Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 konan handan goðsagnarinnar „Það var ekki fyrr en ég lét allar fræðilegar túlkanir lönd og leið og skildi að það var sjaldnast dómgreind sem réði, að ég skynjaði fullan kraft ástríðunnar sem var driffjöður í lífi hennar — þá fyrst fór ég að skilja lif hennar og list og eitthvað óþekkt afl handan beggja sem rak hana endalaust áfram. Og það er þessi ástriða sem ég hef reynt að koma til skila hér á þessum blöðum.“ Svo segir Arianna Stasinopoulos í bókinni „Maria — Beyond The Callas Legend“ sem er nýlega komin á markaðinn i Bretlandi og hún bætir við: „Líf Mariu Callas var i senn harmleikur og ævintýr. Hún breyttist úr feitri hallærislegri jússu í konu sem hafði i sér sérstæða fegurð og óvanalegan persónuleika. En meðan þessi breyting var að ejra sér stað var harmleikurinn einnig byrjaður að smeygja sér inn i líf hennar. Oeðlilegt samband hennar við móður sina setti mark sitt á hana alla tið, nánst lygileg undirgefni hennar gagnvart Onassis, og siðan beizkjan og auðmýkingin þegar hann sveik hana ... baráttan fyrir að komast á tindinn og halda sér þar ... margt hneykslið sem hún olli með framkomu sinni... hvað eftir annað á seinni söngárum sinum varð hún að hætta í miðjum kliðum, hvar hún stóð á senunni, vegna þess að röddin gaf sig. Og undir öllu þessu var barátta einnig háð milli Callas og Mariu, milli goðsagnarinnar og konunnar, milli drauma og veruieika. Þessi barátta var þungamiðjan i lifi hennar og er þungamiðja þessarar bókar. Ég hóf að skrifa ævisögu Callas og endaði með þvi að segja lifssögu Mariu. Ég byrjaði full virðingar og aðdáunar á henni sem listamanni. Undir lokin unni ég manneskjunni.“ Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr þessari bók, endursagðir og styttir og er þó einkum — i samræmi við það mat að ár hennar með Aristoteles Onassis hafi verið árin sem skiptu hana persónulega mestu, fjallað um samband þeirra. að var því líkast, að hún hefði sagt við sjálfa sig: „Fyrst skaltu verða hin mikla Maria Callas. Síðan færðu að verða kona.“ Hún tókst á við seinna hlutverkið af jafnmikilli einurð og ákefð og hafði fengið áorkað hinu fyrra. Þegar sá orðrómur komst á kreik í ársbyrjun 1960 — og fékkst staðfestur innan tíðar — að hún Maria hefði engin áform um að koma fram opinberlega næstu mánuði, varð hin almenna afstaða sú, að hún hefði varpað sér í faðm Onassis af þvílíku offorsi, að hún hefði misst jafnvægið. Sannleikurinn var auðvitað flóknari en svo. í viðtali við David Holmes tveimur árum áður hafði hún látið í ljós beizkju og reiði yfir þeirri byrði, sem frægð hennar væri henni og gaf í skyn, að hana fýsti að draga sig í hlé að ári liðnu. í þvi samtali játaði hún einnig að sviðsóttinn væri alltaf að aukast: „Því meiri sem orðstír minn verður, því magnaðri verður skelfingin," sagði hún. Og undir öllu sem hún bjó yfir — ótrúlegu vinnuþreki, miklum og sterk- um persónuleika, einstakri dirfsku henn- ar, ofurmannlegum viljastyrk, var opin tilfinningakvika. Og nú var svo komið að sú hörkuvinna, sem hún hafði tekið á sig, spennan, óttinn, kvíðinn, gagnrýnin sem hún hafði sætt — og ekki alltaf að ósekju — allt þetta hafði orðið henni ofviða. Hún þráði það eitt að slíta sig lausa. Og hluti sjálfrar hennar sagði henni, að söngurinn væri ekki eini tilgangurinn í lífi hennar. Onassis gerði hana meðvit- aða um, að hún var kona. Hann vakti með henni þörf fyrir karlmann á þann hátt sem hún hafði aldrei upplifað áður. Hún var 36 ára, þegar hún kynntist því að kynlíf gæti verið ljúft. Og þá uppgötvun gerði hún með Onassis. Það eitt hefði dugað nokkuð langt. „Þetta var tvímælalaust mjög ástríðufullt sam- band,“ sagði vinur þeirra Zeffirelli, sem iðulega var hjá þeim á eynni Skorpios. „Hún fékk líkamlega fullnægju með honum og það varð henni mikil og stórkostleg uppgötvun." En samband þeirra var annað og meira. Maria sýndi alla tíð löngun til að afla sér frekari lífsreynslu og kynnast sjálfri sér. Og Onassis lauk upp á gátt dyrunum að áður ókunnum ævintýra- löndum, og það sem hún kynntist þar vakti með henni óskiptan fögnuð — og hann gaf henni fyrirheit um nýtt upphaf alls, sem hún hafði án efa lengi þráð. En hana hefur áreiðanlega ekki órað fyrir - þeirri djúpstæðu tilfinningaólgu sem af þessu myndi leiða. Áður snerist líf hennar allt um það að vinna. Allt í einu var svo komið að hún fékk hvergi hlutverk. Hún hafði verið svipt — í og með af fúsum vilja — því eina sem fram að þessum tíma hafði gefið lífi hennar lit og Ijóma. Onassis varð þungamiðja hins nýja