Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Berlínar- múrinn 20 ára Fyrir réttum 20 árum, sunnudagsmorfruninn 13. ágúst 1961, var landamærum Austur- ok Vestur-Berlínar og Austur- og Vestur-Þýzkalands skyndilega og fyrirvaralaust lokað. Nýr kapítuli mannkynssögunnar var hafinn. Mannréttindabaráttan í veröldinni hafði beðið verulegt áfall. Berlínarmúrinn — vörumerki kommúnismans og Varsjárbandalagsins — fyllti upp í þá flóttaleið gegn um járntjaldið — það hlið til frelsis — sem þúsundir og aftur þúsundir höfðu notfært sér. Sólarhringinn næstan á undan höfðu 2400 a-þýzkir flóttamenn farið um þetta hlið. Það var stærri hópur en nokkurn dag annan allar götur frá því að a-þýzkir verkamenn gerðu uppreisn gegn kommúnista- stjórninni árið 1953. Varsjárbandalagið gaf þá skýringu, að landamærunum hefði verið lokað til „að fæla lítilsigldar manneskjur frá því að svíkjast undan merkjum“!!! Þessa sögulegu atburði, uppreisn a-þýzkra verkamanna 1953 og byggingu Berlínarmúrsins 1961, bar upp á hátíðardaga í íslenzku þjóðfélagi. Sautjánda júní 1953, á þjóðhátíðardegi íslendinga, streymdu rússneskir skriðdrekar um götur Berlínarborgar og óku yfir saklausa borgara á meðan hermenn létu vélbyssuskothríð dynja á verkafólki, sem leyft hafði sér andóf gegn valdhöfum. Þegar Islendingar héldu upp á 175 ára kaupstaðarréttindi höfuðborgar sinnar, Reykjavíkur, 18. ágúst 1961, var unnið kappsamlega að gerð þessa sögulegasta mannvirkis kommúnism- ans í veröldinni, Berlínarmúrsins, þvert um höfuðborg Þýzka- lands. Þegar þessir atburðir áttu sér stað, sem nú er drepið á í tilefni af 20 ára afmæli Berlínarmúrsins, kom fáum til hugar, að tveimur áratugum síðar, annó 1981, færu skoðanalegir jábræður a-þýzkra kommúnista hér á landi bæði með forystu í borgarmálum Reykjavíkur og veigamiklum ráðuneytum í landstjórn. Alþýðu- bandalagið hefur að vísu kappkostað að fela tengsl, forn og ný, milli sín og bróðurflokka í A-Evrópu og Sovétríkjunum, hvar formaður þess er nú í opinberri heimsókn sem ráðherra. En hvorutveggja er, að sumir af fremstu núverandi valdsmönnum Alþýðubandalagsins sóttu faglega og pólitíska menntun einmitt til Austur-Þýzkalands og að gamli kommakjarninn í Alþýðubanda- laginu, sem þangað kom úr Sósíalistaflokki og Kommúnistaflokki — með aðild að Komintern — heldur þar enn um stjórnvölinn. Willy Brandt, einn af forvígismönnum v-þýzkra jafnaðarmanna, sem þá var borgarstjóri Vestur-Berlínar, hélt sögulega ræðu á þessari örlagastundu og kallaði á viðbrögð Vesturveldanna. „Vei oss,“ sagði Brandt, „ef vér af siðferðilegum veikleika stöndumst ekki þessa raun. Þá munu kommúnistar ekki létta för sinni við Brandenborgarhliðið, ekki við landamæri A- og V-Þýzkalands, og þeir munu ekki létta för sinni við Rínarfljót. Það sem þá verður, varðar ekki aðéins Þýzkaland heldur Vesturveldin öll.