Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 176. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Annar hópur Frakka heim I*arís. 12. áKÚst. AP. FRAKKAR dróxu andann léttar í dají þeKar síóari fluvrvélin með franska hor«ara kom frá Teher- an. en lausn deilunnar hefur ekki dreRÍð úr vaxandi spennu í sam- búð Frakklands og Irans. Fimmtíu Frakkar komu með flugvélinni í dag, þeirra á meðal Guy Georgy sendiherra. 57 Frakk- ar fengu að fara fyrir tveimur dögum eftir fjögurra daga bið. Frakkarnir sögðu að þeir hefðu aldrei talið sig vera í hættu og kváðust ekki hafa orðið fyrir óþægindum. Francois Mitterrand forseti hvatti Frakkana til að fara vegna deilunnar út af því að Frakkar neita að framselja Abolhassan Bani-Sadr fv. forseta. Frakkarnir fengu ekki að fara fyrr en kannað var hvort þeir ættu ógreiddar skuldir eða skatta. Einn kaupsýslumaður fékk ekki að fara frá Teheran vegna skulda- rannsóknar. Níu fransk-íranskar fjölskyldur hafa ekki fengið vega- bréfsáritanir og sex Frakkar, sem upphaflega ætluðu að fara, komu ekki til sendiráðsins. Einnig verða eftir fjórir sendi- ráðsmenn, nokkrir aldraðir Frakkar, sem hafa lengi búið í íran, og trúboðar. Franskir embættismenn hafa verið þögulir síðan deilan hófst og engin viðbrögð hafa komið fram við harðri árás Mohammad Ali Rajai forseta á Mitterrand, sem hann kvað hafa gert Frakkland að „miðstöð vítis" og „annarri Amer- íku“. Mál Bani-Sadr og fjárhags- deilur valda spennu í sambúðinni. Frakkar munu tapa um 10 millj- þrðum franka á samningsbrotum írana í viðskiptum. Dollar lækkar Ivondon. 12. áKÚst. AP. DOLLARINN snarlækkaði í kauphöllum í Evrópu i dag. Lækkunin þurrkaði út þá gifurlega hækkun sem hefur orðið á verði dollars í þess- um mánuði. Verð á gulli ha'kkaði 14 dollara únsan. Bæði í London og Frank- furt fóru menn að selja doll- ara í ofboði þegar markaður- inn í New York var opnaður. Heldur hægðist um er á daginn leið og seinna hækk- aði dollar aftur en gull lækk- aði. Bankastjóri í London taldi að menn mundu vara sig á því að sitja uppi með dollara á morgun, þótt fáir vilji spá um framvinduna. Salan jókst vegna orðróms um að vextir í Bandaríkjun- um hefðu náð hámarki og væru að lækka. Spákaup- mennska spilaði inn í. Farþegaflugvélar biða á Kennedy-flugvelli i New York. Sumum seinkaði um nokkrar klukkustundir. Slæm veðurskilyrði bættu gráu ofan á svart. Nú hefur ástandið lagazt. Mesti vandinn leystur á Atlantshafsleiðunum Washington. 12. ágúst. AP. DREW LEWIS. samgönguráð- herra Bandarikjanna. sagði i dag að dregið virtist hafa úr vandamál- unum samfara löngum töfum i áætlunarflugi yfir Atlantshaf vegna verkfalls handariskra flug- umferðarstjóra og spáði þvi að flugið kæmist i eðlilegt horf á morgun. fimmtudag. Flugumferðarstjórar í Gander á Nýfundnalandi, sem lögðu niður Bandaríkin hafna nifteindagagnrýni Washington. 12. ágúst. AP. BANDARÍSKA utanrikisráðu- neytið sagði f dag að þa*r gagn- rýniraddir í Evrópu va“ru hlægi- legar. cr segðu það stefnu Banda- ríkjastjórnar að tryggja að kjarnorkustrið i framtiðinni yrði háð i Evrópu. en ekki i Banda- ríkjunum. Talsmaður ráðuneytisins, Dean Fischer, kvað það stefnu stjórnar- innar að hefja viðræður við Rússa fyrir árslok um fækkun lang- drægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Yfirlýsingin er til komin vegna greinar í Washington Post, sem segir Evrópumenn óttast að Bandaríkin muni leggja minni áherzlu á gereyðingarvopn, en meiri áherzlu á minni vopn eins og nifteindasprengju, og þetta sé liður í stefnu er miði að því að einskorða kjarnorkustríð í fram- tíðinni við Evrópu. „Sú hugmynd að Bandaríkin hugleiði slíkt er hlægileg," sagði Fischer. Fischer kvað undirbúning við- ræðna við Rússa um takmörkun kjarnorkuvopna vel á veg kominn. þiann sagði að Rússar hefðu ekki fengið áhuga á viðræðum fyrr en NATO samþykkti 1979 að koma fyrir kjarnorkueldflaugum í aðild- arlöndunum til mótvægis SS20-eldflaugum Rússa. Um áskorun Rússa um gagn- kvæma frystingu kjarnorkuvopna kvað Fischer augljóst að tillagan miðaðist við sovézka eiginhags- muni, því að samkvæmt henni mundi bilið á þessu sviði vegna uppbyggingar Rússa haldast óbreytt um ókomin ár. vinnu á þeirri forsendu