Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 39 „Hvernig munu vopnabræður þeirra bregðast við þegar þeir sjá konu tekna til fanga eða tætta sundur af byssukúlum ...“ (SJÁ: Hermennska) FÍNA FÓLKIÐ Hætt að vera forkastanlegt að lifa í synd Breska ritið Debrett’s Peerage, sem lengi hefur stundað það að leKKja Bretum lífsreKlurnar, til- kynnti fyrir skömmu ýmsar veru- lejtar breytinjíar á þeirri heKðan, sem nú telst vera góð ok Kild meðal fína fólksins þar i landi. Nú þykir það ekki lenKur viðeÍK- andi af fólki, sem efnir til sam- kvæmis á sveitasetrinu, að ætla unKum elskendum að sofa hvort í sínu herbergi þegar ljóst er, að þau búa saman hvort eð er. Gf það er ekki gert mætti nefnilega líta á það sem andúð gestgjafanna á háttalagi unga fólksins. Undantekningu má að vísu gera frá þessu, einkum þegar roskið og ráðsett fólk er viðstatt, sem kynni að hneykslast á þessu fyrirkomulagi. Ekki þykir það heldur lengur nauðsynlegt að líta svo á, að maður, sem fer á fjörurnar við ógifta konu, hafi endilega hjónaband í huga, heldur önnur og skemmri kynni. Debrett’s bendir þó á, að eftir sem áður sé mikil hætta á því að annar aðilinn geti misskilið fyrirætlanir hins. Debrett’s segir einnig, að ekkert sé við það að athuga þó að einstæðir foreldrar segi frá barnsfæðingu og iætur fylgja nákvæmar upplýsingar um hvernig eigi að koma slíkri upplýsingu í The Times. Um aðra hversdagslegri atburði segir, að allt í lagi sé fyrir konur að hneigja sig eins og karlmenn fyrir drottn- ingarslektinu í stað þess að krjúpa næstum á kné eins og siður hefur verið, enda eiga margar konur erfitt með slíka leikfimi ef þær vilja tolla í tískunni og klæðast aðskornum flík- um. Þegar fólki er boðið í mat er ekki lengur þörf á að fara sólarsinnis í kringum borðið þegar maturinn er borinn fram heldur má rétta fram diskinn vinstra megin við gestinn þannig að hann geti verið tilbúinn með skeiðina í hægri hendinni. Nota má pappírsservíettur. Þessar upplýsingar koma fram í nokkurs konar handbók, sem Debrett’s gefur út, þar sem réttri eignast aukið og endurbætt siöa- kver. framkomu og góðum siðum eru gerð góð skil en guðsóttanum hins vegar alveg sleppt. í bókinni er víða komið við og fjallað um allt það helsta, sem breskir betri borgarar, sem lítið hafa látið að sér kveða i uppþotunum að undanförnu, þurfa að vita, allt frá því hvernig setja skuli saman eitt lítið lettersbréf til drottningar og til þess hvernig siðaður maður heldur á hnífapörum („hafðu hnífinn í hægri hendi og mundu að leggja vísifingur- inn á skaftið"). Ritstjóri handbókarinnar er frú Elsie Burch Donald, bandarísk kona sem búið hefur í Englandi í 13 ár. Sér til aðstoðar hefur hún sjö sérfræðinga í mannasiðum. „Við teljum að þetta sé yfir- gripsmesta bókin um mannasiði, sem gefin hefur verið út síðan í þjóðfélagsbyltingunni á sjöunda ára- tugnum þegar heilmiklu af gömlum kreddum og formlegheitum var rutt úr vegi,“ segir frú Donald. Ein nýbreytnin hjá henni frú Donald er kafli um skilnað og lýkur honum með þeirri ráðleggingu, að þegar annað hjónanna fyrrverandi giftist aftur sé það sjálfsögð kurteisi að bjóða gamla makanum í brúð- kaupið. - ALAN HAMILTON HERMENNSKA Það verður líka kvenfólk í valkestinum „Stefna hersins á undanförnum árum hvað varðar þjónustu kvenna hefur valdið þvi, að ef til striðs kemur verða þær sendar út á vigvellina með allri þeirri áhættu sem þvi fyÍKÍr.