Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 + GUÐNI ÓLAFSSON fyrrum póstur í Vestmannaeyjum, andaöist í Landakotsspítala 12. ágúst. Aöalheióur Ólafsdóttir og dætur. t KJARTAN ÓLAFSSON héraöslæknir, Kaflavík, er látinn. Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Olatur Kjartansson, Karen Jónsdóttir, Marta Kjartansdóttir, Jón Guðmundsson, Grímur Kjartansson og barnabörn. t Móöir okkar, fósturmóðir og tengdamóöir, STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja, Eyvík, Grímsnesi, lést 8. ágúst í Hafnarbúöum. Útförin veröur gerö frá Stóru-Borgarkirkju, laugardaginn 15. ágúst klukkan 14.00. Jóhannes Kolbeinsson, Anna Kolbeinsdóttir, Siguröur Pólsson, Sólveig Kolbeinsdóttir, Páll Pálsson, Emma Kolbeinsdóttir, Reynir Tómasson, Jenný Kjartansdóttir, Þorvaldur Þorláksson, Guörún Jóhannsdóttir, Leifur Friöleifsson. t Móöir okkar og tengdamóðir, ARNDIS ARNADOTTIR frá Bíldudal, sem lést 6. ágúst, veröur jarösungin frá Bíldudalskirkju föstudag- inn 14. ágúst kl. 14.00. Ingvi Samúelsson, Anna Friöbjarnardóttir, Snæbjörn Samúelsson, Sheila Samúelsson, Guörún Samúelsdóttir, Þórunn Samúelsdóttir, Konráð Gíslason. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUDNY BJARNADÓTTIR frá Hraunsnefi, veröur jarösett frá Borgarneskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 2. Stefanía Þorbjarnardóttir, Svava Þorbjarnardóttir, Olga Þorbjarnardóttir, Kristjén Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faöir, ÞÓRÓLFUR ÓLAFSSON, hæstaróttarlögmaöur, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Þorgeröur Gísladóttir, Geir Þórólfsson. t Faöir okkar. tengdafaöir, afi og langafi, SIGURDUR SÆMUNDSSON fré Hallormsstaö í Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 15. ágúst kl. 2 e.h. Torfhildur Siguröardóttir, Óskar Friöbjörnsson, Björn Sigurösson, Jóhanna Ingimundardóttir, Þórarinn Sigurösson Perla Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróöir okkar og móöurbróöir, SKEGGI ÁSBJARNARSON, fyrrverandi kennari, Laugarnesvegi 40, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eöa Styrktarfélag vangefinna í Reykjavík. Guólaugur Guðmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Guöbjörg Guómundsdóttir, Sæmundur Helgason, Ágústa K. Magnúsdóttír, Sigurður Jónsson, Soffía Magnúsdóttir, Krístinn Guöjónsson. Þorsteinn Sveins- son - Minningarorð Þorsteinn Sveinsson, vinur minn og félagi, er fallinn í valinn. Við sem þekktum hann nokkuð náið vorum búin að hafa það á tilfinningunni síðustu mánuðina að dagar hans væru senn taldir, enda var Þorsteinn búinn að ganga í gegn um mikla sjúkdóms- raun; rannsóknir, uppskurði og sjúkrahúsvist, allt frá því fyrir áramót. Þorsteinn var búinn miklum lífskrafti. Persónuleiki hans var óvenjulega margbrotinn, enda þótt á yfirborðinu hann birtist mönnum oftast sem hinn trausti og virðulegi samborgari. í hópi félaga gat hann verið hrókur alls fagnaðar, léttur og spaugsamur, tekið lagið, flutt ljóð eða flutt þrumandi ræðu. Þorsteinn var jafnaðarmaður í húð og hár og fylgdi Alþýðu- flokknum að málum og var virkur í starfi sínu innan flokksins til hinsta dags. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og sömuleiðis á þeim mönnum sem völdust til forystu. Það að vera Alþýðuflokksmaður var í hans augum engin trygging fyrir því að skynsamlega væri staðið að verki í baráttunni fyrir jafnaðarstefn- unni. Þetta fengu menna að heyra óþvegið þegar þannig stóð á. Og áfram hélt hann baráttunni, sem virkur flokksmaður, fyrir þeirri stefnu að efla frelsi, jafnrétti og bræðralag. Við Þorsteinn kynntumst fyrst í gegn um pólitíkina. Ég var þá í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna en þá var einmitt verið að vinna að