið þið að það er við hæfi að hafa 4 dl maís, 2 egg og um 3 msk hveiti. Tómatsalat (Handa sex) Hér eru ýmis tilbrigði mögu- leg. Eitt er t.d. að skera niður um 6 væna tómata. Yfir þá stráið þið svo um 1 msk af I kapers, 1 tsk af rauðvínsediki ogl 1 tsk af ólífuolíu, eða annarri matarolíu. Klippið síðan stein- selju yfir. Berið salatið fram sérstaklega, á eftir kjötinu, og hafið það sæmilega kælt. Eftirréttur Hér kemur ýmislegt til greina. Góður heimatilbúinn ís, eða súkkulaðibúðingur ætti að gleðja hvern sælkera. Góðir ávextir koma einnig vel til greina. Sömuleiðis kaka með kaffinu. Og ekki má gleyma rabarbaranum, sbr. kökuna frá því um daginn (sjá leiðr. hér á eftir). Einnig er gott að sjóða saman rabarbarabita, sveskjur, púðursykur og kanel, e.t.v. ásamt engiferhnýðum í sykur- legi, og bera fram heitt eða kalt, ásamt ís eða þeyttum rjóma. Og svo dettur ykkur auðvitað ýmis- legt fleira í hug ... Viðbót við rabarbaraköku Sunnudaginn 5. júlí birtist uppskrift að rabarbaraköku, sem mér finnst mikil öndvegis- kaka. Því miður féll niður magn- ið. I heild er uppskriftin þannig: 500 gr rabarbari, skorinn í bita, 4 egg, 3 dl mjólk, 1 xk dl hveiti, 1 dl hunang, púðursykur eða syk- ur, (1 msk kanell, eða rifið, sultað eða þurrkað engifer- hnýði). Blandið pönnukökudeig ann í eldfast borið kökuna fram í, og hellið deiginu yfir. Bakið kökuna við , 175°-200° í 35-45 mín. eða þar til hún er hlaupin saman í miðjunni. Berið hana fram eftir að mesti hitinn er rokinn úr henni. Leiðrétting Það hvílir vissulega róman- tískur blær yfir frönsku og skyldum málum. Það er þó varla hægt að tala um rómanska orðið salmon, sem rómantískt orð, eins og misprentaðist í síðasta þætti. Það gæti þó verið að einhverjir áhugamenn um lax- veiði sæju eitthvað rómantískt við orðið, FLJUGIÐ TIL AMSTERDAM aMð frjáls umEvrópu! Vegna hagstæðra samninga við bílaleigu í Hollandi getum viö boðið sérstakt kynningarverö sem gildir til 14. ágúst. Aðeins fá sæti til ráðstöfunar á þessu ótrúlega lága kynningarverði. Flugferðir og bíll með ótakmarkaðri aksturs- notkun í heila viku, allt fyrir aöeins kr. 2.239- ISCARGO Autturttrnti 3. Símar 12125—10542.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.