draums, sem kom í stað drauma um frægð og frama sem höfðu endað í hálfgerðri martröð. En eftir að samband þeirra, óbeizlað og hamslaust, var hafið, dró hann sig samt um hríð til baka. Það var ekki í fyrsta skipti sem karlmaður vildi bæði halda ástkonu og eiginkonu. Tina Onassis hafði sett fram kröfu um skilnað og hann stóð andspænis því að þurfa að taka ákvörðun — sem hann vildi ekki þurfa að gera. Hann hélt þeim upptekna vana sínum að hverfa langtím- um saman, hann hélt margoft til fundar við fyrrverandi konu sína til að fá hana til að draga skilnaðarbeiðnina til baka og koma til sín aftur. Og Maria varð þess því snemma áskynja, að hún gat ekki treyst á hann, þótt hún þarfnaðist þess sárlega. í byrjun þessa árs, 1960, lenti hún í meiri háttar krísu með rödd sína. Hún hafði hvað eftir annað, bæði í einkasam- tölum og viðtölum við blöð, lagt áherzlu á, hversu það hefði mikil áhrif á söngrödd hennar, að hún væri í tilfinn- ingalegu jafnvægi. Sjálfsagt á það við um flesta mikla listamenn, hana kannski öðrum fremur, eftir að goðsögnin Maria Callas var til orðin og skelfingin hafði læst klónum í hana. Það var eins og óttinn, minnstu geðhrif kæmu sam- stundis fram í söng hennar. „Sá fugl einn getur sungið, sem er hamingjusamur," sagði hún og öðru sinni sagði hún að það væri ekki rödd hennar sem væri veik, heldur taugarnar. Og sannarlega var ástandið ekki björgulegt þessa fyrstu mánuði ársins 1960, taugarnar upptætt- ar, blóðþrýstingurinn óhugnanlega lágur og hún var með stöðug særindi í hálsi. Hún vildi ekki syngja opinberlega, en hún vildi vita, að hún GÆTI sungið. Svo að hún fór í æfingarherbergi sitt; settist við flygilinn og reyndi að syngja eitthvað — hvað sem var. En þá kom sársaukinn, sem byrjaði í hálsinum og leiddi upp í höfuð og fram í enni og hún neyddist til að hætta. Blaðafréttir um, að Maria Callas væri öldungis búin að vera sem söngkona, birtust æ ofan í æ. Og til að kóróna allt, sendi nú Evangelia móðir hennar frá sér bókina „Dóttir mín Maria Callas" þar sem Mariu voru ekki vandaðar kveðjurnar og aðskiljanlegar greinar voru ritaðar um málið og viðtöl voru höfð við Evangeliu, þar sem hún var jafnan í hlutverki hinnar afræktu en fórnfúsu móður. Bókin er í raun nánast samfelld árás á Mariu og Evangelia reynir m.a. að finna skýringu á erfiðum skapsmunum Mariu með því að vitna til höggs, sem hún fékk í bílslysi fimm ára gömul. Evangelia hafði vafalaust vænzt þess að sín biði frægð og auður eftir útkomu bókarinnar. En Maria beit ekki á það agn sem hún setti út, hún var ófáanleg til að tjá sig um bókina og þar með var áhuginn á henni fljótur að hjaðna. Góður vinur Mariu og guðfaðir hvatti hana til að sættast við móður sína. En báðar voru þær mæðgur gagnteknar af því hvað hin hefði gert á hluta sinn og Maria var ekki til viðræðu um neitt er varðaði móður- ina. Ósk hennar var sú ein að fá nú að taka upp „eðlilega lifnaðarháttu" eins og hún kallaði það og í þeim fólst ekki að hún tæki upp samband við móðurina. Til þess var biturðin vegna liðinnar tíðar of mikil, hvort sem það var með réttu eða röngu. En eitt er víst, að það er óvenjulegt og kannski í hæsta máta ósanngjarnt að leggja foreldri sínu allt svo mjög út á versta veg, gjörðir þess gegnum tíðina, og Maria gerði eftir að hún var komin til fullorðinsára og hafði þá væntanlega þroska til að skilja „misgerðirnar" eða að minnsta kosti sjá atburðina í öðru ljósi. En hvað um það. Þessu varð ekki breytt. „Ég vil ekki syngja framar," sagði hún. „Ég vil lifa eins og hver önnur kona, eignast heimili, börn og hund.“ Aristo var miðpunktur þessa draums og eftir að hann hafði verið mjög á báðum áttum hvað snerti samband þeirra fyrstu mán- uði ársins 1960, sneri hann nú við blaðinu og eyddi meiri og meiri tíma í návist hennar — án þess að gefa henni nokkra skýringu á því frekar en hann gerði henni nokkra grein fyrir því þegar hann var langdvölum í burtu frá henni. Onassis virtist hafa sætt sig við, að Tina ætlaði að skilja og tíminn sem í hönd fór var sem nýir hveitibrauðsdagar báðum, að sögn þeirra sem voru samvistum við þau þennan tíma. Það var lýðum ljóst að Maria var frúin á heimilinu, þ.e. um borð í snekkjunni Christinu, þar sem þau dvöldu löngum. Aristo gerði aldrei athugasemdir við skipanir sem hún gaf, nema í eitt skipti. Hún hafði látið fjarlægja stórt málverk af Tinu. Hann lét hengja það á sinn stað og um málið var ekki talað. Saman í Monta < María þrettán i móður sinni. Maria með di St< Myndin tekin ak Onaseis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.