Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur
19. júlí
Bls. 33—64
Ljósm. Mbl. Ragnar Axelsson
texti: Jóhanna
Kristjónsdóttir
Hann kemur á móti mér í forsalnum á Sögu, léttur á
fæti og glaðlegur, fagnar mér eins og gömlum vini þótt
við höfum aldrei sézt. Við settumst inn á Mímisbar og
þangað var okkur borið kaffi. Ég tók eftir því hvað
hann hafði góð augu.
Ég spurði hann hvernig
hann hefði unað sér á
íslandi í þetta skiptið.
— Afar vel. Nú hef ég
verið fáeina daga að
veiðum norður í Víði- ____
dalsá. Ég fékk fjóra góða, sex og níu pund,
hreint ekki svo afleitt. Þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem ég kem hingað í lax og
vonandi ekki hið síðasta. Þetta byrjaði með
komu minni á Listahátíð fyrir fimm árum
... Jú, mér féll afar vel að spila fyrir
svo
spila ég fyrir
blómin
íslenzka áheyrendur, þeir eru langt frá því að vera líkir
veðráttunni. Laxveiðar hafa lengi verið áhugamál,
áður fór ég oft í veiði í Kanada og víðar. En hér er
öðruvísi en annars staðar. Ég get hreint fallið í stafi
yfir fegurðinni. Það
skilja ekki allir töfra
þess að standa heilu og
hálfu dagana úti í á og
bíða eftir að fá’ann. En
það er margt fleira sem
kemur til. Og landslag-
ið hér er svo fallegt — og þarna fyrir
norðan eru engin tré sem skyggja á
mikilleik náttúrunnar. Ég nota alltaf
flugu, ég veit að hér veiða menn líka á spún
og orma, en mér þykir engin veiði nema á
flugu ...