Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 18
Fjölda- framleiðsla Þýskir kirkjudaxar voru að þvssu sinni haldnir i IlamhorK o({ hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Um 120—130 þúsund manns tóku þátt I þessari miklu kirkjuleKU hátið ok auk þess voru kirkjudagar fyrir born helgina áður með um 20 þúsund þátttak- endum, eða sex sinnum fleiri en búist hafði verið við. Þátttakendum var þetta ógleym- anlegt og munu þessir dagar hafa áhrif í kirkjunni um allt Þýska- land. Hamborg, sem álitin er sú borg í Þýskalandi þar sem af- kristnun er einna lengst komin, er ekki söm eftir. Markaður möguleikanna Hvert sem litið var voru kirkju- dagarnir í brennidepli. Fjölmörg heimili, sem hvergi koma nærri kirkju og kristni, tóku þátt í þessu mikla fyrirtæki með því að taka fólk til gistingar. Skólar, bæði grunnskólar og menntaskólar tóku til umræðu fjölmörg þeirra um- ræðuefna sem fjallað skyldi um. Víða var kennslu aflýst meðan á kirkjudögunum stóð vegna þess að nota þurfti skólana til gistingar. En það var ekki aðeins hinn ytri rammi sem vakti athygli. Ótrúleg vinna og eldmóður birtust í hinum ýmsu liðum dagskrárinnar. Það er ekki tilviljun að hin opinbera dagskrá kirkjudaganna er 200 blaðsíðna bók, sem hefur að geyma lýsingu á dagskrárliðum af ólík- asta tagi. Hvarvetna hófst dagurinn með morgunbænum og biblíufyrirlestri. Textarnir sem teknir voru til umfjöllunar voru úr 14. kap. 2. Mós., Lúkas 2, 1—14 (jólaguð- spjallið) og 2. Kor. 4, 6—11. Textannir voru valdir með tilliti til yfirskriftar kirkjudaganna: „Óttist ekki“. Auk þessa var fjallað sérstak- lega um fjögur þemu: Að finna trúna, Að njóta samfélags, Að stuðla að friði (sem vakti sérstaka athygli þessa daga), Að lifa Iífi, sem samboðið er trúnni. Ennfrem- ur var ótölulegur fjöldi hvers konar „uppátækja" þar sem m.a. voru gerðar tilraunir með ný tjáningarform og nýja samveru- hætti. Markaður möguleikanna Á sama hátt og áður hefur verið, var starfandi „Markaður mögu- leikanna". Þarna var ótölulegur fjöldi hvers kyns samtaka og hreyfinga með kynningu á starfi sinu og margs konar hjálpargögn- um til nota í kristilegu starfi. Plaköt, upplýsingabæklingar, „happenings”, sýningar á notkun gagna o.fl. o.fl. fór þarna fram. Augljóst var að firna mikil vinna hefur verið lögð í þennan „markað" og einstakt tækifæri fyrir starfsfólk í kirkjulegu starfi að kynnast nýjungum og afla sér hugmynda og efnis. Friðarganga Áður en kirkjudagarnir hófust var ljóst, að atómvopnabúnaðurinn og ófriðarhættan myndu setja svip sinn á þessa daga í Hamborg. Einkum beindist athyglin að áætl- unum NATO um að koma fyrir nýjum eldflaugum búnum kjarna- oddum í V-Þýskalandi. Baráttan fyrir friði var ekki meginefni þessara kirkjudaga. í dagskránni var þetta aðeins eitt af mörgum efnum sem ræða átti. En fyrir þeim sem fylgdust með úr fjarska varð þetta eitt af aðalatr- iðum þessara daga. Þetta kom m.a. til af því að þessum þætti voru gerð ítarlegri skil í fjölmiðlum en nokkrum öðrum. Þetta orsakaðist m.a. af því að Helmuth Schmidt sá sig tilneyddan að taka þátt í umræðunni og verja stefnu NATO. Skýrast kom friðarviljinn fram í mikilli friðargöngu, þar sem þátt- takendur voru 70—100 þúsund og er þetta fjölmennasta mótmæla- ganga i Þýskalandi um langt skeið. Þessi mikla þátttaka í friðar- göngunni, sem þó var ekki liður í hinum opinberu hátíðahöldum kirkjudaganna, auk mikillar þátt- töku í þeim dagskrárliðum sem fjölluðu um þetta efni benda til að mikill fjöldi hinna evangelísku kirkna í V-Þýskalandi virðast snú- ast á sveif með baráttunni fyrir friði, gegn auknum vopnabúnaði og afleiðingum hans. Hvað er orðið af öllu þessu sérkennilega fólki, sem maður mætti á götu fyrir nokkrum áratugum? Núna virðast allir eins, enginn sker sig úr. Þorum við ekki að vera við sjálf? Eða höfum við ekki þorað að gefa því vaxtarmögu- leika, sem hefði getað orðið við? Kostum við kapps um að fjalla inn í staðlaða