að flug til Bandaríkjanna væri hættulegt vegna verkfallsins, hófu aftur vinnu í morgun. Fram að hádegi fóru 119 flugvélar frá Evrópu til Bandaríkj- anna með 36.000 farþega að sögn J. Lynn Helms, yfirmanns bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Búizt var við að á næstu átta tímum færu 70 flugvélar í viðbót með 21.000 farþega til Bandaríkj- anna og að 65.000 farþegar færu frá Bandaríkjunum til Evrópu í kvöld og nótt. Þar með er talið að sigrazt verði á mestöllu öngþveitinu, sem hefur valdið því að þúsundir farþega beggja vegna Atlantshafs hafa ekki komizt leiðar sinnar. Á morgun, fimmtudag, er aðeins búizt við um hálftíma töfum. En Lewis sagði að möguleiki væri á nokkurri truflun um helgina ef portúgalskir flugumferðarstjórar létu verða af hótunum um að afgreiða ekki flugvélar, sem fara til og frá Bandaríkjunum um Azors eyjar. En hann sagði að þá leið gætu aðeins þrjár til fjórar flugvélar farið á klukkustund og beina mætti þeim á aðrar leiðir. Jafnframt sagði aðalráðunautur Ronald Reagans forseta í efna- hagsmálum, Murray L. Weiden- haum, að verkfall flugumferðar- stjóra hefði ekki teljandi áhrif á bandarísk efnahagsmál. Staða stjórnarinnar gagnvart verkfalls- mönnum virðist greinilega hafa st.vrkzt. Sumir þeirra Bandaríkjamanna, sem komust heim í dag frá Evrópu, höfðu tafizt í tvo daga í flughöfnum sem hafa verið troðfullar af farþeg- um. „Við höfum verið í flughöfninni í 20 tíma,“ sagði prófessor frá Louisiana sem fór frá Brussel með 25 stúdentum. „Við erum heldur dauf í dálkinn. Við fengum mat að borða, en urðum að sofa í flughöfn- inni hvar sem við gátum.“ Á Heathrow sagði 18 ára gömul stúlka að henni hefði ekkert leiðzt. „Ég hef eignazt marga vini og við ætlum að halda mikla veizlu. Við eigum dálítið af bjór, áfengi og súkkulaði ... Það þýðir ekkert að kvarta.“ Samstaða hvetur til að verkföllum verði hætt Varsjá. 12. ágÚKt. AP. LEIÐTOGAR verkalýðshreyf- ingarinnar Samstöðu hvöttu aíla Pólverja til þess í dag að hætta matva'la-mótmælum. vcrkföllum og kröfugöngum og vinna kaup- laust næstu átta laugardaga til að rétta við efnahaginn. Með þessu vilja lciðtogarnir draga úr spcnnu og sýna þcgnskap. Verkalýðsleiðtogarnir hvöttu einnig til þess á fundi í Gdansk að hætt yrði við kröfugöngur til að knýja fram frelsun pólitískra fanga. Þessar áskoranir fylgja í kjölfar þeirrar kröfu pólskra kommúnistaleiðtoga að hætt verði verkföllum og mótmælum til að komizt verði hjá „þjóðarharmleik". „Verkalýðshreyfingin er á kross- götum," sagði leiðtogi hennar, Lech Walesa. „I fyrsta skipti stendur hún frammi fyrir þeirri spurningu hvort hún á að koma fram sem verkalýðsfélag eða hvort hún skuli láta borgaralega skyldu sitja í fyrirrúmi eins og nú er ástatt í efnahagsmálunum." Áskorun Samstöðu um frið á vinnumarkaðnum kom fram sam- tímis því sem kommúnistaleiðtog- inn Stanislaw Kania fór fram á fyrsta fund sinn með æðsta yfir- manni kaþólsku kirkjunnar, Jozef Gemp, en það gefur til kynna að þótt pólskir leiðtogar séu ósammála innbyrðis um hvernig leysa beri matvælakreppuna séu þeir sam- mála um að semja skuli um lausn. Samt sem áður kvaðst Samstaða mundu boða til verkfalla ef nauð- synlegt reyndist til að fá aðgang að fjölmiðlum og ef „áróðursherferð“ ríkisstjórnarinnar héldi áfram. Starfsmenn Samstöðu leggja áherzlu á að áskorunin sé ekki fyrirskipun og heldur ekki tilslökun gagnvart ríkisstjórninni, sem hefur gert harða hríð að hreyfingunni með ásökunum um „ábyrgðarleysi" og haft í hótunum um harðar ráðstafanir til að stöðva gótuað- gcrðir. Austur-þýzka fréttastofan ADN sagði í dag að pólskir og austur- þýzkir herir væru að æfingum í Norðvestur-Póllandi. ADN sagði á mánudag frá svipuðum æfingum í suðausturhluta Áustur-Þýzkalands nálægt pólsku landamærunum. í síðustu viku sagði pólska fréttastof- an frá æfingum sovézkra, tékkó- slóvakískra og pólskra hersveita í Slesíu. Tilkynnt var í Varsjá að vodka- skömmtun hæfist á fimmtudag og borgarbúar fengju aðeins að kaupa eina flösku á mánuði frá og með þeim degi, eða eina flösku af léttu víni eða öðru áfengi í stað vodka. Vodka er ein af mörgum neyzluvör- um sem skortur er á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.