Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 55 íslandsfarar í óförum + Frönsk hjón, sem hafa verið á ferðalagi um ísland, lentu i þvi að aka ofan i Blöndu og komst vatn inn á vél bilsins og komust þau ekki lengra. Billinn var þá dreginn til Reykjavikur og gera þau hlé á ferð sinni á meðan viðgerð stendur yfir og grilla mat sinn á útigrilli við bifreiðaverkstæði Sveins Egils- sonar í Skeifunni. Blaðamenn bar að garði: „Við komum með Smyrli hingað fyrir viku,“ sagði Robert Faucon „og höfðum ekið um Suðurland og norður yfir Kjöl þegar þetta óhapp henti. Mér skilst að bíla- viðgerðir séu mjög dýrar hér á landi svo okkur líst ekki of vel á þetta. Samferðafólk okkar er farið á undan okkur og við verðum að stíla á að ná því aftur á Seyðisfirði áður en skipið fer. — Hafið þið séð eitthvað af landinu? — Við sáum Gullfoss og Geysi og fleiri fossa á leiðinni. Það er undarlegt með ykkur íslendinga að þið virðist aldrei segja „góðan daginn" eða „bless", hvað þá „takk fyrir". Þetta er sjálfsagt ekki af ókurteisi en umgengnis- venjur ykkar eru allt aðrar en maður þekkir annarsstaðar. — Hvernig koma íslendingar ykkur almennt fyrir sjónir? — Það er aldrei yrt á mann orði, jafnvel ekki á ensku, sem ég get þó gert mig sæmilega skilj- anlegan á. Við erum vanir marg- réttuðum mat og bregður í brún þegar við komum á matsölustaði og allt er framreitt á einum disk, með smjörbráð yfir öllu saman. Við höfðum vaðið fyrir neðan okkur og komum með 150 lítra af rauðvíni með okkur. Landið er fallegt og þetta er búin að vera skemmtileg ferð þrátt fyrir þetta sem ég hef sagt þér. Þetta er meira í gríni sagt. En ég hef orðið var við að ríkið smyr ofan á flesta hluti. Bensín, varahlutir, vín. Þetta er allt ótrúlega dýrt. + Robert Faucon og Simone Gastineau, ferðamenn á íslandi frá Brest á Bretagne-skaga. félk f fréttum Ljósm.: Guðjón BirRÍsson. Pizzur + Pizzuhúsið nefnist nýtt veit- ingahús sem nýlega tók til starfa i Reykjavik. Pizzur að itölskum hætti, bæði Napóli- og Sikileyjarpizzur eru sérgrein staðarins eins og nafnið bendir til. Hér sést eigandinn. Ólafur Þór Jónsson, handleika pizzu á fagmannlegan hátt, og virðist ekkert gefa itöiskum matsvein- um eftir, sem svo oft má sjá henda pizzu hátt á loft á sam- bærilegum matsölustöðum á er- lendri grund. Hjúkrunarvörur kynntar Ljósm. Ingimundur. + Alvörusvipur hjúkrunarfræðinganna leynir sér ekki, enda úr vöndu að ráða við val á heppilegum hjúkrunarvörum fyrir alla þá sem „um sárt eiga að binda„. Myndin var tekin á hjúkrunarvörukynn- ingu í Súlnasal Hótel Sögu, þar sem Stefán Thorarensen hf. kynnti vörur frá Smith & Nephew, Southalls Ltd. Áhugi var mikill og mættu 250 manns, hvaðanæva af landinu. Maria og Olga ætla að kynna isienska hangikjötið fyrir Bandarikjamönnum. Fara út með hangikjöt og osta + MARÍA Ellingsen og Olga Olgeirsdóttir eru tvær vinkonur i skátafélaginu Haförninn, sem fóru út í fyrradag. fyrst til New York og svo til Colorado i fjallgönguskóla. Þær eru báðar 17 ára og fara þangað i boði kvenskáta i Bandarikjunum. Þær sögðust hafa verið þær einu sem sóttu um ferð þessa sem tekur mánuð. I New York búa þær hjá fjölskyldu á Long Island og verða þar í þrjá daga. Síðan fara þær í þjálfunarskóla í Woodland Park í Colorado í hálfan mánuð, síðan klifa þær 14000 feta hátt fjall sem þær kunnu ekki að nefna og verða svo í Colorado Springs í viku til að jafna sig. í þjálfunarskólanum fer fram þjóðréttakynning og vinkonurnar ætla að fara út með hangiket og íslenska osta ásamt dósamat og svo ætla þær að baka pönnukökur að íslenskum hætti ofan í Kanann. Einnig ætla þær að taka út með sér heilan helling af minjagripum frá Islandi sem þær hafa gert sjálfar og gefa þarlendum. Gunnar Valdimarsson með safnið sitt. Tölur, 6 tominu bolti og grjóthnullungar Safnar hlutum sem sprengt hafa dekk GUNNAR Valdimarsson heit- ir ungur bifvélavirki á Kirkjubæjarklaustri er vinn- ur á bilaverkstæði á staðnum. Alveg síðan hann hóf störf á verkstæðinu fyrir 5 eða 6 árum hefur hann safnað sam- an þeim hlutum er hann hefur fundið i hjólbörðum, sem hafa sprungið. Aðspurður hvers vegna hann hefði farið að safna þessum hlutum sagði hann að svo sem ekkert sérstakt hafi komið til. „Það hafa bara hinir ýmsustu hlutir verið í dekkjunum sem ég hef týnt til,“ sagði Gunnar. Meðal merkilegri hluta er hanga á plasttöflunni hans er tala sem hann segir að hafi sennilega verið á galla ein- hvers bifvélavirkjans og dottið í hjólbarða þannig að hún hefur lent á milli slöngunnar og barðans. Annar hlutur sem sat fastur í jeppadekki er partur af legu og einn hluturinn er sex tommu bolti er var í vörubíla- dekki. Gekk svo illa, sagði Gunnar, að ná honum út og hann var svo klemmdur í gatinu, að þegar honum loks var náð úr, féll sárið á dekkinu alveg saman þannig að ekki sá á því og var það jafnheilt og áður. Eins og sést á myndinni er meginuppistaðan í safninu naglar, en grjóthnullungar og skrúfuboltar virðast einnig hafa átt mikinn þátt í að sprengja dekkin þarna fyrir austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.