Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981 Éö bae> um hamboizgar.a -vieð flögum, r«KI FLUGUM !" ást er... ... að færa henni litla gjöf TM (tog U.S. PaL Oft -all rights rasarved • 1981 Los Angeíes Tknes Syndtcaíe — Læknirinn sagði að ég mætti hvorki drekka eða reykja næstu þrjá mánuði. Svo kom reikninjf- urinn, sem er svo hár að ég hef efni á hvorugu næsta hálfa árið. HÖGNI HREKKVtSI £fitr Pá /C'WP/ , ÖKJÓW ■ ? Hugleiðingar um stjórnarfarið Sæmundur G. Lárusson skrifar: Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði þá stjórn, sem nú situr, hafði Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, tvívegis reynt stjórnarmyndun en án árangurs þar sem hann vildi ekki biðla til kommúnista. Á sama tíma virðist Gunnar Thoroddsen hafa verið að makka um þá stjórn, sem nú situr, og ekki fundist neitt athugavert við að láta af hendi við kommúnista þrjú ráðherraemb- ætti. Og það sem meira er, komm- ar settu það skilyrði, að þeir fengju skriflegt skjal upp á að þeir hefðu neitunarvald um þau mál, er þeim sýndist. Munu þeir þar m.a. hafa haft í huga að geta stöðvað fyrir- hugaðar framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli. Lengi var borið á móti því að þetta skjal væri til, en það upplýstist þó um síðir. En hvernig hafa þessir komm- únistar svo staðið sig? Þegar læknadeilan stóð yfir flýr Svavar Gestsson laud, fer að sagt er til Frakklands og Belgiu í stað þess að vinna að lausn deilunnar ásamt Ragnari Arnalds, sem honum var Sæmundur G. Lárusson skylt. Svona vinnubrögð eru víta- verð. Þá eru vinnubrögð Gunnars Thoroddsens að koma niður á honum sjálfum, þar sem forystu- Vísa vikunnar Umfjöllun um To frestað í Borgarráði Kramkvæmdum hnidið áfram á meðan JAn Guiwar AnMMonjnynöhðgygré \ „Endanlegar vinnutillögur lágu fyrir í janúar 19»U tiugmyndir Etoar S. Ehmrmon um Vildum að taflið yrði sett upp á Lækjartorgi Margt er heimsins fánýtt flas og flest til borgaranna sundurlyndis. Um hið fagra græna gras getur jafnvel staðið þras hvort má það vera manninum til yndis. Bákur menn Sjálfstæðisflokksins víðs- vegar um land láta vanþóknun sína allhressilega í ljósi. Árni Emilsson í Grundarfirði hefur stutt Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra af heilum hug. Hann sagði í Mbl. 13. júní: „Við sjálfstæðismenn, sem styðjum rík- isstjórnina, erum afskaplega mikið á varðbergi fyrir því að Alþýðu- bandalagið ríði húsum i þessari stjórn ... og mér finnst þeir nú vera orðnir heldur lausbeislaðir." Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi og forvígismaður Sjálfstæðisflokksins á Snæfells- nesi, sagði 13. júní m.a.: „Þetta rekur endahnútinn á það, og ég tel, að þeir alþýðubandalagsmenn séu óhæfir til þess ...“ Þjóðhátíðaryf- irlýsing forsætisráðherra um varnarmálin var gefin sama dag og Eggert Haukdal sagði: „... það kemur fram um leið og ég lýsi vantrausti á Svavar Gestsson, að ég tel, að kommarnir ráði of miklu.“ Þannig lítur þetta nú út. Gunn- ari Thoroddsen urðu heldur betur á mistök, sem ekki er séð fyrir endann á. I hugleiðingum um stjórnina er komist svo að orði 17. ágúst sl.: „Þeir, sem leggja stund á pólitískar vangaveltur, hafa varp- að fram þeirri hugmynd, að Gunn- ar Thoroddsen meti stöðuna þann- ig, að hann eigi aðeins eina leið til að koma sér aftur í mjúkinn hjá meirihluta sjálfstæðismanna, sem sé þá, að reka kommúnista úr ríkisstjórn sinni ..." — Það hefði farið betur ef hann hefði í upphafi stutt við bakið á Geir Hallgríms- syni um stjórnarmyndun með framsóknarmönnum og Alþýðu- flokki