Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 Video-stríð í algleymingi Viðtöl: Anders Hansen. Myndir: Guðjón Birgisson. Eru öll kerfin jafngóð, eða tekur eitt öðrum fram, Betamax, VHS eða V-2000? Leitað álits seljenda myndsegulbandanna hérlendis MIKILL fjörkippur virðist hafa færst í sölu og uppsetningu á myndsegulböndum hér á landi að undanförnu, og þau eru sennileg fá heimilin á landinu, þar sem ekki hefur komið tii tals að festa kaup á siíkum tækjabúnaði, eða þá að rætt hefur verið um að komast í sam- band við kerfi myndsegulbanda sem víða hafa verið sett upp í fjölbýlsihúsum og jafnvel í ein- býiishúsahverfum. Myndsegulbönd eru tiltölulega ný af nálinni hér á landi, enda ekki ýkja langt síðan litasjónvörp ruddu svarthvítum tækum til hliðar, en fæstir munu hugleiða kaup á myndsegulbandi til að tengja við svarthvítt sjón- varpstæki. - Til skamms tima hefur fólki verið ráðlagt að bíða í lengstu lög með að fjárfesta í myndsegul- bandstækum, þar sem tæknin á þessu pviði taki það örum framför- um, að jafnvel það besta í dag verði orðið úrelt á morgun. Það hefur einnig valdið kaupendum erfiðleik- um og heilabrotum, að ekki er um að að ræða að á markaðnum sé eitt nkerfi“ myndseglubanda, líkt og er til dæmis um hljómflutningstæki og sjónvörp. Lengst af hafa nefni- lega verið tvö kerfi myndsegul- banda í umferð, VHS og Betamax, og nú síðast hefur svo það þriðja bæst við, V-2000. Nu er á hinn bóginn ekki búist við að fleiri kerfi komi á markaðinn, né heldur eru fyrirsjáanlegar stökkbreytingar á tækniþróuninni. Þessi atriði, ásamt hinni árlegu en þó óvenjuiöngu „sumarlokun" íslenska sjón- varpsins, valda því nú að óvenju- mikil erftirspurn og sala er í myndsegulbandstækjum hérlendis. Til þess að kanna þessi mái nánar, tii þess að reyna að varpa einhverju ljósi á þann frumskóg, sem „video-stríðið" er öllu venju- iegu fólki, fóru blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á stúfana, heimsóttu verslanir er selja myndsegulbönd, og ræddu við kaupmenn um gæði varnings þeirra og hvað þeir ráðlegðu fólki er það þarf að gera upp á milli þriggja kerfa, sem ekki er hægt að nota saman á sama hátt og t.d. er fólk getur auðveldlega fengið hiómplötur lánaðar hvað hjá öðru, og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að piata sem keypt er, passi í tækið eða ekki. — Svör þau er umboðsmenn og seljendur mynd- segulbandanna gáfu voru æði mis- munandi, og ekki gott að átta sig á því hver fer með rétt mál, hvort allir gera það, eða hvort „sölu- mannshæfileikarnir" eru aðeins mismunandi miklir. Nokkrar stað- reyndir virðast þó liggja fyrir: • .AUir japanskir framleiðendur framleiða tæki sem annaðhvort tilheyra Betamax- eða VHS-kerf- unum. • .VHS- og Betamax-kerfin eru þegar mjög útbreidd í Japan og Bandaríkjunum, og raunar einnig í Evrópu, en í Evrópu er þó talið að V-2000 kerfið muni ná mikilli útbreiðslu. • .Flestir þeir er rætt var við, telja að tæknilega skilji ekki ýkja mikið á milli kerfanna þriggja, það sem kaupendur verði fyrst og fremst að hafa í huga, sé hvernig markaður- inn muni þróast, og þar með