“ Þessi klausa er í samantekt, sem þriðja herdeild bandariska hersins í Vestur-Þýskalandi hefur sent frá sér en þar er einkum fjallað um það hvernig best sé að nýta þann mann- afla, bæði menn og konur, sem herinn hefur yfir að ráða. Bandaríski herinn er nú skipaður sjálfboðaliðum en að margra viti er hann alls ekki sú spegilmynd af bandarísku þjóðfélagi, sem stefnt hefur verið að. „Okkur skortir alveg menn úr miðstéttunum," segir einn foringjanna. Einn foringjanna í þriðju her- deildinni, sem hefur undir sinni stjórn 530 konur, hefur reiknað það út, að að jafnaði séu um 9% þeirra ófrískar og þar af ' helmingurinn einhleypur. Sú saga er einnig sögð um marga nýliðana af báðum kynj- um, sem koma frá æfingabúðum í Bandaríkjunum, að þeir séu bæði ólæsir og óskrifandi og geti því ekki með nokkru móti skilið jafnvel nýju hermannahandbókina þar sem hlut- irnir eru þó gerðir eins einfaldir og unnt er. t þriðju herdeildinni í Vestur- Þýskalandi eru 1060 konur og af þeim munu 936 verða í eldlínunni ef til átaka kemur. Af þvi hafa menn þó engar áhyggjur heldur hinu, hvernig vopnabræður þeirra, karl- mennirnir, munu bregðast við þegar þeir sjá konu tekna til fanga eða tætta sundur af byssukúlum. Hvað verður þá um agann og eldmóðinn? spyrja foringjarnir. Einnig er að því spurt hvort konurnar séu notaðar á réttan hátt. „Við höfum komist að því, að konur hafa ekki líkamlega burði til að rogast með særðan félaga sinn tiltekna vegalengd. Þær vantar ekki viljann, síður en svo, þær eru bara ekki nógu sterkar," segir einn starfs- mannastjórinn frá þriðju herdeild- inni. Eftir öðrum er haft, að konur í herlögreglunni verði óhjákvæmilega að fást við verkefni, sem þær ráði ekki við líkamlega. Kynþáttavandamál eru ekki leng- ur fyrir hendi í 7. hernum eins og fyrir fimm eða sex árum en mennt- unarástand margra hermannanna er hins vegar afar bágborið. Foringi einnar véladeildarinnar sagði, aö af 760 mönnum í deild hans væru 184 „óiæsir og kynnu ekki einu sinni einfalda samlagningu". - DREW MIDDLETON höfum fqiáð símske>ti nú B&O! I ersa (t\r • a^* _ \r\Q t0 co^ tev'®\s'te’oSe joO’f’ \eVeP °°r rVO’O -eV.V.V'9 rrrO a , a’f'® . waf'1®' 0\.arA at>ö * <t\0^e1' ‘ ar\d to v.v.o'** 1 lV\e prSaS ^ &s 3'"'~ . ftívOD y ivre our „ ive i’b'oW ,v\b»°”„Q8.0W’*®"|iye)3r .,geW0'’^ sta6teS" ...sett09 tteSSf»í 5U „ Rretiand °usíöan f^r ukar eru ge sfessssaasr*-** kkur áoKÍÖIS'8800^atl8fa tiiefn' t» Beocf„ ker -Íeí"""' Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiölum hafa fremstu verksmiðjur í sjónvarps- og myndsegulbandafram- leiöslu nú þegargertsamninga um V2000 kerfið frá Philips, en alls hafa 23 fyrir- tæki samið um framleiðslurétt, - þeirra á meðal eru Grundig, Siemens, Bang & Olufsen, ITT, Pye, Siera og Zanussi. * Það fer ekki á milli mála, að Philips- kerfið fer nú sigurför um heiminn. Nýjar verksmiðjur i Austurriki og Hollandi koma til með að margfalda framleiðslu- afköstin á næstu mánuðum, en langur biðlisti liggur fyrir hjá Philips með umsóknum um framleiðsluleyfi. Philips V2000 hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. *Vfö biöjum luxor wlvirðingar á því aö vtð notuðum nafn þeirrai auglySmgtt. Luxot háfur ökki fangið tramhnðsluleyti annþð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.