Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 Eina skiptiö sem Volo- dya hefur séö yngra barniö sitt var þegar hann haföi veriö dæmdur til fimm ára vistar í þrælkunar- búöum. Þegar hann gekk út úr réttarsaln- um um- kringdur vopnuöum vöröum tróö Tatyana eig- inkona hans sér fram og lyfti litlu dótturinni upp svo aö hann gæti séö hana. Steve Turner ræðir við fangabúðaekkjuna Tatyönu Poresh Tatyana Poresh situr á stól í litla sveínher- berginu í íbúð sinni í Leningrad. í horninu er rimlarúm þar sem ársgamalt barn stend- ur upp við grindurnar. A hillu rétt hjá er stór mynd af dökkhærðum skeggjuðum manni með gleraugu í grönnum umgjörðum, hann heldur á öðru barni i fanginu. Fyrir neðan myndina eru róðukrossar og krists- myndir. Tatyana tekur myndina og spyr telpukornið hver þetta sé, telpan segir þetta vera pabba og móðirin brosir og setur myndina aftur á hilluna. Tatyana tilheyrir stórum og vaxandi hópi rússneskra kvenna sem eru nokkurs konar ekkjur vegna trúar fjölskyldunnar. Dag nokk- urn, sex mánuðum áður en hún átti yngri dótturina, kom hún heim frá vinnu sinni, í málvísindadeild háskólabókasafnsins í Len- ingrad, að öllu í svefnherberginu á tjá og tundri. Fötum, bókum, skjölum, leikföngum og lyfjum ægði saman á gólfinu. Á eldhúsborðinu var skýrsla sem staðfesti að óreiðan var verk KGB. Þeir höfðu ekki aðeins haft á brott með sér skjöl, heldur einnig Volodya, eiginmann hennar. Þetta gerðist 1. ágúst 1979. Það var ekki fyrr en eftir átta daga sem henni tókst að fá staðfest að hann hefði verið handtekinn og ákærður skv. 70. grein fyrir andsovézkan áróður og undirróður. í fyrstu var henni tjáð að hann hefði ekki verið handtekinn. Síðar breyttust upplýsingarnar eftir því sem henni var vísað frá einni stofnun á aðra. Að lokum fékk hún að vita nákvæmlega hvað hafði gerzt, hjá mönnum sem höfðu verið yfirheyrð- ir í sambandi við málið. Glæpur Volodya Poresh var sá að hann hafði, ásamt öðrum, stofnað námshóp sem kallaði sig „Kristna umræðuhópinn", þar sem menntamenn, sem tekið höfðu kristna trú, komu saman og ræddu trúarskoðanir sínar. Þeir höfðu sérstakan áhuga á hinni miklu trúarvakningu sem á sér stað í Rússlandi og fylgir í kjölfar vonbrigða manna með guðlausa efnishyggju. Aðalógnunin sem rússnesk yfir- völd sáu var, að þessir kristnu menn voru ekki gamlir bændur sem söknuðu gamalla lífsvenja og sem ánægjulegt var að sýna sem dæmi um trúfrelsi, heldur voru þeir kennarar, kvik- myndagerðarmenn, rithöfundar, vísindamenn og fyrirlesarar, sem höfðu verið aldir upp sem góðir og gegnir trúleysingjar; þeir voru fulltrúar framtíðarinnar — ekki fortíðarinn- ar. Eftir að Volodya var handtekinn var hann í fangelsi í Leningrad meðan hann beið þess að koma fyrir rétt. Allan þann tíma var Tatyönu ekki leyft að heimsækja hann. „Þeir höfnuðu umsóknum mínum um leyfi til að heimsækja hann,“ segir hún „og vildu ekki einu sinni leyfa mér að senda honum línu frá fæðingar- deiidinni. Ég gat ekki einu sinni komist að því hvað hann vildi skíra dóttur okkar.“ Eina skiptið sem hann hefur séð yngra barn sitt var þegar hann hafði verið dæmdur til fimm ár vistar í þrælkunarbúðum og síðan þriggja ára útlegðar; þegar hann gekk út úr réttarsalnum með hendur fyrir aftan bak umkringdur Eiginkona Samviskufanga Tatyana Poresh meö mynd af Volodya og Olgu. vopnuðum vörðum tróð Tatyana sér fram með Olgu litlu, tveggja ára, hangandi í pilsunum og lyfti Ksenju upp til að hann gæti séð hana. Kona sem á eiginmann í fangelsi fær enga félagslega aðstoð. Hún verður að treysta á stuðning frá vinum og vandamönnum. Taty- ana kemst af með stuðningi móður sinnar og kristinna vina þeirra. Eldri dóttirin, sem var mjög hænd að föður sínum, veiktist eftir handtöku hans og þjáist nú af astma. Tatyana segir: „Það er erfitt fyrir mig þegar börnin veikjast, en ég kemst af vegna þess að ég er vinamörg. Ég skil ekki hvernig fólk fór að á Stalíns-tímabilinu. Þá voru heilu fjölskyld- urnar handteknar. Börnin voru fangelsuð og ættingjarnir skotnir. Ég skil ekki hvernig sumt fólk fer að í dag og ég bið til guðs að ég lendi ekki í þannig aðstöðu." Flestir nágrannanna gefa málinu lítinn gaum. Menn styðja kommúnistaflokkinn til að komast áfram fremur en af hugsjónaástæðum svo að það er engin skömm bundin því að vera skyldur andófsmanni. „Flestir nágrannanna komust ekki að þessu fyrr en síðar," segir Tatyana. „Það hefur þess vegna ekki orðið nein veruleg breyting á framkomu þeirra við mig. Þeir halda áfram að heilsa og koma fram við mig á eðlilegan hátt.