hversu auðvelt muni verða að fá efni í það kerfi sem á endanum verður keypt. • .Enn virðist vera mest úrval efnis í Betamax- og VHS-kerfin hér á landi, en úrval mynda og þátta á V-2000 kerfinu fer vaxandi, og umboðsmenn þeirra fullyrða að þeir muni ekki standa hinum kerf- unum að baki eftir örfáa mánuði. • .Mjög sennilegt er að öll kerfin þrjú haldi velli, þannig að fólk þarf ekki að óttast að myndsegulbönd þess verði úrelt, hvaða kerfi sem það kann að velja. Þó hefur verið á það bent, að á sínum tíma ruddi ný segulbandsspóla frá Philips öðrum úr vegi. Það sama gæti mögulega gerst aftur. • .Verð tækjanna er mjög mis- munandi, og fer það mest eftir því hversu fullkomin þau eru, til dæm- is hvort um fjarstýringu er að ræða eða ekki. Almennt má þó segja að tækin séu á verðbilinu að vera um 50% til 100% dýrari en litsjón- varpstæki af sama gæðaflokki. • .Myndsegulböndin munu halda áfram að verða til eftir að video- diskurinn svonefndi kemur, og mun mismunur á notkun þar líkjast því sem nú er með hljómplötur annars vegar og segulbandstæki hins veg- ar. • .Framleiðendur „video-disk- anna“ eiga nú í samningaviðræðum um það að koma með á markaðinn eitt kerfi, þannig að sama sagan og varð í hönnun myndsegulband- anna, endurtaki sig ekki. — En hvort sem af því verður eða ekki, skiptir ekki máli hvaða myndsegul- bandskerfi er valið, það mun ekki snerta video-diskinn, sem tengist sjónvarpstækinu beint. Svör seljenda myndsegulbanda hérlendis fara hér á eftir, en nánar verður vikið að samanburði á gæðum tækjanna í blaðinu síðar. VHS-kerfið hef- ur reynst mjög vel - segir Björn Hilmarsson verslunarstjóri hjá Faco BJÖRN Hilmarsson verslunar- stjóri hjá Faco á Laugavegi, við sýnishorn af JVC-myndsegul- bandstæki, sem verslunin hefur haft til sölu. í augnablikinu sagði Björn tækin ekki vera fáanleg hjá verslunini, en þau væru væntanleg og væri stöðugt mikil eftirspurn. JVC tækin nota VHS-kerfið, sem Björn sagðst telja að nyti mikils trausts hér á landi sem og í öðrum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan. Sagð- ist hann ekki eiga von á að Faco tæki upp önnur kerfi, svo vel sem þetta hefði gengið. VHS og Betamax verða til áfram Höfum ekki áhuga á V-2000 kerfinu - segir Birgir Skaptason verslunarstjóri hjá Japis „Við hér bjóðum upp á bæði VHS- og Betamax-kerfin, Sony- -tæki, en þeir eru hönnuðir Bet- amax-kerfisins, og National Pan- asonic-tæki, sem nota VHS-kerfið. Við höfum ekki áhuga á V-2000 kerfinu, annað hef ég ekki að segja um það kerfi." — Það er Birgir Skaptason verslunarstjóri hjá Japis, — Japansk-íslenska versl- unarfélaginu hf. sem þetta segir, er við leituðum álits hans á því hvað fólk ætti að kaupa ef það fengi sér myndsegulbandstæki, og hvað þeir hefðu á boðstólum. Birgir sagði að svar hans ætti að vera fullnægjandi hvað V-2000 kerfið snertir, en ekki vildi hann gera upp á milli Betamax- og VHS-kerfanna. „Ég tel ekki vafa leika á því að bæði VHS- og Beta-kerfin munu verða til áfram, útbreiösla þeirra er orðin það mikil að ekki verður aftur snúið í þeim efnum. Betamax er liklega útbreiddara í blokkum og annars staðar þar sem sett hafa verið upp samtengd kerfi, enda er þar auð- velt að fá efni á leigu.