“ Jafnframt ritaði hann Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, bréf, þar sem krafizt var pólitískra aðgerða. „Það er ekki hægt að stöðva skriðdreka með orðaleppum," sagði Willy Brandt. Vesturveldin mótmæltu harðlega þessum aðgerðum A-Þjóðverja og Rússa, enda vóru þær bæði brot á samkomulagi Vesturveldanna og Rússa um Þýzkaland og stríddu gegn vestrænum skilningi á almennum mannréttindum, fyrst og fremst skoðana- og ferða- frelsi einstaklinga. Þjóðlönd á ekki að girða af eins og þrælabúðir. Kennedy Bandaríkjaforseti brást og snarlega við tilmælum Brandts, og sendi bandarískt herlið um a-þýzkt land til Vestur-Berlínar. Sú aðgerð fól í sér mjög sterka áréttingu. Hér sýndi hann samskonar festu og skjótleika og í Kúbudeilunni, er Sovétmenn reyndu að gera Kúbu að flaugaskotpalli við strendur Flórída — og með hliðstæðum, jákvæðum árangri. Þó Berlínar- múrinn standi enn í dag, eins og víti til varnaðar fyrir allar vestrænar þjóðir, þá hefur a-blokkin haldið sér í skefjum síðan á morkum A- og V-Evrópu. Sovétríkjunum var svarað á máli sem þau skildu og virtu. En það er svo annað mál, og má ekki gleymast, að ríki Varsjárbandalagsins verja enn í dag tvöfalt hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til vígbúnaðar en Vesturveldin — og sitt hvað hefur gerzt á heimavettvangi þeirra, sem þrengt hefur persónuleg réttindi fólks, m.a. í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi, og Pólland er stórt spurningarmerki. Eftir 20 ár stendur Berlínarmúrinn enn og gegnir sama hlutverki og fyrr, að halda fólki nauðugu viljugu innan múra sinna — í hagkerfi marxismans og þjóðfélagsgerð sósíalismans. Jafnframt er hann víti til varnaðar öllum þeim, sem standa vilja vörð um vestrænt lýðræði, þingræði og almenn þegnréttindi. En það má aldrei gleymast Islendingum að einnig hér á landi eru þeir, sem sótt hafa menntunarlegan og pólitískan bakgrunn sinn handan þessa múrs, og vilja stefna að samskonar þjóðfélagsgerð og hann umlykur. Og það er að minnsta kosti lærdómsrík tilviljun, að nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins skuli vera opinber gestur í Sovétríkjunum á 20 ára afmæii Berlínarmúrsins. Flugvélin TF-FIL á slysstað utan á Knúk á Mykinesi i septembermánuði 1970, myndin birtist á forsíðu Morgunblaðsins. „Hrikaleg aðkoma að slysstaðnum þenn- an gráa morgun“ MEÐAL skipverja á danska eftir- litsskipinu Ingolv. sem verið hef- ur í Revkjavík í vikunni. er Fleming Hellebjerg og reyndar er hann næstráðandi um borð. Fyrir rnskum 10 árum. nánar tiltekið að morgni 26. september 1970. kom Hellebjerg mjög við sögu. er (jölda fólks. sem lenti í flugslysi á Mykinesi í F'æreyjum. var bjarg- að. Hann var þá flugmaður á þyrlu danska sjóhersins og vann einstætt hjörgunarafrek þennan dag og nokkru síðar var hann heiðraður með fáikaorðunni af forseta íslands. Fokker Friendship-flugvélin TF-FIL, í eigu Flugfélags íslands og SAS, var að koma frá Bergen þennan laugardagsmorgun, en í Noregi hafði vélin orðið að bíða í tvo sólarhringa vegna þoku í Fær- eyjum. Vélin átti skammt eftir að flugvellinum í Vogum er slysið varð. Lenti vélin ofarlega í fjallinu Knúk á Mykinesi, en hæsti toppur þess er 560 metra hár. Átta manns fórust í slysinu, sjö Færeyingar og einn Islendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson. Um borð í vélinni voru 30 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Við hittum Fleming Hellebjerg að máli um borð í Ingolv í vikunni og báðum hann að rifja upp þennan morgun í Færeyjum fyrir tæpum 11 árum. „Skyggni var mjög slæmt, og reyndar nánast ekkert, þennan morgun og auk þess