þvi að sameina Alþýðu- flokkinn og Samtökin. Enda þótt sú tilraun hafi mistekist fór þó svo að lokkum að stór hópur Samtaka- manna gekk til liðs við Alþýðu- flokkinn eftir að svonefndir Möðruvellingar og fylgifiskar þeirra komust til áhrifa innan Samtakanna. Þar með var samein- ingarhugmyndin úr sögunni og reyndar tilveruréttur Samtak- anna, sem stofnuð höfðu verið til þess að vinna að sameiningu allra vinstri manna undir einu merki. Mér er enn eftirminnilegt að hafa kynnst Þorsteini Sveinssyni við þessar aðstæður. Brennandi eldmóður hans og kraftur var eitthvað sem sannfærði mann um að maður væri í réttu húsi, meðal samherja, og ekki aðeins það, heldur einnig meðal vina. Ég veit að ég mæli þessi orð fyrir munn okkar Reykvíkinganna sem kom- um til liðs við Alþýðuflokkinn úr Samtökunum á þessum árum. En þótt við Þorsteinn höfum átt samleið innan Alþýðuflokksins, sem baráttumenn fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar var það þó á öðrum vettvangi sem ég fékk ef til vill enn betra tækifæri til að kynnast mannkostum og hæfileik- um Þorsteins Sveinssonar. Þetta var í félaginu íslensk Réttarvernd, sem stofnuð var á mannréttinda- daginn, 10. desember 1975. Þorsteinn var einn af stofnend- um þessa félags, sem hefur haft það að markmiði sínu að berjast fyrir mannréttindum og veita þeim réttarvernd sem órétti eru beittir. Fyrstu árin var Þorsteinn lögfræðingur félagsins. Störf hans á þeim vettvangi, fyrir þá sem 'miður máttu sín er verðugur minnisvarði um þann mannkær- leika og þá mannkosti, sem Þor- steinn var búinn. Hann átt mjög auðvelt með að setja sig inn í vandamá! skjólstæðinga sinna og virtist alltaf hafa nægan tíma til að tala við þá sem til hans leituðu. Það er mikið happ að fá tæki- færi til að kynnast og starfa með manni á borð við Þorstein Sveinsson. Slíkt skilur eftir sig ómetanlegan lærdóm og veitir okkur, sem eftir stöndum, kjarn- mikið og gott veganesti. Eiginkon, börnum og öðrum ættingjum Þorsteins Sveinssonar votta ég mína dýpstu samúð. Bragi Jósepsson Andlát Þorsteins Sveinssonar kom mér ekki á ovart. Hefði ég og átt að vita, hvert stefndi, en maður vonar lengi. Son minn hafði ég sent austur í Hveragerði, að Þorsteinn setti nafn sitt inn á stimplun nokkurra reikninga til Þjóðgarðsins á Þing- völlum. Eftir útréttingar í bænum kom ég að Flókagötu 60 til þess að fara með þessi plögg til greiðslu. Sonur minn mælti: „Pabbi, ég kem með reikningana án áritunar. Hann Þorsteinn er dáinn." Ekki oft hefi ég orðið eins einn og þarna, þar sem ég stóð á götunni. Það var eins og svo mikið hyrfi mér. Við Þorsteinn höfðum unnið saman á 22. ár á vegum Þingvalla- nefndar. Við höfðum verið skólabræður í Menntaskólanum í Reykavík, nágrannar vestra, er Þorsteinn var bæjarstjóri á ísafirði og ég skólastjóri og prestur í Dýrafirði. Enn skipti það miklu um kynni okkar, að við séra Helgi, bróðir hans og gáfusnillingurinn og skáldið, vorum góðvinir, námum saman til prests og tókum saman kennarapróf við Kennaraskóla ís- lands. Samvistir við hann voru hátíð, þótt löngum gengi hann ekki heill til skógar. Þannig var það líka að kynnast Þorsteini. Séra Bjarni Þorsteins- son á Siglufirði samdi sína ódauð- legu „Hátíðasöngva", en þeir Bjarni og Þorsteinn Sveinsson voru þremenningar að frændsemi, og mér fannst alltaf nokkur hátíð, kynnin á vængjum söngs, að vera með Þorsteini. Hún virtist mér t.d. alveg óend- anleg starfsfórnin, alúðin, umönn- unin, fyrirgreiðslan, uppörvunin, málamiðlunin og festan og þraut- seigjan, er hann lagði fram í þágu Þjóðleikhúskórsins, enda þótti fólkinu þar vænt um hann og þaðan hljómuðu honum bænaljóð í veikindum hans, eins og í kirkj- unni í dag. Þorsteinn var aldrei myrkur í