Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981
ástæðum fáum við ekkert nema
vörulista. Það er að sjálfsögðu
ekki hægt að panta vörur nema
vita verðið.
Ullarjakkar til
Nýja Sjálands
Nú verður hlé á samtali
okkar, því hjón, sem hafa verið
að skoða, vilja endilega kaupa 2
íslenska ullarjakka. Lilja gefur
sér góðan tíma til að rabba við
fólkið meðan hún pakkar vör-
unum inn og í ljós kemur að
þau eru frá Nýja Sjálandi og
vilja fá sér hlýjan fatnað áður
en þau halda heim í vetrarkuld-
ann þar, en þar er nú hávetur.
íslendingar í
hverjum mánuði
Við viljum gjarnan viðhalda
íslenska yfirbragðinu á versl-
uninni, segir Lilja, en það er oft
erfitt og stundum alltof dýrt að
ná í íslenskar vörur. Hingað
koma túristar frá öllum heims-
hornum, svo þetta er mjög góð
landkynning fyrir ísland.
Hingað kemur.m.a. alltaf nokk-
uð af íslendingum. Flestir
þeirra eru búsettir í Los Angel-
es eða San Francisco og oft eru
þeir að sýna löndum sínum sem
eru í heimsókn nágrennið.
Þetta gefur mér kærkomið
tækifæri til að viðhalda ís-
lenskunni.
Við spurðum Henry hvort
hann iangaði ekki til að vera
með hollenskar vörur í búðinni
líka, hann sagði að í a.m.k. 20
verslunum þarna í kring mætti
finna hollenskar vörur og sér
þætti það alveg nóg.
Við kvöddum svo þessa
ágætu fulltrúa íslands á er-
lendri grund og löbbuðum
okkur inná danska bjórstofu og
pöntuðum Carlsberg og
smorrebred.
Úlfar.
Leiddist
aðgerðarleysið
Þau eignuðust tvö börn, en
þegar þau voru komin á legg,
var Lilju farið að leiðast að-
gerðarleysið við heimilisstörf-
in. Hún hafði verið að orða það
við Henry, að sig langaði til að
opna verslun í Santa Maria.
Svo var það í einni helgarferð
þeirra hjónanna um nágrennið
að þau tóku eftir að verið var
að reisa nýja verslunarsam-
stæðu í Solvang, sem þá var
Lilja van Beers sýnir islenskar ullarvörur.
Götumynd frá Solvang.
Danskur bær,
hollenskt nafn
íslensk kona
Eigendur verslunarinnar Heklu framan við dyrnar i Solvang Mall
Shops.
íslenskum vörum, en það hefur
gengið misjafnlega. Þau voru
t.d. með mjög fallega silfur-
skartgripi frá íslandi, en þeir
féllu ekki i smekk kaupendanna
í Solvang. Þá voru þau lengi
með íslenskar gærur.
Góðar gærur eru góð sölu-
vara, en því miður var meiri-
hluti vörunnar oft ekki í þeim
gæðaflokki, sem nauðsynlegur
er fyrir þennan viðkvæma
markað. Islenskar keramikvör-
ur seljast vel, en eru erfiðar í
flutningi. Við höfum verið að
reyna að fá keramikvörur frá
Islandi núna og höfum beðið
um verðlista, en af einhverjum
StilvanK. juní.
Skammt norðan Los Angeles og ekki langt frá búgarði
Keagans Bandarikjaforseta er þorpið Solvang. Danskir
prestar stofnuðu þar menntasetur á fyrri hluta aldarinnar.
Skólinn er að vísu lóngu horfinn, en Norðurlandamenn. og
þá einkanlega Danir, hafa sest þarna að og hyggt upp þorp
með norrænu yfirhragði og kalla það ..dönsku höfuðborg-
ina í Ameríku".
Verslunin Hekla
í verslunarhverfinu getur
hvarvetna að líta auglýsingar á
dönsku, s.s. smörgaas, velkom-
men, dansk konditori o.s.frv.
Yfirleitt er þó aðeins getið um
fjögur Norðurlandanna í aug-
lýsingum og norrænum sam-
heitum. En við lítið torg þarna
í miðbænum blasir þó við
kunnuglegt nafn; HEKLA
stendur þar stórum stöfum og
innan dyra blasa við íslenskar
ullarflíkur. Eigendur verslun-
arinnar eru hjónin Lilja og
Henry van Beers.
Fréttamaður ræddi lítillega
við Lilju, sem er reyndar fædd
vestur í Mosdal við önundar-
fjörð, dóttir hjónanna Saló-
mons Sumarliðasonar og Ingi-
bjargar Jörundsdóttur. Hún
fluttist með foreldrum sínum
til ísafjarðar 3ja ára en síðan
lá leiðin til Reykjavíkur á
táningsárunum. I Reykjavík
kynntist hún Henry van Beers,
Bandaríkjamanni af hollensk-
um ættum, sem stjórnaði
birgðadeildum Bandaríkjahers
á Islandi á vegum ITT-fyrir-
tækisins. Þau giftust og flutt-
ust til Bandaríkjanna. Fyrst til
New Jersey, en siðar til Santa
María í Kaliforníu.
orðinn þekktur sem danskur
túristabær.
Henry stakk þá upp á því við
Lilju, að hún opnaði heldur
verslun þar þótt um hálftíma
akstur væri að ræða frá heimili
þeirra. Á mánudagsmorgni var
Lilja mætt og um hádegi var
búið að afgreiða málin. Rúmum
mánuði seinna, 4. júlí 1971, var
svo verslunin HEKLA opnuð. í
versluninni voru á boðstólum,
auk almennrar gjafavöru frá
Kaliforníu, íslenskar peysur,
gærur og keramikvörur. Salan
gekk frá upphafi mjög vel og
íslensku vörurnar urðu strax
vinsælar.
Lilja sá ein um reksturinn
fyrstu þrjú árin, en þá hætti
Henry hjá ITT og síðan hafa
þau hjónin unnið saman að
verslunarrekstrinum. Þau hafa
tvisvar flutt sig um set innan
verslunarsamstæðunnar og eru
nú með stærsta plássið þar.
íslensku
gærurnar vinsælar
Lilja segir að þau hafi alltaf
reynt að vera með nokkuð af
KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR
AVEXTIR
KUMNAFL
— Epli rauö U.S.A. — Epli rauö Demokrat —
Epli gul frönsk — Epli græn Cape — Appelsínur
Outspan — Grapefruit Outspan — Sítrónur Outspan
— Vínber græn Chile — Vínber blá Chile — Ferskjur
ítalskar — Nektarínur ítalskar — Plómur St. Rosa —
Melónur gular — Vatnsmelónur — Perur ítalskar —
Perur Cape — Avocado — Kiwi.
EGGERT KRISTJAIMSSOIU HF
Sundagörðum 4, sími 85300
■
AMSTERDAM*
...kemur þér skemmtilega á óvart.
ISCARGO
Félag, sem tryggir samkeppni I flugi!
S 12125 og 10542.