vindstrekking- ur, þannig að það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að ég og aðstoðar- maður minn komumst í loftið á þyrlunni. Loksins komumst við af stað frá Hvítabirninum, sem lá í Þórshöfn, og til Mykiness flugum við lengst af í 15—20 metra hæð yfir sjávarmáli. Frá Þórshöfn vor- um við í um hálftíma á leiðinni að slysstaðnum, en Hvítabjörninn lagði strax af stað í átt til Mykiness. Aðkoman var hrikaleg á slys- staðnum þennan gráa morgun. Fólkið var margt stórslasað og í mikilli lífshættu, en þeir sem bezt sluppu höfðu borið'hina frá flakinu Rætt viö Fleming Hellebjerg, sem vann einstakt björg- unarafrek í Fær- eyjum fyrir 11 árum þar sem talsverð eldhætta var á sjálfum slysstaðnum. Þessi mynd, sem við mér blasti þarna uppi í fjallinu á eyjunni um morguninn, hefur oft komið upp í huga minn síðan, en ég hafði þó ekki mikinn tíma til að hugsa meðan á þessu stóð. Þetta var mín vinna og mitt hlutverk var að koma þeim, sem mest höfðu slasast, sem allra fyrst undir læknis hendur. Það mátti engan tíma missa. Við tókum fyrst þá þrjá, sem mest voru slasaðir og fluttum þá á sjúkrahúsið í Þórshöfn, en aðeins var hægt að taka einn í hverja ferð. Þegar því var lokið fluttum við hina um borð í Hvítabjörninn, • / f i / / Fleming Ilellebjerg um borð í Ingolv í Reykjavíkurhöfn. sem þá var kominn að Mykinesi, og í þeim ferðum gátum við tekið tvo eða þrjá eftir ástandi þeirra. Við björgunarstörfin notuðum við litla franska þyrlu, en aðeins ein slík var um borð og þá var engin þyrla til í Færeyjum. Þyrlan var samtals á lofti í rúmlega 13 tíma, en björgunaraðgerðirnar tóku sam- tals um 16 stundir. Þyrlan var alls ekki ætluð fyrir svo mikið flug á svo skömmum tíma og því þurfti hún að fara í mikla skoðun að þessu verki loknu. En hún stóð sig frábærlega og bilaði hvergi. Sjálf- ur fékk ég enga hvíld þennan dag, hugsaði heldur ekki um að ég væri þurfi fyrir slíkt, en nærðist á kexi og brauði, sem ég fékk rétt um borð þegar ég kom þangað með þá sem lent höfðu í slysinu," segir Fleming Hellebjerg. Þess má geta, að auk Hvíta- bjarnarins og áhafnar hans tóku björgunarsveitir frá Færeyjum þátt í hjálparstarfinu, og flugvél frá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli fór með lyf til Mykiness að beiðni læknis um borð í Hvíta- birninum. Hellebjerg var í sex ár flugmaður á þyrlu danska sjóhers- ins og var einkum í Færeyjum og Grænlandi. Hann lenti oft í því að fljúga við erfiðar aðstæður, en segist ekki neita því, að björgunar- starfið í Færeyjum hafi verið það erfiðasta. Morgunblaðið greindi ítarlega frá slysinu í Færeyjum og björgun- arstarfinu. Þar er m.a. að finna þessa klausu í blaðinu miðvikudag- inn 30. september: „Hvað björgunarstarfið sjálft snertir hefur nú komið í ljós, að flugmaðurinn á þyrlu Hvítabjarn- arins, Hellebjerg, hefur sýnt ein- stakt þolgæði og frábæra hæfni, en við mjög erfiðar aðstæður selflutti hann farþegana frá Mykinesi í skipið og einnig þá sem mest voru slasaðir frá slysstaðnum til Þórs- hafnar. Héyrzt hefur, að hann verði sæmdur heiðursmerki fyrir framgöngu sína og er það einróma álit þeirra, sem viðstaddir voru, að hann hafi fyllilega til þess unnið." áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.