gerð nú- tímamannsins, týnast í fjöld- ann. Jafnvel uppreisnarseggir koma fram í hópum. Uppreisn- argjarnir unglingahópar eru einlitir, allir klæða sig eins, tala eins, hegða sér eins. Að sjálfsögðu höfum við þörf fyrir að heyra einhvers staðar til, vera viðurkennd og jafnvel virt. En það hlýtur að vera falskur styrkur sem felst í því að afneita sérkennum sínum. Á mikilvægustu stundum lífs- ins stöndum við ein. Ef til vill erum við of upptekin af því að líta til náungans og óttumst viðbrögð hans. Væri okkur ekki hollara að vinna að því innra öryggi sem veitir okkur möguleika á að þroskast á sjálfstæðan hátt án þvingana frá umhverfinu. Ef til vill ættum við að hug- leiða oftar hver vilji Guðs sé með líf okkar hvers og eins á hverri tíð. Sú sannfæring, að Guð hefur fyrirætlanir í hyggju með sér- hvern mann ætti að vera okkur léttir. Eða er hægt að gera ráð fyrir því að hinar fjölmörgu frásagnir Biblíunnar af út- völdum mönnum, svo og mannkynssagan öll væri með sama hætti ef sögupersónurn- ar hefðu verið uppteknari af áliti nágrannans en vilja Guðs. Sem betur fer er ekkert ákveðið „mynstur" hið eina rétta. Guð hefur skapað okkur ólík hvert öðru, vegna þess að vilji hans þarfnast okkar þannig. Hvetjum hvert annað til að hafa kjark til að leitast við að vera það sem við erum sköpuð til — sérhönnuð! „Eftir orði þínu...“ 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð - Lúk. 5,1—11 Alla nóttina höfðu þeir set- ið við veiðarnar, en ekki orðið varir. Nú var komið fram á morgun, og þeir að ljúka við að þvo net sín og búa sig heim á leið, hvíldarþurfi, svo sann- arlega. En þá kom þessi und- arlegi trésmiður og prédikari frá Nasaret, og segir Símoni að fara út aftur og leggja netin á ný! Fáránlegt auðvit- að, það sá hver maður, „en eftir orði þínu vil ég leggja netin". Og það sýndi sig að hinn reyndi fiskimaður hafði að þessu sinni haft rangt fyrir sér, en Jesús frá Nasaret á réttu að standa. Þeir fylltu net sín og drekkhióðu bátana. Þetta er engin venjuleg veiðisaga heldur vitnisburður um meistarann frá Nasaret, sem er Kristur Drottinn. Orð- ið um hann og orð hans berst nú til þín. Ef til vill finnst þér það meiningarlaust og jafnvel fáránlegt miðað við þína fyrri reynslu. En þessi „veiðisaga" um reynslu Símonar Péturs forðum vill vekja þig til um- hugsunar um það hvers þetta orð er megnugt, ef það er tekið alvarlega í trú og trausti. Norskur læknir, Einar Lundby, sagði eitt sinn frá því, að honum fannst kvöld eitt, að hann ætti að fara út í skóg þarna í grenndinni og syngja sálm. Fáránlegt! En þessi hugsun lét hann ekki í friði, hann fann æ betur, að þetta var vilji Guðs. Og hversu meiningarlaust þetta var, þá hlýddi hann þó. Nokkrum árum síðar heyrði hann ungan mann lýsa undar- legri reynslu sinni. Hann hafði farið síðla kvöld eitt út í skóg í þeim tilgangi að svipta sig lífi. Þá fann hann að hann var ekki einn. Og úr fjarska barst til hans sálmasöngur. Þetta bjargaði lífi hans, og varð til að hann breytti lífs- stefnu sinni. Við fáum alla jafnan ekki svona bein fyrirmæli „að ofan". Drottinn talar til okkar í orði sínu í Biblíunni. Og þegar það snertir hjörtu okkar, snertir samviskuna, leiðbeinir, áminnir, hvetur, bannar, huggar, þá megum við muna, að það er GUÐS orð, Guðs vilji. Þá megum við segja með Sómoni: „Eftir orði þínu vil ég reyna.“ Kenndu mér, Drottinn, að treysta orði þínu, hlýða og trúa og lifa eftir því. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 Umsjón: Séra Jóv Dalbú Hróbjartsson Séru Karl Siyvrbjörnsson Siyurfntr Ptílsson aUdrottinsdegi Biblíulestur vikuna 19.—25. júlí. Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 19. júlí Lúk. 5, 1 — 11 20. júlí Lúk. 9, 57b — 62 21. júlí- I. Kon. 19, 15 — 21 22. júlí Lúk. 9, 51 — 57a 23. júlí II. Tím. 4, 1 - 5 24. júlí Lúk 9, 18 - 26 25. júlí Lúk. 14, 25 — 35 Þýskir kirkjudagar: 120—130 þúsund þátttakendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.