“ Tatyana fær að hitta mann sinn tvisvar á ári í vinnubúðunum, sem eru í Úral-fjöllunum. Önnur heimsóknin er fjögurra stunda heim- sókn og þau eru sitt hvoru megin við rimlana. Hin heimsóknin er hjúskaparheimsókn og þau fá timburkofa á svæðinu. Þetta ár var heimsókn hennar felld niður af því að Volodya mótmælti því að Biblían hans var gerð upptæk. í fyrra var hjúskaparheimsóknin stytt um einn dag og Tatyönu var ekki sagt frá því fyrr en hún kom. Til að komast í vinnubúðirnar þarf hún að ferðast í tvo daga með lest, fimm stundir með áætlunarbíl og loks að ganga 13 km. Hún segir svo frá: „Það eina sem ég gat séð af vinnubúðunum voru skrifstofubyggingarn- ar sem eru úr múrsteini og að baki þeirra háan vegg. Ég fæ ekki að fara inn fyrir múrinn þar sem vinnubúðirnar eru. Litla húsið fyrir fjölskylduheimsóknir er gegnt skrifstofubyggingunni. Það eina sem ég gat séð var múrinn og varðturnarnir. Þetta er úti í skógi. Það eru aðeins fimm eða sex timburkofar í nágrenninu fyrir fólk sem vinnur við þjónustustörf fyrir búðirnar. Það er bær í um það bil átta kílómetra fjarlægð." Dagurinn hjá Volodya hefst klukkan sex að morgni er hann fer á fætur og verðirnir koma til eftirlits. Síðan er unnið frá 8 til 5, klukkan 6 er matast og síðan geta menn lesið eða horft á sjónvarp þar til klukkan 10, en þá er háttatími. Öll vinna fer fram innan vinnubúð- anna og á veturna kemst hitinn niður í - 50°C. Eitt af því sem eiginkonur mannanna í vinnubúðunum kvarta sárast undan, er það, að ekki er hægt að treysta því að bréf komist til skila. Bréf eru send af stað en koma svo ekki fram. Þetta er aðferð yfirvalda til að sá ótta og tortryggni, sem alltaf er hugsanlegt að leiði til þess að menn afneiti fyrri skoðunum sínum eða svíki vini og ættingja. Meðan Volodya var fyrir rétti og fékk ekki að hafa samband við fjölskyldu sína notaði aðalsaksóknarinn þetta til að reyna að draga úr honum kjark. „Ég ráðlegg þér að sýna meiri hógværð við réttarhöldin," var sagt við hann, „ég var rétt að koma frá Tatyönu Mikhailovnu og litlu telpunum þínum, Ólgu og Kseníu." Ég spyr Tatyönu hvort hún óski þess nokkurn tímann að hún hefði fæðst á vesturlöndum þar sem hegðun Volodya væri ekki talin glæpsamleg. „Nei,“ segðir hún, „ég er Rússi og myndi ekki vilja yfirgefa Rúss- land.“ Nýjustu fréttir af Volodya eru þær að hann er farinn að missa tennurnar, sennilega stafar það af tannholdssjúkdómi af völdum næring- arskorts. Einnig bagar hann gamalt lungna- sár. Olga dvelst hjá foreldrum föður síns í Smolensk þar sem loftslagið er betra fyrir astmann í henni. Móðir Tatyönu vinnur á bókasafni til að fá peninga handa henni og Kseníu. Þegar ég spyr hvaða boð hún vilji að ég beri vestur yfir frá henni og Volodya, biður hún mig að þakka fólki fyrirbænir þess, að bænir séu afar mikilvægar og að þau vilji leggja áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar. „Hvað á að endurfæða með þessum þjáning- um? Hvað á að endurleysa?" spyr hún. Volodya telur að fjölskyldan sem tákn fyrir tengsl kristinna manna innbyrðis og tákn sambands manns við guð sé lykillinn að endurfæðingu Rússlands. Einstaklingar geta ekki komið þessu til leiðar einir sér. Við getum tekið sem dæmi: Foreldrar taka trú en börn þeirra eru send í skóla þar sem þeim er kennt að hlæja að trúuðu fólki; annaðhvort beygja þau sig eða þau verða einmana og einangrast. Aðeins ef til eru talsvert margar fjölskyldur sem eru tilbúnar að halda fast við að þær séu trúaðar og að þær vilji ala börn sín upp í trú, er hægt að skila áfram til næstu kynslóðar því sem er að gerast með þessari kynslóð. Þetta er sú leið sem Rússland þarf að fara. Vera kann að þessi þróun mála sé ekki það sem öðrum löndum er mikilvægast en hún er Rússlandi afar áríðandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.