Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 59 . i Hausar fljúga af bolnum. Hugarstríð Gamla bió: SkyKKnar („Scanners“) Ilandrit og leikstjórn: Dav- id Cronenberg. Kvikmynd- ataka: Mark Irwin. Förð- un: Dick Smith. Banda- risk-kanadísk frá 1981.103 min. Dulinn máttur hugans, hryllingskómedíur, galdra- brögð með hljóð, förðun og búninga, allt á þetta uppá pallborðið hjá almenningi í dag. Stephen King, sá ágæti stílisti, sagnaþulur og meg- in hrollvekjumeistari nú- tímans, (Carrie, Salem’s Lot, The Shining, The Dead Zone, The Stand, o.fl.), og einn vinsælasti rithöfundur á Vesturlöndum í dag, hef- ur haft geysileg áhrif á samtíðina. I nýjustu bók sinni, Firestarter, fjallar hann einmitt um svipaða atburði og gerast í Skyggn- ar, persónu með óhugnan- lega hugarorku sem stafar af lyfjagjöfum, og hroða- legar afleiðingar hennar sé henni misbeitt. Leikstjórarnir John Carpenter og George Rom- ero hafa á undanförnum árum gert athyglisverðar og ódýrar „öðruvísi" hryll- ingsmyndir og með Skyggn- ar er hinn ungi David Cronenberg kominn í þröngan hóp æðstu presta hinnar nýju hryllingsstefnu þar sem söguhetjur vel- flestar og umhverfi er ofur venjulegt og blátt áfram, en undir niðri er ekki allt með felldu ... „Skyggnar" er hópur manna sem hafa yfir að ráða ofurmannlegum hug- arkrafti. Þeir geta lesið hugsanir annarra, stjórnað þeim og jafnvel drepið með einbeitingunni einni saman. Samkvæmt kokkabókum Cronenbergs eru þessar ógnvekjandi sálir talsvert á þriðja hundraðið. Sagan hefst á því að fjölþjóðafyr- irtæki hyggst beisla þennan yfirnáttúrulega mátt, en þá kemur á daginn að undir- heimarnir eru með svipaðar ráðagerðir á prjónunum. Upphefst nú gamli slagur- inn á milli þess góða og illa, sannkallað hugarstríð! Söguþráðurinn er nokkuð hressilegur og vel sagður hvað snertir tæknibrögð og þá einkum og sér í lagi förðunarvinnan sem er sannkallað meistaraverk. Kvikmyndunin er einnig með ágætum en hið talaða orð er næsta ótækt í nokk- urs munni. Þar skortir Cronenberg talsvert uppá meðalmennskuna. Leikurinn er upp og ofan. Patrick McGoohan góður að vanda, það er synd og skömm hversu sjaldan hann sést orðið á tjaldinu. Jennifer O’Neill er fögur sem forðum (Sumarið ’42). Aðalhlutverkin eru í hönd- um Stephen Lacks og Michael Ironside, reynslu- lítilla leikara og leynist það ekki. Skyggnar er nokkuð glúr- in og frumleg hryllings- mynd þar sem afburðaförð- un og ágætar tæknibrellur bæta upp álappalegt hand- rit. Og ekki sakar að mynd- in er glæný af nálinni. Það er oft grunnt i því góöa í Caddyshack Flónskan lengir lífið Aasturbæjarbíó: Caddyshack Leikstjóri: Haroid Ramis. Handrit: Ramis, Brian Doyle-Murray, Douglas Kenney. Kvikmyndataka: Stevan Larner. Frumsam- in lög eftir Kenny Loggins. Tónlist: Johnny Mandel. Bandarisk frá Orion 1980. Caddyshack, er bráðfynd- in endemisvitleysa sem ger- ist lengst af á golfvelli hvar hinir ólíklegustu atburðir eiga sér stað. óhöppin eiga sér ýmist stað hjá hinum vellríku meðlimum golf- klúbbsins eða strákapjökk- unum, kylfusveinum þeirra. Myndin minnir óneitan- lega á ýmsan hátt á annan, vinsælan farsa sem gekk vel hér á síðasta ári, Delta klíkuna, (Animal House). Þegar betur er að gáð, kemur í ljós að ekki er um neina tilviljun að ræða, því að sömu menn skrifuðu handrit beggja myndanna. Þá dregur Caddyshack nokkurn dám af bandarísku sjónvarpsþáttunum Satur- day Night Live, sem frægir eru fyrir sína absúrdfyndni. Hér er einnig um talsverð- an skyldleika að ræða, því að þriðji handritshöfundur- inn, Brian Doyle-Murray, er einnig einn af bakhjörlum hinna vinsælu sjónvarps- þátta. Það er engin meining að fara nánar út í endaleysuna sem á sér stað umhverfis holurnar átján, hér situr bara velheppnuð aulafyndni í fyrirrúmi. Caddyshack er byggð uppá fjölmörgum, ólíkum uppákomum sem tengjast ágætlega saman og oftast bráðfyndnar. Andlitin í myndinni eru vel flest á skjánum, víðast hvar annars staðar en hér á landi. Chevy Chase hefur jú leikið með góðum árangri á móti Goldie Hawn í mynd- inni Foul Play, en kunnast- ur er hann fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum vin- sælu, Saturday Night Live. Slíkt hið sama má segja um gárungann Bill Murray. Þessi forkostulegi náungi, sem um margt minnir á John Belushi, gerði garðinn fyrst frægan í umræddum þáttum. Ted Knight öðlað- ist miklar vinsældir í „Mary Tyler Moore Show" og Dangerfield er einnig vel þekkt sjónvarpsstjarna. Caddyshack, fyrsta mynd Ramis sem leikstjóri, tekur sjálfa sig ekki ýkja alvar- lega en það tekst blessunar- lega sem henni er ætlað, að koma áhorfendum í gott skap. MEÐ VIÐSYN UM VERÖLD ALLA MIÐ-EVRÓPUFERÐ ^____^rabíl> 7- ágúst, 15 dagar. Luxembourg, Frakkland, x Sviss» Þýskaland. Góð hótel, hálft fæði. Verð 7.000 kr. JP'X GRIKKLAND - EGYPTALAND 15. ágúst, 20 dagar. Cairo, Luxor, Aþena. Góð hótel, hálft fæði. Verð 11.500 kr. uiosiJn FERÐASKRIFSTOFA Aðalstræti 7. Sími 27090. Kaktusar frá kr. 10 og húsfreyjur frá kr. 22, burknar frá kr. 29. Nýjung Chrgsanthemum með andlitum Blómabúðin Fjóla Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.