máli, er varist skyldi eða sótt fram, málstaðar eða manna vegna, er hann mat og unni. t Útför sonar okkar, SIGURDAR HARÐARSONAR, Fjölnisvegi 18, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og vandamanna, Ulla Siguröardóttir, Hörður Þórhallsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns og fööur okkar, SIGURDAR HJALMARSSONAR bifreiðasmiös, Langageröi 66, Reykjavík. Auður Hannesdóttir og börn hins lótna. Mér er sagt að síðast, er hann talaði á fundi flokksbræðra sinna og systra, hafi honum mælst afburða vel, þótt fjársjúkur væri hann. Hann ræddi um að sækja fram á vegi friðar og sátta og láta málefni ráða, en ekki manngrein- arálit. Trygglyndi Þorsteins var næsta einstætt. Það birtist ekki síst, þar sem fósturmóðir hans var, frú Jórunn Jónsdóttir, enda hafði hún og systur hennar veitt honum meiri ástúð og aðhlynningu en talið verði eða tjáð og hjartað eitt fær fram rétt. Þorsteinn vann mörg trúnað- arstörf á ævi sinni. Gáfur hans voru ekki mest á yfirborði, en skapfesta og trúnaður var óbug- andi. Hann tók og gott lögfræði- próf og lauk því námi á færri vetrum en þá var tíðast. Stundum fannst fljóthuga manni Þorsteinn dvelja við smá- muni og setja þá fyrir sig, vilja athuga um of sinn gang. En þar gætti samviskusemi hans og í sínum miklu veikindum reyndist hann hetja og kom þar til trú hans, sem var barnslega traust og hrein. I trúmálum var hann í senn frjálslyndur og fastheldinn, og einkenndi það hann yfirleitt. Mér þótti alltaf vænt um, hve mikils Þorsteinn var metinn af Þingvallanefndum, er hann starf- aði hjá um meira en aldarfjórð- ungs skeið. Eysteinn Jónsson sagði við mig um hann: „Honum má treysta". Það gladdi Þorstein mikið á einni hans hinstu stundu, er þau Ólafur Jóhannesson og kona hans báðu mig fyrir alúðarkveðjur til hans. Þeir Ólafur og Þorsteinn tóku lögfræðipróf saman. Þorsteinn átti eiginleika, sem er minna um nú en áður, ef til vill. Hann lagði sig fram i umgengni við fólk. Þannig sagði gáfuð kona við mig á ísafirði um hann: „Alþýðuflokk- urinn tapar á því, að hann Þorst- einn fer héðan. Hann kemur sér svo vel við fólk og einkum þá, sem eiga bágt.“ Er Þorsteinn tók að sér ærið erfitt og vanþakklátt aukastarf, sagði einn af ráðuneytisstjórum Stjórnarráðsins við mig: „Það er upplagt, að hann Þorst- einn reyni þetta. hann er gæddur umgengnis- og mannúðareigin- leikum í ríkum mæli.“ Þetta starf fór Þorsteini vel úr hendi. Skáld var Þorsteinn og kom þar t.il sönggáfa hans. Allt má gagnrýna, en lýrísk æð streymdi um sál hans, skáldskap og líf. Ljóðabók gaf hann út undir lokin: “Ég er ekki að yrkja um- fram allt til þess að heita skáld, ég er að kveðja vini mína og ástvini og kórinn minn,“ sagði hann eitt sinn við mig, hann vissi að hverju stefndi, og sú vitneskja varð einnig að ljóði hans. Þorsteinn var með afbrigðum gestrisinn.qg góður heim að sækja og átti þar hans ágæta eiginkona Sigríður Þorgeirsdóttir, hlutdeild að, ríkulega. Ekki verður hér því sleppt, hve allt fólk Þorsteins var á hans veg ástúðlegt, bræður hans nefndur og ónefndir og systur, er ég hefi mætt, að ógleymdum börnum hans. Yngri sonur Þorsteins vann hjá mér nokkrar vikur. Allri sveitinni þótti strax vænt um hann. Gatan varð mér auð við andláts- fregn Þorsteins. Vissulega birtist hún mér á næsta andartaki í fegurð og gæðum mannvirkja og fólks. Og innri sjónum mínum hafði borist sýn nóttina áður. Við mér blasti í draumi fjörður og fjall. Á ströndinni var hópur fólks að fagna komu gests, er skip bar að landi. Mér fannst, að þar færi vinur minn, Þorsteinn Sveinsson. Fólkið var með gleðibragði og fjallið var yfirnáttúrulega blátt og himinninn yfir því svo heiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.