“ Birgir sagði að algengast væri að fólk keypti sér spólur á lengd- arbilinu 2 til 3 klukkustundir, bæði á Betamax- og VHS-kerfinu. Hafsteinn Andrésson og Birgir Skaptason i versluninni Japis i Skipholti, en þar er boðið bæði upp á VHS- og Betamax-kerfi myndsegulbanda. V-2000 kerfið er nú notað af 23 leiðandi framleiðendum - segir Rafn Johnson hjá Heimilistækjum I verslun Heimilistækja: Rafn Johnson og Birgir örn Birgis verslunarstjóri. Rafn kvaðst óánægður með þær auglýsingar, sem birtar hafa verið að undanförnu, þar sem geflð er i skyn að V-2000 kerfið sé á einhvern hátt lakara en hin tvö, VHS og Betamax. Slíkt væri fjarri veruleikanum, og V-2000 kerfið nyti sivaxandi álits um allan heim. Hjá Heimilistækjum varð fyrir svörum Rafn Johnson, er við spurð- umst fyrir um álit verslunarinnar á kerfunum þremur, sem nú eru fáanleg á markaði myndsegulbanda hérlendis. Rafn sagðist fyrst vilja segja það, vegna þess „auglýs- ingastríðs", sem að undanförnu hefur mátt sjá á síðum dag- blaðanna, að það væri spaugilegt að sjá umboðsmenn myndsegulbanda- framleiðenda afneita V-2000 kerf- inu, sem Philips hafi þegar selt umboðsfyrirtækjum þeirra. Ragn sagðist þeirra skoðunar, að V-2000 kerfið hafi þegar unnið video-stríðið svonefnda. Kerfið hafi þegar sýnt svo marga mikilvæga yfirburði í sölu og tækni, sem best sjáist á því að 23 leiðandi fyrirtæki í framleiðslu myndsegulbandstækja hafi gert bindandi samninga við Philips um framleiðslu á V-2000 Skeyti frá Bang og Olufsen til Heimilistækja i Reykjavík, þar sem staðfest er að fyrirtækið framleiði og muni halda áfram framleiðslu og sölu á myndsegulbandskerfum með V-2000 kerfinu. kerfinu, undir sínu eigin merki. Þar á meðal séu heimsþekkt fyrirtæki á borð við Bang og Ólufsen, Grundig, Siemens, Zanussi, Pye, ITT og Siera. Bang og Olufsen sagði hann hafa gert bindandi samning um V-2000 kerfið fyrir nokkru síðan, en vegna takarkaðrar framleiðslugetu gæti B og 0 ekki sent tæki á Islandsmarkað enn sem komið væri. Um Luxor sagði Rafn hins vegar að ekki hefðu tekist samning- ar milli þess og Philips um fram- leiðsluleyfi. Það hefði strandað á viðskiptalegum grunni en ekki tæknilegum. Rafn sagði, að V-2000 kerfið hafi ekki verið sett á markað fyrr en framleiðendur hefðu verið fullvissir um ágæti þess. Sögusagnir um innköllun tækja vegna bilana hafi hvergi heyrst nema hérlendis, og Heimilitækjamenn sagði hann ekki hafa áhyggjur af slíku. Myndsegulbandið sagði Rafn, að væri nú orðið fast í sessi á íslandi, þar yrði ekki aftur snúið. Hér væri ef til vill um að ræða einn hinna mörgu tísku- og lúxushluta sem almenningur festi kaup á, en einnig mætti minna á að tækin væru nú í vaxandi mæli notuð við kennslu og fræðslu margs konar, í skólum, á vinnustöðum og hjá félagasamtök- um. Video-klúbb Philips sagði hann hafa á skrá sinni fjölbreytilegt myndefni, sem þegar væri vinsælt hjá sjómönnum, vaktavinnufólki og mörgum öðrum starfshópum sem leigja saman efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.