og losað þjóðina þannig við það skjalfesta neitunarvald, sem kommar nú hafa. Slíkt hefði aldrei komið til greina með Geir Hall- grímsson sem forsætisráðherra. Þannig hefði þjóðin sýnt að hún vill ekkert dekur við Rússa, sem hafa sýnt, svo ekki verður um villst, hvernig þeir fara með þau lönd, sem þeir komast yfir, saman- ber t.d. Áfganistan, en vonandi tekst að hrekja þá þaðan. Kommum mun þó tæplega tak- ast að hindra framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, þar sem utan- ríkisráðherra, Ólafur Jóhanness- on, lætur engan aftra sér frá því að framkvæma það, sem ákveðið hef- ur verið öllum til góðs, ekki síst í sambandi við flugsamgöngur til landsins. Mun því fylgja gæfa fyrir íslensku þjóðina. Sæmundur G. Lárusson Enn um hrakninga í skólakerfmu: „Hvern á að leysa niður um?“ Velvakandi góður! „Ein vonsvikin" er stúrin í dálki þínum 16. júlí sl. Sé þar sagt satt og rétt frá og ekkert fært í stílinn, er það að vonum. Hvaða hugmyndir og langanir foreldranna lágu að baki þvi að barnið þurfti að byrja ári fyrr í skóla, þó aldrei nema að það væri læst og áhugasamt? Hver ráðlagði foreldrunum að fara þessa leið? var það e-r sem þekkti skólann? Er ekki neitt skynsamlegt, þroska- vænlegt og um leið skemmtilegt fyrir gáfað barn nema þessi skóli, sem hefur verið að gerast leiðin- legri með hverju árinu sem líður? Leiðinlegur vegna þess að hann er of sjaldan í takt við þarfir nem- enda, lítið í takt við lífið. Þetta finna flestir — og leiðindin eru ekki bara e-ð sem hver étur upp eftir öðrum. Þau eru staðreynd eins og hold og blóð nemenda sjálfra. „Sú vonsvikna" fullyrðir að kerfið geri ekki ráð fyrir að e-r séu öðruvísi en aðrir. Hún þekkir þá ekki skólakerfið (mér’ finnst hún vera að tala um það) með allri þessari aðstoð við þá, sem hafa sérþarfir fyrir eitt og annað. Þar verður seint of vel gert. En þetta óheppna barn í frásögu hennar er bara á hinum enda sérþarfakvarð- ans. Alheilt til líkama og sálar og svo alltof greint í þokkabót, og það sem verst er, hefur af e-m ástæð- um áhuga á skólalærdómi. Það er hárrétt, þetta barn er afbrigðilegt (ekki innan gæsalappa). Það var fenginn hingað danskur spámaður í skólamálum til að segja hvemig ríkt borgarhverfi í Kaupmannahöfn ræki trippin. öll hans orð gengu út á þá sem voru vangefnir, tregir til náms eða geðrænt truflaðir. Þegar hann svo var spurður hvernig væri staðið að þeim hópi sem hefði afburða- greind og væri líka afbrigðilegur, kom stutt og óskýrt svar: „De klarer sig nok.“ — Hvort það er nú útskýringarleysi þessa skóla- manns á því hvernig þessi börn spjara sig í Kaupin eða íslenskur skólamálaiognmolluháttur, hugsa skólayfirvöld aldrei, a.m.k. ekki upphátt, um hvað megi betur gagna þessum hópi til fyllra lífs. En hvað hugsa kennarar, skpla- stjórar, yfirkennarar, sálfræð- ingar, félagsráðgjafar, sérkennar- ar. Þessi starfsheiti eru að stumra í kringum börnin okkar og reyna að gera þeim lífið þolanlegt á meðan við þurfum að láta geyma þau í skóla. „Sú vonsvikna" kemst svo að því, þegar sleppir hryllingssögum, að það sé slæmt að vera á undan í skóla. Þá væri þetta nú ekki mikill vandi, nei, kona góð, enn verra er að vera á eftir og þeir, sem eru á „réttum stað“, þeim er þetta plága flestum, drepleiðinleg hugsun, sem pabbi og mamma vilja fyrir hvern mun að haldi áfram. Þau hafa- sig a.m.k. ekki mikið í frammi til að sýna hvað þau vilji með að senda barnið í skóla. Ekki er sú ófreskja orðin til vegna sérfræðinganna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.