Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 53 Áð í brekkunni við Hjálmadalsheiði og sér út á Seyðisfjörð. Atta daga hesta- ferð um Austfirði FERÐAMIÐSTÖÐ Austurlands býður um þessar mundir 8 daga fjallaleiðanKur á hestum, en þetta er fjórða sumarið, sem þessar ferðir eru skipulagðar og verða þær 3 til 4 í sumar. Fimmtán manns eru i hverri ferð og rúmlega 30 hestar með trússi ok tveir leiðsögumenn. Dagleiðir eru 30 til 40 km og er alltaf KÍst i húsum. Ferðatilhögun er í stuttu máli þannig, að á 1. degi er farið frá Egilsstöðum um Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, annan daginn er haldið til Ijoðmundarfjarðar eftir gamalli reiðleið um Hjálmadals- heiði. í Loðmundarfirði er dvalið í tvo daga og farnir útreiðartúrar um nágrennið, en síðan er haldið í Borgarfjörð eystra með viðkomu Á kortinu má sjá leiðina sem farin er í hestafcrðinni, en hún er merkt með punktalínu. í Húsavík. í Borgarfirði er gist í tvær nætur og síðan farið um Sandaskörð, sunnan við Dyrfjöll og gist siðustu nóttina í Hjalta- lundi og daginn eftir riðið í Egilsstaði. I frétt frá Ferðamiðstöð Aust- urlands segir að ferðir þessar séu ekki ætlaðar byrjendum í hesta- mennsku heldur vönu fólki, sem vill njóta fjallafegurðar á Aust- urlandi. Síðustu ár hafa nær eingöngu erlendir ferðamenn ver- ið í þessum ferðum, en í ár í fyrsta sinn íslendingar. Ferðin hefst með þriggja daga ferð í bíl frá Reykjavík og er gist á Eddu- hótelum. Að lokinni hestaferð- inni er flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri og leiðsögumaður er Anton Cr. Antonsson á Egilsstöðum. Brldge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON Sumarspila- mennskan í Rvík 44 pör mættu til leiks sl. íimmtudag í sumarspilamennsk- una í Reykjavík á Hótel Heklu. Spiiað var í 3 riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: stig Sigurður B. Þorsteinss. — ðlafur Steingrímss. 192 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 187 Sigríður Ingibergsd. — Jóhann Guðlaugss. 180 Guðrún Bergsdóttir — Inga Bernburg 179 B-riðilI: stig Þorlákur Jónsson — Þórir Sigursteinss. 200 Steinunn Snorrad. — Vigdís Guðjónsd. 185 Albert Þorsteinss. — Sigurður Emilsson 178 Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 175 C-riðill: stig Óstaðfest úrslit: Steinberg Ríkarðss. — Aðalst. Jörgensen 297 Gestur Jónsson — Guðmundur Páll Arnars. 245 Jón Þorvarðars. — Magnús Ólafsson 241 Staða efstu manna í heildar- stigakeppninni: stig Bragi Hauksson 10 Sigr. Sóley Kristjánsd. 10 Þórir Sigursteinss. 9,5 Gestur Jónsson 9,5 Hannes R. Jónsson 9 Jónas P. Erlingsson 9 Lárus Hermannsson 8 Spilað verður að venju næsta fimmtudag, og hefst spila- mennskan kl. 19.30 í síðasta lagi. Allir velkomnir. Norðurland eystra: Tveir sóttu um stöðu fræðslustjóra TVEIR sóttu um stöðu fræðslustjóra á Norðurlandi eystra, en umsóknarfrestur rann út þann 15. þ.m. Þeir sem sóttu um stöðuna eru þeir Ingólfur Ármanns- son, yfirkennari í gagn- fræðaskóla Akureyrar, og Kristinn G. Jóhannsson, rit- stjóri íslendings á Akureyri. Umsóknir þessar verða síðan sendar til fræðsluráðs Norðurlands til umsagnar, en síðan mun ráðherra veita stöðuna. Svefnplass fyrir 7—8 manns. Eldhúskrókur með eldavél og fleiru Traustir, hlýir og mikið pláss. Þaö er bara svona myndarlegt, innifalið i veröi, sem er kr. 23.800.- Fortjald, 2 innri tjöld, gardínur, gaskútur, þrýstijafnari, raftengi fyrir bílinn og fleira. Aö öllu samanlögöu höldum viö aö þetta sé STERKASTI, BEZT BÚNI OG ÓDÝRASTI vagninn á markaönum í dag. Jafnframt góö fjárfesting, sérstaklega fyrir 1. ágúst. Gísli Jonsson & Co. Hf. 31. Látum okkur nú sjá, já r r Sterkur undirvagn segja þeir hjá Gísla. Já, byggður á stalramma Þverfjööur, demparar og stór dekk, 13“ felga og nærri rykþéttur. Fljotlegt aö reisa vagninn, stangir fastar inm tjaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.